Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1996, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1996, Page 37
JjV LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 útlönd « Tatjana Díatsjenkó segist aldrei mundu neita nokkurri bón frá fóður sínum. Pabbi er heldur ekkert venjulegur maður, heldur Borís Jeltsín Rússlandsforseti sem nú liggur á sjúkrahúsi í Moskvu að jafna sig eftir stóra hjartaaðgerð sem hann gekkst undir fyrir skömmu. Fréttaljós á laugardegi „Ég vann fyrir hann í kosningabaráttunni. Hvað gerist nú er erfitt að segja til um - hvað- eina sem hentar pabba. Ég mun alltaf gera fyr- ir hann það sem hann segir mér að gera,“ sagði Tatjana, yngri dóttir Jeltsíns, í viðtali við einkasjónvarpsstöðina NTV síðastliðið sunnudagskvöld. „Ég mundi ekki segja að ég hafi blandað mér í stjómmál. Auðvitað voru kosningarnar og pabbi bað mig um að hjálpa sér, en fjöl- skyldan hefur alltaf aðstoðað hann,“ sagði Tatjana. Með axlasítt hár og klædd samkvæmt nýjustu tísku Næsta víst má telja að orð hennar muni verða vatn á myllu allra þeirra sem fylgjast náið með því sem fram fer í Kreml. í þeim hópi er sagt að Tatjana hafi.myndað vald- amikið bandalag með Anatolí Tsjúbaís, starfs- mannastjóra Rússlandsforseta, og að í samein- ingu gegni þau eins konar dyravarðarhlut- verki á meðan forsetinn er veikur. En hver er hún, þessi 36 ára Tatjana Tatjana Díatsjenkó með Borís Jeltsín Rússlandsforseta, fööur sínum, í blíðskaparveöri. ber skilaboð og skoðanir milli forsetans, starfsmannastjóra hans og kaupsýslumann- anna sem fylktu liði undir merkjum hans í kosningabaráttunni í sumar. Heilmiklar vangaveltur eru hins vegar uppi um frekari metnað hennar á sviði stjórnmálanna. Hefur hún áhuga á að komast í háa valdstöðu, hefur hún kannski áhuga á sjálfu forsetaembætt- inu? Eða er hún einfaldlega að rétta pabba gamla hjálparhönd, einmitt þegar hann stend- ur hvað berskjaldaðastur gagnvart alls konar ráðabruggi óvandaðra manna allt um kring? Sumir fréttaskýrendur eru farnir að ýja að þvi að hún hafi einhver langtíma markmið og þeir hafa að einhverju leyti líkt henni við Benazir Bhutto, sem nýlega var rekin úr emb- ætti forsætisráðherra í Pakistan, eða jafnvel Indiru Gandhi, fyrrum forsætisráðherra Ind- lands. Dagblað í Moskvu hefur skýrt frá þvi að eitt helsta pólitíska ráðgjafarfyrirtæki borgarinn- ar sé að vinna að ímynd hennar, algjörlega í tilraunaskyni, til að kanna hvernig henni yrði tekið sem frambjóðanda í kosningum. „Hverjum hefði getað dottið það í hug fyrir hálfu ári að þessi kona, sem nú gengur um Kremlarganga með farsíma i höndunum, yrði mikils megandi i pólitík," sagði í blaðinu Moskovskaja Pravda. w Róðurinn verður þungur ætli hún sár í stjornmál Þeir sem unnu með Tatjönu í kosningabar- áttunni bera henni vel söguna og segja hana ekki hafa' verið með neina prímadonnustæla. „Hún er mjög skörp, hún er fljót að læra og man allt sem hún hefur lært,“ sagði einn Tatjana, yngri dottir Borís Jeltsíns, gerir allt fyrir föður sinn og meira til: Bannaði lífvörðum forsetans að ganga með sólgleraugu Anatolí Tsjúbais, starfsmannastjóri Borís Jeltsins Rússlandsforseta og helsti bandamaöur Tatjönu forsetadóttur, á skrafi viö fréttamenn fyrir forsetakosningarnar í Rússlandi í sumar. Díatsjenkó, með axlasíða jarpa hárið og klæð- •ir sig samkvæmt nýjustu tísku? Flestir Rúss- ar vita afskaplega lítið um hana. Sjálf segir hún ekki mikið frá einkahögum sínum og þannig ætlar hún að hafa það, í gamla góða Kremlarstílnum. En þótt hún veiti fá blaða- viðtöl er ævi hennar þó ekki alveg lokuð bók. Tatjana fæddist árið 1960. Að lokinni venju- legri skólagöngu lagði hún