Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1996, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1996, Blaðsíða 38
LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 ★ 46-* skák Danskur sigur á alþjóðamóti Guðmundar Arasonar Danski alþjóðameistarinn Bjarke Kristensen fór með sigur af hólmi á alþjóðlegu móti Guðmundar Ara- sonar sem fram fór í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Sigur Ðanans var verðskuldaður og ör- uggur, þrátt fyrir að tap hans í þriðju síðustu umferð fyrir Eng- lendingnum Dunnington hefði hleypt nokkurri spennu í mótið. ís- lendingunum tókst að gera erlendu titilhöfunum allmargar skráveifur en engum tókst þó að hreppa áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. ísfirð- ingurinn sókndjarfi, Guðmundur Gíslason, þurfti að vinna enska al- þjóðameistarann Andrew Martin í lokaumferðinni til þess að ná áfanga en lagði of mikið í sölurnar og tapaði. Bestum árangri íslendinganna náði Áskell Örn Kárason sem varð í 3. sæti á stigum. Áskell er í stöðugri framför. í síðustu umferð var hann fljótur að vinna rússneska alþjóða- meistarann Alexander Raetski sem varð að leggja niður vopn eftir að- eins 21 leik. Raetskí reið ekki feit- um hesti frá viðskiptum sínum við íslendinga: tapaði einnig fyrir Guð- mundi Gíslasyni og Bergsteini Ein- arssyni. Staða efstu manna varð þessi: 1. Bjarke Kristensen (Danmörku), 7 v. af 9 mögulegum. 2. Angus Dunningston (Englandi), 6,5 v. 3. -7. Áskell Öm Kárason, Thomas Enquist (Svíþjóð), Matthew Tumer og Andrew Martin (Englandi), Al- bert Blees (Hollandi), 6 v. 8.-14. Guðmundur Gíslason, Jón G. Viðarsson, Bragi Halldórsson, Bragi Þorfinnsson, Jón Viktor Gunnarsson, Alexander Raetskí (Rússlandi) og Bmno Carlier (Hollandi), 5 v., o.s.frv. Þetta er í annað sinn sem Guð- mundur Arason, fyrrverandi forseti Skáksambands Islands, styrkir mótshald af þessu tagi. Góður róm- ur var gerður að keppninni sem hef- ur efalítið haft tilætluð áhrif, þ.e. að veita efnilegum skákmönnum okkar (ungum sem eldri) tækifæri til þess að tefla við erlenda meistara. Skoðum tvo sigra íslendinga gegn erlendum alþjóðlegum meisturum - fyrst stutta og snarpa skák Áskels Amar við Raetskí en síðan ævin- týralega baráttu Guðmundur Gísla- sonar við Hollendinginn Carlier. Hvítt: Alexander Raetskí Svart: Áskell öm Kárason Bogo-indversk vöm. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 Bb4+ 4. Rd2 0-0 5. Bg2 b6 6. Rf3 Rc6 7. 0- 0 e5 8. Rb3 exd4 9. Rfxd4 Rxd4 10. Rxd4 Bc5 11. b3 He8 12. Bb2 c6 13. Dc2 He5 14. e4 Hh5 15. Hadl Rg4 16. h3 Re5 17. Rf5 Annar góður kostur er 17. f4 því að ef 17. - Bxh3 18. fxe5 dxe5 19. Bxh3 Hxh3 20. Kg2 og losnar úr leppuninni. 17. - Bxf5 18. exf5 Dg5 19. g4 Hér var 19. De2 traustara. 19. - Rxg4! 20. hxg4 Dxg4 Hótar fyrst og fremst 21. - Hg5 og óverjandi máti á g2. Með 21. Hfel getur hvítur sett undir lekann (ef 21. - Hg5 22. De4, eða 21. - Hxf5 22. He2) og óvist er hvort svartur getur sýnt fram á nægar bætur fyrir manninn. En nú verður Rússanum alvarlegur fótaskortur. 21. De4?? Dg3! - og Raetskí gafst upp. Hvítt: Guðmundur Gíslason Svart: Bruno Carller Pirc-vöm. 1. d4 g6 2. e4 Bg7 3. Rf3 d6 4. Umsjón Jón LÁmason Bc4 RfS 5. De2 0-0 6. 