Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1996, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1996, Blaðsíða 57
DV LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1996 gsonn 73 Glerlist í Garðabæ Ebba Júlíana Lárusdóttir heitir glerlistakona sem opnar sýningu á verk- um sín- um í Spari- sjóðnum í Garða- bae á Eld-dans heitir þetta Garða- Verk Ebbu Júlíönu. torgi. Opnunin í dag klukkan 14. Sýn- ingin stendur til 9. desember. Sýn- ingin verður svo opin á sama tima og Sparisjóðurinn og um helgar frá kl. 14 til 17. Sýningar Tillögur um útilistaverk í yfirbyggðum miðbæ Garða- bæjar mun í dag kl. 15.00 verða opnuð sýning á sjö tillögum sem valdar voru til að taka þátt í sam- keppni um útilistaverk í Garða- bæ. Við opnun sýningarinnar leikur Blásarasveit Tónlistarskól- ans. Þeir fimm listamenn sem eiga tillögumar eru: Anna Sigríð- ur Sigurjónsdóttir, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Hallsteinn Sig- urðsson, Jóhanna Þórðardóttir og Þórir Barðdal. Sögustund hjá yngstu kynslóðinni Kaffigallerí Amma í Réttar- holti, Þingholtsstræti 5, býður yngstu kynslóðinni í sögustund í dag kl. 14.00. Sigrún Eldjárn, 111- ugi Jökulsson og Bergljót Amalds lesa úr nýútkomnum barnabók- um sínum. Bókmenntir í herrafataverslun Herrafataverslunin Book’s, Laugavegi 61, verður með bók- menntcikynningu í dag. Gunnar Smári Egilsson mun verða í búð- inni milli kl. 13.00 og 15.00 og lesa upp úr bókum sínum. Boðið verð- ur upp á svaladrykki. Aðventukvöld í Þingeyraklausturkirkju verður annað kvöld kl. 21.00. Ræöumaður er Erling Ólafsson, skólastjóri á Blönduósi. Kirkju- kórinn syngur. Aðalfundur og þjálfararáðstefna Knattspymuþjálfarafélags ís- lands verða haldin í dag á Hótel Loftleiðum. Hefst hún kl. 9.00 og lýkur kl. 17.00. Kristileg stjórnmálahreyfing Landsfundur verður haldinn í húsnæði Fríkirkjunnar Messías- ar, Rauðarárstíg 26, í dag kl. 14.00. Samkomur Kvenfélag Háteigssóknar heldur jólafund 3. desember kl. 20.00 í safnaðarheimili kirkjunnar með hefðbundnum jólamat og happdrætti. Til skemmtunar verð- ur einsöngur og upplestur. Suomi-félagið Kvikmyndin Benjamín dúfa verður sýnd á vegum Suomi- fé- lagsins í Norræna húsinu á morg- un kl. 16.00. Leikstjóri myndar- innar verður á sýningunni og seg- ir frá myndinni. Ókeypis aðgang- ur. Upplestur í Ráðhúsinu í tilefni útgáfu bókarinnar Herra forseti efnir útgefandi til upplestrar í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 16.00 í dag. Pálmi Jónasson, höfundur bókarinnar, les valda kaflæ. KK og Súkkat munu skemmta. Fella- og Hólakirkja Aðventukvöld verður haldið í Fella- og Hólakirkju annað kvöld kl. 20.30. Lesin verður hugvekja og kirkjukór og barnakór syngja. Slydduél á Norðurlandi Um 200 km suðaustur af Horna- flrði er 960 mb lægð sem grynnist og hreyfist austsuðaustm-. Skammt austur af Nýfundnalandi er 990 mb lægð sem hreyfist norðnorðaustur. Veðríð í dag í dag verður vaxandi austanátt og veður fer hlýnandi. Á suðvestur- hominu verður skýjað og súld í byrjun en síðan fer að rigna sunnan- og vestanlands síðdegis. Á Norður- og Austurlandi fer að létta til og verður bjartast á Norðausturlandi þar sem léttskýjað verður. Hiti verð- ur um frostmark þar sem bjartast er, en heitara verður á Suður- og Vesturlandi og má búast við sex stiga hita þegar fer að líða á daginn. Sólarlag í Reykjavík: 15.49 Sólarupprás á morgun: 10.46 Veðrið I Síðdegisflóð f Reykjavík: 21.52 Árdegisflóð á morgun: 10.09 Veðrið kl. 12 á hádegi í gœr: Akureyri rigning 3 Akurnes skýjaö 5 Bergstaðir skýjaö 2 Bolungarvík snjóél 1 Egilsstaöir rigning og súld 2 Keflavíkurflugv. léttskýjaö 3 Kirkjubkl. léttskýjaö 4 Raufarhöfn rigning 3 Reykjavíic léttskýjaö 4 Stórhöfói skýjaö 5 Helsinki alskýjaö 1 Kaupmannah. skýjað -1 Ósló snjókoma -5 Stokkhólmur snjókoma 0 Þórshöfn úrkoma í grennd 6 Amsterdam rigning 5 Barcelona léttskýjaö 12 Chicago heiöskírt -3 Frankfurt snjókoma 1 Glasgow skúr 5 Hamborg slydda á síö. kls. 2 London skýjaö 10 Los Angeles Madrid heiðskírt 10 Malaga léttskýjaö 18 Mallorca léttskýjaö 15 París rigning 7 Róm léttskýjaö 12 Valencia heiðskírt 17 New York Nuuk skýjaö -4 Vín léttskýjaö 4 Washington Winnipeg léttskýjaö -8 iW Lofkastalinn: Deleríum Búbónis Hinn klassíski gamanleikur, Deleríum Búbónis, eftir þá bræður Jón Múla og Jónas Árnasyni, hef- ur nú verið færður upp í Loft- kastalanum og er næsta sýning annað kvöld og era nokkrar sýn- ingar fyrirhugaðar í desember. Hefur sýningin fengið góða dóma og áhorfendur hafa skemmt sér konunglega. Skemmtanir Deleríum Búbónis gerist í Reykjavík árið 1960 á heimili Ægis Ó. Ægis forstjóra og eigin- konu hans, Pálínu. Hann ætlar ásamt jafnvægismálaráðherran- um, mági sínum, að flytja til landsins útlendan lúxus handa „sauðsvörtum íslenskum almúg- anum“ en óvænt atvik setur strik í reikninginn og skyndilega er alls óvíst hvort jólin verða haldin. Á meðan forstjórinn og mágur hans reyna að bjarga jólunum dreymir snobbaða eiginkonu hans um að eignast bílnúmerið R-9. Inn í þessa átburðarás fléttast svo eldheit Deleríum Búbónis gerist á heimili Ægis Ó. Ægis forstjóra. ástamál dótturinnar en tveir ung- ir menn koma þar mikið við sögu. í hlutverkum eru Magnús Ólafs- son, Rúrik Haraldsson, Ámi Tryggvason, Sigurveig Jónsdóttir, Margrét Ákadóttir, Hinrik Ólafs- son, Pálína Jónsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson og Kjartan Bjarg- mundsson. Leikstjóri er Valgeir Skagfjörð. Myndgátan Lausn á gátu nr. 1675: Kórar, einsöngvar- ar og einleikarar Aðventutónleikar verða í Skál- holtsdómkirkju á morgun kl. 20.30. Þar koma fram tveir kórar; Barnakór Biskups- tungna og Kór Mennta- skólans að Laugarvatni, mun hann meðal annars frumflytja nýjan sálm, Bamið í Betlehem eftir Hafliöa Vilhelms- son, sem flutt er við hið vinsæla lag Greenleaves. Einleikaramir á tónleikunum eru Monika Abendrot hörpuleikari og Eyþór Jónsson ásamt Tónvakaverð- launahafanum Miklos Dalmay pí- anóleikara. Einsöngvari á tón- leikunum er Sigrún Híálmtýsdótt- ir og mun hún einnig syngja með kórunum. Tónleikar Skálholtskórinn í Dómkirkjunni Skálholtskórinn heldur hátíð- artónleika í Dómkirkjunni i Reykjavík í dag kl. 17.00. Á tón- leikunum verða flutt kirkjuleg verk og tengjast mörg þeirra Skálholtsstað með ýmsu móti. Má nefna þætti úr Skálholtskantötu eftir Pál ísólfsson, tónverkið í Skálholti eftir Pálmar Eyjólfsson og frumfluttur verður nýr jóla- sálmur eftir sóknarprestinn í Skálholti, séra Guðmund Óla Ólafsson. Einsöngvarar era Þór- unn Guðmundsdóttir sópran og Loftur Erlingsson baritón. Stjóm- andi Skálholtskórsins er Hilmar Öm Agnarsson. Körfubolti, karate og blak Það verður ekki keppt í meist- araflokkum í handbolta hér heima um helgina þar sem karla- landsliðið er að leika þýðingar- mikinn leik gegn Dönum á morg- í körfuboltanum er heldur ekki leikið í úrvalsdeildinni en í dag eru þrír leikir i 1. deild kvenna. Grindavík og ÍS leika í Grindavík, í Hagaskólanum leika KR og ÍR og í Smáranum leika Breiðablik og UMFN. Allir leikirnir hefjast kl 16.00. íþróttir Fjórða og síðasta bikarmeist- aramót ársins í karate fer fram í íþróttahúsi Fylkis í dag og hefst það klukkan 16.00. Flestir bestu karatemnenn landsins taka þátt í mótinu. Um helgina verður leikið í 1. deild karla og kvenna í blaki. Einn leikur er í 1. deild karla. Stjaman og KA leika í Ásgarði kl. 16.00 í dag. Kvennalið KA er hér fyrir sunnan og leikur tvo leiki um helgina. í dag mætir það ÍS í íþróttahúsi Hagskólans og á morg- un leika stúlkumar í KA gegn Víkingi í Víkinni kl. 15.00. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 282 29.11.1996 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 66,420 66,760 66,980 Pund 111,610 112,180 108,010 Kan. dollar 49,290 49,590 49,850 Dönsk kr. 11,2930 11,3530 11,4690 Norsk kr 10,3760 10,4330 10,4130 Saensk kr. 9,9210 9,9750 10,1740 Fi. mark 14,4370 14,5220 14,6760 Fra. franki 12,7620 12,8350 13,0180 Belg. franki 2,1026 2,1152 2,1361 Sviss. franki 51,2800 51,5600 52,9800 Holl. gyllini 38,6100 38,8400 39,2000 Þýskt mark 43,3400 43,5600 43,9600 ít. líra 0,04384 0,04412 0,04401 Aust. sch. 6,1530 6,1910 6,2520 Port. escudo 0,4287 0,4313 0,4363 Spá. peseti 0,5144 0,5176 0,5226 Jap. yen 0,58500 0,58860 0,58720 írskt pund 111,700 112,400 108,930 SDR 95,47000 96,04000 96,50000 ECU 83,5700 84,0700 84,3900 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.