Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1996, Blaðsíða 22
LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996
LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996
22
ilk
Giftingar eru algengar áramótahelgina en Guðmundur Torfason knattspyrnumaður gengur í það heilaga og er hættur að spila:
„Ég baö um hönd Jakobínu á aö-
fangadagskvöld í fyrra. Ég skenkti
kampavíni í glös handa okkur en ég
átti flösku sem ég haföi heitið að
geyma þangað til ég ákvæði að gifta
mig. Þegar ég var i þann mund að
falla á kné og bera upp spuminguna
sveiflaði Bima dóttir okkar öðra
kampavínsglasinu og hellti yfir sig
fullu glasi af víni og fagnaði þar
með þessu með okkur,“ segir Guð-
mundur Torfason, knattspyrnumað-
urinn knái, sem ætlar að ganga í
það heilaga 1 dag.
Áramótahelgin hefur lengi verið
vinsæl til giftinga þó það sé samt
örlítið að færast yfir á sumartím-
ann. Helgin er löng í þetta sinn og
því eru fjölmörg hjónaleysi sem
nota tækifærið og staðfesta sambúð
sína eins og Guömundur og Jak-
obína sem bæði era aö gifta sig í
fyrsta sinn. Gamlársdagurinn sjálf-
ur er ekki jafn vinsæll í ár og hann
hefur oft verið þar sem hann ber
upp á þriðjudag í þetta sinn.
Guðmundur segist hafa fengið
svar frá tilvonandi eiginkonu sinni,
Björgu Jakobínu Þráinsdóttur, þeg-
ar hún hafi verið búin að þvo
kampavínið framan úr Birnu litlu
sem er tveggja ára.
„Þá var komið að því að velja dag
og við vorum bæði sammála um að
áramótahelgin væri frábær timi þar
sem sumarið er annasamasti tím-
inn hjá mér,“ segir Guðmundur.
„Jól og áramót eru auðvitað líka
annasamur tími þar sem við stönd-
um í verslunarrekstri,“ segir Jakob-
ína.
Leiðin lá
í atvinnumennsku
Guðmundur Torfason er sonur
hjónanna Jóhönnu Pétursdóttur og
Torfa Bryngeirssonar sem era bæði
látin. Hann á tólf ára dóttur, Hönnu
Guðnýju, og þrjú systkini, Bryndísi,
Bryngeir og Njál. Hann ólst upp til
niu ára aldurs í Vestmannaeyjum
og byrjaði að sparka bolta þar. Guð-
mundur fluttist til Reykjavíkur níu
ára og bjó þar til ársins 1986.
Guðmundur byrjaði að leika með
Fram í fyrstu deild karla í knatt-
spymu þegar hann var sautján ára
gamall og 24 ára var hann kominn í
atvinnumennsku. Guðmundur lék
með Fram á árunum 1979-1986 í
fyrstu og annarri deiid. Hann fór
síðan í atvinnumennsku og hóf fer-
ilinn í Belgíu og lék þar með fyrstu
deildar liðinu Beveren í eitt ár. Síö-
an lék hann með belgísku liðunum
Winterslag og RC Genk en eftir það
færði hann sig til Austurríkis og
lék með Rapid Wien sem einnig er
fyrstu deildar lið. Að því búnu lék
hann með skoska liðinu St. Mirren
í þrjú ár og St. Johnstone í tvö ár.
Hann fékk fijálsa sölu vorið 1994 og
var ráðinn leikmaður og þjálfari
varaliðs hjá enska 3. deildar liðinu
Doncaster, en hætti þegar liðið stóð
ekki við gerða samninga.
Skotfastur
og sparkviss
Guðmundur á að baki 26 A-lands-
leiki, 3 leiki í unglingalandsliði
undir 18 ára og 4 leiki í unglinga-
landsliði undir 16 ára. Hann hefur
verið þekktur fyrir að vera mikill
markaskorari. Hann er ótrúlega
skotfastur og sparkviss og sérlega
góður skallamaður.
Guðmundur á markamet í fyrstu
deild eða 19 mörk og fékk gullskó-
inn árið 1986 eða sama ár og hann
fór utan. Jafnir honum eru Skaga-
mennimir Pétur Pétursson og Þórð-
ur Guðjónsson.
Saumar brúðarkjólinn
■ 'ix 3
sjalf
Jakobína er uppalin í Fossvogin-
um og hefur búið þar alla sína ævi.
Hún gekk í Fossvogsskóla og þar á
eftir Réttó, MS og Iðnskólann þar
sem hún lærði til kjólameistara.
