Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1997, Blaðsíða 2
fréttir LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997 13“V Umdeild sala á orlofshlutdeild eða dvalarrétti á sumardvalarstöðum: Ein sólarvika á ári á 500 þús- und og flugfar ekki innifalið - margir vilja rifta samningum, segir lögmaður Neytendasamtakanna „Töluveröur lööldi fólks hefur snúiö sér til Neytendasamtakanna til að leita ráöa með hvemig það getur rift samningum sem það hef- ur gert um kaup á orlofsrétti og þessi kaup hafa fengist dregin til baka,“ segir Hjalti Pálmason, lög- maður Neytendasamtakanna, í sam- tali við DV. Fyrirtæki sem heitir GCI á ís- landi er um þessar mundir að selja fólki það sem kallað er orlofshlut- deild eða dvalarrétt i tiltekinn tima á sumardvalarstöðum eða hótelum erlendis. Boðinn er orlofsréttur í eina viku á ári í fyrirbæri sem heit- ir Sunset Beach Club og til að eign- ast þessa einu sólarviku þarf að greiða allt að 5-600 þúsund krónur. íbúðirnar em sagðar notaðar af búseturéttarhöfum í 50 vikur á ári, þannig að kaupendur eru að eignast rétt til að nota íbúð á móti 49 öðmm og ef 50 aðilar greiða hver 500 þús- und fyrir íbúðina þá kostar hún 25 milljónir en það er ekki lítið verð fyrir litla hótelíbúð á sólarströnd. Til viðbótar þarf kaupandi orlofs- réttarins að greiða árlegt umsjónar- gjald sem væntanlega á að standa undir viðhaldi og sköttum af eign- inni. Eftir að hafa verið búseturétt- areigandi í tvö ár þurfa menn það- an í frá að greiöa um 5 þúsund krónur á ári í félagsgjald og svo að síðustu að kosta ferð sína sjálfir til og frá sólarströndinni. Þetta er óneitanlega mikið verð fyrir hugtak eins og orlofsrétt. Skýrt er tekið fram í samningum sem menn undirrita að þeir séu ekki að kaupa arðbæra fjárfestingu heldur orlofshlutdeild í Sunset Beach Club til að nota til skemmt- unar og í fríi og er þessi réttur bundinn við tiltekna íbúð á tiltekn- um árstíma en vilji menn neyta bú- seturéttar á einhverjum öðrum stað en íbúðin er þarf að greiða sérstakt skiptigjald sem er um 5 þúsund krónur. DV hugðist spyrjast fyrir um hjá GCI á Islandi hvað það væri sem fólk væri í raun að kaupa fyrir þess- ar fjárhæðir og hvers konar eign or- lofshlutdeild i raun væri og hvort hún væri endurseljanleg. Blaða- maður fékk samband við fram- kvæmdastjóra GCI á íslandi, ensku- mælandi mann sem kvaðst heita Terry Bissell. Þegar blaðamaður hafði kynnt sig skellti fram- kvæmdastjórinn á hann. DV hringdi aftur í fyrirtækið og færði stúlka á skiptiborðinu blaðamanni þau skilaboð frá Bissell að hann kærði sig ekki um að ræða við hann. Einn viðmælandi DV segist hafa fengið upphringingu fyrir nokkru frá GCI undir því yfirskyni að ver- ið væri að kanna sumarferðavenjur fólks og hvar þaö vildi dvelja í sum- arleyfi sínu og hvort það ætti greiðslukort. Honum var sagt að nafn hans yrði síðan sett í pott sem ferðavinningur yrði dreginn úr. „Viti menn! Viku síðar var aftur hringt í mig og mér sagt að ég hefði unnið ferðavinning,“ segir þessi maður. Hann segir að sér hafi síðan ver- ið boðið á kynningarfund á Kaffi Reykjavík en þar hafi verið gengið mjög hart að fólki að skrifa undir VISA-raðgreiðslukortasamninga um kaup á orlofsrétti og látið í veðri vaka að ferðavinningurinn yrði nú ekki mikils virði ef hann gerði það ekki. Viðmælandi DV kveðst ætla að láta á það reyna hvort hann fái þennan ferðavinning eða ekki en meðan það sé óljóst vill hann ekki að nafn hans komi fram. -SÁ 60 manns missa vinnuna DV; Ólafsfirði: Starfsemi Hraðfrystihúss Ólafs- fjarðar var hætt um áramótin og við það misstu 60 manns vinnu sína. Hraðfrystihúsið hefur verið einn stærsti vinnustaðurinn í Ólafsfirði. Meginuppistaðan í rekstri fyrirtæk- isins hefur verið frysting bolfisks en mjög mikið tap á henni tvö síð- ustu ár er aðalástæða vinnustöðv- unarinnar. Tap fyrstu níu mánuði