Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1996, Blaðsíða 10
LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 !:> „Ég á enn þá myndina sem birtist af mér og mömmu á forsíðu Vísis en það þótti mjög merkilegt á sínum tíma að fá mynd af sér í blöðunum," segir leigubilstjórinn Guðmundur Sveinsson sem var áramótabam Vísis fyrir þrjátíu og fimm árum. DV ákvað að riíja upp frétt sem var á forsíðu Vísis árið 1962. Guðmundur var risastór þegar hann fæddist á fæðingardeild Land- spítalans og var hann frægur í byrj- un árs fyrir það að vera fyrsta barn ársins. Af honum og móður hans birtist stór mynd á forsíðu Vísis. Strákurinn vó hvorki meira né minna en 4.200 grömm og var 53 cm á hæð. Foreldrar hans eru þau hjón- in Sveinn Guðmundsson og Þuríður Sigurjónsdóttir á Bjargi í Mosfells- sveit og var hann fimmta barn þeirra. Fáir í afmæliskaffi „Ég held að það hafi ekki haft nein sérstök áhrif á líf mitt að ég var fyrsta barn ársins. Þó var ein- kennandi fyrir afmælisdaginn minn hversu fáir fullorðnir komu í kaffi. Börnin vom send í pössun til móð- ur minnar þennan dag,“ segir Guð- mundur. Guðmundur ólst upp á Bjargi og starfar nú sem leigubílstjóri og lík- ar mjög vel. Honum finnst ágætt að vera svolítið frjáls í vinnunni. Hann hefur áður starfað hjá Jarðborunum Guðmundur Sveinsson ásamt fjölskyldu sinni á heimili þeirra í Garðabæn um. Ragnheiður fæddist keyptu foreldr- ar hennar Holtakjúkling. Rökföst og vill stjórna „Ég er í Varmárskóla og það er mjög gaman en skemmtilegast finnst mér í frímínútunum. Mér finnst gaman að eiga afmæli á nýársdag og mér fannst gaman að það birtist mynd af mér í blaðinu þegar ég fæddist," segir Ragnheið- ur. Að sögn móður Ragnheiðar er hún mjög rökföst og vill aðeins stjóma. „Hún hefur reyndar mjög rétt fyrir sér oft á tíðum. Við höfum yfirleitt haldið upp á afmælið henn- ar á nýársdag en núna ætlum við að breyta og halda upp á það fjórða jan- úar þar sem það er laugardagur," segir Margrét móðir Ragnheiðar. Systirin ræður ferðinni Árið 1995 voru tvíburarnir Þór Garibaldi og Elísa Vilborg á fæðing- ardeild Landspítalans í Reykjavík fyrstu börn ársins. Þau eru böm yilborgar Amardóttur og Halldórs Más Þórissonar sem þá bjuggu i Bolungarvík. Af öryggisástæðum var móðirin flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur 8. desember. Fyrsta janúar þótti ekki fært að bíða leng- ur og var þá ákveðið að taka bömin með keisaraskurði. Ekki var útlitið glæsilegt þegar tví- buramir komu í heim- inn rúmur tveimur mánuðum áður en eðli- legri meðgöngu lauk. Þór kom á undan og var hann aðeins 1.428 g að þyngd en systir hans. Elísa. var 1.211 grömm. Vilborg sagði að allt hefði gengið mjög vel með tvíburana og þeir í hefðu náð eðlilegri stærð miðað við böm á sama aldri. Þau em komin í leikskóla og . una sér vel. Hún sagði ^ að þó Elísa væri bæði minni og yngri stjórn-S aði hún ferðinni. -em/HKr Úrklippa úr Vísi frá árinu 1962. Áramótabörn Vísis og DV heimsótt nokkrum árum síðar: Varðveita ennþá myndirnar sem birtust af þeim nýfæddum ríkisins og hjá Ræsi hf. Eiginkona Guðmundar heitir Þóra Einarsdóttir og eru þau búsett í Garðabæ ásamt fjórum börnum. Þóra á tvö börn sem heita Harpa Bjarnadóttir og Atli Rúnar Bjama- son. Saman eiga þau Svein Hólmar og Kristrúnu Guðmundsdóttur. Tíu ára á nýársdag Ragnheiður Bjarnadóttir var nýársbarn ársins 1987 og verður hún því tíu ára eftir tvo daga. Hún er dóttir hjónanna Bjarna Ásgeirs Jónssonar og Margrétar Atladóttur á Rein í Mosfellsbæ. Ragnheiði þyk- ir afar gaman að eiga afmæli á nýársdag og hún á líka myndina sem tekin var af henni nýfæddri og birt í DV. Ragnheiður vó 3.436 g og var 50 cm þegar hún fæddist. Ragn- heiður á einn albróður, Atla og þrjú alsystkini; Jón Vigfús, Sigríði og Benedikt, Bjarnabörn. Sama dag og Úrklippa úr Dagblaðinu þegar Ragnheiður fæddist. Það hefur tognað úr tvíburunum frá því myndin var tek- in.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.