Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1996, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996
lönd
39
Bærinn Corleone á Sikiley er
þekktur fyrir tvennt, fyrir naftiið
sem Mario Puzo gaf „Guðföðumum“
og fyrir að vera aðsetur þekktustu
maflufjölskyldunnar á eyjunni.
En Corleone er einnig farinn að
vekja athygli vegna konunnar sem
þar ræður ríkjum. Bærinn er heimili
Antoniettu Riina, eiginkonu mafíu-
foringjans Salvatore „Toto“ Riina,
sem nú er fremst meðal „guðmæð-
ranna“ á Ítalíu.
Fréttaljós
á laugardegi
Eiginkonur mafíuforingja, sem
hafa verið fangelsaðir eða myrtir,
hafa tekið við stjórninni í „fjölskyl-
dufyrirtækjunum". Nú eru það guð-
mæður sem hafa með höndum fjárk-
úganir og morð.
Á flótta í 25 ár
Fyrir þremur árum stöðvaði leigu-
bíll fyrir utan hús í miðbæ Corleone
og út úr honum stigu Antonietta,
Ungar mafíukonur
með sjálfstæða
starfsemi
Ungar konur úr mafíufjölskyldun-
um eru einnig farnar að starfa sjáif-
stætt. Emanuela Azzarelli, sem er 21
árs, er sögð stýra eigin flokki í bæn-
um Gela á Sikiley þar sem átta
manns voru myrtir á 25 mínútum
árið 1990. Þegar Emanuela var 16 ára
fór hún fyrir hópi sem stundaði
veskjaþjófnað og aðra glæpastarf-
semi.
Árið 1989 var aðeins ein kona
ákærð fyrir mafíustarfsemi. Á síð-
asta ári voru 89 konur ákærðar. Þó
að það sé lítið í samanburði við
fjölda handtekinna karla er þróunili
augljós, að sögn lögreglunnar. Hún
er beint upp á við.
Vill ekki deyja
fyrir aldur fram
En það eru einnig til mafíukonur
sem vilja breytingu. Meðal þeirra er
Piera Aiello frá Sikiley. Hún giftist
Ekkjurnar og eiginkonurnar hafa tekið við stjórnartaumunum í mafíufjölskyldunum:
„Guðmæðumar" sjá um
morð og fjárkúganir
Mafíuforinginn Leoluca Bagarelia er á bak viö lás og slá. Frænka hans er Ni-
netta, eiginkona mafíuforingjans Riina. Sfmamynd Reuter
sem þekkt er undir nafhinu Ninetta,
og börn hennar fjögur. Þau höföu
ekki sést í bænum árum saman en
allir vissu hver þau voru og skildu
ástæöu komu þeirra.
Eftir að hafa verið 25 ár á flótta
hafði Toto verið handtekinn. Hann
komst reyndar í fréttimar í nóvemb-
er síðastliðnum er yfirvöld höfnuðu
beiðni hans um lífeyri. Toto kveðst
vera fátækur maður og neitar öllum
sakargiftum. Lögreglan segist hins
vegar hafa fundið gull og gimsteina
undir gólfi í íbúð hans á Sikiley.
Opinber koma eiginkonu Totos til
Corleone táknaði hara eitt, hún var
komin til að taka við stjóminni í fjel-
skyldufyrirtækinu.
í Napólí og Kalabríu hafa konum-
ar einnig komið út úr eldhúsinu. Þar
sem svo margir mafíósar hafa verið
handteknir eða myrtir sjá konumar
sér ekki lengur fært að halda sig til
hlés. Og þegar þær fengu loks ein-
hver völd kom í ljós að þær voru
jafnfærar og karlamir til að takast á
við skuggalegustu hliðar starfsem-
innar.
Fædd inn í
mafíufjölskyldu
Ninetta er ekki bara gift inn í
mafiufjölskyldu heldur fæddist hún
inn í eina slika. Föðurbróðir hennar
Eiginkona Salvatore „Toto“ Riina,
Ninetta, er fremst meöal „guömæör-
anna“ á (taliu. Riina afplánar nú
margfaldan lífstíöarfangelsisdóm.
er Corleoneforingi. Eftir að hafa ver-
ið gift Toto í aldarfjórðung er hún
enn þekkt undir fjölskyldunafninu
Bagarella.
„Opinberlega snýst líf kvennanna
í mafíufjölskyldunum um elda-
mennsku, barnauppeldi, safnaðar-
störf og heimilið," segir leynilög-
reglumaður í Palermo sem ekki vill
láta nafns síns getið. „En i raun vita
þær allt. Þær húa í sömu húsum og
mafíuforingjamir. Þær þekkja alia
og samræðumar fara ekki fram hjá
þeim. Og þær búa næstu kynslóð
undir lífið,“ bætir hann við.