ársins 1996 var um 35 milljónir króna. Undanfarin ár hefur verið viðvarandi tap á rekstri fyrirtækis- ins og nú mun allt eigið fé þess vera uppurið. „Þar sem engar breytingar hafa verið á rekstrargrundvelli frysting- ar í landi, eins og vonir stóðu til, eru ekki neinar líkur á að Hrað- frystihús Ólafsfjarðar hefji starf- semi á ný í þeirri mynd sem það hefur verið,“ segir Jón Þorvaldsson, stjórnarformaður HÓ. -HJ Hin árlega vörutalning verslana fór fram í gær og í fyrradag og í tilefni af því voru margar verslanir lokaöar. Þegar litiö var inn um glugga verslana um land allt mátti sjá starfsfólk teljá birgöirnar samviskusamlega enda dugir ekki annaö en hafa gott yfirlit yfir stööu mála þegar staðið er í verslunarrekstri. DV-mynd ÞÖK Launþegahreyfingin, SL og Flugleiðir: 5 þúsund sæti boðin á stéttarfélagsverði Ferðaskrifstofan Samvinnuferð- ir- Landsýn og fulltrúar aðildarfé- laga hennar, sem eru öll stærstu launþegafélög landsins, undirrit- uðu í gær samning um ráðstöfun á um 5 þúsimd sætum til nokkurra helstu áfangastaða Flugleiða. Allir farmiðarnir verða boðnir á stéttar- félagsverði. Um er að ræða flug á timabilinu 8. maí til 15. september til áfang- astaða í Evrópu og Bandaríkjun- um. Þetta er í sjöunda skipti sem Samvinnuferðir-Landsýn og Flug- leiðir gera með sér samning af þessu tagi fyrir launþegahreyfing- una, en það var fyrst gert árið 1991. Verð hefur haldist nánast óbreytt frá því í fyrra, en meðal- talshækkun er innan við tvö pró- sent. Dæmi um verð á aðildarfé- lagsgjaldi nú er að far fýrir fullorð- inn með sköttum kostar kr. 23.480 til Kaupmannahafhar, kr. 20.100 til Glasgow og 38.400 til Baltimore. í öllum tilvikum er miðað við að keypt sé fyrir 8. mars nk. Sala á farmiðunum hefst mánudaginn 13. janúar nk. -RR Frá undirritun samningsins í gær. Frá vinstri er Helgi Jóhannsson frá Samvinnuferöum-Landsýn, Símon Pálsson frá Flugleiöum, Pétur Maack frá VR, Halldór Grönvold frá ASI og Olga Herbertsdóttir frá Farmanna- og fiskimannasam- bandinu. stuttar fréttir Stækkar Dagur-Tíminn? 1 Dagur-Tíminn hyggst færa út 1 kvíamar á næstunni, Forráða- I menn blaðsins hafa átt viðræður II um kaup á Alþýðublaðinu, Viku- blaðinu og Víkurblaðinu á Húsa- | vík. Bylgjan greindi frá þessu. 1 Vinna aftur á Þingeyri Byggðastofnun ætlar að að- stoða Fáfni á Þingeyri við I frjálsa nauðasamninga og I skuldbreytingar svo að vinna geti hafist í frystihúsinu á ný. RÚV greindi frá þessu. Betri kennarar j Þrír háskólar hafa sameinast j um að efla kennaramenntun. j Fyrst ætla skólamir að efla | menntun raungreinakennara. Menntamálaráðherra fagnar þessu framtaki. RÚV’fegh' frá. Loðnuveiðar hafnar Þrjú loönuskip em komin til 1 loðnuveiða suður af Gerpi og jj nota flottroll. Veiðin er góð og | um 100 tonn í hali, að því er : j RÚV segir. Hafís við Vestfirði Þéttur hafis er skammt imd- an siglingaleið við Vestfirði, um 30 sjómílur frá landi þar | sem skemmst er. Vel verður I fylgst með hafisnum, að sögn 1 Veðurstofunnar. Nýtt hlaup í vor Vatn streymir í Grímsvötn úr gosgjánni sem myndaðist í | haust. Jarðvísindamenn flugu : yfir Vatnajökul í gær og telja I þeir að nýtt Grímsvatnahlaup j geti skollið á innan hálfs árs, I eöa fyrir vorið. RÚV sagði frá. ■ Tónlistarstyrkir Tveir ungir hljómlistarmenn : fengu hvor 200 þús. kr. styrk í j ; gær úr Minningarsjóði Karls | Sighvatssonar. Þeir eru Gunnar I Gunnarsson og Vignir Þór Stef- : ánsson. Hljómleikar á vegum | minningarsjóðsms voru nýlega haldnir og varð hagnaður af 1 þeim 1,5 milljónir króna. ISvartfuglar merktir Sl. sumar voru um 4000 svart- fuglar merktir, en merkingar fuglanna hafa verið stundaðar undanfarin ár í samvinnu við lönd á norðurslóðum. Með þessu er verið að kanna ferðir fuglanna um varptíma og helstu vetrardvalarstaði þeirra. 1 -SÁ DV-mynd S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.