Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1996, Blaðsíða 15
13’'%/ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996
15
Önnur hlið á þessari ógnarþenslu á höfuöborgarsvæðinu er sú að samgönguæðar springa og tappar í umferöinni verða fremur regla en undantekning á álagstímum. Á sama tíma minnk-
ar lífsmark með þorpum og bæjum á landsbyggöinni og fáir aka um malbikuð breiöstræti sem byggö voru af bjartsýni á fyrri áratugum aldarinnar. DV-mynd GVA
Borgríki eða blómleg byggð
Nýjar tölur Hagstofunnar um
mannfiótta af landsbyggðinni á höf-
uðborgarsvæðið hljóta að vekja
marga til umhugsunar um það
hvert íslenskt þjóðfélag stefni. Fyrir
liggur að byggðastefha undanfar-
inna ára hefur gersamlega brugðist
og fólk flýr sem aldrei fyrr á svæði
þar sem stutt er í félagslega aðstoð
og fjöldinn felur einstaklingana. Á
stórum svæðum virðist blasa við
landauðn ef ekki verður stórkostleg
breyting á búsetuskilyrðum. Einna
verst standa Vestfirðir þar sem
vantar nærri því fjórða hvern íbúa
miðað við mannfjölda á svæðiny
árið 1986. Bein mannfækkun þar er
13 prósent en að auki hafa Vestfirð-
ir misst af þeirri 10 prósenta al-
mennu fjölgun sem orðið hefur síð-
astliðinn áratug. Bein mannfækkun
á Vestfjörðum nemur samanlagt
1400 manns sem samsvarar ölium
íbúum Flateyrar, Þingeyrar, Suður-
eyrar og Súðavíkur. Svipaða sögu
er að segja af Vesturlandi þar sem
íbúum hefur fækkað um rúm 6 pró-
sent eða sem nemur rúmlega 400
manns. Þar hefði, ef miðað er við
fjölgun á landinu öllu, átt að fjölga
um tæplega 1500 manns. Þar hallast
því á um 1900 manns á einum ára-
tug.
Hallar á Austfirðinga
Áfram er hægt að tíunda mann-
fækkun á landsbyggðinni og má þar
nefna Austfirði þar sem í miðju góð-
ærinu fækkar um 1,6 prósent eða
tæplega 500 manns. Þar væri eðlileg
fjölgun 1300 manns þannig að á
fjórðunginn hailar um sem nemur
1800 manns. Það svæði utan höfuð-
borgarinnar sem kemst næst því að
halda sínu er Suðurnesin þar sem
fjölgunin er 9,2 prósent. Sú fjölgun
nægir þó ekki tii að halda f við með-
altalsfjölgun þjóðarinnar og vantar
um 100 manns tO að hægt sé að
segja að svæðið haldi sínu.
Á sama tíma streymir fólk til höf-
uðborgarinnar þar sem mannfjölg-
un hefur orðið rétt um 14 þúsund
manns. Á höfuðborgarsvæðinu öllu
fjölgar fólki um sem nemur rúmlega
26 þúsund manns. Afleiðing þessa
er sú, eins og Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri bendir á í
samtali við DV fyrir skömmu, að
vinnumarkaðurinn á svæðinu getur
ekki tekið við öllum fjöldanum og
því stækkar sá hópur sem þarf á
hjálp samfélagsins að halda. Þrátt
fyrir að atvinnutækifærum í borg-
inni flölgi dugir fjölgunin ekki tii
þess að mæta þeim fjölda sem flýr í
skjól borgarinnar. Því verður niður-
staðan sú að þrátt fyrir skiiyrði til
aukinnar velmegunar verður reynd-
in aukin örbirgð og fátækt. Þeir
sem sáu í hiilingum velmegun í höf-
uðborginni stóðu því sumir hverjir
í biðröð fyrir utan Félagsmálastofn-
un eða Mæðrastyrksnefnd fyrir jól-
in.
Önnur hlið á þessari ógnarþenslu
á höfuðborgarsvæðinu er sú að
samgönguæðar springa og tappar í
umferðinni verða fremur regla en
undantekning á álagstímum. Á
sama tíma minnkar lífsmark með
þorpum og bæjum á landsbyggðinni
og fáir aka um malbikuð breið-
stræti sem byggð voru af bjartsýni á
fyrri áratugum aldarinnar. Hver
verslunin af annarri leggur upp
laupana og hvarvetna má sjá tóm
hús þar sem auðir gluggar glotta út
í myrkrið. Hvarvetna má sjá minn-
isvarða um byggðastefnu sem brást
og svæði sem einu sinni voru blóm-
leg og byggiieg.
Styrkir til skuldakónga
Það er erfítt að henda reiður á
því hvetju er um að kenna að
byggðaröskun er orðin svo gífurleg
sem raun ber vitni. Þó má með hóf-
legri skynsemi álykta sem svo að
lögmálið um að hjálpa sömu at-
vinnurekendunum ár eftir ár út úr
hremmingum sem sprottnar voru af
þeirra eigin skammsýni eigi sinn
þátt í því að víða hefur allt siglt í
strand. Sláandi dæmi eru um þorp
þar sem fjöldaatvinnuleysi geisar og
fólksfjöldi er brostinn á. Þar voru
menn vanir að faiia að byggðasteftiu
sem rétti þeim dúsu í hvert skipti
sem þeir máluðu sig út í hom. Þeg-
ar sú pólitíska stefna varð ofan á að
hætta að ausa út peningum í von-
laus fyrirtæki blasti víða við lokun.
