Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1996, Page 32
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996
I
I
!
i
I
«
1
;
í
í
v
36 bókarkafíi
ik -_________
Lífsgleði Herdísar Þorvaldsdóttur leikkonu:
Hjörtu okkar slógu örar
þegar nær dró frumsýningu
svo heppin að flugvélar sem flugu
milli Evrópu og Ameríku þurftu að
millilenda í Keflavík. Sftmdum var
hægt að semja við listamenn og leik-
hópa sem voru á leið til Bandaríkj-
anna að stoppa hér í 2-3 daga og halda
sýningar í leiðinni. Með þessum hætti
fengum við oft frægar og dýrar sýn-
ingar sem við hefðum aldrei annars
haft ráð á að flytja hingað til lands.
Var þetta sannkallaður listaveislutími
og má nefna meðal annars kínversku
ópenma, japanska dansara, þýska og
sænska óperu og ballett, hinn fræga
Robbins ballett úr Westside story og
þannig mætti lengi telja. Þetta var
eins og ferskur andblær í okkar fá-
tæklega menningarlífi sem þá var.
Eftirminnilegt.
Vestur um haf
Næsta leikferð til útlanda sem ég
tók þátt í var farin til Vesturheims
í íslendingabyggðirnar þar. Við
flugum til Winnipeg og þaðan til
Gimli við Winnipegvatn þar sem
eru margir afkomendur Vestur-ís-
lendinga. Margir skildu íslensku og
þó nokkrir töluðu hana einnig
sæmilega. Man ég þar meðal annars
eftir hjónum einrnn sem ráku þar
verslun og töluðu íslensku mjög vel.
Dagskráin sem við fluttum var
sett saman af brotum úr þjóðlegum
leikritum, til dæmis Pilti og stúlku,
Guilna hiðinu og fleiri atriðum í
þessum dúr. En auk þessa var lesið
úr íslenskum verkum og mikið
sungið þar sem Þjóðleikhúskórinn
var með í þessari ferð. Ég heyrði á
tali fólks sem kom á sýningamar að
það hefði ekki átt von á svo vand-
aðri dagskrá.
Frá Gimli ókum við í stórum
rútubíl þvert yfir Kanada til
Vancouver. Á leiðinni stönsuðum
við á slétftmni í litlum bæ sem heit-
ir Saskatchewan, en þar bjó fólk af
íslenskum ættum sem stimdaði
komrækt. Okkur þótti fróðlegt að
skoða þessar óendanlegu sléttur
sem við höfðum heyrt svo mikið um
en aldrei litið eigin augum. Við
Guðrún Stephensen vorum svo
heppnar að lenda á bæ hjá hjónum
sem áttu litla verksmiðju þar sem
komið var malað fyrir bænduma í
nágrenninu. Bóndinn sýndi okkur
verksmiðjuna og sagði okkur frá lífi
kombóndans. Hann tjáði okkur
meðal annars að aldrei væri sáð í
sömu reiti nema annað eða þriðja
hvert ár. Moldin þyrfti sinn tíma til
að jaftia sig og endumýjast.
Hjónin töluðu svolitla íslensku,
en hana höfðu þau lært af eldra
fólkinu á bænum þegar þau vora að
alast upp. Þau höfðu engan sérstak-
an áhuga á málinu eða íslandi og
höfðu aldrei komið til íslands né
hugsað sér það.
Mér finnst það eftirmmnilegt við
þessa ferð hvað okkur var tekið vel
alls staðar. Fólk var mætt á staðinn
þegar við ókum í hlað. Okkur var
boðin gisting á heimilum þeirra.
Við vorum boðin upp! Sumir gátu
tekið einn eða tvo til gistingar og
aðrir fleiri. Á þennan hátt hittum
við fólk úr mörgum stéttum og lent-
um á ólíkum stöðum. Allir vom
mjög gestrisnir og vildu allt fyrir
okkur gera.
Mér er ofarlega í minni sú mikla
fegurð sem blasti við okkur þegar
við ókum yfir Klettaíjöllin og kom-
um við á nokkrum af fallegustu
stöðum jarðar eins og í Banff þjóð-
garðinn og Lake Louise, Hliði hel-
vítis (Hellgate) og fleiri slíkum
ógleymanlegmn stöðum. Við lukum
ferðalagi okkar í Seattle og höfðum
sýningu þar, en víða þar sem við
komum lékum við og sungum á eUi-
heimflum þar sem dvaldist fólk af
islenskum ættum.