stund á stærðfræði í háskóla og vann um skeið við að reikna út brautir eldflauga. Hún gekk í hjónaband með verkfræðingi sem gerðist kaupsýslumaður þegar Sovétríkin liðu undir lok. Því hjóna- bandi er nú lokið en saman eignuðust þau hjónin einn son sem nú er 15 ára. Sá heitir Borís og er augasteinn afa síns eins og nærri má geta. Drengurinn stundar nám í fokdýrum einkaskóla á Englandi þar sem sonur Tsjúbaís starfsmannastjóra liggur einnig yfir bókun- um. Tatjana á annan son en hann er enn bara ungbarn. Fékk að sjúga geirvörtu Jeltsíns ílest' Fyllsta myndin af Tatjönu kemur fram í sjálfsævisögulegum skrifum Jeltsíns forseta. Þar á meðal er undarleg frásögn af því þegar hann lét hana sjúga á sér geirvörtuna þegar hún var bam að aldri til að þagga niður henni á erfiðu járnbrautarferðalagi. Forsetinn hefur aldrei farið leynt með það að konumar í fjöl- skyldunni, eiginkonan Naína og dætumar Jel- ena og Tafjana, gegni mikilvægu hlutverki í lífi sinu. í bókinni Horft frá Kreml kallar hann þær „kvennaráðið“. Þegar Tsjúbaís og nokkrir valdamiklir við- skiptajöfrar í Moskvu tóku að sér að vinna að endurkjöri Jeltsíns þurftu þeir nauðsynlega að fá til liðs við sig manneskju sem hefði bein- an aðgang að forsetanum. Tatjana uppfyllti þær kröfur. í kosningabaráttunni þótti hún vinna afskaplega vel og það orð fór af henni aö hún hefði gott nef fyrir stjómmálum og því sem þeim við kemur. Hún gerði sér fullkom- lega grein fyrir því að ímynd fóður hennar meðal kjósenda var ekkert til að hrópa húrra fyrir og því reið á að hann kæmi vel fyrir. Hún átti það t.d. til að æða inn í myndver áður en pabbi hennar fór í viðtal og greiða gráan makkann á honum. Svo tók hún sig til og bannaði lífvörðum forsetans að ganga með sólgleraugu þar sem það gerði þá enn þá bófa- legri en ella. Vangaveltur um framtíðarhlutverkið Sem stendur virðist Tatjana einkmn gegna hlutverki eins konar tengiliðs, þar sem hún starfsfélagi hennar. Ekki voru allir jafn hrifnir af stúlkunni og þeim miklu völdum sem hún virtist hafa vegna náinna tengsla við forsetann. „Eina manneskjan sem hann talaði við var Tatjana," kvartaði Nikolaí Jegorov, fyrrum starfsmannastjóri Jeltsíns, yfir i viðtali ný- lega. „Hún er kannski gáfuð en hún er bara dóttir og ekki sjóaður stjórnmálamaður. Hún hefur alls enga reynslu á þessu sviði og þess vegna er auðvelt að ráðskast með hana.“ Sú var tíðin, og kannski ekki fyrir svo ýkja löngu, að Tatjana fékk það óþvegið hjá föður sínum ef hún vildi ræða um stjórnmál en ekki barnauppeldi við gamla manninn. Hann skip- aði henni einfaldlega að skipta sér ekki af því sem henni kæmi ekki við. En ætli Tatjana sér einhvern meiri frama í stjórnmálum í Rússlandi, veit hún sem er aö'*1 róðurinn verður henni þungur. Konur eiga nefnilega ekki upp á pallborðið í rússneska stjórnkerfinu og enn er varla hægt að segja að nokkur kona gegni þar háu embætti. Hún veit að líkurnar á því t.d. að kona verði kjörin í forsetaembættið, hvað þá önnur manneskja úr Jeltsín-ættinni, eru jafn miklar og að ekki snjói í Rússlandi í heilan vetur. En hún man líka eftir því hvemig faðir hennar lét útlegð- ina úr stjórnarnefnd kommúnistaflokksins sáluga ekki buga sig á sínum tíma, hún man hvernig hann komst klakklaust frá sprengju- árásinni á stjórnarsetrið í Moskvu fyrir nokkrum árum og styrjöldinni í Tsjetsjeníi\. Að ekki sé minnst á gífurlegar óvinsældir for- setans. Þótt það hljómi kannski dálítið djarft er Tatjana Díatsjenkó ef til vill með hugann við eitthvað annað og meira en sess fóður síns á spjöldum sögunnar. Byggt á Reuter, Independent, Time, Toronto Star.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.