Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1996, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1996, Page 40
48 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 Fjarar undan Eurostar Þegar Eurostar-lestin hóf starfsemi sína með ferðum undir Ermarsundið, milli London og Par- ísar/Brussel, bjuggust margir við því að verðlag á þessum leiðum myndi hríðlækka. Ýmsar leiðir voru færar fyrir tilkomu Eurostar-lestarinnar, annaðhvort ferjusiglingEU' eða flug. Samkvæmt lögmálum markaðarins átti því verðið að lækka töluvert. Á fyrstu árunum eftir að Eurostar hóf ferðir sínar ríkti hatrammt fargjaldastríð. Fargjöld Eurostar voru til að byrja með mun lægri en flug- fargjöldin á sömu leiðum. Það kostaði um 20.000 krónur að fara á fyrsta farrými báðar leiðir. Gefið eftir Það þykir heyra til tíð- inda að A fyrstu árunum eftir aö Eurostar Eurostar virð- hóf feröir sínar ríkti hatrammt far- jst Vera að gjaldastríö. Fargjöld Eurostar gefa eftjr j voru til aö byrja meö mun lægri baráttunni en flugfargjöldin á sömu leiöum. víq flugfélög- in. Sami far- miði er nú á 30% hærra verði hjá Eurostar, eða á rúmar 26.000 krónur. Á sama tíma hafa flugfar- Þeir sem koma til Barcelona halda margir hverjir að þessi stórborg státi ekki af neinu kvöld- eða næturlífi. En það er tómur misskilningur; margar af bestu krám borgarinnar eru í bakstrætum sem ferðamannin- um yfírsést á leið sinni um borgina. Þessi höfuðborg Katalóníuhéraðs hefur tekiö miklum breytingum á undanförnum áratug. Áður fyrr var Barcelona fyrst og fremst þekkt sem iðnaðarborg en hefur þróast æ meir í átt til þess að teljast verslunar- og menningarborg. íbúar hennar eru hreyknir af því að búa í höfuðborg Katalóníu og hafa gert á henni ýms- ar breytingar sem miða að því að hún fái alþjóðlegra yfirbragð. Hvíldartími lagður niður sem meira eru sóttar af heimamönn- um. Picasso Aö boröa úti á krám í Barcelona skemmtunin oft fram undir morgun. er alsiöa enda stendur DV-myndir ÞÖK er tími sem margir nota til að fá sér lúr. íbúar í Barcelona hafa lagt „siesta“ niður og vinnustund- ir borgarbúa eru samkvæmt hefðbundnum evr- ópskum venjum. Á sama hátt er næturlífið regl- um háð, sjaldgæft er að barir séu lengi opnir á virkum dögum en um helgar geta þeir verið opn- ir fram á morgun. Ramblas heitir hverfi i Barcelona sem nýtur mikilla vinsælda á kvöldin. Það er löng gata með fallegum trjám frá Placa de Catalunya torgi allt að sjávarsíðunni. Hún er ekki aðeins iðandi af lífi heldur má sjá þar götulistamenn á hverju götu- horni. Krámar á Ramblas eru aðallega sóttar af ferðamönnum en í nærliggjandi götum eru krár og kaffihús Fyrir austan Ramblas er gotneski hluti borgarinnar með þröngum strætum. Þar eru næturlífið ekki eins fjörugt en þó er einn staður sem vert er að heimsækja. Það er veit- ingastaðurinn Las Caracoles þar sem hægt er að fá úrvals paellu eða hvít- laukssnigla á góðu verði. Þessi veit- ingastaður hefur mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn og er jafnan mikiö sóttur. Austan gotneska hverfisins er svæði sem ferðamenn sækja mikið. Þar er hið fræga Picasso-safn og allt í kring eru frægir kampavínsbarir sem bjóða upp á úrvals framleiðslu úr nærliggjandi héröðum. Verðið kem- ur á óvart og í þessu hverfi eru margir fyrirtaks sjávarréttastaðir. Norðan Placa de Catalunya torgsins er nýrri hluti borgarinnar sem byrj- aði ekki að byggjast fyrr en um alda- mótin 1900. Þar fékk arkitektúrinn að njóta sin og litríkar byggingamar eru margar hverjar eins og úr ævin- týri eftir Disney. Mörg hótel eru á þessu svæði, yfir- leitt af dýrari gerðinni. Þar er einnig mikið af krám, sem eru gerólíkar kránum við Ramblas, mun nútíma- legri útlits og háværari. Á flestum þeirra er hægt að fá sér að borða sem þykir ekki tiltökumál í Barcelona. Algengt er að snæða steiktar sardín- ur, hvítlaukssveppi, sérstakar gerðir af pylsum eða tapas - spænska smá- rétti. Þar er sérstaklega mælt með stað sem heitir La Gran Tasca en þar er oft fullt út úr dyrum. Tónlistaraðdáendur eru hrifnir af Barcelona. Á fjölmörgum stöðum er hægt að heyra spænska tónlist en Barcelona er einnig fræg fyrir djass og í nóvember á hverju ári er haldin djasshátíð í borginni. Þar koma fram djassistar viða úr veröldinni á krám eins og La Botie Mas I Mas á Avenida Diagonal eða La Cova del Drac við Gracia. Þeir sem hrifnari eru af klassískri tónlist geta sótt konserta í Palau de Musica Catalana eða Salo de Tinell í gotneska hverfinu. Þjóðdansa úr Kata- lóníuhéraði er hægt aö sjá fýrir framan hina frægu dómkirkju borgarinnar, Sagrada Familia, á miðvikudagskvöldum og sunnudagsmorgnum. Kirkjan sjálf er engu lík og er þekktasta