Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1996, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1996, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 iðsljós 37 Jack Nicholson kærður Vændiskona hefur höfðað mál gegn Jack Nicholson og segir hann hafa misþyrmt sér þegar hún fór fram á þúsund dollara í þóknun fyrir þjónust- una. Konan, sem heit- ir Catherine Sheehan, sagði hinn skapstóra leikara hafa ráöist harkalega á sig, rifið sig upp á hárinu og lamið höfði hennar nokkrum sinnum í gólfið. Að þvi loknu á hann að hafa fleygt henni fram og til baka og hótað að drepa hana. Versta gjöfin: Andlitsmynd og bjöllubolur í nýjasta tölublaði In Style blaðs- ins eru sex þekktir leikarar spurðir hver hafl verið versta gjöfin sem þeir hafi fengið um ævina. Leikar- inn Jay Thomas (Mr. Holland’s Opus) sagði það hafa verið andlits- mynd sem vinur hans hafði málað af honum. „Það pössuðu engir and- litsdrættir minir á myndinni við stærð höfuðsins. Myndin hangir núna úti í skúr við hliðina á hrifun- um og því miður eru engin nagdýr á því svæði.“ Garcelle Beauvais (The Jamie Foxx Show) sagði að hræðilegasta jólagjöfin hefði verið háskólabolur alsettur litlum bjöllum. „Þegar þú togaðir í spotta spilaði peysan lagið Jingle Bells (Klukknahljómur)." Richard Dean Anderson (Pandora’s Clock) sagðist hafa verið 6 eða 7 ára þegar einhver sendi honum og bróð- ur hans tvær kvenkynsdúkkur. „Annað hvort vissi viðkomandi ekki að við værum strákar eða þetta var brandari. Ég fylltist slíkum hryllingi og örvæntingu að ég fór um miðja nótt og klippti af þeim allt hárið.“ Gena Lee Nolin (Baywatch) sagð- ist hafa fengið virkilega ómerkilega keramikskál frá einum ættingja sín- um fyrir u.þ.b. þremur árum. „Ég get ómögulega munað hvað ég gerði við hana.“ Traci Lords (Melrose Place) nefndi tyggjópakka í því sam- bandi en sagðist ekki vOja segja frá hverjum hún fékk hann. Joey Law- rence (Brotherly Love) sagðist ein- hvern tímann hafa fengið þroskandi púsluspil frá foreldrum sínum svo hann gæti lært afleidd orð af latínu. „Það er enn í umbúðunum, þarf ég að segja meira?“ Gena úr Baywatch fékk Ijóta keramikskál. Traci úr Melrose Place fékk tyggjópakka. Danny DeVito Gamanleikarinn Danny DeVito fékk heldur betur útreið þegar hann var á gangi í stórri verslunarmiðstöð fyrir skömmu. Reið móðir réðst að honum og lamdi hann margsinnis í höfuðið með handtöskunni sinni. Ástæð- an var að hennar sögn sú að dótt- ir hennar hafði fengið síendur- teknar martraðir eftir að hafa horft á barnamyndina hans, Mat- hilda. Leikkonan Jane Leeves, sem leikur Dap- hne í þáttimum um Frasier, hreinlega elskar að kaupa sér föt. Hún er þó ekki merkjasnobb, eins og sumir kollegar henn- ar, og segist frekar kaupa sér ódýra eftir- líkingu en að eyða miklum peningum í þekkt merki. „Maður fær ekki betri kennslu í fata- kaupum en að hafa verið blönk leikkona sem elskar fot. í hvert skipti sem ég fór í leikprufu reyndi ég að sjá fyrir mér hvem- ig ég myndi vilja að viðkomandi karakter liti út. Ég átti enga peninga svo þannig lærði ég að leita og nota ímyndunaraflið," sagði Jane. Jafnvel þótt hún eigi nóga pen- inga í dag dauðsér hún eftir peningum í dýran fatnað. „Ég þakka guði fyrir að þeir skuli lána manni fót til að vera í við Emmy-afhendinguna og Golden Globe- verðlaunanna. Að kaupa merkjavöru er ekki nærri því eins gaman og að sjá föt frá Gucci i verslun og finna sér svo ódýra eft- irlíkingu.