Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1996, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1996, Blaðsíða 30
38 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 trimm Bandarískir vísindamenn segja: Gleymið öllum megrunarkúrum - líkamsrækt og hreyfing virðist eina varanlega leiðin til að losna við kílóin og halda þeim í burtu Röskleg ganga í 45 mínútur þrisvar til fimm sinnum á viku aö staöaldri er vænlegust til árangurs fyrir þá sem vilja losna viö nokkur kíló. Myndin er af „kraftgöngu" í Öskjuhlíð undir leiösögn Árnýjar Helgadóttur, hjúkrunarfræöings og líkamsræktarkennara. Slík ganga skilar mestum árangri þegar til lengi tíma er litiö. Megrunarkúrar eingöngu eru hinsvegar nær gagnslausir samkvæmt niöurstööum bandarískra vísindamanna, samkvæmt fregnum í desember tölublaði tímaritsins Runners World. Þeir sem vilja léttast eiga þriggja kosta völ: í fyrsta lagi að fara í megrunarkúr, í öðru lagi að stunda einhvers konar líkamsrækt, göngu eða skokk og loks að blanda saman megrunar- kúr og hreyfingu. Nýlega birtu vísindamenn við Baylor College of Medicine í Houston í Bandaríkjunum niðurstöður sínar á saman- > burði þessara þriggja aðgerða. Niðurstaðan reyndist sú að ef litið var til tveggja ára eða lengur þá skiluðu líkamsæfingar og hreyfing bestum árangri. Rúmlega eitt hundrað of þungar konur og karlar var skipt í þrjá jafnstóra hópa. Hver Á línuritinu sést aö þyngdartapiö er mikiö viö heföbundna megrun fyrra áriö en síöara áriö, þegar þátttakendur voru ekki lengur undir eftirliti þjálfara, bættust kílóin nær öll á aftur. Þeir sem stunduöu aöeins röskar göngur misstu færri kíló ' ‘ fyrra áriö en bættu hins vegar engum á sig aftur síöara áriö. höpanna fór annaðhvort i megrun, stundaði líkams- rækt og fór í megrun eða stundaði líkamrækt. í eitt ár voru hóparnir undir eft- irliti og leiðsögn þjálfara. Þeir sem fóru í megrun voru látnir borða vel sam- ansetta matarblöndu með lágu kólesteróli þar sem fit- an var um 30%, kolvetni 50% og eggjahvíta 20%. Þeir sem stunduðu líkams- rækt voru látnir ganga rösklega í að minnsta kosti 45 mínútur þrjá til fimm daga vikunnar. Þeir sem bæði voru í megrun og líkamsrækt borðuðu og hreyfðu sig samkvæmt ofanrituðu. Að einu ári liðnu kom í ljós að þeir sem voru í megrun og stunduðu lik- amsrækt höfðu lést mest eða um 10 kíló að meðal- tali. Þeir sem aðeins voru í megrun höfðu mist 7,5 kg en þeir sem eingöngu voru í líkams- rækt höfðu tapað 3 kg. En könnuninni var ekki lokið. Leiðbeinend- ur og þjálfarar höfðu fylgst með þátttakend- um allan tíman fram til þessa. Þeir létu nú af því en fólkið var hvatt til þess að halda áfram að fara eftir reglunum sem farið hafði verið eftir. Síðan var rannsókninni haldið áfram. Að loknu enn einu ári voru þátttakendur viktaðir aftur. Þá kom í ljós að þeir sem voru aðeins í megrun höfðu bætt öllum kílóunum á sig aftur. Að meðaltali var fólk í þessum hópi aðeins einu kílói léttara en við upphaf rannsóknarinnar fyrir tveimur árum. Þeir sem stundað höfðu gönguna og megrun voru nú 2,5 kg léttari en tveim árum fyrr. Þeir sem einvörðungu höfðu stundað 45 