Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1996, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1996, Side 44
52 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996 JLJ"V Skákbækur í jólabókaflóði: Þyrnum stráð saga Skáksambandsins Síðustu árin hafa öðru hvoru blossað upp væringar innan skák- hreyfingarinnar og á stundum hef- ur svo rammt kveðið að átökum að tilefni hefur þótt til hnútukasts í fjölmiðlum. Sumir forustumenn hafa lengi setið við stjórnvölinn og fórnað jafnvel ævistarfinu, án þess að hljóta að launum nema ánægj- una eina. Þvi miður hefur komið fyrir að menn hafa ekki þekkt sinn vitjunartíma og ómæld ánægjan hefur orðið að óánægju allra ann- arra. Þessu hafa fylgt hliðarverkan- ir, eins og biturleiki, einkum gagn- vart skákmönnunum sjálfum. Bent Larsen hitti naglann á höfuðið er hann sagði einhverju sinni að óska- draumur skákforystunnar væri skákhreyfing án skákmanna. Eftir lestur bókar Þráins Guð- mundssonar um sögu Skáksam- bands íslands í 70 ár kemur í ljós að síðustu áratugir eru langt frá því að vera þeir siðustu og verstu hvað þetta snertir. Saga Skáksam- bandsins er átakasaga allar götur frá stofnun þess á Blönduósi árið ->6925. Svo magnaðar eru innbyrðis deilur milli manna sem ætla mætti að hefðu sömu hugsjón að leiðar- ljósi að bókin verður sem reyfari aflestrar. Léttur og lipur stíll Þrá- ins og fjölmargar ljósmyndir með meitluðum myndatextum gera bók- ina um leið mesta skemmtilestur. Þetta er í raun bók sem allir áhuga- menn um skák á íslandi ættu að eignast. Hugmyndin að stofnun Skáksam- bands íslands mun hafa kviknað hjá stjórnarmönnum í Skákfélagi Akureyrar og það er athyglisvert að stofnendur sambandsins eru fulltrúar fjögurra taflfélaga fyrir norðan - Skákfélags Blönduóss, aukaafslátt af smáauglýsingum DV Smáauglýsingar 550 5000 - og óttekt Margeirs á afbrigði Averbakhs Sauðárkróks, Hörgdæla og Akur- eyrar. Þráinn rekur í bókinni að tvennt hafi vakað fyrir norðan- mönnum, annars vegar að stefna að útgáfu skákrits á íslensku og hins vegar að mynda mótvægi við Taflfélag Reykjavíkur sem þá var langstærsta og öflugasta félag landsins. Annars er það einkenni- legt er litið er til baka hve óáriægja með stjórn Taflfélags Reykjavíkur hefur orðið kveikja að mörgum góðum hugmyndum! Tveimur árum eftir stofnun Skáksambandsins sótti Taflfélag Reykjavíkur um inngöngu en sjö árum síðar var félaginu vikið úr samtökunum. TR-menn dóu þó ekki ráðalausir og í bígerð var stofnun nýrra samtaka, Taflsam- bands íslands. Til þess kom þó ekki því að ári síðar tókust sættir. Þessar deilur forsvarsmanna stærsta taflfélagsins og stjórnar Skáksambandsins ganga eins og rauður þráður um bók Þráins, með ýmsum blæbrigðum og afbrigðum, eins og góðum reyfara sæmir. Þrátt fyrir allt er samt ótrúlegt hve miklu forvígismenn Skáksam- bandsins hafa fengið áorkað og hvað skáksaga okkar þessi ár, sem auðvitað er samofin sögu Skáksam- bandsins, er auðug af merkum við- burðum. Hæst ber vitaskuld heims- meistaraeinvígi Fischers og Spasskís í Laugardalshöllinni 1972 sem Þráinn gerir mjög góð skil í bókinni. Þetta „einvígi aldarinnar“ gnæfir yfir allt annað í sögu Skák- sambandsins og verður þeim sem þar áttu hlut að máli seint þakkað áræðið. Vart er hægt að hugsa sér hæfari mann til