Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1996, Blaðsíða 6
útlönd LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 stuttar fréttir Fundað um Hebron Benjamin Netanyahu, forsætis- ráöherra ísraels, hitti í gær samn- ingamenn Palestínumanna til aö reyna að leggja lokahönd á sam- komulag um Hebron. Milljón í verkfalli Rúmlega milljón S-Kóreumenn fóru í verkfall í gær til að mót- mæla nýjum lögum um vinnu- markaöinn. Karl gagnrýndur Karl Bretaprins sætti harðri gagnrýni breskra fjölmiðla í gær eftir að hann sást leika sér við tólf ára son sinn, Harry, sem hélt á byssu. Birtu blöö mynd af ríkisarf- anum þar sem hann var á fasanaveiðum um jólin. Talsmenn öryggismála sögðu það vítavert kæruleysi að gantast við drenginn þegar hann hélt á byssu innan um fjölda fólks. Flóttamenn gripnir Kínverskir landamæraverðir gripu tólf manns sem reyndu að flýja til Bandaríkjanna. Voru flóttamennirnir dulbúnir sem búddamunkar og nunnur. Einmana ekkja Egypska lögreglan handtók ekkju sem saknaði látins eigin- manns síns og gróf upp hauskúpu hans. Sagði hún hann hafa vitjað sín í draumi og beðið hana um að fara með sig heim. Leið á jólasálmum Hollensk kona varð svo leið á því að hlusta á eiginmanninn syngja Heims um ból í margar klukkustundir aö hún stakk hann með hnífi í brjóstið. „Söngvar- inn“ liggur nú á sjúkrahúsi. Deyja úr kulda Fjórh' sjúklingar á geðsjúkra- húsi í Búlgaríu hafa dáið úr kulda. Sjúkrahúsið hafði ekki verið hitað upp i 10 daga vegna skorts á olíu. Havel utskrifaður Forseti Tékklands, Vaclav Havel, var í gær útskrifaöur af sjúkrahúsi eftir að hafa gengist undir aðgerð á lunga fyrr í þess- um mánuði. Mun forsetinn, sem fékk lungnabólgu í kjölfar aðgerðar- innar, hvílast um sinn á heimili sínu í Prag. Havel ráðgerir að halda heföbundna nýársræðu sína en búist er við að hún verði í styttra lagi í þetta sinn. Opna Tsjernobyl aftur Yfirvöld í Úkraínu hafa I hyggju að opna aftur kjamao&i í Tsjemobyl sem lokað var 1991 vegna eldsvoða. Reuter Viðskiptin á Wall Street: Jólaandinn fjörg- ar viöskiptin Iðnaðarbréfavísitala Dow Jones steig í hæstu hæðir síðustu dagana fyrir jólin og á Þorláksmessu fór hún upp um 23,83 stig og fór í 6.546,68 stig sem er mjög nærri því sem hún hefur farið hæst. Hæst hef- ur hún orðið 6.547,68 stig en það gerðist 25. nóvember sl. Á Wall Street töluðu menn um þetta sem jólaveinsáhrifin og að jólaandinn hefði þessi áhrif. „Þetta er venjubundinn hasar í lok ársins en í raun er ekkert að marka þetta því að allir helstu fjárfestarnir hafa þegar lokið sér af fyrir árið 1996,“ sagöi aðalfjárfestingasérfræðingur Oppenheimer & Co í New York í gær við fréttamann Reuters. En það var gangur í fleim en verð- bréfum því að Bandaríkjadollarinn náði rétt fyrir jólin hæsta gengi sem hann hefur náð gagnvart japanska jeninu sl. þrjú og hálft ár. -SÁ ÖSE lýsir yfir sigri stjórnarandstæðinga i kosningunum í Serbiu: Stjórnarandstaðan óttast dýpri kreppu Þúsundir stjórnarandstæðinga sungu og dönsuðu á götum úti í Belgrad í gær til að fagna úrskurði Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um að þeir hefðu sigrað í 22 sveitarfélögum í kosn- ingunum í nóvember. Fyrrum forsætisráðherra Spán- ar, Felipe Gonzalez, sem er fulltrúi ÖSE, staðfesti í gær sigur stjómar- andstöðunnar yfir Slobodan Milos- evic Serbíuforseta og Sósíalista- flokki hans. Milosevic hafði boðið sendinefnd frá ÖSE að koma til Belgrad til að fara yfir kosningaúr- slitin. Nokkrum mínútum eftir að Gonzalez tilkynnti um úrskurð sendinefndarinnar á fundi með fréttamönnum í Genf höfðu frétt- irnar borist til Belgrad og stjóm- arandstæðinganna 80 þúsund sem efnt höfðu til mótmælagöngu snemma í gær. Mannfjöldinn dans- aði og söng er úrskurðurinn var kynntur. Gonzales sagði stjórnvöld í Serbíu hafa tækifæri til að koma á raunverulegu lýðræði í landinu og að þau ættu að viðurkenna sigur stjórnarandstæðinga í 22 sveitarfé- lögum, þar á meðal þeim 9 sem eru í Belgrad. Að sögn Gonzalez voru ástæð- urnar, sem dómstólar gáfu upp fyr- ir ógildingu kosningaúrslitanna, byggðar á rökum sem ekkert lýð- ræðisþjóðfélag hefði tekið gild. Stjómarandstæðingar segja Milos- evic og flokk hans höfunda úr- skurðar dómstólanna. