Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1996, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1996, Side 2
LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 LlV 2 fréttir Samherji og tengd fyrirtæki á hlutabréfamarkaðinn: Hagnaðurinn yfir hálfan milljarð á síðasta ári - áætluð heildarvelta Samherjafyrirtækjanna 7,8 milljarðar á yfirstandandi ári DV, Akureyri: Eigendur útgeröarfyrirtækisins Samherja hf. á Akureyri sviptu hul- unni í ftrsta skipti af afkomutölum fyrirtækisins í gær og upplýstu að hagnaður af rekstri fyrirtækisins og tengdra fyrirtækja á síðasta ári hefði numið 553 milljónum króna. „Þetta er há tala en árið 1995 var okkur gjöfult, reksturinn gekk mjög vel og þetta var besta ár okkar til þessa,“ sagði Þorsteinn Már Bald- vinsson framkvæmdastjóri. Hann upplýsti um leið að Samherji hefði ávallt verið rekinn með hagnaði þau 13 ár sem fyrirtækið hefur starfað. Um leið var tilkynnt að Samherji hefði stigið sín fyrstu skref á verð- bréfamarkaði með 300 milljóna króna skuldabréfaútboði og sjá Landsbréf-Akureyri og Landsbanki íslands um útboðið. í framhaldinu er stefnt að samruna Samherja og tengdra félaga í eitt félag sem mun bjóða út hlutafé á opnum hluta- bréfamarkaöi. Samherjamenn segja að reynist tækifæri vænleg til vaxt- ar í starfsemi fyrirtækisins gæti sú hlutafjáraukning orðið umtalsverð strax á fyrsta ári, jafnvel allt að ein- um milijarði króna. Stóraukin velta Velta Samherja og tengdra fyrir- tækja árið 1995 nam alls 6,5 mill- jörðum, 4,4 miUjörðum á íslandi, 400 milljónum í Færeyjum og 1,7 milljarði í Þýskalandi. Sambæri- legar áætlaöar tölur fyrir yfir- standandi ár gera ráð fyrir 5,3 milijarða veltu hér á landi, 400 miUjónum í Færeyjum og 2,1 miilj- arði í Þýskalandi eða samtals 7,8 milljörðum. Nettóskuldir Sam- herja og samstarfsfyrirtækjanna erlendis eru áætlaðar 3,4 miiljarð- ar við árslok og er þá ekki tekið til- lit til nýlegra fjárfestinga í Bret- landi. Samherji og tengd fyrirtæki reka 10 frystitogara, fimm fersk- fisktogara, tvö fjölveiðiskip, tvær rækjuverksmiðjur, eina síldar- og loðnuvinnslu og söluskrifstofú í Englandi. Veiðisvæði eru víða, s.s. í íslenskri, grænlenskri, norskri og rússneskri lögsögu, á Reykjanes- hrygg, í Smugunni, á Flæmska hatti, í Norðursjó, á Hattonbanka og í kanadískri lögsögu. 22,6 þúsund tonna afli Afli Samherjaskipanna upp úr sjó á síðasta ári nam 22,6 þúsund tonnum og þar af voru 5,8 þúsund tonn utan lögsögu. Aflaheimildir á íslandi fiskveiðiárið 1996/1997 eru irni 21 þúsund tonn og erlendis eru aflaheimildir ekki minni þótt nettóskuldir séu rúmlega sjö sinn- um minni þar eða um 400 milljón- ir. Samherjahópurinn, sem svo er kallaður, mun í framtíðinni sam- anstanda af móðurfyrirtækinu Samherja hf., með útgerð og vinnslu á Akureyri og Dalvík, í öðru lagi Oddeyri hf. sem reki samnefnt fjölveiðiskip og þar sé einnig vinnslufyrirtækið Friðþjóf- ur á Eskifirði. í þriðja lagi eru er- lendu félögin DFFU/Seagold í Þýskalandi, Onward Fishing í Bretlandi og Framherji í Færeyj- um og í fjórða lagi eiga Samherja- menn hlutafé í öðrum fyrirtækj- um, Samskipum, Fiskeldi Eyja- fjarðar og Skipakletti. -gk stuttar fréttir Vilja rammaáætlun Hjúkrunarforstjórar sjúkra- húsa skora á þingmenn og ráð- herra aö láta gera fjögurra ára rammaáætlun um fjármál og rekstur sjúkrahúsa til að eyða rekstrarlegu öryggisleysi. Sendiherra í ísrael | Tómas Á. Tómasson hefur af- | hent forseta ísraels trúnaðar- | bréf