Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1996, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 Húsavík: Meirihluta- viðræður um helgina DV, Akureyri: I Sjálfstæöismenn í bæjarstjórn Húsavíkur hafa ákveðiö að ganga til meirihlutaviðræðna | við framsóknarmenn og munu þær fara fram um helgina. Sigurjón Benediktsson, odd- viti sjálfstæöismanna, segir að eftir viðræður við framsóknar- I menn og Alþýðubandalag og I óháða hafi þetta orðið niðurstaö- an. „Nú látum við á það reyna • hvort þetta gengur upp, það eru !! allir hlutir til umræðu og þetta þarf að komast á hreint um helg- ina,“ segir Siguijón. -gk Þórshöfn: Nýja flug- brautin ekki enn í gagnið DV.Akuœyri: „Þessi seinkun á opnun flug- brautarinnar stafar fyrst og fremst af því aö það hefúr vant- að fjarskipta- og veöurathugun- artæki. Það var langur af- greiðslufrestur á þessum tækj- um en þau eru nú komin til landsins og eru á Akureyri," segir Jóhann H. Jónsson hjá Flugmálastjóm um ástæöur ; þess að nýja flugbrautin á Þórs- S höfn hefur ekki verið tekin í \ notkun. Flugbrautin og nýtt flugvall- arhús voru vígð formlega í júlí ! sl. er Þórshafnarbúar fögnuðu | verslunarafmæli slnu og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, heimsótti Þórshöfn. Jó- | hann H. Jónsson segir að ákveðið hafi verið aö flýta i formlegri vígslu flugvallarins 8 þótt ekki væru öll tæki komin á I staðinn og það hafi verið gert. Tækin sem hefur vantað séu hins vegar komin til landsins og þess sé að vænta að þau verði sett upp á næstu dögum og völlurinn verði þá tekinn í notkun. -gk Ríkið tapar málaferlum um biðlaunarétt: Siglubörður: Dómur um biðlaun kennara kemur á óvart - vísað til Hæstaréttar, segir Friðrik Sophusson Það hefur vakið nokkra athygli að ríkið er að tapa málaferlum vegna biðlaunaréttar opinberra starfsmanna hjá ríkisfyrirtækjum sem hafa verið einkavædd eða þeg- ar grunnskólinn var færður til sveitarfélaganna. Friðrik Sophus- son fjármálaráðherra var spuröur hvort þessir dómar hefðu komið honum á óvart? „Ég held að öllum sé ljóst að það er út í bláinn og fuilkomlega úrelt að einhverjir geti átt rétt á því að fá tvöföld laun í 6 eða 12 mánuði. Mér er það aftur á móti ljóst aö það mál gat farið á hvom veginn sem var í Hæstarétti eftir að maður sá héraðs- dóminn. Varðandi kennarana, og þá sem hætta störfum, verð ég að segja að dómurinn kemur mér á óvart, ekki síst vegna þeirra forsenda sem koma fram í honum. Þess vegna verður að fá alveg hreinar línur frá Hæstarétti hvort hann samþykkir niðurstöðu héraðsdóms í þessu máli,“ sagði Friðrik. Hann var spurður hvort þessi einkavæðingarmál og flutningur grunnskólans hvað varðar biðlaun fólks hefði verið illa undirbúin? „Það tel ég ekki vera. Lögunum um þessi réttindi opinberra starfs- manna var breytt með almennri lagabreytingu á starfsmannalögun- inn á síðasta þingi við mikil mót- mæli opinberra starfsmanna. Það hefur hins vegar alla tið blasað við sú ósanngirni sem birtist í því að menn teiji það vera réttindi sín að geta verið í sömu stöðu á tvöföldum launum í tiltekinn tíma vegna þess að eignarhaldi fyrirtækisins er breytt. Það kom í ljós, samkvæmt hæstaréttardómnum um biölauna- rétt starfsmanns SR mjöls, að dóm- stólar fallast ekki á að nýja starfið sé sambærilegt því eldra. Það getur dregið dilk á eftir sér í nokkrum einkavæðingarmálum. Héraðsdóm- urinn um biðlaun kennara snýst aft- ur á móti um það fólk sem hætti störfum þegar grunnskólinn færðist frá ríki til sveitarfélaga. Þar er því spumingin allt önnur eða sú hvort staðan hafi verið