Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Blaðsíða 58
66 kvikmyndir LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 33V Bruce Willis í aðalhlutverki í Síðasta manninum: \'4 Klæðum okkur ekki upp heima hjá okkur „Hjónaband okkar Demi á sínar góðu og slæmu hliðar eins og hjá öllum öðrum. Það er eins og garður sem þarf að gæta að á hverjum degi. Við klæðum okkur ekki upp heima hjá okkur þó við séum fræg. Ég skipti um bleiur og þríf af böm- unum okkar kúkinn," segir leik- arinn Bruce Wiilis sem leik- ur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Síðasti maðurinn sem Laugcirásbió frumsýndi í gær. Kvikmynd- in hefur slegið í gegn vestanhafs og WUlis mætir þar ferskur til leiks. Myndin er kröftug og seiðandi einfaramynd. Bruce Willis er fæddur 19. mars árið 1955 í Idar-Oberstein í Westur- Þýska- landi og er þvi 41 árs. Hann gekk í skóla í Montclair State College, í leiklistardeild. Að námi loknu lék hann í nokkrum leik- ritum off- Broadway og í sjónvarpsauglýs- ingum. Eiginkona Willis er leikkonan Demi Moore og eiga þau saman dæturnar Rumer, Scout og Tallulah. Mörg andlit Willis Willis hefur leikið mjög ólík hlutverk á leikferlinum, meðal annars leigumorð- ingjann í Pulp Fiction, lögreglumanninn John McClane í Die Hard og fleiri. Frá árinu 1988 hafa kvikmyndir sem Willis hefur leikið aðalhlutverkið í halað inn 520 milljónir dala í Bandaríkjunum ein- göngu. Willis hefur fengið nokkur verðlaun fyrir leik sinn, þar á meðal Emmy-verð- launin og Golden Globe verðlaunin fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttaröðinni Moonlightning. Á sama tíma lék hann í fyrstu bíómyndinni sinni, Blind Date, og stuttu síðar í Sunset. Frægastur fyrir Die Hard Árið 1988 skapaði Willis persónuna John McClane í kvikmyndinni Die Hard og á eftir henni komu tvær aðrar Die Hard myndir. Hann hefur leikið í kvik- myndum eins og The Color of Night, The Bonfire of the Vanities, Billy Bathgate, The Last Boy Scout, Mortal Thoughts, Death Becomes Her, Striking Distance, The Player, röddina í Look Who’s Talking, Four Rooms og 12 Monkeys. Willis þótti einnig liðtækur tónlist- armaður en hann gaf út plötu árið 1986 sem nefndist The Return of Bruno sem fór í platínuplötu. Þremur árum síðar gaf hann út aðra plötu If It Don’t Kill You, It just Makes You Stronger. Hann er einn þeirra sem eiga vinsælu veitingahúsa- keðjuna Planet Hollywood. -em LA CASA di VANNA PAOLI „Kvenleikstjórinn Vanna Paoli sjaimerar okkur með „Bleika húsið" sitt þar sem hin undurfríða Giulia Boschi leikur aðalhlutverkið. Besta „Panorama italiano" kvikmyndin á Feneyjahátíðinni. Innileg og hjart- næm kvikmynd sem gefur okkur innsýn í horfna fortíð sem að lok- um verður að verða hluti af framtíðinni.