Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1996, Side 35
JjV LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996
íkarkafli
á sama. Auðvitað sé ég eftir á að
þetta var ekki spuming um trú held-
ur sjálfselsku. En þennan dag hélt ég
þessu til streitu og gaf ekkert eftir.
Um kvöldmatarleytið var ég -orð-
inn hálfsljór og slappur því ég hafði
ekkert borðað og sykurinn hækkaði
jafnt og þétt.
Síðar um kvöldið varð mér ljóst að
það var einhver þrái í skaparanum
að þóknast mér í þessum efnum. En
samt vildi ég ekki gefast upp.
Um kvöldið hringdi Inga í pabba
og mömmu og þau komu út í Möðru-
velli. Við pabbi höfum sjaldnast get-
að talað saman af mikilli einlægni
um andans mál, yfirleitt frekar átt
eins konar „karlmannataT um verk-
efni og um daglega brauðið og svo
framvegis. En ég hef ekki oft séð
pahba í hugarástandi eins og þetta
kvöld. Það var greinilegt að honum
og mömmu var brugðið. Þau gerðu
sér vel grein fyrir í hvað stefndi ef ég
héldi þessu áfram.“
bara mitt mál og ég held að þeir hafí
tekið þessu sem sjáifsögðum hlut,“
hver dulin vissa að þetta sé allt í lagi
- þetta fer allt vel.
Ég sagði við hjúkkuna sem fór
að „svíkjast“ úr vinnunni hlaupa frá
- þegar svo mikið stendur til í lifi
safnaðanna í mínu prestakalli.
Erfitt að vera prestur
Það er afar erfítt við svona að-
Líkust Fílamanninum
Pétur og Inga á gangi hjá gamla bænum í Laufási: „Ef maður lætur erfiðleikana ekki buga sig og gera mann þunglyndan, svartsýnan og jafnvel vonlausan
þá verða erfiðleikar eins og viö Inga höfum lent í til góðs.“
Þegar mestu erflðleikar Péturs
varðanda sykursýkina virtust að
baki lentu þau i andstreymi úr
óvæntri átt.
„Þegar allt virtist vera komið í
þann farveg sem okkur dreymdi
um reið það áfall yfir sem lagst
hefur hvað þyngst á mig af öllu
því sem gerst hefur. Inga greindist
með krabbamein," segir Pétur á
einum stað í bókinni. Inga lýsir í
bókinni meðferðinni sem hún
hlaut og hvernig hún tókst á við
þennan illvíga sjúkdóm. Hún var
fyrst i sprautum fyrir sunnan en
fór síðar norður aftur:
„Ég fór upp á sjúkrahús, fékk
ógleðilyf i æð og siðan sprauturn-
ar og að því loknu hélt ég heim.
En ég var varla kominn inn úr
dyrunum áður en ógleðin tók að
angra mig. Svo ágerðist þetta eftir
þvi sem á leið. Uppköstin ollu því-
líku álagi að andlitið á mér bólgn-
aði svo að ég líktist Fílamannin-
um frekar en nokkru öðru. Innra
með mér safnaðist lika upp mikill
kvíði og spenna fyrir hverja
sprautu og þannig varð þetta að
einum vítahring. Það var sama
hvað reynt var að gera fyrir mig
varðandi uppköstin, ekkert virk-
aði. Það er ekki óalgengt að fólk
sem fer í svona lyfjameðferðir
verði veikt af tilhugsuninni einni
saman og fái ógeð á fólkinu sem
starfar við þetta, líti á það sem
einhvers konar böðla. En til allrar
hamingju sökk ég ekki svo djúpt
enda þekkti ég allt þetta fólk og
var öllum hnútum kunnug á
sjúkrahúsinu. Að lokum var þó
ákveðið að ég yrði lögð inn eftir
hverja sprautu,"
Brjóstið fjarlægt
Krabbamein Ingu var í öðru
brjóstinu og þurfti að fjarlægja það:
„Það var mikið talað um það
við mig að margar konur upp-
lifðu kvenleikann vera frá sér
tekinn þegar brjóstin, annað
eða bæði, væru fjarlægð. Auð-
vitað er þetta mikið andlegt
áfall en varanleiki áfallsins
fer ekki síst eftir því hvern-
ig aðstandendur taka á
þessu. Þegar maður heyr-
ir £rá því sagt að margir
karlmenn hafi yfirgefið
konur sínar eftir að-
gerðir þá læðist að sá
grunur að hjóna-
bandið hafi varla
verið byggt á
traustum grunni.