að skrá sögu Skáksam- bandsins en Þráin Guðmundsson sem er fyrrverandi forseti þess og hefur starfað af eljusemi að skák- málum í um þriggja áratuga skeið. Um þær deilur sem nær okkur eru í tíma skrifar Þráinn frá sínum sjónarhóli og má vera að einhverj- um finnist þar að sér vegið. Þó er Þráinn annálaður mannasættir. Fjölgun titilhafa, stofnun Skák- skóla íslands og merkir skákvið- burðir, þar sem magnað einvígi Jó- hanns Hjartarsonar við Kortsnoj í Saint John ber hæst, fá talsverða umfjöllun í seinni hluta bókarinn- ar. Dagbók Þráins frá ólympíu- skákmótinu í Moskvu 1994 er í sér- stökum bókarauka ásamt völdum skákum íslensku sveitarinnar. Bók Þráins er hugsuð sem fyrri hluti efnisins og ber nafnið Sagan. Síðari hlutinn, sem hlotið hefur heitið Af skákakrinum, fjallar um skákviðburði, eins og Skákþing Is- lands, landskeppnir íslendinga í skák, þátttöku í ólympíumótum, deildakeppni Skáksambandsins, Reykjavíkurskákmótin o.fl. og verða þar mótstöflur og skrár um úrslit á þeim vettvangi í sjötíu ár. Nafna- og heimildaskrá mun fylgja síðara bindi verksins. Eins og fyrr segir er bókin skemmtileg aflestrar. Stundum fer Þráinn á flug og fer þá e.t.v. svolít- ið frjálslega með staðreyndir. Gagnrýnisraddir kveður hann hins vegar í kútinn í formála þar sem hann segir: „Hafi eitthvað misfarist efnislega skal á það bent að hægt er að leiðrétta og bæta úr í síðari hluta verksins þar sem það er að sjálfsögðu keppikefli okkar allra í skákfjölskyldunni að hafa fremur það sem sannara reynist.“ Skáksamband íslands gefur bók- ina út en Skákprent annaðist um- brot, fllmuvinnu og prentun. Hún er 310 blaðsíður og er frágangur hinn vandaðasti. Skáksamband íslands í 70 ár I Þráinn Guðmundsson Skáksamband íslands Averbakh-afbrigðið Önnur áhugaverð skákbók, sem út er komin hjá Cadogan í London, er samantekt Margeirs Péturssonar stórmeistara á Averbakh-afbrigðinu í kóngsindverskri vöm. Bókin kem- ur út á ensku, enda er hætt við þvi að svo sérhæft efni eigi ekki marga lesendur hér á landi. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur stór- meistari reynir fyrir sér á „heims- markaði“ og virðist vel hafa tekist til. Ljóst er að Margeir hefur lagt mikla vinnu í smíðina; ritið er vandað, ólíkt svo mörgum bókum um byrjanir nú á dögum sem geyma safn skáka, án þess höfundur hafi sjálfur neitt til málanna að leggja. Averbakh-afbrigðið er einföld en þó beinskeytt leið fyrir hvítan til þess að sneiða hjá lengstu afbrigð- um kóngsindverskrar varnar. Af- brigðið er þægilegt fyrir þá sem vilja þröngva lærðum andstæðingi út af alfaraleiðum. Og ef svartur kann ekki réttu tökin er voðinn vís. í bókarbyrjun lýsir Margeir því hvernig áhugi hans á afbrigðinu kviknaði eftir að hann þurfti að verja svörtu stöðuna í skák við Áskel Örn Kárason árið 1988. Frumraun Margeirs með hvítu var á heimsbikarmóti Stöðvar 2 síðar á árinu og uppskeran var ríkuleg: jafntefli við Garrí Kasparov og sig- ur móti John Nunn sem þrátt fyrir þetta var svo vinsamlegur að lesa yfir handrit Margeirs. Síðan hefur Margeir beitt afbrigðinu á fjölmörg- um opnum mótum með góðum ár- angri. Margeir hefur farið þá leið að flækja ekki lesandann um of í frum- skógi skáka heldur kýs hann að nefna einungis þær skákir sem mesta þýðingu hafa fyrir afbrigðið. Skák