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar eru eflns um að Milosevic forseti bregðist við skýrslu ÖSE á jákvæð- an hátt. „Við gerum ekki ráð fyrir að hann viðurkenni niðurstöður þessarar sendinefndar. Við búumst við dýpri stjórnmálakreppu," sagði Zoran Djindjic, leiðtogi Lýðræðis- flokksins. í skýrslu ÖSE kemur fram að Mi- losevic og flokkur hans hafi farið með sigur af hólmi í öllum sveitar- félögum nema þeim 22 sem deilt var um. Reuter Stjórnarandstæöingar heilsa leiötoga sínum, Vuk Drazkovic, í Belgrad í gær. Símamynd Reuter Þrír gislanna í Perú sagðir alvarlega veikir Þrír af gíslunum 103, sem enn eru í haldi skæruliða í bústað japanska sendiherrans í Lima í Perú, eru al- varlega veikir, að því er læknir gísla sem látnir hafa verið lausir greindi frá í gær. Japönsk yfirvöld hvöttu í gær helstu þjóðir heims til þess að sam- einast í tilraununum til að fá gisl- ana látna lausa. Talsmaður þýska utanríkisráðuneytisins greindi frá því að sendiherrar sjö helstu iðn- ríkja heims hefðu þegar komið sam- an í Lima til þess að ræða næstu að- gerðir. Hann sagði Rússa einnig taka þátt í viðræðunum. Alherto Fujimori, forseti Perú, sem er af japönskum ættum, hefur hingað til hafnaö aðstoð erlendis frá. Gislar sem látnir hafa verið laus- ir hafa varað við því að reynt verði að yfirbuga skæruliðana með valdi. Segja þeir skæruliðana vopnaða handsprengjum, sprengiefni og miklum birgðum af skotfærum. Orðrómur er á kreiki í Lima um að skæruliðanir, sem aðhyllast Kú- bukommúnisma, eigi möguleika á að fá hæli á Kúbu. Embættismenn á Kúbu, sem hafa neitað að fordæma gíslatökuna, neita að tjá sig um mál- ið. Reuter Kauphallir og vöruverð erlendisl 7000 DowJones ; 6500 6546,68 S 0 N D 290 280 • 270 260 250 2 nooo HangSeng 13341,61 S 0 N D V 2000 1500 w 265,10 1000 • 1243 it/t s DV Lebed segir Jeltsín enn sjúkan Fyrrum öryggismálastjóri Jeltsins Rússlandsforseta segir forsetann enn veikan þrátt fyrir hjartaaðgerðina sem hann gekkst nýlega undir. Hvetur Lebed Jeltsín til að segja af sér. Lebed sakar nokkra aðstoðarmenn for- setans um að stjórna á bak við tjöldin. Jeltsín, sem sneri aftur til vinnu á mánudaginn, kveðst hins vegar hress og fullur af orku eft- ir aðgerðina sem hann gekkst undir 5. nóvember síðastliðinn. Lebed hefur lýst því yfir opinber- lega að hann sækist eftir forseta- embættinu. Svíar reiðir vegna „dýrrar“ jólagjafar Sú ákvörðun sænska utanrík- isráðuneytisins að veita öllum 2 þúsund starfsmönnum ráðuneyt- isins um 50 þúsund íslenskar krónur í jólagjöf hefur valdið mikilli reiði í Sviþjóð. Lena Hjelm-Wallén utanríkisráðherra gaf samþykki sitt fyrir þvi að samtals yrði varið um 100 millj- ónum íslenskra króna til jóla- gjafa til starfsmannanna. Óbreyttur borgari hefur kært jólagjafaúthlutunina til lögregl- unnar á þeim forsendum að um sé að ræða fjárdrátt af almannafé. Margir stjórnmálamenn hafa einnig gagnrýnt jólagjafimar. Samtök til að- stoðar götu- börnum verð- launuð Samtök, sem vinna að vemdun götubarna í Mið-Ameríku, hlutu verðlaun Olofs Palmes i ár. Sam- tökin, Covenant House, og fram- kvæmdastjóri þeirra, Bruce Harris, fengu verðlaunin fyrir að aðstoða götubörn í Gvátemala, Honduras og Mexíkó til að hefja nýtt lif. Samtökin, sem stofnuð voru 1981, hafa barist gegn misþyrm- ingu og morðum yfirvalda á götu- börnum í Gvatemala og nauðgun- um og árásum á börn í fangelsum i Honduras. Bretinn Harris hlaut fyrir nokkram árum viðurkenningu mannréttindasamtakannna Am- nesty International eftir að sam- tökum hans tókst að fá fjóra lög- reglumenn í Gvatamala sakfellda fyrir að hafa barið til bana 13 ára götustrák. Átti að myrða Karl og Díönu á rokktónleikum írski lýðveldisherinn, IRA, ráðgerði að myrða Karl Breta- prins og Díönu prinsessu á rokktónleikum árið 1983. Sam- særið fór út um þúfur þegar upp- ljóstrari sveik IRA, að því er bandaríska dagblaðið New York Times greindi frá í gær. Fyrrum IRA-maðurinn Sean O’Callaghan, sem veitti írsku lögreglunni og bresku leyniþjón- ustunni upplýsingar, kveðst hafa átt að myrða Karl og Diönu á Duran Duran tónleikum með sprengiefni. Hann kannaði að- stæður í húsinu þar sem tónleik- arnir áttu að fara fram og fann holu í vegg snyrtiherbergis ná- lægt stúku Karls og Díönu þar sem hentugt var að koma fyrir sprengju. Þremur áram áður hafði IRA myrt Mountbatten jarl, frænda Karls. O’Callaghan baö bresku leyniþjónustuna um aðstoð við að komast úr landi. Eftir að hann var farinn til Frakklands lét lögreglan Scotland Yard þá sögu leka til breskra fjölmiðla að lýst væri eftir O’Callaghan vegna samsær- is um aö ráða ráðherra Margar- et Thatcher af dögum. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.