Hörpuútgáfan á Akranesi hefúr
gefið út bókina Lífsgleði eftir Þóri S.
Guðbergsson. Bókin hefúr að geyma
minningar og frásagnir þjóðþekkts
fólks. Birt verður kaflabrot úr kafla
Herdísar Þorvaldsdóttur leikkonu
með góðfúslegu leyfi útgáfunnar.
Sumar miUifyrirsagnir eru blaðsins.
Þjóðleikhúsið - Draumar
rætast
Það er næsta ómögulegt að lýsa
þeirri miklu eftirvæntingu og tU-
hlökkun sem opnun Þjóðleikhússins
vakti hjá okkur leikurunum og
reyndar öUum almenningi. Nýr
áfangi var að hefjast í menningar-
sögu höfuðborgarinnar og landsins
aUs. Grettistaki hafði verið lyft.
Margir lögðu hönd á plóginn. Glæsi-
legt hús var tekið í notkun. Eftir-
væntingin var ólýsanleg.
Ráðning Guðlaugs Rósinkranz í
stöðu þjóðleikhússtjóra var mjög
umdeUd, en hann reyndist á marg-
an hátt stórhuga og úrræðagóður og
svo mikinn metnað hafði Guðlaugur
fyrir hönd starfsins og starfsmanna
ailra að hann veðsetti jafnvel húsið
sitt tU þess að geta bjargað tíma-
bundnum fjárskorti fyrir hom. Það
þurfti sannarlega dirfsku tíl að opna
húsið með þremur stórsýningum á
stóra sviöinu, sem vora frumsýndar
þrjú kvöld í röð!
Æfingatíminn reyndist langur.
Gert hafði verið ráð fyrir að opna
húsið 1. september, en það dróst
fram að 20. aprU, sem bar upp á
sumardaginn fyrsta. Húsið var ekki
tflbúiö fyrr. Fram á síðasta dag var
unnið af fuUum krafti bæði viö æf-
ingar og byggingu. Hávaði af raf-
magnsboram, hamarshöggum, dun-
um og dynkjmn var stöðugt undir-
spil við æfingar okkar leikaranna.
Oft reyndi það á, en viö létum það
ekki á okkur fá. Tilhlökkimin og
gleðin hjálpaði okkur tíl að yfirstíga
aUa erfiðleika og síöustu vikumar
unnum við oft tU klukkan 3 og 4 á
nóttinni. Hjörtu okkar slógu sífeUt
örar eftir því sem nær dró framsýn-
ingum.
Ég held að enginn sem var á opn-
unarsýningu fyrsta kvöldið á Nýár-
snóttinni gleymi þeim sterku áhrif-
um þegar fjaldið var dregið frá í
fyrsta sinn og við blasti logndrífa á
snæviþakið landslagið. HvUík
tækni, hvUíkt ævintýri. AUt gekk
eins og í sögu. Næsta kvöld var
Fjalla-Eyvindur frumsýndur og
þriöja kvöldið íslandsklukkan sem
reyndar átti eftir að vekja mesta at-
hygli og fá flesta áhorfendur. Ég
gleymi aldrei þeim tíma þegar verið
var að velja í hlutverk leikritanna.
Ég held að það sé ein af stærstu
stundum lífs míns þegar ég var beð-
in um að leika Snæfríði íslandssól í
' íslandsklukkunni. Frá fyrstu kynn-
um mínum af þessari sérstöku per-
sónu elskaði ég hlutverkið og naut
þess að vinna með þeim frábæra
leikurum sem vora bókstaflega eins
og kjömir hver í sitt hlutverk. Ég
held að flestir þeir sem muna eftir
þessari sýningu séu sammála mér
um það.
Næstu ár vora afar annasöm með
mörgum stórum hlutverkum. Og á
sama tíma eignaöist ég bömin mín.
Það gustaði bæði um starfið og þjóð-
leikhússtjóra á þessum árum og oft
fannst mér gagnrýni á hann óverð-
skulduð. Þannig hlýtur það auövit-
að að vera um listastofnanir.
