Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1996, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1996, Page 10
10 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996 I>'V Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELtAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og ! gagnabönkum án endurgjalds. Ógnin kemur að innan Vestrænt lýðræði og markaðshyggja er svo einráð hugmyndafræði í heiminum um þessar mundir, að fræðimenn eru farnir að skrifa um endalok mannkyns- sögunnar. Við séum komnir svo nálægt leiðarenda í þjóðfélagslegum efnum, að fleiri kúvendingar verði ekki. Sigur vestræns lýðræðis og markaðshyggju yfir aust- rænum kommúnisma er alger. Hugmyndakerfin tvö stefndu að sama marki eftir misjöfnum leiðum. Þegar annað hrundi, en hitt stóð föstum fótum, voru engin þriðju markmið til að taka við af kommúnismanum. Hvarf spennunnar milli austurs og vesturs hefur leitt til skorts á óvinum, sem vestrænt lýðræði og markaðs- hyggja geti borið sig saman við og þannig öðlast nýja spennu til að sameinast um. Helzt er það heimur íslams, sem hefur sýnt burði til að leika þetta hlutverk. Þótt íslam sé trú og sumpart trúarofstæki, er ekki fólg- in í henni neitt umtalsvert viðnám gegn vestrænum hug- myndum. Mestallt daglegt líf múslíma er í vestrænum brautum og öll tækniþróun íslamskra ríkja er vestræn í stóru og smáu. Viðnám íslams stendur völtum fótum. Á síðustu árum hafa risið hugmyndir um allt annars konar viðnám arftaka Konfúsíusar í Kína og líklega enn frekar í Singapúr. Þar er talað um, að til sé austræn hugsun, sem muni ná gífurlegum efnahagsárangri án þess að taka trú á vestrænt lýðræðiskerfi. Of lítil reynsla er komin á þessa hugmyndafræði. En hætt er við, að hún veðrist illa, þegar og ef kínverskir ráðamenn vilja takast á við víðtækan skort á trausti milli manna, útbreidda spillingu og lélega sjálfsvirðingu þeirra, sem verða að lifa í tvískinnungi kerfisins. Hin nýja Konfúsíusarstefna er alls óskyld velgengni Japana í nútímanum. Þar í landi hefur vestrænt lýðræði og markaðsbúskapur hvort tveggja verið tekið upp í heilu lagi og engar alvarlegar hugmyndir hafðar uppi um, að til séu eins konar austræn gildi, sem henti betur. Hvorki Konfúsíus né Múhameð geta tekið við af Marx og Lenín. Vestrænu lýðræði stafar ekki önnur ógn að utan en sú, sem hópar skæruliða gefa tilefni til. Hryðju- verk verða framin í vestrænum borgum, en þau raska ekki heimsyfirráðum vestrænnar hugmyndafræði. Hættan kemur fremur að innan. Vestrænt lýðræði get- ur glutrazt af innri orsökum. Það getur hrunið af óhóf- legri félagshyggju, óhóflegri gróðahyggju eða óhóflegum sofandahætti almennings eftir áratuga neyzlustefnu og notkun deyfilyfja á borð við sjónvarp. Ríki Norður- og Vestur-Evrópu eru byrjuð að takast á við óhóflega félagshyggju, sem hefur sligað sameiginlega sjóði þjóðanna og aukið atvinnuleysi. Flest bendir til, að smám saman finnist leiðir til að hafa hemil á opinberum útgjöldum og hömlum á frjálsri atvinnutilfærslu. Bandaríkjunum hefur ekki tekizt eins vel að ná tökum á óheftri gróðahyggju og þeirri sundurtætingu þjóðfé- lagsins, sem henni fylgir. Sjálfsvirðing hrynur og mið- borgir breytast í félagslega frumskóga. Langvinn mála- ferli taka við