Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1996, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1996, Síða 10
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 DV. Akureyri:________________________ „Desembermánuður er eins og hver annar mánuður fyrir okkur sem tilheyrum söfnuði Votta Jehóva. Hjá okkur á sér ekki stað neinn jólaundirbúningur þannig að þessi mánuður er eins og hver ann- ar. Hins vegar er því ekki að neita að í desember eru margir fridagar og þá daga reynum við að nota vel með fjölskyldunni til að gera eitt og annað, slappa af og njóta hvíldar- innar, en við gerum það ekki jól- anna vegna,“ segir Ámi Steinsson, félagi í söfnuði Votta Jehóva á Ak- ureyri. Vottar Jehóva halda ekki jólin há- tíðleg en allt umstangið í þjóðfélag- inu sem fylgir jólunum fer þó ekki fram hjá þeim. Hvemig leggst það í þá? „Það á sér stað gífurlegt upplýs- ingaflæði í þjóðfélaginu og auðvitað fer það ekki fram hjá okkur. Við les- um dagblöðin, hlustum á útvarp og horfum á sjónvarpið. Allt þetta upp- lýsingaflæði virkar þreytandi á mig en ekki þannig að ég hlaupi út í búð til að versla eða gera eitthvað sérs- takt vegna allra þessara auglýsinga. Og e.t.v. vegna þess að við höldum ekki jól þá er þetta þreytandi og höfðar ekki til o'kkar." Heiðin hátíð Hvers vegna halda Vottar Jehóva ekki jól? „Það em ýmsar ástæður fyrir því. Fyrst og fremst er ástæðan sú að jólahald á sér heiðinn uppruna sem hægt er að færa fyrir biblíulegar skýringar. Það má benda á það sem Árni Bjömsson þjóðháttafræðingur segir í bókinni Sögu daganna þar sem fram koma mjög athyglisverðar upplýsingar. Ég held að menn neiti því ekki í dag að jólin em heiðin há- tíð sem era klædd í kristilegan bún- ing. Menn vita að 24. og 25. desem- ber era gömul sólstöðuhátíð sem upp á var haldið löngu fyrir daga fæðingar Jesú. Þegar kristnin var gerð að ríkistrú þótti hentugt að klæða þessa hátíð í kristilegan bún- ing. Biblíulegar forsendur fyrir þessu era m.a. þær að fjárhirðar sem vora til staðar við fæðingu Jesú era ekki úti í haga á þessum árstíma í ísrael þannig að fæðingu hans hefur ekki borið að í desember, hún hlýtur að hafa átt sér stað þegar fjárhirðar voru við sín störf sem slíkir sem er á öðrum árstíma. Önnur tímatals- fræði Biblíunnar benda líka á að þessi tími getur ekki staðist sem fæðingartími Jesú. Að öflu þessu samanlögðu og sérstaklega vegna þess að jólahald á sér heiðinn upp- runa þá komum við ekki nálægt neinu slíku.“ Rúmlega 300 virkir Söfnuður Votta Jehóva hér á landi var stofnaður á áranum 1920- 1930 og má rekja upphafið til komu Vestur-íslendings að nafhi Líndal hingað til landsins. Á fimmta ára- tugnum komu síðan hingað trúboð- ar og fljótlega upp úr því fór söfnuð- urinn að skjóta rótum hér. Vottar Jehóva hafa þó aldrei verið fjöl- mennir á íslandi og eru í dag rúm- lega 300 talsins. „Það er tala þeirra sem era virkir en við teljum þá ■ A Arni Steinsson viö byggingu Votta Jehóva: ,Viö gefum ekki gjafir og dönsum ekki í kringum jólatré." DV-mynd gk virka sem taka þátt í því að boða trú sína. Ef allir era taldir með, s.s. böm, þá er þetta hins vegar töluvert stærri hópur.“ Verða bömin sjálfkrafa vottar Je- hóva þegar þau fæðast? „Nei, og ég er t.d. fæddur inn í ís- lensku þjóðkirkjuna. Ég kynntist vottunum árið 1974 þegar ég var við nám í Háskólanum. Eftir því sem þekking mín á Biblíunni óx, vegna samskipta minna við vottana og þess sem ég lærði af þeim, byggðist upp trú sem varð til þess að ég ákvað að segja skilið við þjóðkirkj- una og verða vottur. Þannig er það með alla, hvort sem um er að ræða böm eða fullorðna, það verður enginn vottur nema hann afli sér þekkingar á grundvall- arkenningum Bibliunnar og reyni síðan að leitast við að fylgja þeim. Böm fæöast því ekki sem vottar. Það að vera Vottur Jehóva merkir að bera vitni um Guð okkar sem er Jehóva og til að geta borið vitni um hann verður maður að hafa þekk- ingu. Þetta verður hver og einn að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.