Jón LÁrnason Skákir Margeirs sjálfs eru þó nokk- uð áberandi, enda byggir hann ritið að tadsverðu leyti á eigin reynslu, eins og raunar má eðlilegt telja. Stundum læðir hann að athuga- semdum sem hafa ekki beinlínis þýðingu fyrir afbrigðið, eins og þeg- ar hann skýrir afleik sinn gegn Wojtkjewicz i Vín 1990 með því að hann hefði að morgni skákarinnar heimsótt safn Sigmunds Freuds í borginni (bls. 108). í lok hvers kafla dregur Margeir saman niðurstöður svo að fljótlegt er fyrir lesandann að átta sig á stöðu mála. Rétt er að nefna upphafsleiki af- brigðisins: 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Be2 0-0 6. Bg5 og nú er grunnstaðan komin fram. Rúss- neski stórmeistarinn Júrí Aver- bakh, sem afbrigðið er kennt við, ritar formála að verki Margeirs. Bókinni er skipt í 18 kafla og er 128 blaðsíður í pappakilju. King’s Indian Defence - Averbakh Variation Margeir Pétursson Cadogan Press %ridge Firmakeppni BSÍ 1996: Firmakeppni Bridgesambands Is- lands var spiluð um sl. helgi með heldur dræmri þátttöku. Fulltrúar sautján fyrirtækja og stofnana mættu til leiks og þegar upp var staðið voru langefstir Magnús E. Magnússon og Stefán Stefánsson sem spiluðu fyrir Strýtu hf. á Akur- eyri. Reyndar náðu þeir forystunni strax í annarri umferð og héldu Bridge Stefán Guðjohnsen henni allt til loka. Röð og stig efstu fyrirtækja var annars þessi: Strýta hf. (Magnús Magnússon- Stefán Stefánsson) 449 Rikisspítalar (Gylfi Baldursson- Sigurður B. Þorsteinsson) 397 Mjólkurbú Flóamanna (Ólafur Steinason-Guðjón Einarsson) 395 Morgunblaðið (Hjördis Sigurjóns- dóttir-Guðm. Hermannsson) 394 Búnaðarbanki íslands (Anna Ívarsdóttir-Kristján Snorrason) 388 Aðspurður sagði Magnús að þeir félagar hefðu ekki verið að gera neitt sérstakt heldur hefðu andstæð- ingarnir verið að gera óvenju mikl- ar vitleysur á móti þeim og óþarfi að sýna einhverja „fimmhundruð- kalla“ sem hefðu komið á færi- bandi. Magnús og Stefán komu i bæinn á föstudeginum og notuðu tækifærið til þess að spila í Landstvímenningi Bridgesambandsins. Þar taldi Magnús miklar líkur á því að þeir hefðu náð bestu skorinni í a-v, en ekki fékkst það staðfest hjá Jakobi hjá Bridgesambandinu þar sem öll keppnisúrslit höfðu ekki borist. Hér er spil frá landstvímenningn- um á hvössum nótum. V/A-V A QQ DG109 ♦ G984 * Á103 * K62 •* Á8754 * ÁD * K65 f ÁG1085 K3 ♦ 653 * DG8 ♦ K1072 * 9742 N V A S * D74 62 Með Stefán og Magnús í a-v og Skúla Einarsson og Magnús Ey- mundsson í n-s gengu sagnir á þessa leið: Austur Suður Vestur Noröur pass pass pass 1 » 1 « pass pass 1 G dobl p/h pass pass Magnús líkir þessu við stíl bandaríska bridgemeistarans Barrys Cranes sem var myrtur fyr- ir nokkrum árum. Hann passaði gjarnan á góð spil en sætti síðan lagi að dobla andstæðingana. Norður var svo sem ekki að gera stór mistök en vörnin var miskunn- arlaus. Stefán spilaði út laufdrottningu og norður fékk slaginn á kónginn. Hann byrjaði á því að gefa hjartaslag og Magnús átti slaginn á níuna. Hann spilaði nú spaðaniu og drottningin í blindum fékk slaginn. Aftur var hjarta dúkkað, Stefán fékk slaginn á kónginn og spilaði laufgosa og meira laufi. Þá kom spaði og Stefán fékk næstu fjóra slagi. Tveir niður og algjör toppur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.