Hún á tvo bræður, Magnús og Karl
og tvíburasysturina Auði en þær
eru eineggja. Guðmundur segist
ekki eiga í vandræðum með að
þekkja þær í sundur. Foreldrar
hennar heita Bima Magnúsdóttir
húsmóðir og Þráinn Karlsson verk-
fræðingur. „Mín áhugamál beinast í
örlítið aðra átt en hans en ég hef
mest gaman af því að sauma og
prjóna enda er ég kjólameistari. Ég
hef þó ekki saumað neitt sérstak-
lega mikið frá því ég lauk námi. Ég
ákvað samt að sauma brúðarkjólinn
minn og brúðarmeyjakjólana sjálf
og byrjaði að teikna þá í nóvember.
Ég hef síðan gripið í þá eftir því
sem ég hef haft tíma. Einnig þykir
mér gaman að fara í bíó og svo
stunda ég líkamsrækt þegar tími
gefst,“ segir Jakobína.
Jakobína og Guðmundur era af-
skaplega gamaldags að því leyti að
þau hafa ákveðið að þau sjái hvort
annars giftingarfot fyrst þegar þau
hittast í kirkjunni. Brúðurin kemur
í kirkjuna í skreyttri límúsínu. At-
höfnin hefst klukkan 18 í Háteigs-
kirkju og verður tónlistin í miklu
aðalhlutverki. Að athöfhinni lok-
inni er gestrnn boðið til matarveislu
í Blómasal Hótel Loftleiða.
Óvænt
brúðkaupsferð
Guðmundur og Jakobína hyggj-
ast fara í brúðkaupsferð í viku til
tíu daga í janúar eða næsta haust.
Þau hafa ekki enn þá ákveðið hvort
þau taka með sér sólargeislann
sinn, hana Bimu. Jakobina vill
taka hana með ef þau verða lengi en
skilja hana eftir ef ferðin verður
stutt. Guðmundur ákveður hvert
þau fara en ferðin mun koma Jak-
obínu á óvart.
„Brúðkaupsferðin ætti að vera
fyrir okkur tvö en á þessum aldri
tekur Bima litla allan tímann,“ seg-
ir Guðmundur.
Hrint í fang hennar
„Við kynntumst fyrst á krá hér í
bænum og þó Jakobína vilji ekki
viðurkenna það hafði ég tekið eftir
henni áður. Þetta var mjög fyndin
staða en einn vinur minn bókstaf-
lega hrinti mér á hana því ég ætlaði
aldrei að koma mér að þvi að tala
við hana. Hún var á fleygiferð
þarna inni og þegar hún loksins
nam staðar þá guggnaði ég alveg og
það var þá sem vinur minn hrinti
mér framfyrir hana. Þá varð ekki
aftur snúið og ég varð að segja eitt-
hvað við hana,“ segir Guðmundur
Torfason.
„Ég var dregin á einhvern leið-
indastað sem ég vil aldrei fara á,“
bætir Jakobína við og var á fleygi-
ferð um allan staðinn þar sem
henni leiddist.
Bæjarins bestu
Guðmundi datt í hug að bjóða
Jakobínu út að borða á Bæjarins
bestu en guggnaði þegar á hólminn
var kominn. Hann var hræddur um
að hún hefði misst áhugann.
Fljótlega eftir að þau kynntust
fóra þau saman í sólarlandaferð til
Benidorm. Á þeim tíma var Guð-
mundur búsettur í Skotlandi en var
í sumarfríi á íslandi. Um haustið
fór Jakobína til Skotlands til Guð-
mundar en var samt sem áður
bundin þar sem hún var í Iðnskól-
anum að læra til kjólameistara.
Hún fór til Guömundar öðra hverju
um helgar og í fríum frá skólanum
þannig að samband þeirra var fjar-
samband í einhvem tíma.
Saumaði brúðarkjóla
í Skotlandi
„Árið 1993 vann ég á saumastofu
í Skotlandi viö að sauma brúðar-
kjóla og brúðarmeyjakjóla í fjóra
mánuði en var annars á íslandi.
Það er ekkert mjög skemmtilegt að
eiga í fjarsambandi en við vorum í
stöðugu símasambandi og síma-
reikningurinn sýndi það ljóslega,"
segir Jakobína sem loksins var einn
vetur í Skotlandi áður en hjónin
fluttu heim en þá var hún ófrísk að
Bimu.
„Um haustið fórum við til Eng-
lands þar sem ég aðstoðaði við að
þjálfa Doncaster knattspymuliðið í
tvö ár. Liðið lenti í fjárhagserfið-
leikum og ég gat sem betur fer losn-
að undan samningi og við fórum
aftur til Skotlands," segir Guð-
mundur.
