Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Page 22
34 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 Fréttir Tökum lokið á heimildarmynd Elínar Hirst: Þýsku hjónin brenndu leyniskjöl - viðtöl við ekkjur og skyldmenni Þjóðverjanna „Viö sviðsettum og tókum í gær upp tvö atriði frá hernámsnóttinni frægu, 10. maí 1944, atriði sem ger- ast i og við þýska sendiráðið, Tún- götu 18. Þar var húsráðandi dr. Werner Gerlach, aðalræðismaður Þjóðverja og hátt skrifaður nasisti," segir sjónvarpskonan Elín Hirst ' sem í fyrradag lauk að mestu við tökur á heimildarmynd sinni, Fang- arnir á Mön, sem fjallar um hand- tökur þýskra manna sem búsettir voru á íslandi þegar Bretar her- námu landið. Margir þeirra áttu ís- lenskar eiginkonur og fjölskyldur. Reiknað er með að vinnslu myndar- innar ljúki endanlega í janúar. Elín segir að annars vegar hafi verið myndaður atburður sem segir frá því að ibúi við Túngötu tilkynn- ir um reyk í þýska ræðismannsbú- staðnum. Maðurinn hélt að húsið væri að brenna en í raun voru þýsku hjónin aðeins að brenna þýsk leyniskjöl rétt áður en Bretarnir knúðu dyra til að handtaka þau. Hitt atriðið segir frá manni með hatt og í frakka sem kom hlaupandi til þess að gera ræðismanninum viðvart um Bretana. Þessi maður var Wemer Schulze- Stentrop, veð- urfræðingur og náinn samstarfs- maður Gerlachs. Skömmu eftir áðurnefnda atburði gengu Bretamir á land og marsér- uðu vitaskuld beint upp í Túngötu til þess að handtaka helstu menn Þjóðverja. Næstu vikiu1 og mánuði, alveg fram í júlí, handtóku þeir síð- an smátt og smátt nær alla Þjóð- veija á íslandi og fluttu þá burt. „Ég fór til eyjarinnar Manar á Ir- landshafi en þangað vom flestir ís- lensku þýsku fangarnir fluttir og ég hef leitað uppi ekkjur og skyld- menni þeirra manna. Síðan var ég svo heppin að finna einn þessara manna í Þýskalandi og ég talaði við hann,“ segir Elin, en Ríkissjónvarp- ið hefur fest kaup á myndinni til sýninga hér á landi. Meðframleið- andi er Frostfilm. -sv iólagjöfin til íslendinga eriendis • * -’áskríft aö' daglegum fréttum • frá íslandi Faxfréttir úr fjölmiölum eru fréttir frá íslandi og færa lesandanum á stuttu og aögengilegu formi þær fréttir sem eru efst á baugi hverju sinni. Faxfréttir koma út 5 daga vikunnar á tveim síóum, mánudaga til föstudaga, kl. 13 aö íslenskum tima. Dreifileiöir. • Fax • Tölvupóstur FAX 'iÐLUM Þverholt 11. Sími 550 5000. Fax 550 5999. Netfang: faxfrettir@ff.is Reyk leggur frá ræðismannsbústaðnum þar sem þýsku hjónin brenndu mikilvæg skjöl áður en Bretarnir komu. Á innfelldu myndinni má sjá að það var heldur kalt á tökustað í Reykjavík í fyrradag og Elín Hirst hefur því klætt sig vel. Úlfur Hróbjartsson mundar kvikmyndavélina. Breiðdælingar komu saman á Bakkanum á Breiðdalsvík til að kveikja á jólatrénu. Grýla mætti á staðinn með nokkra af sonum símum, jólasveinunum. Heimilisdýrið, jólakötturinn, var þarna Ifka og hafði greinilega elt eigendur sína til byggða. Þessir góðu gestir sungu og gengu í kringum jólatréð með heimafólkinu, stóru og smáu. DV-mynd Hl Kristjana tekur lagið fyrir áheyrendur. DV-mynd Kristján KÁ á Selfossi: Umferðar- truflun vegna jóla- sveina DV, Selfossi: Sunnlendingar fjölmenntu í Vöruhús KÁ á Selfoss um helg- ina og þar voru kunnir jóla- sveinar á ferð sem skemmtu fólki. Kvartett Kristjönu Stefáns spilaði og söng lög af nýrri jóla- plötu sinni og þá var troðið út úr dyrum. Öll bílastæði fylltust og elstu menn - og þeir eru minnugir á Suðurlandi - muna ekki eftir annarri eins umferð og fólksmergð og þama var. -Kr.Ein.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.