Ef svona áfall er
ekki atburður
sem fær fólk til að
standa saman þá getur
sambúðin varla hafa verið
merkileg fyrir.
Ég upplifði þetta ekki sem mikinn
missi en konur upplifa þetta örugg-
lega hver á sinn hátt. Um veturinn
þegar meðferðinni var að ljúka voru
nokkrir menn í vinnu við að laga
kjallarann hjá okkur og voru í mat
hjá mér. Oft fannst mér óþægilegt að
vera með gervibrjóstið og gekk þá
ekki með það og hér heima við not-
aði ég hárkolluna afar sjaldan. Gagn-
vart þessum mönnum var mér alveg
sama þótt ég væri bæði flöt öðrum
megin og sköllótt. Enda var þetta
Guði þakklátur fyrir þig
Inga hefur staðið þétt við bakið á
Pétri í veikindum hans. Hér lýsir
hann þakklæti
sínu til hennar
í bréfi sem / —
hann sendi
frá Borgar-
spítalanum
skömmu
fyrir jól
1994. Þá
var
búið
að
taka
af
hon-
um vinstri
fótinn og tvísýnt um
það hvort hann héldi þeim
hægri:
Að kvöldi 6.12. ’94
„Nú er klukkan orðinn 11 (23) og
ég ligg hér á Borgarspítalanum og
horfi suður yflr Kópavog. En þótt
sjóninni sé beint í suður þá leitar
hugurinn í norður - kannski örlítið
órólegur yfir „ástandinu", en þó er
einhver þíða yflr öllu saman - ein-
með mér í flugvélinni að þig skorti
ekkert nema séra fyrir framan nafn-
ið - að þú gengir alveg inn í mitt
starf, svo það þyrfti engan til að
leysa mig af þótt ég væri á sjúkra-
húsi. Já, mér skilst að konan þín sé
alveg einstök, sagði hjúkkan, og ég
tók undir það. Þú veist það ef-
laust undir niðri, hvers
virði þú ert mér -
samt gerir
þú
þér ör-
ugglega ekki til
fulls grein fyrir áhrif-
um þeim sem tilvera þín og fórnfýsi
hefur á kjark minn til að takast á við
þennan krankleika minn. Mér eykst
styrkur þegar ég flnn að ég er ekki
Það er hins vegar ekkert sann-
gjamt að skilja þig eftir með alla
byrðina, hæði þín daglegu störf, og
svo það sem átti að hvíla á mínum
herðum. En svona ertu og ég nýt
sannarlega góðs af. Samviska mín
gagnvart söfnuðunum er rólegri og
tilhugsunin um að geta aftur komið
heim og fundið að veikindi mín
settu ekki kirkjustarfið úr skorðum.
-í raun væri mér ekki stætt á að
hverfa svona sí og æ af vettvangi, ef
ekki værir þú til staðar.
Laufás er okkur báðum (og
öllum) haldreipi í
þessu veikinda-
stríði, og
Laufás
megum við
ekki missa.
Þess vegna
ætla ég, hvað
sem verður um
fótinn, að halda
prestsstarfinu. En
mér er það vel
ljóst að ef þín og
fómfýsi þinnar nyti
ekki við þá yrði ég að
segja starfinu lausu.
Ég leggst þvi nokkuð
rólegur á koddann í
kvöld, Guði þakklátur
fýrir þig, Inga mín.