Eftir að samningnum var rift
flugu Jakobína og Guðmundur
heim og sú stutta kom í heiminn
daginn eftir.
Eftir heimkomuna settu þau á fót
undirfata- og náttfataverslun. Mein-
ingin var að verslunin yrði atvinna
fyrir Björgu eina en vegna anna
hefur Guðmundur tekið að sér
rekstur búðarinnar með henni.
Tilboð í
Hong Kong
„Búðin og Bima litla réðu úrslit-
um um það að við flyttum heim. Ég
fékk á þessum tíma tilboð frá Hong
Kong sem Jakobína vildi helst ekki
tala um. Mér fannst tilboðið mjög
freistandi en það þýðir ekki að tala
um það,“ segir Guðmundur.
„Ég hefði ekki viljað fara með
ungabarn til Hong Kong. Ég vil
helst vera á íslandi," segir Jak-
obína.
„Það hvarflaði aldrei að mér að
setjast að erlendis. Ég er fyrst og
fremst íslendingur þó ég hafi víða
búið í útlöndum og ég held að flest-
ir ef ekki allir Islendingar upplifi
það. Mann langaði alltaf heim og
Björg ýtti á mig. Við sjáum ekkert
eftir þeirri ákvörðun að hafa flutt
heim þó þetta sé allt öðravísi. Hér
er allt á fleygiferð og nóg að gera,“
segir Guðmundur.
Hættur að spila
Guðmundi var boðið starf síðast-
liðinn vetur sem þjálfari liðs Grind-
víkinga í meistaraflokki karla.
Hann forðaði liðinu frá því að falla
í aðra deild og lék einnig með því
sjálfur. Hann ætlar að halda áfram
að þjálfa Grindvíkinga á næsta ári.
„Stundum lýsi ég einnig knatt-
spymuleikjum á Stöð 2 og Sýn auk
þess að leika með Grindavík í ein-
staka leikjum. Ég hugsa að ég sé
hættur að spila sjálfur en knatt-
spymumenn era oft taldir gamlir í
kringum þrítugt. Mér fmnst þetta
orðið ágætt og ég vil helst einbeita
mér að þjálfuninni," segir Guð-
mundur.
Guðmundur er menntaður knatt-
spyrnuþjálfari og hefur unnið sér
inn hæsta stig knattspymuþjálfara
sem Skoska knattspyrnusambandið
veitir. Það hefur nýst honum vel í
starfi. Guðmundur heldur góðu
sambandi við leikmenn og þjálfara í
Skotlandi þar sem hann bjó lengst.
Aðstaða lítið
skánað
Aðspurður um knattspymuna á
íslandi sagði Guðmundur að að-
stöðuleysið hér hefði komið honum
á óvart eftir að hann flutti aftur
heim. Hann segir að á tíu árum hafl
lítið breyst og knattspyman ekki
náð jafn langt og hann hafi búist
við. Hann segir einungis eitt lið
komast eitthvað áfram en það séu
Skagamenn sem sigri ár eftir ár.
„Ég skil ekki hvers vegna ekki er
búið að byggja yfirbyggð hús fyrir
leikmennina. Ég hefði viljað sjá ör-
ari breytingar,“ segir Guðmundur.
Horfir á Guðmund
keppa
„Ég hef engan sérstakan áhuga á
knattspymu en ég horfi á þegar
Guðmundur keppir. Annars hef ég
lítinn áhuga á að horfa á knatt-
spyrnu í sjónvarpi daginn út og
inn,“ segir Jakobina.
Guðmundur segist horfa á knatt-
spymu í sjónvarpi þegar hann hafi
tíma til en eyði ekki öllum laugar-
dögum í það. Hann gefur sér þó
stundum tima til þess að horfa á
leiki í Evrópukeppninni í miðri
viku.
„Það er eins og tíminn fyrir fjöl-
skylduna verði alltaf minni og
minni í þjóðfélaginu," segir Guð-
mundur og Jakobína bætir því við
að hann fari stundum á sumrin út
kl. átta á morgnana og komi aftur
kl. tiu á kvöldin þegar mest er að
gera. Þau segjast þá oft reyna að
hittast í hádeginu til þess að Bima
missi ekki alveg af pabba sínum.
„Það er mjög mikilvægt fyrir
Bimu að við hittumst yfir daginn.
Ég reyni oft að vera heima ein-
hverja klukkutíma," segir Guð-
mundur.
