Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Qupperneq 15
FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 15 Reykjavíkurtjörn Erlent máltæki segir að sérhver tjörn verði að hafa aðrennsli og frárennsli til að haldast tær og hrein. Þetta merkir að ávallt verð- ur að vera endurnýjun. Það er svo bágt að standa í stað sagði þjóð- skáldið. Það rennur t.d. í EÍliða- vatn frá Heiðmörk og Hellisheiði. Á þessu nærist vatnið. Rauðavatn er dautt, þar sem gegnumrennsli vantar. Ekki flókið mál Séu þesar röksemdir notaðar um tjörnina í Reykjavík, þá verð- ur málið ekki flókið. Fallegur og tær lækur þarf að renna í suður- enda tjarnanna. Það gæti verið hjá Norræna húsinu. Fyrir framan húsið er lítil tjöm, sem teiknuð var með húsinu og átti að prýða það. Fyrst voru þar fuglar, en smátt og smátt hefur þessi litla tjörn orðið svo fúl að þar þrífst ekkert líf. Þetta er auðvitað til skammar og sannar að enginn hugsar um tjörnina, sem gæti verið til mikill- ar prýði. Þannig var hún hugsuð af höfundi hússins. Þetta má laga með því að láta kalt kranavatn renna í tjömina, sem þá myndi hreinsast og verða tær. Enn fallegri væri hún með skeljasandi í botninum. Ekki kostar það mikið. Láta má renna í tjörnina að næt- urlagi þegar nán- ast ekkert álag er á vatnsveitunni. Við Reykjavíkurtjörn. - „Enn fallegri væri hún með skeljasandi í botninum." „Þetta er sama hugarfarið og þegar skurðgröfumenn réðust á allt votlendi á síðustu áratugum ogbreyttu því í óræktarmóa. Allt var það þó gert í nafni eflingar landbúnaðar.“ Sóðaskapur Nokkru fyrir neðan Norræna húsið er lítil tjöm sem grafín var með skurðgröfu fyrir löngu. Utan um hana var girðing, sem böm komust þó auðveldlega í gegnum. Það er Guði að þakka að þarna varð ekki slys. Þessi tjörn var ósmekkleg og sóðaleg i upphafi. Bakkar voru háir og brattir. Það var því ekki gert ráð fyrir því að böm kæmust þarna upp, ef þau féllu í tjörnina fyrir slysni. Svona slysagildru má ekki búa til. Svo var þetta allt lát- ið níðast niður og varp hætti í hólmanum í tjörninni, þar sem bakkar hennar vom of háir og brattir. Svo hrundi hólminn smátt og smátt niður í vatnið. Þetta var allt til skammar. Varpið Auka má varpið í stóm tjörn- inni fyrir framan Ráðhúsið með þvi að stækka varphólmann, sér- staklega þann minni hjá Ráðherra- bústaðnum. Þetta má gera í vetur. Það er auðvelt á ís. Stærri hólm- inn hefur viljað fara í kaf í stór- vaxinn gróður t.d. hvönn en hana ber að takmarka. Einnig má setja varphólma í minni tjörnina með ódýrum hætti. Krían virðist kunna best við sig i Þorfinnshólma við Hringbraut, þótt hann sé heldur bratt- ur og gróðurmikill. Svo mun varpið aukast ef tjörnin verður tærari með hæfilegu rennsli af köldu og hreinu vatni í gegnum hana. Hún er í dag dauð og kyrr- stæð enda blær henn- ar ekki hressilegur. Jafnvel homsílin lifa þar varla lengur, svo aumt er ástandið. Slysaskurðir Fyrir nokkru byrjuðu skurð- gröfur að grafa slysaskurði fyrir Kjallarinn Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaður sunnan Hringbraut í nafni náttúruvernd- ar. Þetta er sama hugafarið og þegar skukrðgröfumenn réðust á allt votlendi á siðustu áratugum og breyttu því í óræktarmóa. Allt var það þó gert í nafni efl- ingar landbúnaðar. Nú moka menn aftur ofan í skurðina. Auðvitað þarf að laga fyrir neðan Háskól- ann fyrir fuglana. Það má gera án þess að