Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1996, Blaðsíða 17
JL>"\r LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 17 Skemmtilegt er að prófa sig áfram við gerö ísrétta, tedrykkja af ýmsu tagi og sorbets. Hér eru nokkrar uppskriftir aö slíkum réttum. Ljúffengir ísréttir og drykkir a matarborðið eða i veisluna: Kókosís, íste með hunangi avókadóís og tómatsorbet Skemmtilegt er að brydda upp á nýjungum á jóla- eöa nýársborðinu og búa til ísrétti með framandi og spennandi ávöxtum. Hér koma nokkrar uppskriftir að athyglisverð- um réttum, sem gjarnan má prófa og útfæra eftir hentugleikum. Tómatsorbet -uppskrift fyrir fjóra 1 kg tómatar safi úr y2 sítrónu 1 dl flórsykur salt hvítur pipar 3 blöð basilikum blöðin á 1 kerfli Agúrkusafi 1 agúrka 6 blöð ferskt basilikum Basilikum og kerfill til skreytingar Sjóðandi vatni er hellt yfir tómat- ana og þeir látnir standa í vatninu í nokkrar min. Flysjað. Tómatkjötið er skorið niður og pressað, til dæm- is með sleif, til að ná safanum úr því. Tómatkjötið er blandað saman þannig að úr verði nokkurs konar mús og pressað gegnum sigti. Flórsykurinn er sigtaður saman við músina. Sítrónusafa bætt út í, salti, pipar, niðurskomu basilikum og kerfli. Blandað vel, hellt í form og sett í frystinn i 3 klst. Hrærið jafnt og þétt í sorbetinu fyrstu klukkustundina eftir að það er tek- ið út til að ekki myndist flögur i því. Agúrkusafinn er þannig búinn til: Skolið agúrkuna og skerið langsum. Skafið kjamann úr henni með skeið og leggið það til hliðar. Skerið agúrkuna í minni bita og blandið saman við 3 msk. vatn og nokkra klaka. Skerið basilikumblöðin niður og blandið í agúrkusafann. Setjið blönduna i ísskápinn. Þegar sorbetið er borið fram skiptið þá ískaldri agúrkusaftinni í nokkur glös og setjið 1 skeið tómatsorbet ofan á. Skreytið með basilíkum og kerfílblöðum og berið fram strax. íste með hunangsís 2 y2 dl mjólk 100 g hunang 2 eggjarauður 75 g sýrður ijómi, 36% 11 vatn 1 kanilstöng + 4 kanilbitar til skrauts 50 g sykur eða 4 msk. 2 cm ferskt engifer 7 heilar kardimommur örlitið allrahanda hýði af 1 lime 3 msk. teblöð (Earl Grey) Látið mjólkina sjóða í þykkbotna potti. Strax og hún sýður bætist hunangið út i. Hrærið vel og látið suðuna koma upp aftur. Hrærið stöðugt í á meðan. Setjið eggjarauðumar í skál og þeytið í 1 mín. Setjið sýrðan rjóma út í og hrærið saman við eggjarauð- umar. Bætið sjóðandi mjólkinni saman við og hrærið stöðugt í á meðan. Síið gegnum fíngert sigti í skál. Látið kólna og hellið svo i form og setjið í frystinn. Hrærið í ísnum af og til fýrstu klst. íste Látið vatnið sjóða. Takið pottinn af hitanum og bætið kanilstöng, sykri, kardimommu, rifnu engiferi, allrahanda og limehýði út í. Þekið og látið standa í 20 mín. Látið suð- una koma upp aftur, takiö pottinn af hitanum og bætið teblöðunum út í. Látið standa í 12 mín. Hellið teinu gegnum sigti. Látið kólna og setjið í ísskápinn eða fryst- inn í 15 mín. svo það kólnið. Setjið nokkra klakamola í teið svo það verði ískalt. Hellið því í stór glös og látið kúlu af hunangsís út í. Skreytið með kanil og berið fram strax. Avókadóís 2 avókadó safinn af y2 lime eða sitrónu 2 msk. hvítt romm 2y2 dl kókosmjólk Skerið avókadó í helminga og fjarlægið steinana. Skafið kjötið út og hellið safanum yfir. Blandið kjöt- inu saman við kókosmjólk, sykur og romm. Hellið blöndunni í form og setjið í frystinn. Kókosís 2'h dl mjólk 1 dl rjómi y2 dl kókosmjólk 40 g rifin kókoshneta 85 g sykur eða 1 dl Hellið mjólk, rjóma og kókos- mjólk í þykkbotna pott ásamt sykri og náið upp suðu og hrærið stöðugt í á meðan. Um leið og suðan er kom- in upp er potturinn tekinn af hell- unni og kókoshnetunni blandað saman við. Látið blönduna kólna áður en henni er hellt í form og látið í fryst- inn. Hrærið í ísnum af og til fyrstu klukkustundina. -GHS IEIKJU iMfl IUTTAR Digranesi m rvi p- i (í 7 ^ ötlbAÖJSr yjjli! - Bretlandi, hljomsveitm: 1 5 9Í r kl. 21 auk þeirra koma fram: p . U' Li'-L Fra: “^olírtcl Wjómsveitin CUVPfllÍ r,ANlKAv5Ur Miðaverð kr. 1.500.- auk þess koma fram íslensku plötusnúðarnir flggi ogDaði 16 ára aldurstakmark og áfengisbann á svæðinu Miðasala i öllum hljómplötuverslunum og veitingastöðum Hróa hattar Hljómalind

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.