0-0 Bg4 7. e5 dxe5 8. dxe5 Rd5 9. Rbd2 Rb6 10. e6 f5 11. Bb3 Rc6 12. c3 Re5 13. De3 f4 14. Dxe5!? Djarflega leikið. Guðmundur læt- ur drottninguna fyrir tvo létta menn og von um meira. En fómin er hæpin. 14. - Bxe5 15. Rxe5 Bf5 16. Rdf3 c5?! 17. Bxf4 c4 18. Rf7 Dc8?! 19. Be5 Hxf7 20. exf7+ Kxf7 21. Bdl Rd7 22. Bd4 Dc7 23. Hel e5? Svartur hefur ekki teflt sem ná- kvæmast og nú vega færin nokkuð jafnt. Með síðasta leik fómar svart- ur peði til þess að einfalda taflið en einföldunin er hvítum í hag. 24. Rxe5 Rxe5 25. Hxe5 He8 26. Hxe8 Kxe8 27. Bf3 Be6 28. Hel Kf7 29. He5 b6 30. h4 Dd7 31. Bdl Bg4 32. Í3 Bf5 33. a4 Bd3 34. Kf2 Dd8 35. g3 Dd7 36. g4 Dd8 37. Kg3 Dd6 38. f4 Dc6 39. Bf3 Dxa4 Ætlun svarts var að næla sér í þetta peð en á meðan hefur hvítur bætt stöðuna jafnt og þétt. Nú eru færi hvíts skyndilega orðin afar hættuleg. 40. f5! Dd7? Betra er fyrst 40. - gxf5. 41. f6! Dd6 42. g5 Kf8 43. Bd5 Dc7 44. Kf2 Bf5 45. f7! Bd7 46. He8+! - og nú gafst svartur upp. Ef 46. - Bxe8 47. Bg7+! Kxg7 48. fxe8=R+! og næst Rxc7 og vinnur létt. Jólapakkamót Hellis Yfir tvö hundmð ungmenni á grunnskólaaldri tóku þátt í jóla- pakkaskákmóti Taflfélagsins Hellis sem fram fór laugardaginn fyrir jól í nýju húsnæði Hellis í Mjódd. Hell- ir hefur samið um leigu á aðstöðu í glæsilegum húsakynnum Bridge- sambandsins sem hentar ekki síður til tafl- en spilamennsku. Húsnæðið er í Þönglabakka 1, á 3. hæð, og er inngangur sá sami og hjá Keilu í Mjódd. Teflt var i fjórum aldursskiptum flokkum, fimm umferðir af tíu mín- útna skákum i hverjum flokki. Úr- slit urðu þessi: Keppendur fæddir 1981-83: 1.-2. Bragi Þorfinnsson (Æfingaskól- anum) og Bergsteinn Einarsson (Breiðholtsskóla), 4,5 vinningar; 3.^4. Stefán Kristjánsson (Mela- skóla) og Davíð Kjartansson (Réttar- holtsskóla), 4 v. Keppendur fæddir 1984-’85: 1. Elí Bæring Frímannsson (Smára- skóla), 4,5 v. 2.-5. Einar Steinsson (Svíþjóð), Ingibjörg Edda Birgisdótt- ir (Hólabrekkuskóla), Kristján Freyr Kristjánsson (Seljaskóla) og Hlynur Hafliðason (Breiðagerðis- skóla), 4 v. Keppendur fæddir 1986-’87: 1.-2. Stefán Guðmundsson (Kársnes- skóla) og Dagur Amgrímsson (Mela- skóla), 5 v. 3.-4. Sigfús Páll Sigfús- son (Æfingaskólanum) og Hjörtur Ingvi Jóhannsson (Ölduselsskóla), 4,5 v. Keppendur fæddir 1988 og síð- ar: 1.-2. Ámi Ólafsson (Ártúns- skóla) og Benedikt Öm Bjarnason (Ölduselsskóla), 5 v. Víðir Smári Pedersen (Digranesskóla) og Hjalti Freyr Halldórsson (Ártúnsskóla), 4,5 v. Veittir vom jólapakkar í verð- laun fyrir efstu sætin, auk þess sem dregið var um fleiri vinninga. Styrktaraðilar mótsins voru Gullúr- ið, íslandsbanki, Leikbær, Mál og menning, Penninn, Ritfangaverslun í Mjódd, Skákprent og VISA ísland. ★ * ★ ÁTÍr idge Svör við jólaþrautum Sveitakeppni S/A-V 4 53 44 K1075 -+ D109 * K975 * Á8 V D942 + ÁKG753 * Á 4 K64 N V A S ÁG863 ♦ 8 * D842 * DG10972 ♦ 642 * G1063 . Suður opnaði á þremur spöðum og noröur hækkaði í fjóra. Vestur spilaði út hjartafimmi, lítið úr blindum, gosinn frá austri og þú trompaðir. Hvað svo? Lausn: Vestur spilaði ekki út tígli, því er ólíklegt að hann eigi einspil eða 1098. Þess vegna er