Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1996, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1996, Qupperneq 15
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 15 Vjllilrstr. /«* ssMÍe §111 ííiij glf'i m miM Ilisij Jólin koma eftir helgina. Hversu undarlegt sem það kann að hljóma miðað við upphaflegan boðskap jólanna er staðreyndin sú að fyrir alltof margar fjölskyldur verður jólahátíðin til þess eins að vekja ugg og öryggisleysi en hvorki von né gleði. DV-mynd GVA Með hveiju árinu sem líður setja viðskipti enn frekar en áður mark sitt á jólaumstangið. Nú er svo komið að desembermánuður er fyrst og síðast orðinn hátíð* verslunar og sölumennsku alls konar sem hefur næsta lítið með boðskap kristindómsins að gera. Á undanfomum árum hefur vaxandi kaupmennska orðið til að efla margar þær veraldlegu hefðir sem nú setja mestan svip á allan aðdraganda jólanna. Engin þeirra kemur kristinni trú nokkum skapaðan hlut við. Samt er enn látið svo af flestum sem jólin séu fæðingarhátíð frelsara sem fasdd- ist í jötu af því að það var ekki pláss fyrir foreldra hans í gisti- húsinu í Betlehem, en ekki mark- aðsveisla Mammons. Kapphlaupið mikla Öll helstu einkenni jólahaldsins em nýtt til hins ýtrasta af kaupa- héðnum, ekki síst þær veraldlegu venjur og kröfúr sem beinast að bömunum. Kapphlaupið um að reyna að fullnægja þeim mörgu þörfum sem gimileg og margítrekuð til- boð markaðarins búa til í hugum fólks gengur oft afar nærri mörg- um fjölskyldum sem hafa litla fjármuni á milli handanna. Sér- staklega þó bamafjölskyldum, því auðvitað vilja allir foreldrar gera ailt sem hægt er til að gleðja böm- in sín og ganga þá stundum mun lengra en fjárhagurinn leyfir. Að sjálfsögðu em þeir margir sem geta veitt sér og sínum hvað sem er fyrir þessi jól. Þannig hlýt- ur það alltaf að vera í þjóðfélagi vaxandi misréttis, þar sem flest miðar að því að gera hina ríku ríkari á sama tíma og kjörum hinna verr settu er haldið í skefj- um ár eftir ár. Erfiðir tímar En hinir em því miður alltof mcirgir sem hafa engin tök á aö standa undir þeim miklu kröfúm til fjárútláta sem jólahald nútím- ans felur í sér fyrir fjölskyldufólk. Sumir steypa sér af þessum sökum í enn meiri skuldir til að reyna að halda sjálfum sér og bömum sínum gleðileg jól með sambærilegum hætti og aðrir þegnar þjóðfélagsins og er þó skuldabyrðin sem hvílir eins og mara á mörgum heimilum alltof mikil fyrir. Aðrir leita í örvæntingu sinni eftir fjárhagsstuðningi félags- málastoöiana og matar- og fata- gjöfúm félagasamtaka sem reyna eftir bestu getu að hjálpa fólki á þessum erfiðasta tíma ársins. Já, þessum erfiðasta tíma árs- ins. Hversu undarlegt sem það kann að hfjóma miðað við upphaf- legan boðskap jólanna er stað- reyndin sú að fyrir alltof margar fjölskyldur verður jólahátíðin til þess eins að vekja ugg og öryggis- leysi en hvorki von né gleði. Einn starfsmanna þjóðkirkj- unnar staðfesti það í blaðaviðtali í gær að sóknarprestar yrðu mjög varir við miklar áhyggjur og kvíða fyrir jólunum hjá mörgu fólki sem til þeirra leitar. Starfsmenn félagasamtaka hafa sömu sögu að segja. Sumir for- eldrar koma jafiivel grátandi til þeirra í vandræðum sínum fyrir þessi jól. Vafalaust eru hinir miklu fleiri sem bera þjáningu sína í hljóði. Heiðið yfirbragð í þjóðfélaginu almennt