búa til slysahættu fyrir böm. Svo má hafa þetta einfalt og ——— ódýrt. Eru ekki allir að spara? Byrja má á því að breyta tjöm- inni við Norræna húsið úr forar- polli með því að láta kalt hreint vatn renna í hana. Svo má halda áfram. Lúðvík Gizurarson Tvískinnungurinn um veiðigjald Árum saman hafa menn rætt um auðlindaskatt eða veiðileyfa- gjald á útgerðina i landinu með þeim frábæra árangri að enginn veit nú lengur hvað verið er að tala um. Nú síðast hefir Alþýðu- flokkurinn verið tekinn á sniö- glímu í málinu og tekið það upp á aðalfundi sem mikilvægt baráttu- mál flokksins. Á máli glímumanna telst þetta fall, og þá verða menn úr leik í þeirri glímu og verða að byrja að nýju. „Prófessorasýkin“ Menn hafa kall- að þetta „prófess- orasýkina" af þvi að það eru eink- um prófesorar við hagfræðideild Há- skólans hér, eink- um i „sægreifa- stétt“, og reyndar líka íslenskur pró- fessor í Noregi, sem hafa verið að mæla með þessum ófögnuði. Menn verða að skilgreina efnið, svo unnt sé að gera þvi skil. Nokkrar spum- ingar eru nauðsynlegar: Á að leggja gjaldið aðeins á fisk veiddan innan fiskilögsögunnar? Hvaða fisktegundir eiga að greiða gjaldið og hversu hátt gjald á hverja teg- imd? Hversu hátt má gjaldið vera til þess að það skerði ekki sam- keppnishæfni íslensks fisks á út- flutningsmörkuðum? Geta íslensk stjórnvöld lagt gjald á fisk veiddan utan fiskilögsögu landsins? Hvern- ig á að innheimta gjaldið, t.d. af út- hlutuðum kvótum fyrir fram eða af lönduðum afla? Á að greiða gjaldið af brottkastinu eða á brott- kastið að verða gjaldfrjálst? Eiga allar tegundir fiskveiða að greiða sama gjaldið? Þessum spurning- um, og fiölmörgum öðrum, verður að svara áður en umræðan getur í raun hafist. Aðalfundur LÍÚ hefir einfaldan smekk. Þeir eru á móti veiðigjaldi, svo sem skiljanlegt er. Þetta er þó ekki einhlítt, því að Grandamenn vilja greiða slíkt gjald. Þeir hafa þó ekki sagt hvers vegna, en menn granar að þeir telji meiri vörn í að greiða lágt veiðigjald en að verða sviptir veiðinni í fiskilögsögunni með afnámi kvótakerfisins. Það gæti eitthvað verið til í þessu. Kvótakerfið hefir hækkað verð á veiddum sem óveidd- um fiski langt um- fram það sem eðlilegt getur talist, og kemur að sjálfsögðu niður á fullvinnslunni í landi, en hvetur til stækkunar flota vinnsluskipa með þarafleiðandi skerð- ingu á vinnslu í landi, sem nú er að eyða mörgum byggð- um. Óheppilegt fyrir formann Alþýðu- flokksins En spurningarnar verða fleiri. Ef greiða á eitthvert óskilgreint veiðigjald af veiðun- um sjálfum, hvers vegna skyldu menn ekki greiða gjald af virðis- aukanum í vinnsluskipunum eða af fullvinnslunni í landi? Jafnræð- isreglan segir að allar atvinnu- greinar skuli skattlagðar með sama hætti. Annað myndi teljast óheimil mismunun. Með þetta í huga hlýt- ur veiðigjald að skilgreinast með tískuorðinu „Bull“. Það er óheppilegt fyrir hið nýja „Kosningarbandalag jafnaðar- manna“ að aðalfundur Alþýðu- flokksins skyldi taka svo óskil- greint veiðigjald upp i málefnaskrá sína. Þetta er erfitt fyrir nýja for- manninn og hefði verið betra að Þjóðvaka dagaði uppi með þessa fyrir fram dauðadæmdu hug- mynd. Það vantar nýja fisk- veiðistefnu á fslandi. Hún ætti að byggjast á aðgengi allra lands- manna til fiskveiða á grunnslóðinni, sem þýðir að úthafsskip- unum verður að beita á úthafinu. Hin aukna þorskgengd á