Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Síða 10
10
menning
FOSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996
Bókin er það sem
þig dreymir
Bjarni Bjarnason var tilnefndur til íslensku
bókmenntaverðlaunanna fyrir skáldsöguna
Endurkomu Maríu. Hann var dularfulli höf-
undurinn meðal hinna útvöldu en er þó engin
skuggavera meðal áhugamanna um bók-
menntir.
Bjarni er fæddur 1965 og hefur verið að
skrífa frá unga aldri og hann hafði gefið út á
eigin vegum sjö verk á undan skáldsögunni
tilnefndu: Fyrst komu þijár ljóðabækur, Upp-
hafið, sem kom út í janúar 1989, þá Ótal
kraftaverk, sem voru prósaljóð og Urðarfjóla,
síðan kom í óralandi, útópískar smásögur, svo
skáldsagan Til minningar um dauðann, og
leiktextarnir Dagurinn i dag. 1994 gaf hann út
ritgerðasafnið Vísland og safnaði þar einnig
úrvali úr fyrri bókum sínum.
- Gafstu allar þessar bækur út sjálfur?
„Já, og ég reyndi ekki að fara með fyrstu
verkin mín til útgefanda, ekki fyrr en skáld-
söguna. Og ég er hálffeginn því núna að hún
skyldi ekki koma út hjá útgefanda. Mér tókst
að skera hana niður um marga kafla fyrir end-
urbirtinguna í Víslandi og breytti líka um
nafn á henni. Ég fór heldur ekki með Vísland
á forlag. Þegar ég sá hvað verkið var fyrirferð-
armikið og úr takti við það sem var að gerast
í bókmenntunum þá ákvað ég að gefa það líka
út sjálfur.
Þá vorum við þrír saman búnir að vera með
Andblæs-ljóðakvöld frá því í desember 1993,
buðum ljóöskáldum og rithöfundum að koma
og lesa. Þetta voru eins konEU- kvöldvökur
vikulega með kaffi og kökum og upp úr þeim
varð til sjálfsútgáfuforlagið Andblær sem hef-
ur nú gefið út níu bækur, þar á meðal tímarit-
ið Andblæ. Vísland var fyrsta bókin sem það
gaf út.“
- En svo þegar tímaritið og útgáfan eru að
sanna sig þá ferð þú bara til útgefanda - hvers
vegna gerðirðu það?
„Það voru persónulegar ástæður fyrir því,
efnahagslegar. Ég hætti í menntaskóla til að
fara að skrifa og hef haft þröng fjárráð í mörg
ár. Stundum urðu til peningar og þá komst
maöur til útlanda og gat orðið fyrir nýjum
áhrifum, en það var sjaldan. Mig langar til að
þróast meira sem höfundur, dvelja lengur er-
lendis, og svo langaði mig til að Endurkoma
Maríu næði til fleira fólks en fyrri bækurnar.
Þó að ég væri búinn að skrifa i mörg ár vissu
afskaplega fáir hvað ég var að gera og mér
fannst kominn tími til að breyta því. Þó var ég
búinn að sætta mig við að gefa þessa sögu út
sjálfur en þá kom Ormstunga óvænt í málið og
bauð mér útgáfu."
Erfitt að hemja tunguna
- Og hvemig er upplifunin að vera allt í
einu í miðri hringiðu eftir að hafa verið á
jaðrinum í sjö ár?
„Það er bara þægilegt. Ég fékk að vita um
tilnefninguna á föstudaginn fyrir athöfnina og
var skipað að halda því leyndu. Það var svolít-
ið erfitt að hemja tunguna, kostaði mikla bæl-
ingu. Ég held að það hafi jafnvel orðið til duld
hjá mér, tilnefningarduld, ég get dundað við
að vinna úr henni seinna.
Mér finnst vera meðbyr með ungum höf-
undum núna, þeir em svo margir og ég er
hluti af því flæði. Ég held að bókin min hafi
verið valin sem dæmi um þessa endumýjun."