Lögmálið um líf og dauða fyrir-
tækja var brotið upp með þeim ár-
angri einum að fyrirtækin sukku
enn dýpra og björgun varð ógerleg.
Önnur skýring er sú að kvótakerfið
sem verðlagði áður sjálfsögð veiði-
réttindi byggðanna eigi sfna sök á
því hvernig komið er. Þegar þetta
tvennt er tvinnað saman liggur
skýringin nokkuð í augum uppi;
skuldakóngarnir hættu að fá styrki
Laugardagspistill
Reynir Traustason
fréttastjóri
og gjafir byggðastefnunnar og
misstu á uppboði grundvöllinn að
byggðinni, veiðiheimildirnar.
Aðferð strútsins
Um nokkurt skeið hefur borið á
því að menn vilji tOeinka sér aðferð
strútsins að stinga höfðinu í sand-
inn til að losna við að horfast í augu
við óþægilegar staðreyndir. Þannig
hafa ákveðin öfl á þeim svæðum
sem eiga við hvað mestan fólks-
flótta að stríða hafnað öllum frétt-
um af því að fólk sé á flótta sem
rangfærslum og útúrsnúningi. Þetta
hefur gerst á sama tíma og Hagstof-
an birtir sínar tölur þar sem svart á
hvítu kemur fram hvað er að gerast
og mannflótti er í hámarki. Þetta
viðhorf hefur leitt af sér að ekki er
leitað alvörulausna heldur haldið
áfram að tuða um norðaustanáttina
og kvótakerfið.
Að tjaldabaki
Ekki er barist fyrir raunveruleg-
um lausnum sem líklegar eru til að
snúa við þróuninni. Sem dæmi má
taka að þingmenn sem talið hafa sig
í fylkingarbrjósti þeirra sem and-
snúnir eru kvótakerfinu hafa að
tjaldabaki stutt og jafnvel barist fyr-
ir þeim breytingum á kerfinu sem
líklegar eru til að rústa byggðir
þeirra endaniega. Sumir þeirra hafa
þar tekið eigin hagsmuni fram yfir
hagsmuni byggða sinna og hjálpað
þar með til að reka enn einn
naglann í lfkkistu byggða sinna.
Þama ber hæst afriám línutvöföld-
unar og kvóta á steinbít. Þessar
breytingar hafa fært einstaklingum
tugi og jafnvel hundruð milljóna
króna. Þessar gjafir eru ekki litlar
ef litið er til þess að í þeim liggur
frelsi tO að sækja fisk í sjó og þar
með möguleika byggða á Norður- og
Vesturlandi tO komast af. Það má
lfta á þessar gjöf sem viðbót við
þjóðargjöfina 1983 þegar með einni
lagasetningu var ákveðið að úthluta
sameign íslensku þjóðarinnar, fisk-
stoftiunum, til fárra útvalinna. Þar
var úthiutað á einu bretti sem nem-
ur 210 miOjörðum króna ef reiknað
er með þorskstofninum einum.
Umferðaröngþveiti
Hvort sem um er að kenna fisk-
veiðistjórnuninni eða einhverju
öðru þegar litið er tO fólksflóttans
má nokkuð ljóst vera að þetta er
þróun sem er engum tO góðs. Fjölg-
unin á höfuðborgarsvæðinu kaOar á
það eitt að byggja verði upp sam-
göngumannvirki tO að leysa um-
ferðaröngþveitið. Á sama tíma
standa fokdýr mannvirki lítt notuð
eða jafnvel ónotuð. GlæsOegar
skólabyggingar standa um aUt land;
sumar eru tómar og aðrar hálftóm-
ar. Á sama tima er brýn nauðsyn á
fleiri skólabyggingum á höfuðborg-
arsvæðinu.
Sú spurning sem íslendingar
verða að svara er hvort áframhald-
andi þróun eigi að hafa sinn gang
ótrufluð. Nokkurra ára gömul
skýrsla Byggðastofnunar spáir því
að með sama áframhaldi verði víða
landauðn fljótlega eftir áramót. Þar
eru Vestfirðir sérstaklega tOgreind-
ir og því spáð að byggð leggist af á
enn stærri svæðum en nú er orðið.
Barátta þingmanna Vestfirðinga á
næstu árum hlýtur að snúast um
það hvort svæði þeirra eigi að lifa
eða deyja. Við öðrum þingmönnum
blasir sama vandamálið og íslenska
þjóðin verður að svara þeirri spurn-
ingu hvort eigi að verða ofan á,
borgríki eða blómlegar byggðir.
Bananabyggðarlög
ÖOum má vera ljóst að gömlu
bjargráðin um að rétta skuldakóng-
um byggðarlaganna dúsur duga
ekki lengur. Bananabyggðarlög eru
ekki lengur á dagskrá og finna þarf
nýjar leiðir tO að hlúa að byggðum.
Þar mætti huga að því að flytja ai-
vörurlkisstofnanir um set. Ein-
hvem tímann var nefht að flytja
Landhelgisgæsluna til ísafiarðar.
Spurningin í dag er einfaldlega sú
hvort stjómvöld vOja af alvöru og
festu taka á vandanum án þess að
gefa stórfé tO að halda lffi tíma-
bundið í einstökum byggðarlögum.
Þær lausnir eru einar ásættanlegar
sem fela í sér stórfeOdan niður-
skurð styrkja; hvort sem um er að
ræða frá Byggðastofnun eða félags-
málastofnunum. Sú staða sem uppi
er í dag er óásættanleg og engum tO
góðs. Fólksflutningamir leiða fátt
annaö af sér en óþægindi og ala af
sér mannlega harmleiki og niður-
brot einstaklinga.