bygging þessarar skemmtilegu borgar. Þýtt og endursagt úr Business Traveler. -ÍS miðamir ekkert hækkað og almennt fargjald á milli London og Parísar er nú rúmlega 22.000 krónur (London-Brússel 25.000). Sé hins vegar pantað cdmennt far með Eurostar á mifli þessara staða þá er það enn á lægra verði, eða rúmar 17.000 krónur fram og til baka. Fulltrúar Eurostar halda því fram að farþegar hafi aðgang að meiri þægindum á leiðinni en þeir sem taka flugið og því sé verðmunurinn réttlæt- anlegur. Áður hefur komið fram að það tekur ferðamenn svipaðan tíma að komast á mifli áfangastaðanna London-París/Brússel, hvort sem Eurostar eða flug er notað. Þá er reiknaður með sá tími sem fer í bið eftir farangri og að kom- ast til og frá flugvöllunum. -ÍS Borgarbúar vilja fyrst og fremst að yfirbragð Barcelona sé evrópskt en ekki spánskt. Á Spáni er til dæm- is alsiða að hafa „siesta", hvíldar- tíma yfir hádaginn þegar hitinn er Jivað mestur, og leggja þá niður vinnu í nokkrar klukkustundir. Það Barcelona er falleg borg og götulífiö fjörugt.. Arkitektúrinn í Barcelona er engu líkur. Heimilisgisting við Baltimore Nokkuð er um liðið síðan Flugleiðir hófu áætlunarflug til Baltimore í Bandaríkjunum og hefur það gefist vel fram að þessu. Eftir að til borgarinnar er komið liggja leiðir til margra átta, til dæmis er höfuðborgin Washington D.C. skammt und- an. Þeir sem bregða sér til Baltimore í lengri eða skemmri tíma vilja gjarnan geta fengið þægilega gistingu sem lítið þarf að hafa fyrir. Nýlega tók til starfa heimilis- gisting hjá íslendingi sem búsettur er í bænum Columbia sem er í Howard-sýslu, miðsvæðis milli Baltimore og Washington D.C. ís- lendingurinn er Guðmundur Inga- son en gistiþjónustan hefur fengið nafnið Gúnni og Sóla. Þeir sem not- færa sér hana verða sóttir á Baltimore-flugvöll og þeim ekið á gististaðinn. Boðið er upp á heimilis- gistingu í tveggja manna herbergjum með baði. Herbergið kostar 70 doll- ara nóttin, en börn gista frítt í herbergi með for- eldrum sínum. Innifalinn er akstur til og frá Baltimore-Washington flugvelli ásamt morgunverði og kvöldhressingu. Einnig leitast Gúnni og Sóla við að aðstoða ferða- menn eftir þörfum. Gistihúsiö er nefnt Sólhlíð og er í rólegu úthverfi við götu sem er lokuð fyrir gegnu- makstur. Það stendur í hlíð meö út- sýni yfir litla tjöm. Mögulegt er að fá frían akstur í Columbia Hall, nýlega verslunar- miðstöð með 200 verslunum og 30 veitingastöðum. í næsta nágrenni við Sólhlíð er margt að sjá og skoða, Maryland, Washington, Pennsylva- níuríki og Virginiu. Heimilisfangið er; Gúnni og Sóla, 10835, Beech Creek Drive, Columbia, MD 21044, USA. Sími er 410 997 3559 Og FAX 410 997 3520. -ÍS í Lengur opið Þjóðverjar nafa þrjóskast lengi við að lengja hinn hefð- bundna afgreiðslutíma verslana IÍ en hann hefur meira og minna verið gefinn frjáls í löndum Vestim-Evrópu. í byijun þessa mánaðar voru reglumar loks rýmkaðar i Þýskalandi og nú er leyfilegt að hafa verslanir opn- ar til kl. 20 á virkum dögum í stað 18.30 áður. Einnig er leyfi- legt að hafa búðir opnar til kl. 16 á laugardögum. Farangur týndist Heathrow-flugvöllm- þykir al- mennt veita nokkuð góða þjón- ustu og vera með skárri flug- völlum í Evrópu. En á fimmtu- daginn í síðustu viku hrundi skipulagskerfi farangurs í skamman tíma og um 7000 tösk- ur hlóðust upp án þess að nokk- ur vissi hvaðan farangurinn kom. Flugfarþegar voru ösku- reiðir og töfðust margir hverjir um nokkra klukkutíma við að endurheimta farangur sinn. Tyrkir banna reykinn Tyrkir eru þekktir fyrir að reykja manna mest en nú gæti | orðið breyting | þar á. Tyrk- neska þingið lögfesti bann við reykingum á öllum opin- berum stöðrnn í landinu og : setti hörð við- urlög við því að selja ungling- um tóbak. Sá sem verður upp- | vís að slíku ódæði verður um- Isvifalaust sektaður um 7000 krónur. Aðstoð sérfræðinga Stór hópur bandarískra sér- fræðinga leitar nú leiða til að auka öryggi í flughöfninni við Beirút í Líbanon. Áratugum saman horfði mjög ófriðvæn- lega í landinu en nú kappkosta yfirvöld að bæta ímynd lands- ins út á við. Eitt af fyrstu skref- unum hlýtur að vera að gera að- alflughöfh landsins sæmilega örugga. Peking opnast Yfirvöld í Peking hafa uppi : áform um viðgerðir 75 gamalla bygginga í borginni í tilraun til að viðhalda gamalli frægð borg- ; arinnar. Fjölmargar frægar eldri byggingar borgarinnar hafa þurft að víkja fyrir nýjum byggingum á undanfornum ára- tugum en nú skal þeirri öfug- þróun við snúiö og bjarga því sem bjargað verður. Þessar áætlanir eru í samræmi við stefhu stjórnvalda um að auka ferðamannastraum til Kína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.