- Þú ert alltof hógvær. Ég held að bókin þín
sé ekki fulltrúi fyrir neitt nema sjálfa sig. En
hvað verður um Andblæ?
„Fimmta hefti er í prentun núna. Andblæs-
útgáfan þarf ekkert að verða ódauðleg, en
meðan kraftur er í henni þá á hún að lifa.
Annars er útgáfan rekin þannig að við gefum
fólki yfirlestur og gagnrýni, en höfundurinn
borgar sitt verk sjálfur og ræður þá hve mik-
ið er lagt í það. Ritstjórnin sér um að fjár-
magna tímaritið, skiptir kostnaöinum á milli
sin og fær hefti upp í. En ég neyðist til að
koma ábyrgðinni af því yfir á aðra því ég ætla
Bjarni Bjarnason
sem höfundur.
- langar til að þróast meira
DV-mynd GVA
endilega burt núna til að einbeita mér að
næstu bók, og hlakka mikið til þess. Ég hef
aldrei hlakkað eins mikið til jólanna því þá
fæ ég gefinn tíma.“
- Hvert ertu að hugsa um að fara?
„Til London í einn tvo mánuði og til Suð-
ur-Evrópu í framhaldi af því. En þetta
ræðst af því hvemig bókin gengur og öðr-
um praktískum rnálurn."
- Hvað viltu segja við þá sem era að
lesa Endurkomu Maríu núna?
„Það skiptir ekki máli hvaða höfundar-
nafn stendur utan á bókinni, þetta á að
vera fantasía allra. Bókin er það sem þig
dreymir meðan þú lest hana og ég vona að
hver og einn geti nálgast hana á sinn hátt.
Menn ráða hversu djúpt þeir kafa ofan í sög-
una en ég held að það megi finna nýja merk-
ingu í henni ef hún er endurlesin. Það er val
lesandans hvað hann gerir úr þessari bók.“
Elsku
litli
grís
Það er sérkennilega
gamaldags bragur á fyrstu
bamasögu Áshildar Har-
aldsdóttur flautuleikara,
Litli grísinn góði. Eitt-
hvað sem minnir á barna-
bækur frá fyrstu áratug-
um aldarinnar, Snata og
Snotru og önnur dýraævintýri.
Kannski er það endirinn í frið-
sælli höfn sveitalífsins,
kannski miskunnarleysið sem
lúrir bak við fallegu söguna Eif
litla grísnum sem gerir gott úr
öllu og kemur öllum til þroska
sem hann kynnist. Það minnir
á þá tíma þegar
ekki var sjálf-
sagt að alast
upp hjá sínum
nánustu.
Litli grísinn
er svo ræfils-
legur að mamma hans og
systkini afneita honum, og þeg-
ar hann kemst að því af tilvilj-
un að það á að slátra honum
án dóms og laga þá flýr hann
úr stíunni og kemst við illan
leik í sauðahjörð þar sem tekið
er fjarska vel á móti honum.
En raunir hans eru ekki úti.
Um haustið er féð tekið í hús -
og einhverjum lömbum meira
að segja slátrað - og þá flýr
grísinn litli til borgarinnar. í
borginni kynnist hann götu-
strák sem vill kenna honum að
stela, en grísinn lætur ekki
spilla sér heldur elur strákinn
upp í staðinn. í sögulok komast
þeir báðir, strákur og gris, í
skjól hjá gegnu sveitafólki.
Þetta er fEillega skrifuð saga
Heimurinn
er vitfirrtur
Bókmenntir
Silja Aðalsteinsdóttir
A nóttunni svaf hann vært milli
þúfna með Fönn og Fannari.