lögð niður í skiln- ingi laganna? Sé svo ber að greiða biðlaun eða bjóða annað sambæri- legt starf hjá ríkinu. Það er ekki er hægt þar sem skólinn fór yfir til sveitarfélaganna eða viðkomandi sagði upp með því að neita að taka stöðu sem er sambærileg hjá sveit- arfélögunum en þar fylgir biðlauna- réttur. Þess vegna byggist dómur- inn um biðlaun kemnara á öðmm forsendum, sem er að þetta séu lögvarin eignarréttindi. Það gera hinir dómarnir ekki. -S.dór Bærinn nær vatnslaus í fjóra sólarhringa DV, Akureyri: Siglufjarðarbær var nær vatns- laus í um fjóra sólarhringa núna í vikunni og var ekkert kalt vatn að hafa nema í fáum húsum í bænum. Þetta átti bæði við um íbúöar- og atvinnuhúsnæði og hefúr orðiö talsvert tjón. „Við lukum viðgerð í nótt og menn hafa svo sannarlega staðið í ströngu síðan þetta kom upp,“ sagöi Theódór Eggertsson hjá áhaldahúsi Siglufjarðarbæjar er DV ræddi við hann í gær. Theó- dór sagði ástæðu vatnsleysisins þá að vatnsleiðsla í Hólsdal hefði farið í sundur á tveimur stöðum. „Þetta gerist nákvæmlega á þeim tíma þegar við vorum að fá nýjar dælur fyrir vatnsveituna og menn vora ánægðir með ástand- ið. Það var líka búið að skipta um nær allar leiðslur í Hólsdal en þetta kom upp á þeim hluta leiðslunnar sem ekki hefur verið skipt um,“ sagði Theódór. Ólafur Marteinsson hjá Þormóði ramma sagði að vatnsleysiö hefði þýtt að nær ekkert var unnið hjá fýrirtækinu á meðan á því stóð. -gk Það er fjör f síldinni og í frystihúsinu er margt gert til skemmtunar. Pjetur Pjetursson hafbi Iftiö fyrir þvf ab sporbrenna sfld. Fór létt meb þab. DV-mynd Hjörvar Neskaupstaður: Nýtt frystihús í hraðsmíöum DV, Neskaupstað: Nú er unnið hörðum höndum við að reisa nýtt frystihús hjá Síld- arvinnslunni hér á Neskaupstað. Það á að verða 4500 fermetrar að stærð og afkastageta þess 300 tonn á sólarhring. Samkvæmt samningi sem Síld- arvinnslan gerði við ístak hf. á verkinu að verða lokið um miðjan janúar næstkomandi. Unnið er með miklum hraða og verkið á áætlun. -HS Lagaðu þitt eigið vín Essensar í hundraðatali Vínþrúgur í miklu úrvali Steinkol - frábært verð Bjórhumlar Mælar Hettur Tappar Gerjunarkútar Ger Miðar Tappavélar Enn ein nýjungin frá PLÚTO Tipless, áfengt gos (5%) Vínsíur Þú færð 30 flöskur (12%) - Tilbúið á 7 dögum - Verð aðeins 2.880 PLÚTÓ flllt til víngerðar Suðurlandsbraut 22, sími 553-1080. Opið laugardaga í Reykjavík frá kl. 10-14 Hafnargötu 25, Keflavík, sími 421 1432 Sunnuhlíð 12, Akureyri, sími 461 3707 Skagaleikflokkurinn: Unglingar i adalhlutverki DV, Akranesi: Skagaleikflokkurinn á Akra- nesi er farinn aö huga aö verk- efnum vetrarins og veröur stærsta verkefnið þemavinna unglinga á aldrinum 15-19 ára í samvinnu viö jafnaldra þeirra í Noregi og Færeyjum. Sl. sumar heimsóttu unglingar frá Lófóten Skagaleikflokkinn og tóku þátt í leiklistarnámskeiöi með ungum Skagamönnum auk þess sem þeir vora með stóra leiksýningu sem unnin var í þemavinnu ásamt leikstjóra í heimabyggð þeirra. Viðfangseöii allra leikhópanna er að setja á svið leikrit sem fjall- ar um hafiö eða tengist hafinu. Á næsta ári munu unglinga- leikhópar frá Akranesi og Fær- eyjum síðan fara til Lófóten í Noregi og sýna þar árangur vetr- arstarfsins. Valgeir Skagfjörð hefur verið ráðinn til að leiða vinnu íslenska hópsins. -DVÓ Skipverjinn sem lést Skipverjinn sem drukknaði, þegar hann féll útbyrðis af loðnu- skipinu Faxa á miðvikudag, hét Bjarni Ómar Steingrímsson. Bjami Ómar var 37 ára, ðkvæntur og bamlaus. Hann bjó á Grettisgötu 84 í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.