Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1996, Síða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996
Spurningin
Hvaö viltu helst fá í skóinn?
Díana Dögg, 3 ára: Sólgleraugu.
Daði Freyr, 3 ára: Bíl.
Harpa Luisa, 3 ára: Nammi.
Viktoría, 4 ára: Balletkjól.
Harpa, 7 ára: Barbídúkku.
Daníel Fréyr, 2 1/2 árs: Jólaljós.
Lesendur
Aðgerðir að loknum
snjóflóðum á Flateyri
Pessar svokölluðu varnir eru engar varnir, aðeins sjónmengun og minnis-
varði mistaka, segir bréfritari m.a. í bréfinu. - Unnið að snjóflóðavörnum á
Flateyri.
Guðmundur S. Gunnarsson, ísa-
firði, skrifar:
Eftir að hafa skrifað og varpað
fram ýmsum spumingum um að-
gerðir eftir snjóflóðið á Flateyri og
viðtöl við ráðuneyti og fengið litil
og ófullkomin svör, skrifaði ég bæj-
arstjórn ísafjarðarbæjar og fékk
loks nokkur svör, sem era á þann
veg að vandi þeirra íbúa sem þurftu
að yfirgefa íbúðir og leigja annars
staðar af öryggisástæðum hefur
ekki verið ræddur sérstaklega. -
Virðist þess þá ekki þörf að mati
bæjarfulltrúa og má það furðu sæta.
Hin nýja bæjarstóm yfirtók allar
skuldbindingar og skyldur Flateyr-
arhrepps, og þá athugasemdalaust
að því er virðist, og er þar með sam-
þykk auknum álögum á bæjarfélag-
ið, sem fylgja þessum snjóflóðavöm-
um. Hefur því brostið kjark til að
breyta samþykktum hreppsnefndar
Flateyrarhrepps sem ekki hafði
raunsæi til að hafna fram komnum
tillögum stjómvalda.
„Það er mat þeirra opinberu
stofnana sem um þetta hafa fjallað
að sú lausn sem valin var sé öragg-
ust og hagkvæmust." - Svo mörg
eru þau orð! - Ég á ekki von á svör-
um eða öðrum viðbrögðum stjórn-
valda við ábendingum og vamaðar-
orðum um þessar aðgerðir, til þess
mun þau skorta rök og samþykkja
mistökin með þögninni. Mér býður
í gran að þau muni ekki láta skoða
þessa framkvæmd frekar, sem ætti
að gera af óháðum aðilum, heldur
muni þau klúðra málum aðeins
meira. Ég mun þá minna á það.
Niðurstaðn er því þessi: Ekki er
hægt að sakast við hreppnefnd Flat-
eyrarhrepps þar sem hún er ekki
lengur til, og þá er það ríkisstjómin
sem ber þá ábyrgð á að ekki er tek-
ið tillit til þeirrar röskunar á búsetu
og eignatjóni íbúanna, sem orðið
hefur vegna rangrar ákvöröunar
stjórnvalda. Þessar svokölluðu
varnir eru engar varnir, það er
bjargfost skoðun mín. Þetta er að-
eins sjónmengun og minnisvarði
mistaka. Það virðast vera breyttar
ýmsar verklagsreglur við fram-
kvæmdir og eftirlit frá vinnu miðað
við vinnu við fyrri varnir, sem
hannaðar voru af V.S.T. - Að lok-
um: Ég tel að ekki eigi að reka bæj-
arsjóð ísafjarðarbæjar eða ofan-
flóðasjóð sem félagsmálastofnun fyr-
ir verktaka og verkfræðistofur í at-
vinnuleit.
Ósammála sýslumanni í Reykjavík
- vegna forsjárdeilna
Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:
í DV 23. nóv. sl. lætur Rúnar Guð-
jónsson hafa eftir sér að konurnar í
sifjadeildinni séu óhlutdrægar. Ég
get ekki verið sammála honum. Það
hlýtur að teljast hlutdrægni aö telja
fóður óhæfan til að annast bam sitt
næturlangt án eftirlits móður þess
fram að tveggja ára aldri. Það er nú
gert í sifjadeildinni. Að mæla með
því að mæður sendi ekki böm sín
til feðra ef þeir búa á landsbyggð-
inni hlýtur að teljast hlutdrægni.