Mynd Áshildar Haraldsdóttur
við Litla grísinn góða (bls. 11).
sem gengur nærri ungum til-
finningaríkum lesendum og
hlustendum. Áshildur hefur
-------------- sjálf málað
myndir við sög-
una, skýrEu- og
sumar mjög fal-
legar, til dæmis
myndin af næt-
urró lambanna
og gríssins. Borgarmyndimar
bera með sér að höfundur er
kunnugur erlendum stórborg-
um. Helst mætti að því finna
að myndir séu of fáar. I mynd-
skreyttri bók fyrir unga hlust-
endur þurfa að vera myndir af
helstu viðburðum þannig að
hægt sé að stikla á sögimni í
myndunum, og hér vantar til
dæmis mynd af sjálfum flóttan-
um, fyrsta fundi gríssins og
lambanna og þegar hann stelur
veskinu. En myndimar em lit-
ríkar og fallegar og býsna ólík-
ar því sem böm eiga að venjast
í samprentsbókum, og þaö er
mikils virði.
Áshildur Haraldsdottir
Litli grísinn góði
Fjölvi 1996
Þriðja skéddsaga
Helga Ingólfssonar,
Andsælis á auðnuhjól-
inu, er gamansaga er
segir frá afar venjuleg-
um manni, Jóhannesi
Sveinssyni, sem dag
einn lendir í sérkenni-
legum aðstæðum er
neyða hann til undar-
legrar hegðunar. Allt
misskilst og áður en
varir er Jóhannes
ekki aðeins búinn aö
fá leðurklætt vöðva-
búnt á vélhjóli upp á
móti sér, heldur er
hann tortryggður af stjórnanda
skólans þar sem hann kennir og lög-
reglan er á hælum hans.
Þessi skáldsaga byggist á hraðri
atburðarás og á sitthvað skylt við
gaman- og spennumyndir kvik-
myndahúsanna. Lesandinn fylgist
með kostulegum uppákomum, æsi-
legum slagsmálum og meira að
segja eltingaleik
vélhjóls og bíls.
Höfúndur nýtir sér
einnig sérstöðu
skáldsögrmnar sem
frásagnarforms,
kynnir flestar per-
sónurnar rækilega og veitir lesand-
anum innsýn 1 hugsanir þeirra.
Húmorinn liggur oft í hugmyndum
persónanna um sjálfar sig og tilver-
una.
Veröldin eins og hún birtist Jó-
hannesi á meðan hrakfarir hans
virðast engan endi ætla að taka er
öfugsnúin og fjandsamleg. Af-
greiðslufólk er fullt fyrirlitningar,
lögreglumenn eru tillitslausir og
takmarkaðir, virðulegar eldri frúr
em hrokafullar og aðeins eiturlyfja-
salar og glæponar eiga til vott af
Bókmenntir
Kristján ÞórSur Hrafnsson
vingjamlegheitmn.
Það liggur nokkuð
beint við að álykta að
skilaboð verksins
felist að einhverju
leyti í hinni nýju sýn
á tilveruna sem Jó-
hannes öðlast eftir að
hremmingar hans era
afstaðnar og er lýst á
eftirfarandi hátt:
„Heimurinn var vit-
firrtur, veröldin ekk-
ert annað en glóru-
laus og fjandsamleg
óreiða þar sem til-
viljun og tryllingur
réðu ríkjum." Heimspekilegan þátt
verksins, ef svo má að orði komast,
hefði mátt gera áhugaveröari með
því að undirbyggja þessa viðhorfs-
breytingu betur, fara aðeins dýpra
ofan í sálarlif Jóhannesar og hvern-
ig hann, fram aö ákveðnum tíma-
punkti, sér heiminn sem „rökræna
og skipulega og skynsamlega heild“,
eins og höfundur
orðar það.
Þessi farsa-
kennda gamansaga
heldur vel athygli
______________ lesandans. Húmor-
inn felst í atburða-
rásinni og persónusköpuninni frem-
ur en í stílnum. Hér er skopast á
sniðugan hátt að manngerðum sem
koma eflaust mörgum kunnuglega
fyrir sjónir og dregin upp spaugileg
mynd af þjóðfélagi sem má ekki við
miklu og er tilbúið að leggja allt út
á versta veg þannig að óvenjuleg
hegðun meinlauss einstaklings í
skamma stund getur leitt til þess að
allt fari á annan endann.