“ (II Tempo) „Bleika húsið er uppfull af einhverjum göfugleika sem þar að auki lætur okkur skynja tilfmningar í hverju einasta myndskeiði myndarinnar.” (L’Opinone) „Bleika húsið hefur stíl og býður upp á mikla tilfinningaæmi.1 (L’Unita) Gegn framvísun stúdentaskírteinis fá nemendur miOann á kr. 300 á „Bleika húsið“ Tll síðasta manns í Regnboganum og Háskólabíói: Chicago-glæponar í Texas Til síðasta manns (Last Man Standing), sem frumsýnd var í gær, er endurgerð hinnar frægu japönsku kvikmyndar, Yojimbi, sem Akira Kurosawa gerði á sínum tima. Yojimbo, sem mundi þýða Lif- vörðurinn á íslensku, fjallar um nítjándu aldar samúræja sem sér at- vinnugrein sina deyja hægt út en stríðsmaður þessi tekur til sinna ráða í borg þar sem spilling ræður ríkjum. ! Last Man Standing er sögusvið- ið fært yfír á fjórða áratuginn á þessari öld. Myndin gerist í smá- bænum Jericho í Texas sem er frek- ar ólíklegur viðkomustaður mafíu- glæpamanna frá Chicago. En þetta er á bannárunum og þessi borg er tilvalinn staður fyrir ólöglega starf- semi og mafian er fljót að taka lögin í sínar hendur. Inn í bæinn kemur dularfullur einfari, sem kallar sig Smith, til að dvelja þar eina nótt. Hann er alls ekki velkominn í bæ- inn og spilltur lögreglustjóri segir honum að hypja sig en þetta líkar einfaranum ekki. Hann kemur glæpalýðnum á óvart með beinni árás og drepur bestu skyttu þeirra. í stað þess að hefna ófaranna bjóða þeir þessum dularfulla manni vinnu. Smith, sem eingöngu hugsar um sjálfan sig, tekur boðinu en leik- ur tveimur skjöldum eins og brátt kemur í ljós. Það er Bruce Willis sem leikur einfarann. í öðrum hlutverkum eru Christopher Walken, Bruce Dern, William Sanderson og Karina Lomb- ard. Leikstjóri og handritshöfundur er hinn reyndi spennumyndaleik- sfjóri, Walter Hill, sem hefur átt misgóða daga í sinni kvikmynda- gerð. En þegar honum tekst vel upp þá hefur hann skilað frá sér mynd- um á borð við The Long Riders, The Warriors og 48th Hours. -HK 50.000 búnir að sjá Djöflaeyjuna Aðsókn á Djöflaeyjuna hefur farið fram úr vonum bjartsýn- ustu manna og virðist ekkert lát á aðsókninni. Um miðja viku voru gesti númer 50.000 veitt vegleg verðlaun. Á mið- vikudagskvöldið var Djöflaeyj- an síðan frumsýnd með við- höfh á Akureyri og voru við- staddir leikarar og aðstandend- ur myndarinnar. Síðasta ís- lenska kvikmyndin, sem fór yfir 50.000 áhorfendur, var Karlakórinn Hekla en áhorfend- ur að henni urðu 60.000 þúsund. Kvikmyndahátíð áfram Kvikmyndahátíð í Reykjavík lauk síðastliðinn sunnudag og var þá ákveðið að framlengja sýningum á nokkrum myndum. Áhugamenn um kvikmyndir geta því áfram verið á kvik- myndahátíð. Háskólabíó sýnir Dauður, Shanghai- gengið og Brimbrot. Regnboginn heldur áfram að sýna Emmu, Chabert ofursta, Elísu, Einstimi, Stjömufangarann, Reyk og Hel- bláan. Stjörnubíó sýnir Amer- íku og Bleika húsið. Sam-bíóin sýna Fortölur og fullvissu og Ríharð m og Laugarásbíó sýnir Kristin Lavransdóttur. Önnur Vatnaveröld? Þrátt fyrir öll ósköpin sem gengu á við gerð Waterworld ætlar MGM að fara út í að gera rándýra kvikmynd sem gerist að mestu neðansjávar. Myndin á að heita Submerged og á hún að gerast eftir tuttugu ár þegar stóri skjálftinn i Los Angeles er búinn að færa borgina á kaf. Gerist myndin að mestu í neð- ansjávarskemmtigarði sem búið er að koma upp í rústum borgarinnar. Framleiðandi myndarinnar er Gale Anne Hurd sem meðal annars var einn framleiðenda The Abyss, sem einnig var neðansávar- mynd, en hún hefúr komið ná- lægt framleiðslu á mörgum stórmyndum í- samvinnu við James Cameron. í Last Man Standing hreiöra mafíuglæpamenn um sig í smábæ í Texas.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.