Sungið með
Mezzoforte
Guðmundur hefði getað orðið
heimsfrægur ef hann hefði haldið
áfram að spila með strákunum í
hljómsveitinni Mezzoforte sem
hann lék í þar til hann var tvítugur
að aldri.
„Ég var söngvari með strákunum
í hljómsveitinni Mezzoforte í nokk-
ur ár eða þar til kattspyrnan var
orðin svo tímafrek að ég þurfti að
velja á milli hennar og tónlistarinn-
ar. Þetta tvennt togaðist á um tím-
ann og ég ákvað að hætta og snúa
mér algerlega að boltanum. Ég hef
ekki séð eftir því en tónlistin blund-
ar þó enn þá í mér. Núorðið spila ég
aðallega jólalög fyrir dóttur mína,“
segir Guðmundur. Helgarblaöið
óskar þeim til hamingju með dag-
inn.-em
fólk,
Guðbjört Kvien og Leiknir Jónsson ætla að ganga í það heilaga á gamlársdag.
Brúflkaupinu
frestafl fyrir
Flæmska hattinn
„Leiknir bað mín á gamlárskvöld í fyrra í veislu
heima hjá systur hans. Það varð svo mikið uppistand
þegar fólkið heyrði að hann hefði beðið mín að mér
gafst ekki tími til þess að svara honum,“ segir Guðbjört
Kvien söngkona sem ætlar að giftast heitmanni sínum,
Leikni Jónssyni, á gamlársdag í Bústaðakirkju, ári eft-
ir að hann bar upp bónorðið.
„Það var ágætt að ég fékk smávegis umhugsunartíma
því ég hefði sennilega sagt já, ætli það ekki, ef ég hefði
þurft að svara strax. í stað þess sagði ég bara já,“ segir.
Guðbjört.
Brúðkaupsdagurinn hafði reyndar verið ákveðinn 31.
ágúst en hjónaleysin þurftu að afpanta vegna þess að
hann fór í veiðiferð á Flæmska hattinn rétt fyrir brúð-
kaupið.
Brúðkaup á gamlársdag vora mjög algeng á árum
áður en hefur að sögn séra Pálma Matthíassonar í Bú-
staðakirkju fækkað. Hann segir að flestir íslendingar
vilji heldur gifta sig um sumartímann þegar sól er hæst
á lofti. Þó eru nokkrir sem vilja hefja nýja árið í vígðri
sambúð. Þegar gamlársdag ber upp á laugardag eða
•sunnudag eru giftingar fleiri en ella. í ár eru þær ekki
margar þar sem gamlársdagur er á þriðjudegi. Vígslum
hefur íjölgað örlítið frá árinu 1986 en þá voru þær 36 en
í fyrra voru þær 43.
Háldu að við hefðum hætt við
„Það var mjög neyðarlegt þegar brúðkaupinu var
frestað því ég þurfti að afpanta allt sem búið var að
undirbúa. Það var eins og fólk héldi að við hefðum orð-
ið ósátt og hefðum hætt við. Það hefði orðið of dýrt fyr-
ir okkur að gifta okkur í gegnum gervihnött," segir
Guðbjört.
„Við kynntumst fyrir nokkrum árum þegar Guðbjört
var starfandi á bar. Ég leit þar oft við á leiðinni heim
og kynntist henni. Við höfum verið saman i fjögur ár
núna,“ segir Leiknir.
Heima hjá mömmu
Guðbjört ætlar að gifta sig í hvítu þrátt fyrir að hún
sé að gifta sig í annað sinn. Hún ætlar í hárgreiðslu og
förðun um morguninn en á meðan ætlar Leiknir að
vera í rólegheitunum hjá mömmu sinni á meðan. Þeg-
ar bæði era tilbúin fara þau í myndatöku sem er hag-
rætt vegna þess að vígslan er þennan dag.
„Dóttir Leiknis, Stefanía Kristín, sex ára, verður
brúðarmeyja og við sjáum ekki fötin hvort hjá öðru
fyrr en í myndatökunni," segir Guðbjört.
Séra Pálmi Matthíasson gefur Leikni og Guðbjörtu
saman og í kirkjunni verður mikill söngur og vinkon-
ur Guðbjartar munu syngja einsöng og í kór fyrir brúð-
hjónin. Svaramaður Guðbjartar veröur söngfaðir henn-
ar, Jón Áskelsson tónskáld. Veislan verður síðan hald-
in í safnaðarheimili Bústaðakirkju en þar verða yfir
eitt hundrað manns samankomin og gæða sér á veiting-
um þeim er í boði verða. -em