mið- unum nú gefur okkur einmitt tækifæri til að takast á við þetta verkefni. Langtíma- stefna íslands hlýtur að vera að byggja upp úthafsveiðar og tryggja okkur aukin réttindi til slíkra veiða, sem fæst aðeins með sókn á úthafinu. Ástæðan fyrir aukinni þorsk- gengd nú stafar að miklu leyti af því að úthafsflotanum var að und- anfömu beitt meira utan fiskilög- sögunnar en áður og grunnslóðinni þannig hlíft. Úthafsveiðar á sl. fiskiári námu aðeins rúmum 20% af ársafla, eða 260.000 tonn. Græðgin og brottkastið er að drepa alla framtíðarmöguleika til varan- legra fiskveiða í fiskilögsögunni. Á þessu verður að ráða bót. Ætli Al- þingi beri gæfu til slíks? Önundur Ásgeirsson „Aðalfundur LÍÚ hefír einfaldan smekk. Þeir eru á móti veiðigjaldi, svo sem skiljanlegt er. Þetta er þó ekki einhlítt, því að Grandamenn vilja greiða slíkt gjald. Þeir hafa þó ekki sagt hvers vegna...“ Kjallarinn ,Önundur Ásgeirsson fyrrv. forstjóri Olís IV « 4 leð og i móti Jólin Stuðnings maður jólanna Ég er stuðn- ingsmaður jól- anna af því að á þessari miklu hátíð óskum við hvert öðru gleði. En reglu- leg jólagleði kemur ekki sjálfkrafa. Þeir munu ófáir sem geta glaðst, en aðrir eiga við jólaþung- lyndi að stríða, sorg, sem er varnað máls. „Von er að mér sé mótkast víst,“ sagði gamla fólkið. Ástvinamissir, sjúkdómar, fjar- vera vina og vandamanna, ein- manaleiki, atvinnuleysi og erfið- leikar af öllu tagi hijá mannfólk- ið í heiminum. Þær spumingar, sehi við spyrjum vegna alls þessa, eru eðlilégar og nauðsyn- legar. Ég er meðmæltur jólunum af því að þau nálgast hlutina úr annarri og óvæntri átt. Við meg- um þrátt fyrir allt gleðjast og taka undir með upphafskórnum í Jólaóratoríu J.S. Bachs: „Látið af kvíða. Gjörið harminn brottræk- an. Víðfrægið dáðir Drottins." Og trómetin og bjöllubumbumar láta svo dátt að sálin í mér fer að iða af gleði, þrátt fyrir allt og allt. Jólin þýða að við þurfum ekki að einblína á aðstæður okk- ar í dapurleika og vonleysi, held- ur megum reyna að sjá okkur sjálf eins og Guð sér okkur: „Sjá- ið hvílíkan kærleika faðirinn hefur auðsýnt oss, að vér skulum kallast Guðs börn; og það erum vér.“ (I. Jóh. 3:1). Sóra Gunnar G. Björnsson, sóknar- prestur í Holti. Jólin eru heiðin að uppruna Svanberg K. Jak- obsson, talsma&ur Votta Jehóva. Vottar Jehóva halda ekki jól. Hvers vegna? Vegna þess að jólin em heiðin að uppruna eins og flestir vita og bera rang- lega nafn Krists. Biblían tilgeinir ekki fæðingardag Krists, en hann fæddist áreiðan- lega ekki í desemberlok því að fjárhirðar voru ekki með fé í haga að næturlagi á þeim árs- tíma. Sé raiöað við aldur Jesú þegar hann hóf þjónustu sína má ætla að hann hafi fæðst í októberbyrj- un. Hvers vegna tninnast menn þá fæöingar hans í desember? Vegna þess áð þegar Rómarkeis- ari ákvað að þegnar ríkisins skyldu kristnir kallast voru vin- sælar, heiðnar sólstöðuhátíðir landsmanna heimfærðar upp á Krist og reiknimeistarar látnir reikna út fæðingu hans svo að hana bæri upp á þessar hátíðir. Þetta var pólitískt bragð líkt og kristnitakan á íslandi árið 1000. Við kjósum að halda ekki hátíð sem á sér slíkan uppruna. Hvað aðrir gera er þeirra mál; við erum ekki að berjast gegn jóla- haldi annarra. En við þurfum ekki slika hátíð til að gera okkur glaðan dag sem við geram við mörg önnur tækifæri. -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.