Að samþykkja og úrskurða 32-36
klst. á mánuði í umgengnisrétt til
handa fóður hlýtur að teljast hlut-
drægni. - Hér er gengið út frá að
báðir foreldrar séu hæfir í foreldra-
hlutverkinu.
Að telja karlmann „fullgóðan" til
að greiða makalifeyri og tvöfalt
bamameðlag hlýtur að teljast hlut-
drægni. Jafnvel að óathuguðu máli.
Vel má vera að við Rúnar höfum
sömu skoðun á hvað hlutdrægni er
en af dæmum mínum hér að framan
finnst mér ég ekki i neinum vafa.
Siijadeildin sem heyrir undir Rúnar
dregur taum kvenna svo um munar.
Sýslumanni/sifjadeildinni ber að
sjá til þess að forsjárlaust foreldri
fái hið minnsta 3-4 mánuði á ári
með barni sínu. Samvistir með
barni sínu hlýtur að teljast góð leið
til að ná góðum tengslum við það.
Sifjadeildin þarf að víkka sjóndeild-
arhring sinn - feðrum og skilnaðar-
bömum til gæfu.
Andlit frönsku forsetanna
Jóhanna skrifar:
Það er stundum gaman og um
leið fróðlegt að velta fyrir sér ýmsu
því sem við ber á lífsleiðinni. Mikið
af þessum hlutum kemur fyrir í
fréttum í einni eða annarri útgáfu.
Sumt hér heima, annað erlent eins
og gengur. Maður sér t.d. í erlend-
um fréttum bregða fyrir körlum eða
konum, sem manni finnst maður
þekkja úr næsta nágrenni hér
heima. - Þetta er víst kallað að eiga
tvífara.
Mér sjálfri flnnst óhemjugaman
að bera saman andlit manna og
finna út úr þeim hvort einhver
þeirra eigi tvífara í þeim hópi sem
ég þekki. Stundum kemur það heim
og saman, og eiginlega ótrúlega oft.
UIÍÍKIM þjónusta
allan sólarhringinn
39,90 mínútan
í síma
5000
milli kl. 14 og 16
Nýlega sá ég
sem oftar frétta-
myndir frá
Frakklandi þar
sem Frakklands-
forseti blandað-
ist í málin.
Hann heitir víst
Jaques Chirac
þessa stundina.
Nema hvað: Ég
fékk þá flugu í
höfuðið að flest-
ir þeir forsetar
Frakklands sem
ég man eftir að
hafa séð séu lík-
ir að mörgu
leyti. Ekki sist
andlitin. Ég
ræddi þetta við
kunningja minn
sem er sérlega
glöggur á
mannsandlit og
hann var alveg
sammála mér.
Ég á reyndar
ekki í fórum
mínum myndir af nema tveimur
þessara forseta, þ.e. þeim núverandi
og svo þeim sem var forseti á undan
honum. Mig minnir hins vegar að
tveim forsetunum þar á undan hafi
svipað til þess núverandi og raunar
allt aftur til Charles de Gaulle sem
Frönsku forsetarnir Charles de Gaulle, Georges Pomp-
idou, Valery Giscard d'Estaing, Francois Mitterrand og
Jaques Chirac, núverandi forseti Frakklands.
varð fyrsti forseti eftir seinni
heimsstyrjöldina. - Ef þið hjá DV
hafið myndir af frönsku forsetunum
væri kannski ekki svo fráleitt að
birta myndir af mönnunum til að
láta lesendur dæma um hvort hér sé
farið með fleipur.
DV
Atvinnumál ís-
lands í Brussel?