mínútna röska göngu þrisvar til fimm sinnum i viku höfðu hins vegar haldið þyngdinni sem þeir höfðu losað sig við á fyrra árinu og höfðu ekki bætt neinu við sig á því síðara. Niðurstaða vísindamannanna við lækna- skólann í Houston er því sú að eftir fyrsta ánægjunaan og hrifningin af því að losna við þyngdina með megrunarkúrum þá sé oftast erfitt að halda við nýjum mataræðisháttum. Þeir ráðleggja almennt því fólki sem vill létt- ast að auka hreyfingu og líkamsrækt og að- laga í mesta lagi mataræðið þeirri viðleitni. Stórfelldar mataræðisbreytingar virðast ekki skila marktækum árangri. Ný tækni til að finna fótarmein og lausn þeirra - samspil tölvu- og videotækni leysir vanda bæði giktar- og sykursýkisjúklinga og íþróttamanna af öllu tagi Miklar framfarir hafa orðið á síðustu árum í möguleikum á að skoða hvernig fólk beitir fótun- um við hlaup og aðra hreyfingu. Til skamms tíma voru einkum ( notaðar þær að- | ferðir að sér- fræðingar, sem finna vildu fót- armein og bæta úr þeim, tóku ljósrit af fætin- um að neðan og sáu hvernig hann var í kyrr- stöðu. Síðan voru gerð inn- legg í samræmi við það og reynt að móta þau sem næst því sem talið var að koma mundi við- komandi að gagni. Rauðu fletlrnir sýna hvar þungi álagsins er mestur á fótinn og síðan tákna litirnir mismunandi álagsþunga. Svona er hægt aö prenta út álagsmynd af ötunum bæöi I kyrrstööu og á hreyfingu. Eins er hægt skoöa álagiö á skjá. Ný tæki og nýjar aðferðir til að fmna og greina fótarmein eru nú notaðar. Þetta eru þýsk-bandarísk tæki. Við ræddum nýlega við Kolbein Gísla- son, stoðtækjafræðing hjá fyrir- tækinu Gísla Ferdinandsyni ehf., sem tekið hefur þessi tæíd í notkun. „Þessi nýja greining á fótar- meinum er miklu betri og örugg- ari en áður, þó svo að með fyrri aðferðum hafi mátt ná góðum árangri skilar nýja kerfið mun skjótari og fullkomnari niður- stöðu. Beitt er nýjasta tölvu- og videobúnaði og þannig hægt að fylgjast með álagi bæði í kyrr- stöðu og í hreyfingu. Með því að kanna fyrst hvar álagið kemur á fótinn á viðkomandi er hægt að móta innlegg og skó eftir mynd- inni eða þá gipsmóti. Síðan er hægt að mæla aftur álagið og hvar það kemur niður þegar fót- urinn er kominn í skóna með nýju innleggi. Ef eitthvað er ekki alveg eins og það á að vera er auðvelt að sjá hvað er að og lag- færa það. Álagið á fótinn sést alveg jafn vel í nýju mælitækjunum og um beran fót væri að ræða,“ sagði Kolbeinn Gíslason. „í nýju tækjunum getum við skoðað hvert skref, álagið á fótinn, þyngd þess og hvar þung- inn er mestur og minnstur o.s.frv. Þeir sem fyrst og fremst hafa gagn af þessum nýju aðferðum eru giktar- og sykursýkissjúklingar auk allra þeirra sem þurfa að nota sérsmíðaða skó. Hægt er að laga svokallaða göngulínu viðkomandi og ýmsa aðra missmíð sem fólk þarf að glíma við. Stærsti hópurinn sem gagnast mun þessi nýja tækni er hins vegar íþróttamenn af öllu tagi,“ sagði Kolbeinn. „Ekki aðeins hlauparar heldur einnig knattspymumenn, handboltamenn og körfuboltamenn. Ekki má heldur gleyma golfur- um sem flestir stunda íþrótt sína langt fram á efri ár. Allar nýjungar til að laga fótarmein og mis- stig koma golfurunum mjög að gagni.