lík- legt að vestur eigi annaðhvort tví- spil í tígli eða drottningu þriðju. Það er því góður möguleiki að spila tígli í öðrum slag og svína gosanum. Ef svíningin heppnast þá spilar þú spaðaás og meiri spaða um leið og þú spyrð makker af hverju hann hafi ekki sett þig í slemmuna. Fallegir silfurskartgripir, keramikvörur o.fl. ALLT Á AÐ SELJAST. Silfurskemman Skólavörðustíg 12 Misheppnist svíningin og vestur spilar laufi til baka (best) þá spilar þú litlum spaða frá ásnum. Sé ann- ar hvor varnarspilaranna með kónginn annan í trompi, eða ef einhver með kónginn þriðja drep- ur, þá er spilið unnið. Ef þú átt slaginn þá tekur þú trompás, trompar hjarta heim og spilar trompi. Ef laufið er stíflað þá vinn- urðu spilið samt. Ég held að þetta sé besta spilamennskan nema ein- hver bendi á betri. Sveitakeppni. N/N-S 4 ÁD82 + ÁK109432 4 6 4 9543 4» Á964 ♦ DG 4 G82 N 4 K 4* KG10852 ♦ 76 4 Á1075 4 G1076 44 D7 4 85 4 KD943 Þú spilar fimm spaða, vestur spilar út hjartaás sem neitar kóngnum. Austur lætur lítið og vestur skiptir í laufáttu sem aust- ur drepur á ás. Hann spilar meira laufi og þú tekur við. Lausn. Hvað er að gerast? Af hverju ert þú inni heima í stað þess að vera frosinn í blindum á tígli eða með því að trompa hjarta? Geti austur eitthvað í spilinu þá hlýtur hann að vera með spaða- kónginn einspil og er að gefa þér færi á því að skera sjálfan þig á háls með því að fá tækifæri til þess að svína trompinu. Vegna þess hve trompliturinn er sterkur getur þú stritt austri dálít- ið með því að spila spaðagosa. Þeg- ar vestur lætur náttúrlega lítið þá drepur þú á ásinn meðan þú segir austri með nokkrum vel völdum Umsjón Stefán Guðjohnsen orðum að hann sé ekki að spila við neinn aula. Eftir að spaðakóngurinn dettur þá prófar þú tígulinn því ef vestur á þrílit verður þú að trompa tígul áður en þú tekur trompin með því að svína spaðaáttu. Nokkuð laglegt spil, er það ekki? 4 * ♦ ÍEJNFALDA k 4 ¥ * Einfalda Bridgekerfið ;;A'.viit--,'!í‘ Ut er komið Ein- falda bridgekerfið, nýr bæklingur sem gerir öllum kleift að læra bridge fyrir lítinn pen- ing. f bæklingn- um er farið í 8egnum spila- ‘ \ reglur, sagnir, . „~.**>'**£. \ úrspil, varnar- i íuSA reglur, stiga- I gjöf, keppnis- form og fleira. Bæklingurinn fæst meðal annars í bókaverslun- um, hjá Bridgesambandi íslands, Þönglabakka 1 (Mjóddinni) og hjá IB- blaðadreifingu sem er dreifingaraðili Einfalda bridgekerfisins. Leiðbeinandi smásöluverð bæklingsins er 499 krón- ur. Höfundur Einfalda bridgekerfisins er Haukur Ingason og er forsvarsmönnum fyrirtækja, félaga, skóla og öðrum sem hug hafa á t.d. eins kvölds bridgekennslu fyrir starfsfólk, félags- menn eða aðra, bent á að hafa samband við hann í vinnusíma 568 6044 eða í heimasíma 567 1442. Spilafélagi Hauks Ingasonar er Jón Þorvarðarson, en þeir félagar eru ný- bakaðir bikarmeistarar Bridgefélags Reykjavíkur. í vetur var spiluð tví- menningskeppni hjá Bridgefélagi Reykjavíkur og samhliða henni fór fram bikarkeppni para. Haukur og Jón stóðu uppi sem sigurvegarar eftir nauman sigur gegn Júlíusi Snorrasyni og Hjálmari S. Pálssyni í úrslitum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.