sitt sem sendiherra í ísrael með aösetri á íslandi. Ný söluskrifstofa Flugleiðir opnuðu í gær nýja söluskrifstofu í suðurhúsi Kringlunnar og buðu upp á í 17.900 króna fargjald til sjö Evr- ! ópuborga í tilefiú opnunarinn- ar fyrir 500 manns. Um 300 mið- ! anna seldust i gær. | Hlutafjárútbod Jökuls Útgerðarfyrirtækið Jökull á | Raufarhöfh opnaði í gær 20 j milijóna kr. hlutafjárútboð að j nafnverði en bréfin eru seld á genginu 5,0. Tilgangurinn er að Istyrkja eiginfjárstöðu félagsins og fjölga hluthöfum. Lækkar vexti Húsnæðisstofnun ætlar að lækka vexti á hlutaverðtryggð- um lánum úr Byggingarsjóði ríkisins sem voru veitt á árun- um 1974-1978 úr 9,75% í 6%. Lækkunin tekur gildi frá gjald- daganum 1. maí 1996 og nær til um 7.440 skuldunauta. Óbreyttan hraða IStjóm Slysavamafélagsins varar eindregið við því að Al- þingi lögleiði hækkun há- markshraða úr 90 km í 110 km á klst. Dulbúnar heræfingar Samtök herstöðvaandstæð- inga mótmæla fyrirhuguðum æfmgum í viðbrögðum við nátt- úruhamforum sem þau segja vera dulbúnar heræfingar. Stúdentar hjáipa Söfnun stúdenta í Háskóla ís- lands fyrir stúdenta í Sarajevo er að ljúka og er verið að ganga frá sendingu 80 tölva, 2000 bóka og ýmiss annars búnaðar og námsgagna til áfangastaðar. Nemendur Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi og Menntaskólans á Laugarvatni héldu útifund á Selfossi í gær. Þeir voru að leggja áherslu á áskoranir þær sem nemendur afhentu stjórnmálamönnum í gær. Hér ganga nemdur í kröfugöngu á leiö til fundarins á Selfossi. DV-mynd Kristján Einarsson Námsmenn mótmæltu víða um land: Hnippt í stjórnmálamenn Framhaldsskólanemendur bæði sunnan og norðan fjalla héldu úti- fundi í gær og hnipptu síðan í ráðherra og aðra stjórnmála- menn. í Reykjavík héldu nemendur úti- fund á Austurvelli. Á Akureyri komu nemendur saman til fundar og á Selfossi héldu menntskæling- ar á Laugarvatni og nemendur Fjölbrautaskóla Suðurlands úti- fund. Eftir fundinn á Austurvelli var formönnum stjórnmálaflokkanna og ríkisstjóminni afhent áskorun. Annars vegar að ríkisstjómin for- gangsraði í þágu menntunar, rannsókna og vísinda við skipt- ingu ríkisútgjalda. Ennfremur að hætt verði við boðaðan niður- skurð til framhaldsskólanna, stór- auka vægi iðn- og starfsnáms og auka fjárveitingu til Háskóla ís- lands. Síðan er skorað á ríkisstjómina að gera breytingar á lögunum um Lánasjóð íslenskra námsmanna og koma á samtímagreiðslum og létta endurgreiðslubyrði námslána. Undir þessar áskoranir rita nöfn sín um 15.000 námsmenn. -S.dór Þú getur svaraB þessari spurningu meö þvl aö hringja í síma 0041600. 39,90 kr. mínútan jí b «•/ m j rödd FOLKSINS 904 1600 Á að taka upp samtímagreiðslu námslána? Póstur og sími: Nokkrum pósthúsum lokað „Viö munum á næstunni loka pósthúsinu í Lóuhólum í Breiðholti og á Umferðarmiðstöðinni fljótlega. Þá munum við gera breytingar á póstafgreiðslunni á Keflavíkurflug- velli og loka pósthúsunum í Fljótum og Þykkvabæ," segir Guðmundur Björnsson sem tekur við starfi póst- og símamálastjóra um áramót þegar fyrirtækið breytist í hlutafélag. Hann segir að til þessara aðgerða sé gripið til að hagræða í rekstrin- um en þama sé um að ræða smáar einingar og óhagkvæmar. Hann seg- ir að frekari aðgerðir hafi ekki ver- ið ákveðnar. „Það hafa ekki verið teknar ákvarðanir um frekari breytingar en það er allur rekstur í stöðugri endur- skoðun," segir Guðmundur. -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.