“ Þrátt fyrir að nýju tækin hafi kostað á sjöttu milljón króna verður ekki sagt að dýrt sé að fá þá þjónustu sem hægt er að veita með þeim. Frum- greining kostar 2500 krónur en greining ásamt innleggi kostar samtals frá 4000-12.000 krónum eftir því hve miklar mælingar, gifsmót og fl. þarf að gera. „Ég tel þetta einföldustu og jafnframt ódýrustu lausnina við að leysa vandamál við stoðkerfin. Þetta er jafnframt leið til að uppræta 21. gamlárshlaup ÍR: I minningu upphafsmannsins Gamlárshlaup ÍR verður haldið í 21. skipti um þessi áramót. Að þessu sinni er full ástæöa til að minnast upphafmanns hlaupsins, Guðmund- ar Þórarinssonar, sem lést fyrir skömmu. ÍR-hlaupið á gamlársdag hófst fyrir forgöngu hans, eins og margt annað í íþróttastarfinu á meðan hann tók þar þátt sem þjálf- ari og leiðtogi. Guðmundur var meðal annars maðurinn á bak við það afrek frjálsíþróttafólks í ÍR að ná bikarmeistaratitli íslands sautján sinnum í röð. Margir af- reksmenn og -konur okkar í dag í frjálsum íþróttum miða einmitt upphaf ferils síns við það þegar þau, ung að árum, hófu að æfa undir leiðsögn Guðmundar Þórarinsson- ar. ÍR-hlaupið á gamlársdag hefur hlotið þann sess að vera bæði upp- haf og endir hlaupatímabilsins. í ÍR- hlaupinu „byrjar fjörið“ eins og konan sagði og átti þá bæði við há- tiðahöld gamlársdagsins og upphaf æfinga hlaupara fyrir komandi ár. Víst er að mörgum skokkaranum léttir þegar hann hefur lagt brekk- una upp Túngötuna að baki en um hana liggur síðasti hluti ÍR-hlaups- ins á gamlársdag og hefur brekkan sú reynst mörgum þung í skauti enda jólsteikur og veislumatur stundum farin að síga í eftir rúm- lega 9 kílómetra hlaup um vestur- bæinn. ÍR-hlaupið hefst klukkan 13. Skráning hefst klukkan 11 í gamla ÍR-húsinu við Túngötu. Keppt er í sjö flokkum karla og kvenna. Þátt- tökugjald er 500 krónur og 300 krón- ur fyrir börn. Guömundur Þórarinsson, iþrótta- þjálfari og leiötogi í áratugi. Hann var upphafsmaöur ÍR-hlaupsins á gamlársdag. þennan vanda en ekki meðhöndla hann án lausnar," sagði Kolbeinn Gíslason stoðtækjafræðingur að lok- um. ...fram undan Gamlárshlaup UFA hefst kl. 12 á gamlársdag við Dynheima | á Akureyri. Skráning hefst á : sama stað kl. 11 og stendur til kl. 11.45. Vegalengdir eru 4 km og 10 km. Keppt er sex Ialdursflokkum kvenna og karla. Þátttökugjald er 500 krónur. Þetta verður í sjöunda sinn sem gamlárshlaup UFA er haldið. í fyrra voru þátttakendur rúmlega fjörutíu þrátt fyrir nýstandi kulda, 15 stiga frost. Gamlársshlaup KKK hefst við Jaðarbakkalaug á Akranesi á gamlársdag kl. 13.00. Sameiginleg upphitun hefst 20 mínútum fyrr. Vegalengdir eru 2 km, 5 km og 7 km. Þátttökugjald er 300 kr. en hlaupið er í tilefni dagsins og verða útdráttarverðlaun þar : sem þeir eiga möguleika sem í mark komast. Þetta er þriðja skiptið sem Akurnesingar I hlaupa á gamlársdag og í fyrra tóku tæplega tvöhundruð manns þátt. Gamlárshlaup ÍR hefst kl. 13 við gamla ÍRhúsið við Túngötu í Reykjavík. Sjá nánar í frétt hér á síðunni. Umsjón Ólafur Geirsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.