“ Jane er eldsnögg að versla, grípur hverja flíkina af slánni á fætur annarri og raðar saman eftir hentugleikum. „Þetta snýst aflt um eðlishvöt, þ.e. að hafa tilfinn- ingu fyrir því hvað fer manni og hvað fer vel saman. Ég er búin að læra hvað hent- ar mér og ég tel mig hafa ágætan smekk vegna þess að þegar ég klæðist einhverju sem mér finnst þægilegt flnnst kærastan- um mínum ég vera kynæsandi." Hún ráð- leggur fólki að setja sér ákveðnar reglur og kaupa t.d. einfóld föt þegar maður kaupir ódýr föt. „Buxur frá Gap klæða mig t.d. mjög vel en á hinn bóginn flnnst mér blúndukjólar alltaf líta svolítið ódýrt út, Jane (Daphne) kaupir helst ekki merkjavöru og notar frekar ímyndunaraflið. sama hvort þeir eru frá þekktum hönnuði eða ekki. Svo er ég orðin dauðleið á síðum fatnaði með fötin. „Það er punkturinn yfir i-ið. Jafnvel þó skórnir blómamynstri, mér líður eins og ég væri fræpoki." Jane sjáist ekki þegar maður klæðist t.d. síðri kápu eða kjól notar aldrei skartgripi, finnst þeir yfirgnæfa sig, og lýk- veit maður það sjálfur ef þeir passa ekki við. Það er ur aldrei innkaupum án þess að kaupa sér skó i stíl við nóg.“ Leikarinn Daniel Day-Lewis: Kvæntist dóttur Arthurs Millers „Þau voru hamingjan upp- máluð og innilega ástfang- in,“ sagði presturinn sem gaf þau Daniel Day- Lewis og Rebeccu Miller saman um miðjan nóvember. Daní- el, sem þekktur er fyrir að kjósa helst sinn eigin félags- skap, kvæntist hinni 34 ára gömlu leikkonu og leikstýru við látlausa athöfn í Staf- ford. Sjálfur er hann 39 ára gamall. Einungis 18 manns voru viðstaddir brúðkaupið þar sem brúðurin klæddist slð- um, bláum blúndukjól og gekk inn kirkjugólfið við undirleik eins besta vinar Daniels sem lék á irskar sekkjapípur. Faðir brúðarinnar, hinn þekkti rithöfundur, Arthur Mifler, las upp frumsamið ljóð sem hann orti í tilefni dagsins og loks stungu hin nýgiftu af í brúðkaupsferð út í eyöimörkina í Arizona. Elskar að kaupa föt Jólamyndagáta og jólakrossgáta DV í jólablaði DV á Þorláksmessu misfórst að geta nánari skýringa og upplýsinga með jólamyndagátu og jólakrossgátu blaðsins. Jólamyndagátan var á bls. 34. Eins og áður vísar gátan til atburðar á árinu sem er að líða. Glæsileg verðlaun eru í boði frá Sjónvarpsmiðstöðinni að Síðumúla 2. United hljómtaeki að verðmæti 23.700 kr. eru í I. verðlaun, í 2. verðlaun er Akai-ferðatæki með geisla- spilara að verðmæti 14.900 kr. Skilafrestur er til II. janúar nk. Jólakrossgátan var á bls. 36 og lausn hennar fólst í tölusettri öfugmælavísu. Glæsileg verðlaun eru í boði frá Radíóbæ í Ármúla 38. í fýrstu verðlaun er Aiwa- hljómtæki að andvirði 29.900 kr. og Aiwa-vasadiskó að verðmæti 12.980 kr. er í önnur verðlaun. Eins og í myndagátunni er skilafrestur til II. janúar nk. Lausnir skal senda DV, Þverholti II, 105 Reykjavík. Nöfn verð- launahafa verða birt í helgarblaði DV 18. janúar 1997.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.