hlutverki gagnkvæms trausts milli manna. Lýðræði og markaðsbúskapur blómstra, ef ríkið hefur hóf á afskiptum sínum, ef lög og reglur gilda jafnt fyrir alla, ef fólk ber virðingu fyrir sjálfu sér og ef það telur sig hafa ástæðu til að treysta öðru fólki. Á þessum sið- ferðilega grunni hafa þjóðir orðið frjálsar og ríkar. Erfiðasta skilyrði vestræns lýðræðis er svo, að fólk sinni skyldum sínum og réttindum sem frjálsir borgar- ar, en koðni ekki niður í neyzlusjúk sófadýr. Jónas Kristjánsson Herforingjar hvetja til útrýmingar kjarnavopna Fyrir rúmri viku birtu sex tug- ir hershöfðingja og aðmírála af ýmsum þjóðum áskorun til kjarn- orkuvelda heims. Herforingjamir, flestir nýlega komnir úr herþjón- ustu og sumir allra manna kunn- ugastir kjarnorkuvígbúnaði og áætlunum um kjarnorkustríð, hvetja stjómir kjarnorkuveldanna til frekari ráðstafana til að skera niður kjarnavopnabirgðir og til að koma sér saman um áfangaáætlun sem miði að algerri útrýmingu kjarnavopna úr vopnabúnaði þjóða. Með lokum kalda stríðsins er brott fallin herfræðilega röksemd- in fyrir viðbúnaði sem gerði risa- veldunum unnt að hefja kjarn- orkustrið með fyrirvara sem tal- inn er í mínútum. Gagnkvæma fælingin frá hernaðaraðgerðum af hálfu valdablakkanna, sem í því var talin felast, hefur misst for- sendur. En þar að auki segja herforin- gjamir, flestir frá Bandaríkjunum og Sovétríkjunum, að kjarnavopn séu í eðli sínu þess eðlis að þeim beri að útrýma með sameiginlegu átaki meðan það verkefni er enn viðráðanlegt. Viðhald kjarna- vopna og geymsla býður ýmsum hættum heim. Af þeim stafar stöðug hætta á kjarnorkuslysum, kostnaðurinn við kjarnorkuvíg- búnað er óréttlætanlegur, beiting þeirra er óréttlætanleg af siðferð- isástæðum. Loks kemur til að tilvera kjarnavopna í vopnabúrum stór- veldanna er misjafnlega ábyrgum stjómendum annarra ríkja stöðug hvöt til að afla sér þeirra eftir krókaleiðum. Því fylgir svo við- varandi hætta á að glæpamönnum takist að komast yfír kjamahleðsl- ur til að beita þeim til kúgunar eða hryðjuverka. Sérstaka athygli hefur vakið í Bandaríkjunum hverjir þarlendir hershöfðingjar em í hópi sextíu- menninganna. Einn af frumkvöðl- Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson um framtaks herforingjanna er Andrew J. Godpaster, áður yfir- hershöfðingi Evrópuherstjórnar NATO. Honum fylgir að málum John R. Galvin, annar fyrrum yf- irhershöfðingi Evrópuherstjórnar NATO. Mestum tíðindum þykir þó sæta aðild George Lee Butlers flughers- höfðingja að þessu frumkvæði. Hann stjómaði í þrjú ár, frá 1992 til 1994, öllum kjarnorkuárásar- flugflota Bandaríkjanna úr aðal- herstjómarstöðinni í Omaha í Nebraska. Þar var hlutverk hans að senda á loft sprengjuflugvélar hlaðnar 2.800 kjarnasprengjum til árása á tiltekin skotmörk og skyldu allar búnar að hefja sig til flugs hálftíma eftir að skipun bær- ist til Omaha frá Washington. Daginn áður en áskorun sextíu- menninganna var birt flutti Butler hershöfðingi ræðu í Was- hington og skýrði frá því hvað komið hefði manni með sinn feril og sína reynslu til að komast að þeirri yfirveguðu niðurstöðu að kjarnavopn ættu engan rétt á sér. Kjarnavopnin eru mesta ógn sem yfír mannkyni vofir. Því er kjarn- orkustefna Bandaríkjastjórnar „í