Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Side 36
Verta víðbúin(n) vínningi
KIN
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Helgarblað DV:
Biskupinn
í þessu næstsíðasta blaði fyrir jól
er helgarviðtalið við herra Sigur-
björn Einarsson biskup en 15 ár eru
síðan hann lét af störfum. Sig-
urbjöm segir frá lífi sínu og ræðir
trúna, kirkjuna og jólin.
I blaðinu er einnig fjöldi viðtala
vegna jólahátíðarinnar, meðal
annars við nokkra þekkta einstakl-
inga. Þá eru svipmyndir frá rebba-
veislunni á Patreksfírði um siðustu
helgi, erlend fréttaskýring, ítarleg
menningarumfjöllun, íþróttir
unglinga og margt fleira. -GHS
Sjö teknir
eftir kóka-
ínfund
Fíkniefnadeild lögreglunnar í
Reykjavík lagði í gær hald á nokkur
grömm af amfetamíni og handtók
sjö manns eftir húsleit. Grunur
manna beindist að því að fíkniefna
væri neytt í húsi í miðborginni. Alls
fundust tæp sex grömm af kókaíni,
e-töflur og gramm af amfetamíni.
Eftir yfirheyrslur var gerð húsleit
hjá einum mannanna og þar fund-
/* ust rúm tíu grömm af amfetamíni
til viðbótar. Málið telst upplýst. -sv
Fangi slapp
af Sogni
Fangi slapp út af Réttargeðdeild-
inni á Sogni rétt fyrir klukkan sjö í
morgun. Lögreglan á Selfossi og í
Reykjavík leituðu að manninum
rétt fyrir klukkan níu í morgun og
bentu spor eftir hann til þess að
hann væri kominn til Hveragerðis.
Engar upplýsingar fengust í morg-
un um það hvernig maðurinn slapp
-rát en að sögn lögreglu er hann ekki
talinn hættulegur. -sv
L O K I
-v--------
Miklar sviptingar og órói á lyfsölumarkaðnum í kjölfar breyttra viðskiptahátta:
Eitt apótek í sölu
önnur í biðstöðu
- rekstrargrundvöllur Reykjavíkurapóteks kannaður og þriðja apótekið metið
Eitt rótgrónasta og elsta apótek
landsins, Laugavegsapótek, er
komið í sölu, ný stjóm Reykjavík-
urapóteks er að kanna möguleika
í rekstri þess í Ijósi breytinga á
lyfjamarkaðnum og þriðja apótek-
ið í Reykjavík hefur verið „metið“
en er þó ekki til sölu. Jón Guð-
mundsson, formaður félags fast-
eignasala, segir að miklar svipt-
ingar séu nú orönar á lyfjasölu-
markaðnum miðað við þá rót-
grónu hefð sem ríkt hefur í lyfsölu
hér á landi.
„Ég veit að margir apótekarar
era að komast á aldur og það eru
alls konar sviptingar og miklar
breytingar í loftinu varðandi
lyfjasölu og lyfjaverslun," sagði
Jón við DV.
Ingjaldur Hannibalsson, stjóm-
arformaður Reykjavíkurapóteks,
sem er í eigu Háskóla íslands, seg-
ir að verið sé að kanna stöðu mála
með rekstur apóteksins.
„Það hafa orðið breytingar á ís-
lenskum lyfjamarkaði og ný
stjórn apóteksins er að skoða alla
möguleika í þessum rekstri,"
sagði Ingjaldur í samtali við DV.
„Ég þori kannski ekki að svara
því afgerandi með jái eða neii en
margur er að skoða sín mál,“
sagði Ingolf Petersen, formaður
Apótekarafélags íslands, við DV i
gær.
„Við getum ekki haldið okkar
vörum fram með pallatilboðum,"
sagði Ingolf. Hann sagði jafnframt
að hækkaður hlutur sjúklinga í
lyflaverði, lækkun álagningar og
miðstýrð verðlagsákvörðun yfir-
valda, þar sem ekki væri hugsað
um heildarmynd, væri einnig
ástæðan fyrir þeim óróa sem nú
ríkti á lyfjamarkaðnum.
Jón Guðmundsson sagði aö hús-
næði Laugavegsapóteks væri til
sölu á 110 milljónir króna - versl-
unarhæðin og þrjár hæðir þar fyr-
ir ofan auk kjallara. Jón sagði að
apótekið sjálft væri síðan til sölu
aukalega en hann vildi ekki gefa
upp kaupverð þess - það væri háð
tilboðum hvemig það væri af-
greitt.
Þeir sem DV hefur rætt við um
breytingar á lyfjasölu í landinu
voru sammála um að þróun sem
orðið hefur með því að koma á fót
apótekum í stórmörkuðum, versl-
unin Lyfja og fleiri aðilar, sem
vissulega eru famir að selja lyf á
lægra verði en verið hefur, sé
ástæða fyrir breytingum á lyfja-
markaðnum. -Ótt
Völundur Snær Völundarson matreiðslumaður verður með sýningu á klakalistaverkum á Laugaveginum á Þorláks-
messu. Völundur segist vera að leika sér að þessum kúnstum með ísinn og hann segir sýninguna á Laugaveginum
geta orðið að mjög skemmtilegri uppákomu ef veðriö verður hagstætt. Stefnt er aö því að hafa sýninguna fyrir fram-
an Dressmann og að hún standi frá 16-23. DV-mynd S
Þingmenn voru orðnir fremur rislág-
ir undir morgun. DV-mynd S
Alþingi:
Afgreiðslu
fjárlaga
lýkur I dag
Þriðja og síðasta umræða um
fjárlög næsta árs hefst á Alþingi í
dag. Stefnt er að því að þingið ljúki
störfum í kvöld en þó gæti verið að
atkvæðagreiðsla um fjárlögin færi
ekki fram fyrr en á morgun.
Þingfundir stóðu í alla nótt. Á
þessum næturfundi var meðal ann-
ars frumvarpið inn ráðstafanir í rík-
isfjármálum afgreitt. Líka umdeilt
frumvarp um að einkavæða raf-
magnseftirlitið í landinu, sem sam-
tök rafverktaka um allt land hafa
lagst gegn. -S.dór
/n/ oq
qrrfj/tí/'kl kaniaiu)/ ár
n/cr) finkk ijijár
yidskiplin á árinn cc/n
cr rr)) i/án. |||
-é-C