Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1996, Qupperneq 60

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1996, Qupperneq 60
I, immmgmr 11 Vertuviðbúin(n)vinningi @<g}@ Vinningstölur 20, KIN FRETTASKOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sðiarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 Flóttinn af Sogni: Pilturinn náðist í Hveragerði - fannst í rútu Pilturinn sem strauk af Sogni snemma í gærmorgun náðist í Hveragerði eftir tæplega þriggja klukkustunda fjarveru. Það voru starfsmenn Sogns sem fundu manninn þar sem hann var kom- inn upp í rútubifreið í Hvera- gerði á leið til Reykjavíkur. „Starfsmennirnir ráku slóð piltsins í snjónum og hún leiddi þá til Hveragerðis. Pilturinn var illa klæddur í kuldanum og tölu- vert þjakaður enda hafði hánn gengið um 6 kílómetra leið,“ seg- ir Grétar Sigurbergsson, yfir- læknir á Sogni. Lögregla á Selfossi og í Reykja- vík hafði mikinn viðbúnað vegna flótta piltsins og voru settir upp vegatálmar. Að sögn Grétars er pilturinn ekki talinn hættulegur og því var hann í lágmarksgæslu á Sogni. RR Vestfirðingar: Hafa ekki verið færri síðan 1860 Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu íslands fækkar Vestfirð- ingum mikið. Þeir eru nú færri en Garðbæingar og Álftnesingum til samans. Fara þarf aftur til ársins 1860 til að finna sambærilegar mannfjöldatölur á Vestjörðum. Hinsvegar varð talsverð fólksfjölg- un í Súðavík og lítilsháttar fjölgun varð á Tálknafirði á árinu. -JHÞ ÞAÐ TÓKST ÞÁ EKKI AÐ FRAMLEIPA GLÆPA- MANN ÚR HRAFNI! Árás á yfirtollara á Bíóbarnum: Arásarmaðurinn dæmdur í þriggja mánaða varðhald Þórður Sigurjónsson, 42 ára gamall Reykvíkingur, var í gær dæmdur í þriggja mánaða varð- hald í Héraðsdómi Reykjavikur fyrir líkamsárás á Hauk Ric- hardsson yfirtollvörð út af eftir- lits- og gæslustörfum hans hjá Töllgæslunni. Árásin átti sér stað fimmtu- dagskvöldið 9. maí sl. á Bíóbarn- um við Klapparstíg. Þórður réðst með ofbeldi á Hauk og sló til hans þar sem hann sat á stólkolli við barborð þannig að Haukur féll í gólfið og hlaut heilahristing og skurð á hnakka sem sauma þurfti með 9 sporum. Þá sparkaði Þórð- ur í kvið Hauks þar sem hann lá á gólfmu svo af hlaust mar og blæðing í kviðvegg hægra megin. Ákærði hefúr frá árinu 1971 gengist 13 sinnum undir dómsátt, þar af einu sinni árið 1971 vegna líkamsárásar. Þá hefúr ákærði hlotið 10 refsidóma frá árunum 1973 til 1996 vegna líkamsárása og umferðarlagabrota. í niðurstöðu dómsins segir að þegar litið er til þess að árás ákærða var fautaleg, ekki síst eft- ir að hann réðst með spörkum að kæranda er hann lá ósjálfbjarga á gólfinu, og að hann hefur marg- sinnis verið dæmdur fyrir lík- amsárás þyki refsing ákærða hæfUega ákveðin 3 mánaða fang- elsi. Þá var ákærði dæmdur tU að greiða aUan sakarkostnað, þar með talin saksóknaralaun í ríkis- sjóð, 40 þúsund krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 40 þúsund krónur. Ingibjörg Benediktsdóttir hér- aðsdómari kvað upp dóminn. -RR Börnin á barnaheimilinu við Borgarholtsbraut í Kópavogi voru spennt á svipinn meöan þau biðu komu jólaveinanna ■ gær. Þau voru með jólastemninguna á hreinu enda áttu þau von á hvorki meira né minna en sex jólasveinum með sælgæti og ávexti í poka. DV-mynd S Veðrið á morgun og á mánudag: Úrkomulít- ið og frem- ur hlýtt Fram undan er suðaustan- gola, skýjað en úrkomulítið og hiti á bilinu 0 til 4 stig á suðvest- anverðu landinu. Það verður hæg, breytileg átt, léttskýjað og vægt frost á norðan- og vestan- verðu landinu. Veðrið í dag er á bls. 57 Stakfell sigldi á ísjaka Stakfellið ÞH sigldi á borgarís- jaka út af Norðurlandi í fyrrinótt. Skipið var á heimleið til Þórshafnar þegar þetta gerðist. „Það var svartamyrkur þegar slysið varð. Ég var staddur niðri í koju þegar ég fann höggið sem var minni háttar og enginn skipverja var í hættu. Höggið kom efst á stefn- ið, um fjóra metra fyrir ofan sjólínu, og það kom dæld þar. Tjónið er lítið sem betur fer,“ sagði Karl Baldvins- son, skipstjóri Stakfellsins, við DV í gærkvöld. Stakfellið sigldi heim til Þórshafn- ar án erfiðleika eftir áreksturinn og liggur nú við bryggju þar. -RR Sjötug kona: Jólagjafa- peningun- um stolið Kona, sem komin er fast að sjö- tugu, missti veskið sitt fyrir utan Öryrkjabandalagið fimm mínútur fyrir átta á fimmtudagskvöldið. Fimmtán mínútum síðar fær hún símtal heim þar sem henni er til- kynnt að veskið hafi fundist. Konan hafði verið með 30 þúsund krónur sem hún hafði ætlað til jólagjafa fyr- ir böm sín en á þeim stutta tíma sem leið hafði einhver hirt pening- ana en skilið veskið eftir. -sv Gæslufangi: Slapp frá RLR Maður slapp úr gæslu rannsókn- arlögreglumanna þegar leiða átti hann fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur um miðjan dag í gær. Lögreglumenn gerðu þegar í stað umfangsmikla leit að manninum en hann var enn ófundinn þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld. -RR Samkomulag um net í Hvítá Samkomulag hefur náðst milli netaveiðirétthafa í Hvítá í Borg- arfirði og veiðiréttareigenda berg- vatnsáa í Borgarfirði um að neta- veiði verði engin í Hvítá næstu 2 árin. Netaveiðirétthafar fá greidd- ar 12 milljónir fyrir hvort ár. - S.dór Qleðilctj jál úi} tjæ/utikt kúinandi ár með þökk fyrir mðskiptin á árinu sem er að líða. If KfvTÍ.Í I |i l< |.i-iOii 111 Sacark&Öa 2 Sémi 526 8000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.