grundvallaratriðum í andstöðu við skynsemina" sagði Butler hershöfðngi. Á sínum tíma féll það í hlut Butlers að ákveða skotmörk í þús- undatali fyrir kjarnorkuárásir. Nú vill hann að bráður bugur sé undinn að því að útrýma slíkum vopnum, ekki síst vegna þess að það sé eina ráðið til að koma í veg fyrir ógnarslys og afstýra því að hryðjuverkaríki eða hryðjuverka- samtök komist yfir sprengihleðsl- ur úr þeim. Butler kveðst í starfi sínu hafa komist í kynni við „skelfilegt sam- safn óhappa og atvika" í tengslum við geymslu og meðferð kjama- vopna. Geislunin frá aðeins einni sprengingu gæti stofnað lífi millj- óna manna í hættu og að auki orð- ið upptök kjarnorkustríðs, væru fyrir viðsjár með kjamorkuveld- um. Snemma á ferlinum vöknuðu hjá hershöfðingjanum efasemdir um framkvæmanleika hárná- kvæmra áætlana yfirherstjórnar- innar þegar hann fylgist með erf- iðleikum sprengjuflugvéla í æf ingu að komast á loft með sek- úndubrota nákvæmni. Við lestur leyniáætlana sem biðu hans í Omaha sannfærðist hann um að yfirmennirnir í Wasr hington hefðu „misst samband við kjarnorkuveruleikann" þegar í ljós kom að þeir gerðu ráð fyrir að kjarnasprengjum svo tugum skipti yrði dembt á Moskvuborg eina og tóku hvorki með í reikn- inginn geislunina né eldana frá sprengingunum. „Mér skildist að sú skoðun að kjarnavopn færi öryggi - hug- myndin um að við hefðum ein- hvern veginn tök á málum, að einf hvern veginn væri þetta allt samf an óskeikult og viðráðanlegt og við gætum látið það ganga upp, bæri í sér banvænan þverbrest." Nýjasta langfleyga bandaríska sprengjuflugvélin og sú fyrsta sem ekki á að sjást á radar, B-2 Stealth, í reynslu- flugi. skoðanir annarra Erfiðleikar hjá Major „Þýskaland og Frakkland juku á erfiðleikana hjá John Major, forsætisráðherra Bretlands, þegar þau á mánudag, þrátt fyrir talsvert ósamkomulag, lögðu áherslu á að þau væru ákveðin í að koma á sameig- inlegri mynt i Evrópu. Tólf síðna löng yfirlýsing Helmuts Kohls kanslara og Jacques Chiracs forseta um nánari samvinnu um vamarmál, innflytjenda- mál og lögreglumál fyrir leiðtogafundinn í Dublin mun auka á spennuna í stjórn Majors og í íhalds- flokknum." Úr forystugrein Politiken 11. des. Ódýrasta vörnin „Bill Clinton, sem núna undirbýr fjárlagafrum- varp fyrir næsta ár, þarf að berjast hart til þess að sjá Madeleine Albright fyrir nægjanlegu fé svo að hún geti gætt alþjóðlegra hagsmuna Bandaríkjanna sem utanríkisráðherra. Samskipti milli ríkja em besta og ódýrasta vörnin gegn alþjóðlegum átökum. Þingið hefur samt sem áður látið þá stefnu lönd og leið svo ámm skiptir." Úr forystugrein New York Times 10. des. Flóttamenn í kirkjum „Anne Holt dómsmálaráðherra hefur tjáð hinum svokölluðu kirkjuflóttamönnum með böm að um- sóknir þeirra um dvalarleyfi í Noregi verði endur- skoðaðar. Sérstök nefnd á að meta málið með tilliti til barnanna. Sennilega verður niðurstaðan sú að flestar barnafjölskyldurnar fá að vera í Noregi. Þar með hefur Anne Holt lagt sitt af mörkum til að binda enda á dvöl fjölskyldnanna í kirkjunum. Það væri þrifalegra og trúverðugra ef stjómarandstað- an hefði barist fyrir frjálslyndari stefnu í innflytj- endamálum." Úr forystugrein Arbeiderbladet 11. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.