Helgi Ingólfsson
Andsælis á auðnuhjólinu
Mál og menning 1996
Jólatónleikar
Kammersveit Reykjavíkur heldur
I jólatónleika í Áskirkju á sunnudaginn
| kl. 17 undir yfirskriftinni Bach og synir.
Á eftiisskránni eru verk eftir Johann
Sebastian sjálfan en líka drengina hans,
Carl Philipp Emanuel og Johann Christ-
ian. Stjórnandi og einleikari er hinn
þekkti fiðluleikari, Roy Goodman, sem
hefur verið mikilvirkur í endurvöktum
áhuga á barokktónlist í veröldinni und-
anfarin ár. Aðrir einleikarar eru fiðlu-
leikaramir Rut Ingólfsdóttir og
Hildigunnur Halldórsdóttir, óbóleikar-
arnir Daði Kolbeinsson, Eydís Franz-
dóttir og Peter Tompkins og hornleikar-
amir Josef Ognibene og Þorkell Jóels-
son.
Hestar og menn 1996
Árbók hestamanna
1996, Hestar og menn, eft-
ir Guðmund Jónsson og
Þorgeir Guðlaugsson,
geymir meðal annars
viðtal við hestamanninn
á bak við ráðunautinn
Þorkel Bjamason.
Einnig er rætt við þrjá
kunna hestaræktendur sem tala
tæpitungulaust um kynbótadómana,
rakin saga skeiðkappreiða í 100 ár og
talað við knapa hér heima og erlendis,
sagt frá hestaferð um hálendið og helstu
mótum sumarsins.
Skjaldborg gefur bókina út.
Ævintýri í sveitinni
Ævintýri í sveitinni eftir Jónas
Baldursson segir frá Alla 10
ára sem er sendur í sveit til
ókunnugra. Hann lendir í
ýmsum ævintýram og eignast
vini meðal dýranna. En allt
tekur enda, sumarið líka og
brátt þæf Alli að fara suður í
skólann, að göngum og réttum
loknum. Höfundur gefur sjálfur
út.
Tónlist tveggja heima
Ný skáldsaga eftir Robert James Wall-
er, höfund bókarinnar
Brýrnar i Madison-
sýslu, heitir Tónlist
tveggja heima og fjallar
um fólk sem leitar að
lifsfyllingu. Sagan segir 1
frá sambandi Texas Jack
Carmine og Lindu Lobo,
ferðalagi um þjóðvegina,
ástríðufullum nóttum,
óræðum tilfinningum og
draugum fortíðarinnar.
Helgi Már Barðason þýddi og Vaka-
HelgafeO gefur út.
Ástartöfrar
Út er komin hljómplatan Ástartöfrar
með lögum Valdimars J. Auðunssonar
harmonikuleikara í flutningi ýmissa úr-
vals listamanna. Valdimar fæddist und-
ir Eyjafjöllum 1914 og var sjálfmenntað-
ur hljóðfæraleikari. Hann
átti lög í danslagakeppni
SKT og Hótel Borgar, meðal
annars Ástartöfra („Oft við
Amor hef ég átt í erjum ...“)
sem sigraði árið 1950. Bryn-
dís S. Valdimarsdóttir syng-
ur það á nýju plötunni.
Meðal annarra tónlistar-
manna sem koma þar fram era Grettir
Björnsson, Grétar Geirsson, Gunnlaug-
ur Briem, Guðmundur Pétursson og
söngvarai-nir Berglind Björk Jónasdótt-
ir, Gísli Magnason og Hildur Guðný Þór-
haOsdóttir. Marknet dreifir.
Kveðja
Hljómplatan Kveðja geymir lög eftir
Hauk Sveinbjarnarson
harmonikkuleikara sem
hann leikur sjálfúr með
aðstoð nokkuma vEdin-
kunnra tónlistarmanna,
Pálma Gunnarssonar,
Wilmu Young, Tryggva
Húbner og fleiri. Einar
Júliusson og Barði Ólafsson
syngja. Útgefandi er Stöðin ehf. en Skif-
an dreifir.
Umsjón
Silja Aðalsteinsdótdr
SH