eru jólin sem sagt orðin hátíð viðskipta, Laugardagspistill Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri neyslu og nautna. Mikið er lagt í mat og drykk um jólin, engu síður en í gjafimar, og það er svo end- urtekið nokkrum dögum síðar þegar nýtt ár gengur í garð. Þá er eina breytingin sú að flugeldar, sem kosta hundruð milljónir króna, taka við hlutverki jólagjaf- anna-. Kunningi minn, sem hefur gef- ið lítið fyrir hlutverk kristinnar kirkju í samfélaginu eftir hremm- ingar Þjóðkirkjunnar síðustu misserin, benti á það í samtali um daginn að um leið og allt yfir- bragð hátíðarhaldanna í desem- ber yrði með hveiju árinu verald- legra yrði það í reynd heiönara. Eins og ljóslega má sjá í fomum ritum íslenskum er jólahald um þetta leyti árs mun eldra meðal norrænna manna en kristin trú. Heiðnir menn efndu til jóla- drykkju og veittu þá ótæpilega í mat og drykk. Þótt óljóst sé um upphaf þess siðar er næsta líklegt að með þeim veisluhöldum hafi þeir vilj- að fagna sigri sólarinnar yfir myrkrinu - það er vetrarsólhvörf- um. Eftir kristnitökuna sameinaðist þessi foma jóladrykkja norrænna manna kirkjulegri fæðingarhátíð Krists og gaf henni um leið nafn sitt. Svipað varð uppi á tengingnum hjá Rómverjum mörgum öldum áður. Þeir héldu mikla hátíð ljóss- ins, það er hinnar sigrandi, rísandi sólar, á jóladag, löngu áður en kristin trú náði yfírhönd- inni í Rómaveldi. Kirkjan yfirtók síðar þennan hátíðisdag og gerði að fæðingardegi Krists. Minnkandi áhrif Margt bendir til þess að áhrif kirkjunnar manna á hegðun ís- lendinga hafi farið minnkandi hin síðari ár. Vafalaust kemur það að ein- hverju leyti til af þeim makalausu átökum og uppákomum sem átt hafa sér stað innan þjóðkirkjunn- ar nú um skeið. Ýmsir áhrifa- menn í kirkjunni hafa reynst lítt færir um að taka á eigin málum, hvað þá annarra. Á sama tíma virðist áhugi á ýmsum söfnuðum sem standa utan þjóðkirkjunnar fara veru- lega vaxandi. En þeir eru líka margir sem finnst að kirkjan skipti sig engu máli í lífinu lengur. Þegar allt kemur til alls er slíkt áhugaleysi líklega hættulegra fyrir kirkjuna en flest annað. Miðað við niðurstöður í skoð- anakönnunum vex þeirri afstöðu fylgi meðal landsmanna að skera eigi á milli ríkisvaldsins og þjóð- kirkjunnar - að kirkjan eigi að standa á eigin fótum skipulags- lega og fjárhagslega eins og önnur trúfélög í landinu. Þetta er að mörgu leyti afar skiljanleg afstaða. Það er fortíðar- arfur, sem á lítið skylt við raun- verulegt trúfrelsi, að skikka alla til að vera í þjóðkirkjunni og greiða til hennar skatt nema þeir kjósi sérstaklega aö segja sig úr henni og ganga í annan söfnuð. Það þætti að minnsta kosti lítið stjórnmálafrelsi ef allir lands- menn væru skráðir í einn rikis- rekinn stjómmálaflokk nema þeir bæðust sérstaklega undan því. Margt bendir líka til að það gæti orðið til góðs fyrir kirkjuna sjálfa að þurfa að treysta á sjálf- viljugan stuðning þeirra sem vilja starfa innan safnaða hennar í stað þess að vera áfram ríkisbákn. Það kynni að gefa kirkjunni tækifæri til að efla innan sinna vébanda kristilegt hugarfar og trúaranda sem aftur kynni að sannfæra efa- gjaman almenning um að komiö sé á eðlilegt samræmi á milli boð- skapar kirkjunnar manna, hegð- unar þeirra og vinnubragða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.