Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1996, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 9 Frá 1. j'anúarnk. bera fjármagnstekjur sem ekki stafa af atvinnurekstri 10% tekjuskatt. Skattskyldan nær til allra sem hafa fjármagnstekjur og ekki eru sérstaklega undanþegnir. Fj ármagnstekj ur Fjármagnstekjur eru tekjur af eignum, þ.e. söluhagnaður, leigutekjur, arður og vaxtatekjur. Með vaxtatekjum er átt við vexti, verðbætur, afföll, gengishækkun hlutdeildarskírteina og gengishagnað af kröfum og gjaldeyrisreikningum í erlendri mynt. Vaxtatekjur fyrir 1. janúar 1997 Vaxtatekjur sem áfallnar eru fyrir þann tíma falla utan þessarar skattlagningar. Staðgreiðsla Frá 1. janúar 1997 verður innheimt staðgreiðsla af arði og vaxtatekjum öðrum en gengishagnaði. Af gengishagnaði, söluhagnaði og leigutekjum er skattur greiddur eftir á. Bankar, sþarisjóðir, verðbréfafyrirtæki og aðrir umsýslumenn fjármuna draga staðgreiðslu af um leið og vaxtatekjur eru greiddar. Hlutafélög draga staðgreiðsluna frá þegar arður er greiddur. Skatturinn reiknast einungis af vaxtatekjunum, ekki höfuðstólnum. Dæmi: Bankainnstæða, 100.000 kr., ber2,5% vexti. Vextir reiknast 2.500 kr. og afþeim er dregin 10% staðgreiðsla 250 kr. sem bankinn heldur eftir og skilar í ríkissjóð. Á bankabókina eru lagðar 2.250 kr. Einungis vextir sem falla til eftir 1. janúar 1997 eru skattlagðir. Staðgreiðsla er dregin af vaxtatekjum af kröfum og verðbréfum við afborgun, innlausn eða sölu. Dæmi: Spariskírteini frá 1989 ffyrsta flokki D að nafnverði 100.000 kr. er innleyst á árinu 1997. Innlausnarverðið er 218.550 kr. Vaxtatekjur sem falla til fyrir 1. janúar 1997 eru ekki skattlagðar. Verðmæti bréfsins 1. janúar er 213.230 kr. Vaxtatekjur sem til falla eftir áramót eru 5.330 kr. Staðgreiðsla er 10% af þeirri fjárhæð eða 533 kr. Eigandi fær greiddar 218.027 kr. Fjármálastofnunin sem annast innlausn heldur eftir staðgreiðslunni og skilar í ríkissjóð. Staðgreiðsla er dregin af arði þegar hann er greiddur. Dæmi: Maðursem á 1.000.000 kr. hlutabréf fær 50.000 kr. arðgreiðslu. Afarðinum er dregin 10% staðgreiðsla eða 5.000 kr. sem hlutafélagið heldur eftir og skilar í ríkissjóð. Hluthaflnn fær greiddar út 45.000 kr. fvah með vexUm x femTFHnnnUn^ m vth eruni búin að etSa i sjó' ár? Kvittanir og yfirlit Nauðsynlegt er að varðveita kvittanir og/eða yfirlit þar sem fram koma upplýsingar um afdregna staðgreiðslu. Ef þörf krefur eru þessi gögn sönnun fyrir því að staðgreiðsla hafi verið dregin af fjármagnstekjum. Skráning upplýsinga á verðbréf Þegar verðbréf er selt eða afhent sem greiðsla er mikilvægt að þess sé gætt að skrá á það söludag, söluverð, nafn seljanda og kennitölu hans. Upplýsingabæklingur liggur frammi íöllum bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Einnig upplýsingar um hvernig skal reikna verðmæti verðbréfa 1. janúar 1997. RSK RIKISSKATTSTJORI % F0*X' ’ \ \ é . \ % «0«^« ' 1 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.