Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1996, Qupperneq 50

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1996, Qupperneq 50
æ fréttir LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 UV Óánægja í Kaupmannahöfn vegna forsetaveislu þar sem selt er inn: Það botnar enginn í þessu og fólk er hneykslað - segir Sigrún Halldórsdóttir - vegleg menningarveisla, segir forsetaritari „Það botnar enginn í þessu og fólk er mjög hneykslað. Þegar Vigdís kom í heimsókn hingað á embættis- ferli sínrnn þá var Islendingum boð- ið að hitta hana. Þar voru léttar veit- ingar á boðstólum og fólki gefinn kostur á að hitta forseta sinn. Nú er haldin veisla þar sem aðgöngumið- inn kostar um 1700 krónur íslenskar. Auðvitað vill maður fá að hitta ný- kjörinn forseta en samkvæmt þessu er það ekki hægt,“ segir Sigrún Hall- dórsdóttir, félagi í Félagi íslenskra námsmanna í Kaupmannahöfh, um fyrirhugaða heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta íslands, til Kaupmannahafnar i næstu viku og veislu sem haldin verður í tengslum við heimsóknina. Sigrún segir að veislan sé auglýst í Hafnarpóstinum þar sem tilgreint er hveijir eigi rétt á að sitja hana. Þar séu tilgreind þrjú félög íslend- inga í Kaupmannahöfn en Félag ís- lenskra námsmanna í Kaupmanna- höfn sé ekki á meðal þeirra. „Þetta er mjög einkennilegt veisluboð og svolítið snobbað. Þama er eingöngu um að ræða dönsk skemmtiatriði, svo sem dönsk þjóðlög, og lesin upp völuspá á dönsku. Þá flytur Uffe Elle- mann-Jensen, vægast sagt umdeild- ur stjómmálamaður, ræðu,“ segir hún. Komelíus Sigmundsson forsetarit- ari sagöi í samtali við DV að öllum væri opinn aðgangur að veislunni og enn væm til aðgöngumiðar. Hann segir ástæðu þess að aðeins era til- greind þijú félög íslendinga trúlega vera þá að félögin tækju þátt í kostn- aði að miklu leyti. „Þama er um að ræða menningar- samkomu þar sem öllum er frjálst að koma. Þama er matur og diykkur þar sem fólk fær eins mikið og það getur i sig látið. Allt þetta er fyrir 150 krónur danskar og í kaupbæti fær fólk síðan forsetann. Þetta era ekki slæm kaup miðað við annað sem fólk fær fyrir peningana," segir Komelíus. „Þaö yrði talsverðum vandkvæð- um bundið að vera með veislu sem ekkert kostaði fyrir þátttakendur þar sem í Danmörku era búsettir yfir 6 þúsund íslendingar og þar af 2.688 í Kaupmannahöfn einni. Sam- koma sem kostaði ekki neitt kallaði á gífurlega stórt húsnæði og af því hlytist mikiil kostnaður. Við teljum að þessi samkoma sé mjög vegleg menningarsamkoma sem við erum mjög ánægðir með aö þessir aðilar skuli efna til,“ segir Komelíus. ^-rt A Austurvelli Það var líf og fjör á Austurvelli í gær þar sem námsmenn héldu útifund en gengu síðan á fund ráðherra og formanna stjórnmálaflokkanna í Alþingishúsinu og afhentu þeim áskoranir. Nánar segir frá mótmælum námsmanna víða um land á bis. 2. DV-mynd GVA Bjarna boðið til Newcastle - Keegan hefur áhuga á Skagamanninum Kevin Keegan, ffam- kvæmdastjóri enska úr- valsdeildarliðsins Newcastle, hefur boðið Bjama Guðjónssyni, knattspymumanni frá Akranesi, að koma til fé- lagsins. Samkvæmt heimildum DV hefúr hann mjög mikinn áhuga á að fá Bjama til félags- ins og hreifst mjög af frammistöðu hans í ung- lingalandsleik írlands og íslands á dögunum í Dublin. Bjarni mun dvelja hjá Newcastle í viku til að byrja með og það fer eft- ir frammistööu hans hvort um frekari dvöl og samning verður að ræða. „Þetta er óneitanlega spennandi og verður skoðað vandlega. Þórður fer út þann 24. nóvember og æfir með unglinga- og aðalliöi Newcastle. Það er þó langt frá því að eitt- hvaö sé öraggt með fram- tiðina. Það er ekkert ör- uggt í þessum efnum fyrr en allir hlutir era komn- ir á pappír," sagöi Guð- jón Þórðarson, þjálfari íslandsmeistara Skaga- manna og faðir Bjarna, í samtali við DV í gær. Bjami varð annar markahæsti leikmaður 1. deildarinnar sl. sumar og skoraði 13 mörk fyrir Skagamenn. Bjarni er að- eins 17 ára gamall og gíf- urlega efhilegur. Hann skoraði sigurmark ís- lenska unglingalands- liðsins, skipaö leikmönn- um 21 árs og yngri, gegn íram á dögunum í und- ankeppni Evrópukeppn- innar. -SK Ný bók um samskipti íslands og USA: Hertaka atti Is- land ef sósíalistar rændu völdum - áætlun undirrituð af Harry S. Truman Bandaríski herinn gerði áætlanir um að hertaka ísland á árunum 1948-1951 ef svo færi að sósíalistar rændu völdum. Þetta kemur fram í nýrri bók eftir Val Inghmmdarson sagnfræðing, í eldlínu kalda stríðs- ins. í bókinni er fiallað um sam- skipti íslands og Bandaríkjanna á 5. og 6. áratugnum. í bók Vals kemur fram að Banda- ríkjamenn, einkum þó Bandaríkja- her, gerðu ráð fyrir þeim möguleika að sósíalistar rændu völdum á ís- landi og ef svo færi var ætlunin að senda hingað hermenn með skipum auk fallhlífahermanna með flugvél- um til að bæla niður uppreisnina og verja Keflavíkurflugvöll. Þjóðarör- yggisráð Bandaríkjanna lagði bless- un sina yfir þessi áform sumarið 1949 og vora þau staðfest með und- irskrift Harrys S. Trumans forseta. Áætlanir þessar féllu ekki úr gildi fyrr en árið 1951 þegar vamar- samningur íslands og Bandaríkj- anna var gerður en eftir að banda- rískt herlið var komið til landsins hafði sendiherra Bandarikjanna á íslandi úrslitavald um beitingu her- valds ef til valdaráns kæmi. -SÁ Dagur íslenskrar tungu: Handrit Halldórs Laxness afhent í dag verða handrit Halldórs Lax- ness afhent til varðveislu á hand- ritadeild Landsbókasafns íslands- Háskólabókasafhs við hátíðlega at- höfn í Þjóðarbókhlöðu. Afhendingin fer fram á Degi íslenskrar tungu og afhendir Auður Laxness handrit eiginmanns síns. Þá mun Baldvin Halldórsson leikari lesa úr áður óbirtu bréfi sem Halldór skrifaði móður sinni árið 1919. -rt Skífan átti nýlega 20 ára afmæli. Mikið hefur verið um dýrðir vegna afmælis- ins og efndi fyrirtækið m.a. til verðlaunasamkeppni meðal viðskiptavina sinna. Meðal vinninga er þessi glæsilegi sportjeppi af Suzukigerð sem dreg- inn verður út um áramót. í verslunum Skífunnar eru eyðublöð sem viðskipta- vinir fylla út. Bíllinn er sýndur í Kringlunni. DV-mynd S
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.