Það var í byrjun níunda áratugar-
ins sem guðmæðurnar fóm að verða
áberandi. Það var nefnilega þá sem
dómarinn Giovanni Falcone hóf
rannsóknir sinar.
Fákk leiðbeiningar
úr fangelsinu
í Napólí tók Rosetta Cutolo við
stjóminni þegar bróðir hennar Raf-
faele var handtekinn. Hún fékk leið-
beiningar frá bróðumum þar sem
hann sat í fangelsi. Hún var sjálf
handtekin 1993, 57 ára að aldri. Þá
haföi hún verið á flótta í 15 ár og
einu sinni leitað skjóls í klaustri.
Nú ræður Carmela Giuliano, 42
ára, ríkjum í einni af valdamestu
mafíufjölskyldunum á svæðinu. Eig-
inmaður hennar, Luigi, var dæmdur
í tíu ára stofufangelsi sem hann er
senn búinn að afplána. I mars síðast-
liðnum var Carmela handtekin, sök-
uð um fíkniefnasölu. Henni var
sleppt og hún harðneitar öllum
tengslum við starfsemi mafíunnar.
„Ég er einföld sveitastúlka og eins og
hver önnur húsmóðir í minni fjöl-
skyldu,“ segir Carmela. Út á við er
henni hins vegar sýnd ákaflega mik-
il virðing og heima er hún umkringd
ráðgjöfum. Það þykir utanaðkom-
andi reyndar svolítið einkennilegt.
Tvö bama Guiliano eru einnig í
stofufangelsi fyrir meinta fjárkúgun.
Carmela og Luigi búa i rammgirtu
húsi og eru ljóskastarar á hverju
strái utanhúss.
1000 lágu ívalnum
Luigi, sem er 46 ára, varð mafíu-
foringi þegar hann myrti banda-
menn keppinauta sinna, Cutolofjöl-
skylduna. Þegar blóðbaðið var á
enda lágu 1000 manns í valnum.
Fimm systur Luigis og fjórir af
fimm bræðrum hans eru enn á kafi í
fjölskyldufyrirtækinu en Carmela
kveðst ekki vita hver sýsla þeirra sé.
Hún gekk í hjónaband 16 ára gömul
og lærði því snemma hvert hlutverk
eiginkonu mafiuforingja er, nefni-
lega að láta alltaf sem hún viti ekk-
ert.
Guðmæðurnar eru sérstaklega
lagnar við peningaþvott, aö þvi er
sérfræðingar segja. Sumar þeirra
hafa sýnt aö þær standa ekki að baki
körlunum í alvarlegri glæpum þegar
á reynir.
Systur rændu
13 banka
Teresa Deviato var alræmdasta
„svarta ekkjan“ þar til hún var
han^tekin í mars síðastliðnum. í
kjölfar fráfalls eiginmanns síns, Ant-
onios, haföi hún yfirumsjóm með
verndarfé og rændi 13 banka ásamt
systrum sínum.
í Taranto á suðurströnd Ítalíu
sfjómar D’Andria fjölskyldan fjár-
kúgun og viðskiptum með fikniefni.
Höfuð fjölskyldunnar er Maria
D’Andria, 39 ára gömul fjögurra
barna móðir, sem tók við stjóminni
er eiginmaður hennar var myrtur
1988.
í Calabria tók Giuseppa Gordello
við mannránum og fjárkúgun þegar
eiginmaður hennar Nino varð að
flýja fyrir sex ámm. Hún fékk systur
sína Caterinu til að aðstoða sig.
heróín- og kókaínsala af Cosa Nostra
ættinni. Tengdafaðir hennar var
myrtur 1984 og eiginmaður hennar
varð að hefna föður síns. En hann
var myrtur 1991 fyrir framan unga
eiginkonu sína áður en hann kom
fram hefndum. Piera ákvað að snúa
við blaðinu og haföi samband við
saksóknarann Paolo Borsellino. Hún
sagði honum að hún hefði trúlofast
14 ára, gifst 18 ára, oröið móðir 21
árs og ekkja 23 ára. Hún heföi fæðst
fyrir tímann en heföi ekki löngun til
að deyja fyrir aldur fram.
Er Piera haföi skriftað kom mág-
kona hennar einnig til saksóknar-
ans. Og sömuleiðis kona frá fjöl-
skyldu keppinautanna. Saman sög^..
þær til moröingja og fíkniefnasala og
fyrrverandi borgarstjóra sem var
orðinn þingmaður.
Þýtt og endursagt úr The Express Sunday.
OPIÐ
frá kl. 10-18 í dag*
-
Í1 MIÐBÆJARMYNDIR '
WlJ Lækjargötu 2 - 561 1530