Ungur drengur
kistulagður
Sem prestur hefur Pétur oft
þurft að sinna erfiðum athöfnum.
Hann lýsir því í bókinni hvernig
hann hefur upplifað slíkar stundir
en meðal þeirra er kistulagning og
jarðarfór ungs pilts á Akureyri sem
Jósep hét en hann var á aldur við
Jón Helga, son líans:
„Það voru erfið spor á mánudags-
morgni þegar ég kom heim til for-
eldra Jóseps heitins í fyrsta skipti.
Að þurfa að horfa framan í þetta
fólk, setja sig í spor þess og spyrja
sig: Hvernig myndi mér líða ef þetta
hefði verið Jónki? Jósep hafði verið
í landsliði þessa aldurshóps, bæði í
handbolta og fótbolta, og var bráð-
efnilegur. Skólinn og allt það samfé-
lag sem hann hafði tilheyrt var gjör-
samlega lamað. Hann hafði verið
með fæðingargalla sem aldrei hafði
borið á. Þennan dag hafði hann ver-
ið eitthvað þreyttur og lagt sig inn í
rúm og sofnað og vaknaði ekki aftur
til þessa lífs.
stæður að vera prestur sem á að
veita stuðning og styrk. Ég hafði
yfirleitt verið mjög sterkur og gat
unnið þannig að það væri stuðning-
ur að mér. En í þessu tilfelli þræddi
ég einnig götu syrgjandans. Mér
fannst ég vart vera þess megnugur
að vinna þetta verk. Þetta voru slík
átök. Ég hafði oft talað við þennan
strák þegar hann kom í Arnarsíð-
una með Jónka, þó að ég þekkti
hann ekki mikið og fjölskyldu hans
þekkti ég lítið sem ekkert.
Mér er afskaplega minnisstæð
kistulagning þessa drengs. Við vor-
um bara flmm, foreldrar Jóseps
heitins, yngri systur hans tvær og
svo ég. Ég stóð öðrum megin við
kistuna og þau fjögur hinum megin
og héldu þétt hvert utan um annað.
Ég beitti öllum hrögðum til þess að
reyna að standa mig og bresta ekki.
En það var erfltt þegar maður
horfði á drenginn. Þegar mér leið
hvað verst þá vissi ég ekki fyrri til
en hönd var komin í lófann á mér.
Þá var móðirin komin við hlið mér.
Bara að finna einhverja nálægð
hjálpaði mér að slaka örlítið á. Ég
spurði hana eftir á hvers vegna hún
hefði komið yfir til mín. Þá sagðist
hún hafa skynjað hvernig mér leið.
Brast eins og flóðgátt
Spennan og átökin við þessa at-
höfn voru slík áð ég hef sjaldan
reynt það í annan tíma. Inga beið
eftir mér fyrir utan líkhúsið. Þegar
ég kom út og settist upp í bíl þá
brast ég eins og flóðgátt. Það er svo
einkennilegt að þó að ég vissi hver
þarna var og tengslin við hann hafi
kannski verið meira á ytra borð-
inu, þá sá ég alltaf Jónka fyrir mér
liggjandi í kistunni. Ég skynjaði
hvernig mér myndi líða ef þetta
hefði verið hann. Athöfnin í kirkj-
unni var líka átakanlega erflð því
drengurinn var vinsæll hjá öllum
helstu knattspyrnu- og íþrótta-
mönnum Akureyringa sem voru
þekktir fyrir annað en að brynna
músum. Að upplifa fulla kirkju af
unglingum og fullorðnu fólki, flest-
um grátandi, þá var eins og ég öðl-
aðist innri styrk og ég hætti að sjá
fólkið. Það var það eina sem ég gat
gert, að sjá engan og horfa í gegn-
um alla. Þannig leið þessi athöfn.
Jónki minn var einn af þeim sem
báru kistuna."
-em