Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1996, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1996, Blaðsíða 38
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 Frumsýning Nemendaleikhúss Leiklistarskóia fslands: Gyðingaofsóknir í nútíð og fortíð Æflngar standa nú yfir á öðru verkefni Nemendaleikhúss Leiklist- arskóla íslands á þessu leikári. „Há- tíð“ heitir verkið og er eitt þekktasta verk ungverska leikrita- skáldsins George Tabori. „Þetta er í fyrsta sinn sem verk eftir Tahori er sett á svið hér á landi. í leikritinu Hátíð er mikið um tónlist og við leituðum til Tón- Höfundur verksins, George Tabori, er landflótta gyðingur frá Búdapest. Lfkin í gyðingakirkjugarðinum í verkinu Hátíð eftir George Tabori, verk sem Nemendaleikhús Leiklistarskóla Islands framsýnir í næsta mánuði. listarskólans í fyrsta sinn um sam- starf. Þaðan koma fjórir hljóðfæra- leikarar til þess að leika fjölbreytt sambland gyðingatónlistar og þýskrar alþýðutónlistar i verkinu,“ sagði Gunnar Hansson, einn átta leikara í verkinu. Hinir leikararnir, auk Gunnars, eru Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Trausti Hreinsson, Halldór Gylfa- son, Hildigunnur Þráinsdóttir, Inga María Valdimarsdóttir, Katla Mar- grét Þorgeirsdóttir og Þrúður Vil- hjálmsdóttir. Þau eru öll nemar í Nemendaleikhúsinu og ljúka námi næsta vor. Leikstjóri verksins er Kolbrún Halldórsdóttir en Bjami Jónsson leikhúsfræðingur er þýð- andi verksins. Leika framliðna „George Tabori er ekki alveg óþekktur hér á landi því hér var flutt útvarpsleikrit eftir hann, „Móðir mín hetjan", í þýðingu Þor- steins Þorsteinssonar. Það verk var annars eðlis en Hátíð, útvarpsleik- ritið var bein frásögn úr stríðinu. Málefni gyðinga eru Tabori hugleik- in í verkum hans enda er hann sjálf- ur landflótta gyðingur. Framsetning Hátíðar er nokkuð óvenjuleg. Sögusviðið er kirkjugarð- ur og gerist í nútímanum. Leikend- ur eru lík í gyðingakirkjugarði. Það eru sex lík, fjórir gyðingar og tveir hommar sem eru að rifja upp ævi sína og dauðdaga. Inn í söguna kem- ur frásögn af nýnasista. Þannig er ekki einungis verið að greina frá gyðingaofsóknum heimsstyrjaldar- áranna heldur einnig hvaðá áhrif gyðingaofsóknir hafa á þjóðfélagið í dag. Sú sem er „yngst“ af líkunum lét til dæmis lífið fyrir hendi nýnas- ista. Efnistök eru ekki heldur með hefðbundnum hætti; það er stokkið fram og aftur í tíma. Mikið er um tónlist í verkinu og gyðingatónlistin í því er frábær. Einnig er töluvert um stríðsáratónlist og söng- leikjatónlist sem tengist sögunni á einn eða annan hátt. Leikritið Hátíð verður frumsýnt þann 8. janúar í Lindarbæ, leikhúsi Leiklistarskóla íslands,“ sagði Gunnar. George Tahori fæddist í Búdapest 1914 en flýði land árið 1933 við valdatöku nasista. Hann fluttist fyrst til Bretlands, siðar Bandaríkj- anna en býr nú og starfar í Vínar- borg. Tabori skrifar, leikur og leik- stýrir jöfnum höndum. Hátíð skrif- aði hann árið 1983 og hefur það, frá frumsýningu í Bochum í Þýska- landi, verið sýnt víða um Evrópu við góðan orðstír. -ÍS Það er orðin hefðbundin venja að glímt sé við bridgeþrautir yfir jóla- helgina og hér koma tvær úrspils- þrautir. Þær eru ekki mjög þungar en menn skyldu varast að vanmeta varnarspilarana. Sveitakeppni S/A-V * Á8 * D942 * ÁKG753 * Á N V A S * DG10972 «* - * 642 * G1063 spöðum og norður hækkar í fjóra. Engin heflr neitt við það að athuga og vestur spilar út hjartafímmi. Þú lætur lágt úr blindum, austur lætur gosann og þú trompar. Hvað svo? 2. Sveitakeppni N/N-S * ÁD82 3 * ÁK109432 * 6 N V A S ♦ G1076 * D7 ♦ 85 * KD943 Sagnir eru ekki margbrotnar, Sagnir hafa gengið á þessa leið: suður opnar í fyrstu hönd á þremur ■'Vffi ALLAR jOLABÆKURNAR MEÐ AFSLÆTTI OG í JÓLABÚNINGI! OPIÐTIL JÓLA: Laugardaginn 21. des. kl. 10-22 Sunnudaginn 22. des. kl. I4-I8 Þorláksmessu 23. des. kl. 10—23 Aðfangadag 24. des. kl. I0-I3 Persónuleg þjónusta Einnig allir nýjustu, íslensku geisladiskarnir 0DC3]| Bóka-, ritfanga- og gjafavöruverslun Miðbæ - Háaleitisbraut 58-60 - Sími 553-5230 Norður Austur Suður Vestur lf 1* 1 *(1) 2* 4 grönd 5* dobl(2) pass 5* pass pass pass (1) Þið spilið neikvæð dobl en þú varst með eitt lauf á milli spaðanna. Það kemur fyrir. Umsjón Stefán Guðjohnsen Engin lykilspil (Fimm ása-Black- wood). Vestur spilar út hjartaás. Það neitar kóngnum. Austur lætur lítið og vestur skiptir í laufáttu. Austur drepur á ásinn og spilar meira laufi. Hvemig spilar þú í framhaldinu? Svörin birtast í næsta þætti eftir jól. Gleðilega hátíð. Áskrifendur aukaafslátt af smáauglýsingum DV Hitti Clinton Það eru ekki margir íslendingar sem hafa hitt Bandaríkjaforseta en það hefur Gísli Thoroddsen, kokkur í Perlunni, þó gert. Hann fór i ferða- lag með klúbbnum Club des Chefs des Chefs til Bandaríkjanna í sumar og var stjanað við ferðalangana á allan hátt. Matreiðslumennimir vom meðal annars boðnir í einka- samkvæmi í Hvita húsinu þar sem Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, heilsaði upp á þá en sú heimsókn sýnir náttúrulega hvað matreiðsla er hátt skrifuð um allan heim. Kampavín og rósir Gæðablóðio úr þáttunum Beverly Hills 90210, Ian Ziering, ætlar bráðlega að gift- ast unnustu sinni, fyrirsætunni Nikki Schieler. Hann bað stúlkunnar fyrir skömmu á mjög minnisstæðan hátt fýrir hana í Los Angeles. Ziering leiddi hana að forkunnarfógru blómabeði þar sem hann gaf henni trúlofunarhring með demanti. Hann bað hennar og hún sagði já. Eftir bónorðið fóru hin nýtrúlofuðu í bíl Schiel- ers þar sem biðu hennar sextíu rósir ásamt tveimur kcunpavínsflöskum. lan Ziering og Nikki Schieler hafa ástæðu til að vera hamingjusöm þar sem hann bað hennar fyrir skömmu og hún játaðist honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.