Ég segi ekki meira að þessu sinni
frá árunum í Þjóðleikhúsinu. Sú
saga yröi alltof löng. Þess í stað
langar mig til þess að segja örlítið
frá 4 leikferðum til útlanda sem
famar voru á vegum Þjóðleikhúss-
ins og einni danssýningarferð!
„Það er næsta ómögulegt að lýsa þeirri miklu eftirvæntingu og tilhlökkun sem opnun Þjóðleikhússins vakti hjá okk-
ur leikurunum og reyndar öllum almenningi," segir Herdís Þorvaldsdóttir.
Gullna hliðið í Dan-
mörku og Noregi
Árið 1955 var Þjóðleikhúsinu boðið
að koma með gestaleik til Noregs og
Danmerkur. Gullna hliðið varð fyrir
valinu þar sem það er sjónrænt og
auðvelt að fylgjast með atburða-
rásinni án þess að skilja málið.
Leiksfjóri var sjálfúr Lárus Pálsson
og lék hann jafnframt skrattann.
Brynjólfur Jóhannesson, Amdís
Bjömsdóttir, Valur Gíslason, Gestur
Pálsson, Jón Aöils og fleiri vora í sín-
um gömlu hlutverkum frá því í Iðnó.
Bryndís Pétursdóttir lék Maríu mey í
stað öldu Möller sem var dáin, en ég
lék Gabríel erkiengil í fyrsta þætti og
í þriðja þætti vinkonu kerlingarinnar
sem hún hittir á Betlehemsvöllum.
í Danmörku bjuggum við á góðu
hóteli, okkur voru haldnar ógleyman-
legar veislur, fóram í skoðunarferðir
og heimsóttum meðal annars Carls-
berg-verksmiðjumar. En ljúfu lífi
fylgja stundum smá slys eins og geng-
ur og gerist. Daginn sem sýningin átti
að vera voram við í síðdegisveislu hjá
Erik Bidsted sem var með ballettskóla
Þjóðleikhússins á vetrum en fór heim
til Danmerkur á sumrin. Þetta var
ekta dönsk veisla með smáréttum og
snafsi. Sumir urðu svo þreyttari en
aðrir og einn leikaranna ætlaði að
hvíla sig fyrir sýningu og sofnaði uppi
í herbergi. Enginn tók eftir þvi að
hann vantaði fyrr en kom að hans
hlutverki í sýningunni. En þá var of
seint í rassinn gripið. Gjörsamlega
útilokað að hefja leit að honum. Sýn-
ingin varð að halda áfram. Hvað átti
til bragðs að taka? Hvemig var unnt
að bjarga málum? Óhugsandi var að
stöðva sýningu.
Ákveðið var að hlaupa yfir hlut-
verk hans og tengja atburðarásina
saman án hans. Þetta varð okkur mik-
ið taugastrið og vonbrigði eins og
skiljanlegt er. Ekkert var okkur eins
ofarlega í huga eins og að sýna frænd-
um okkar að við værum engir viðvan-
ingar þó að fyrsta atvinnuleikhúsið á
íslandi væri aðeins nokkurra ára.
Þegar litið er til baka er þetta aðeins
skondið atvik sem gefúr ferðinni lit.
í Noregi gekk allt vel og vorum við
þar á þjóðhátíðardaginn 17. júní og
var okkur boðið í íslenska sendiráðið
af því tilefni. Það var á einni af þess-
um ótal eyjum sem eru á Oslóarfirði
og sigldum við þangað í steikjandi sól
og hita. (Seinna fréthun við að rignt
hefði heima eins og oftast á þjóðhátíð-
ardaginn!)
Þetta var reyndar mín fyrsta ferð
til Norðurlanda, en þær áttu eftir að
verða margar á næstu árum til að
skoða leiksýningar, sérstaklega í
Kaupmannahöfn og Stokkhólmi og
kom ég þá oft við í London líka. Á
stríðsárunum hafði allt verið lokað og
við einangrað hér heima svo að okk-
ur þyrsti eftir að fá að víkka sjón-
deildarhringinn og kynnast nýjum
straummn í leiklistinni.
Guðlaugur þjóðleikhússtjóri var
sérstaklega útsjónarsamur við að fá
hingað gestaleiki og fræga listamenn
sem opnuðu okkur glugga út I hinn
stóra heim. Á þessum tíma vorum við