Kristinn Sigurðsson skrifar:
í ágætri ræðu 17. júní sl. á
Austurvelli, sagði forsætisráð-
herra, Davíð Oddsson: Við göng-
um ekki í Efnahagsbandalag
Evrópu, við getum ekki og vilj-
um ekki láta einhverja menn í
Brussel ráða okkar málum.
Vona að ég hafi ummælin rétt
eftir. - Frábær orð forsætisráð-
herra sem vöktu mikla hrifn-
ingu hjá þjóðinni. En hvað er að
gerast? Þeir í Brussel skipa svo
fyrir að þú eða ég megum ekki
vinna nema þetta marga tíma á
viku, og unglingar mega helst
ekkert. Hvað um fiskinn sem
þarf að vinna, og unga fólkið
sem hefur verið hjálparhella í
þeim atvinnuvegi? Davíð; orð
þín vora stórkostleg á Austur-
velli, en hvað nú?
Ekkert næði
Magnús Magnússon skrifar:
Rétt fyrir jólin virðast allar sölu-
skrifstofur, smáar og stórar,
vakna til lífsins, einungis til
þess að angra fólk og freista þess
að troða alls kyns varningi upp á
það. Símhringingar frá misdóna-
legum og misfrökkum sölumönn-
um dynja á manni kvöld eftir
kvöld. Þá tek ég ekki með kann-
anir o.þ.h. Það er verið að bjóða
gjafir, reynt að troða inn á
mann, sníktir styrkir, o.fl. Að
mínu mati er þetta gróf skerðing
á næði. Það ætti að setja á lagg-
irnar nefnd sem hefði umsjón
með því hvaða söluaðferðum
mætti beita. Þar yrði m.a. kveð-
ið á um næði og átroðning, sem
myndi áreiðanlega snarminnka.
Garöyrkjubóndi
skýst á þing
Ólafur Stefánsson hringdl:
Ég heyrði frá umræðum á Al-
þingi nýlega þegar einn vara-
þingmaður Alþýðubandalagsins,
sem hafði skotist á þing sem I
varamaður, notfærði sér aöstöð-
una með því að tala fyrir auk-
inni aðstoð við garðyrkjubænd- I
ur tengdri raforkunotkun. Mér
var tjáð að þingkona þessi tengd-
ist garöyrkjubúskap í Hvera-
gerði. Ef svo er blöskrar mér
óskammfeilnin i konunni. Er
þingmennskan bara orðin eigin-
hagsmunagæsla fyrir sérhvem
sem á þing sest? Ég bara spyr.
Óhugnanleg
bílflök
Jakob hringdi:
Mér finnst jafn sjálfsagt að
greina frá í slysafréttum hvaða
bíltegundir það eru sem eyði-
leggjast svona gjörsamlega t.d. í
veltum eða árekstrum og greina
frá nákvæmum áverkum hinn
slösuðu. Eru ekki litlu bílapút-
urnar hættulegri ökumanni og
farþegum en aðrir bilar?
Mjólkurfernu-
vandræðin
Júlla skrifar:
Ég verð alveg undrandi hvað
Reykvíkingar geta kvartað yfir
þessum mjólkurfernum sínum.
Hafið þið virkilega ekkert betra
að gera en velta ykkur upp úr
þessum mjólkurfemuvandræð-
um? Aldrei sér maður greinar
þar sem landsbyggðarfólk kvart-
ar- yfir að vatn sé skammtað,
okrað á matvöru, að Sýn, Stöð 3
og allar hinar stöðvarnar séu
ekki úti á landi, og að í litlu sjáv-
arplássunum náist bara Rás 1 og
Rás 2, en ekki Bylgjan, líkt og
hjá ykkur í Reykjavík. Á mörg-
um stööum er ekki einu sinni
sómasamleg íþróttaaðstaða.
Þannig ættuð þið á Reykjavíkur-
svæðinu að þakka ykkar sæla
fyrir það sem þið hafið og hætta
að kvarta yfir litlum og ómerki-
legum hlutum.