Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Síða 7
FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 7 DV Sandkorn Skrýtið nafn Það eru engu líkara en að hnútur komi á tungu útlendinga þurfi þeir að bera fram íslensk nöfn. Islending- ar sem hafa ætlað sér að verða heimsfrægir á einhverju sviði hafa margir breytt nafni sínu. Vestur-ís- lendingar gerðu það yfirleitt fljótlega eftir að þeir voru komn- ir vestur. Svo eru líka til ís- lendingar sem eru orönir heimsfrægir og hafa ekki breytt nafni sínu. Þar er auðvitað efst á lista Björk Guð- mundsdóttir poppsöngkona. Bjarkar- nafhinu er sjaldan brenglað í texta en það kemur aftur á móti fyrir með fóðumafnið. írska blaðið Irish Times er að fjaila um Björk og tónlist henn- ar nýlega. Þar segir að nafn hennar Björk rími á móti work en svo kem- ur fóöurnafhiö sem blaðið stafsetur svona: Goddomonsteir. Læknisvottorð Þeir eru margir kunningjahópam- ir í landinu sem koma saman í há- deginu eða á kvöldin og leika saman fótbolta. Einn slíkur hópur kemur alltaf saman í Laugardalnum í hádeginu. Þar í hópi er ónefnd- ur lögfræðingur, mikill áhuga- maður um fót- bolta. Hann hef- ur ailtaf þver- neitað að leika aðrar stöður á vellinum en í sókninni, félög- um hans til gremju, en þeir ráöa ekkert viö lög- manninn. Svo gerðist það á dögunum að hann meiddist á fæti í fótboltan- um og var frá æfingum í nokkrar vikur. Þegar hann mætti aftur var hann með læknisvottorð upp á vas- ann þar sem sagði að ýmissa hluta vegna mætti hann ekki undir nein- um kringumstæðum leika annars staðar en í sókninni. Löng leið Það er ekki bara að sá mikli húmoristi Vilhjálmur Hjálmarsson, fymun menntamálaráðherra, segi skemmtilegar sögur. Það eru líka til af honum góðar sögúr. Ein þeirra segir frá því að þegar hann var menntamálaráð- herra fór hann eitt sinn austur til Víkur i Mýr- dal til að vigja nýtt skólahús. Þegar VUhjáim- ur kom tU Vík- ur fór hann beint heim tU skólastjórans sem spurði hvort ekki mætti bjóöa hon- um aö skoða skólahúsnæðið. „Jú,“ svaraði Vilhjálmur, „en svo þarf ég aö skipta um fót hjá þér fyrir vígslu- athöfnina." „Það er óþarfl að gera það strax því það er hálfur mánuður þangað tU vígsluathöfnin á að fara fram,“ svaraði skólastjórinn. Á heim- leiðinni spurði Vilhjáimur ráðherra- bUstjórann hvort fyrirrennarar hans, Magnús Torfl og Gylfi Þ., hefðu nokkru sinni lent i að fará í heim- sóknir svona löngu áður en til stóð. „Ekki svona langa leið,“ svaraði bU- stjórinn. Aldnir fram- sóknarmenn Þingmenn Framsóknarflokksins héldu upp á 80 ára afmæli flokksins með pompi og prakt 16. desember síðastliðinn. Morguninn eftir mættu þingmennirnir til vinnu eins og ekkert væri, vUdu hefja 81. ár flokksins með eðlUegmn hætti en voru Ula sofnir og Ula fyrirkaUaðir margir hvetjir. Menn þóttust bæði sjá það á þeim og finna i loftinu og þá ekki síður af yfirbragðinu. Var sagt að sumir litu út eins og þeir væru jafhaldrar flokksins. Af þessu tUefni orti séra Hjálmar Jónsson. Enginn þeirra út af deyr afmælis vín þó renni, en aftur vakna ýmsir þeir sem áttræð gamalmenni. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson Fréttir ^ Reykjanesbær: Anægja meö strætó DV, Suðurnesjum: „Þetta hefur gengið vonum framar og komið okkur skemmtilega á óvart - fólk á öllum aldri hefur notað strætó,“ sagði Þórunn Benediktsdóttir, formaður almennings- vagnanefndar Reykjanes- bæjar, í samtali við DV. Almenningsvagnar bæjar- ins hófu akstur á götum bæjarins 14. desember með viðhöfn. Ellert Eiríksson bæjarstjóri leiöbeinir farþegum og sjá má framkvæmdastjóra SBK, Steindór Sigurösson, viö sömu störf. DV-mynd ÆMK Að sögn Þórunnar kom skemmtilega á óvart mánudaginn 16. desemb- er þegar akstsur vagn- anna hófst kl. 6.40 hve margir nýttu sér þjón- ustuna - tóku strætó í vinnuna. Ókeypis verð- ur í vagnana tO ára- móta. Unga fólkið hefur kynnt sér vel leiðir vagnanna og notar þá töluvert sem sparar for- eldrum mjög akstur með börn sín. -ÆMK , Kr im l.f UUstgr Ferðatæki m/geislaspilara AZ 8052 Hársnyrdr HS 015 Uvarpsvekjaraklukka RM 5080 Hárblásari 1650 w HP 4362 Supertech-vekjarakliikka AC 2300 PHILIPS SA\YO KrlAi.UHrUstgr lafmagnsrakvél m/hleðslu L HQ 4850 Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 569 1500 Umboðsmenn um land allt. >*KEN WOOD* \ * Jf Ávaxta- og * grænmetispressa £ #:kenwood* Kaffikanna 10 bolla% **KENWOOD** * * Djúpsteikingar- pottur, 1 L ** >KENWOODl* ,* Hárblásari 3+ «d<ENWOODV > Rafmagnshnífur 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.