Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1997, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1997, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997 Sleeper í Háskólabíói: „Þetta er sönn saga um náinn vinskap. Þetta er saga mín og þeirra þriggja vina minna sem skiptu mestu máli fyrir mig. Tveir þeirra urðu morðingjar sem náðu ekki þrjátíu ára aldri. Sá þriðji varð lögfræðingur, en gat aldrei starfað við sitt fag þar sem hann komst aldrei yfir hrylling- inn sem yfir okkur dundi. Ég er því sá eini sem getur talað fyrir þá og sagt frá því hvemig böm við vorum.“ Þannig byrjar sögumaður að segja sögu sína í Einstirni irkirk Mikiö og gott drama um þrjá lögreglustjóra í smábæ í Texas sem starfa hver á sínu tímaskeiði. í sérlega vel skrifuðu hand- riti verður það sem byrjaði sem morðsaga að sögu um leynd- armál og tilfmningar þar sem fjöldi persóna kemur við sögu. Besta mynd Johns Sayles til þessa. -HK Djöflaeyjan irkirk Nýjasta kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar er mikið og skemmtilegt sjónarspil sem sveiflast á milli gamans og alvöru. Gísli Halldórsson og Baltasar Kormákur eru bestir í sterkum hópi leikara þar sem margar persónur verða eftirminnilegar. -HK Brimbrot kkirk Ákaflega mögnuð kvikmynd hins danska Lars von Triers um ástir og örlög tveggja ungmenna í samfélagi strangtrúaðra kalvínista í Skotlandi í byijun áttunda áratugarins. Óvenjuleg ástarsaga og óvenjusterk, með aldeilis frábærum leik. -GB Lausnargjaldið Vönduð og spennandi afþreyingarmynd sem einnig ristir í mannlegar tilfmningar og er myndin rós i hnappagat leik- stjórans, Rons Howards (Apollo 13). Mel Gibson sýnir góðan leik og lýsir vel þeirri örvæntingu sem grípur foður þegar syni hans er rænt. -HK Reykur kkk Framúrskarandi vel skrifuð og vel leikin mynd um fólk í Brooklyn sem segir sögur í gríð og erg, sumar sannar en aðr- ar ekki. Sprelllifandi og skemmtilegar mannlýsingar. GB Ríkharður III. ★★★ Áhrifamikil og sterk kvikmynd upp úr leikriti Shakespeares sem fært er yfir á fjórða áratugiim. Ian McKellan er í miklu stuði sem hinn lævísi og grimmi konungur sem í.nútimagervi sinu minnir á nútímastríðsherra sem hafa haft valdagræðgi að leiðarljósi. -HK Matthildur ★★★ Danny DeVito, sem bæði leikstýrir og leikur, hefur gert heil- steypta ævintýramynd sem gerist í nútímanum og er óhætt að mæla með Matthildi fyrir alla fjölskylduna. Mara Wilson í tit- ilhlutverkinu er hvers manns hugljúfi og geislar af leikgleði. Hringjarinn frá Notre Dame kkk Nýjasta Disney-teiknimyndin hefur klassikina I bókmenntum sem fyrirmynd. Nokkuð skortir á léttleika sem er að finna í meistaraverkum Disneys en myndin er samt sem áður góð al- hliða skemmtun fyrir alla. Oftast áður hefur samt tónlistin verið skemmtilegri. Hamsun ★★★ Max von Sydow fer á kostum sem norski rithöfundurinn Knut Hamsun í þessari mynd um eftirmál þess að skáldiö lýsti yfir aðdáun sinni á Hitler og stefnu hans. Um margt áhrifamikil mynd en óhófleg lengd skemmir mikið fyrir. -GB Hetjudáð kki Tveimur athyglisveröum og dramatískum sögum úr Persaflóa- stríðinu eru gerð góð skil f vel skrifuðu handriti. Denzel Was- hington er góður í hlutverki herforingja sem þarf að eiga viö samvisku sína en Meg Ryan er ekki beint leikkona sem er sannfærandi í fremstu víglínu í stórhemaði. HK Dragonheart ★★★ Dragonheart er ævintýramynd upp á gamia mátann þar sem nýjustu tækni og brellum er beitt og gengur myndin ágætlega upp þótt ekki sé hún hnökralaus. Góður húmor hefúr sitt að segja um útkomuna. -HK Aðdáandinn ★★★ Robert De Niro á góðan dag í hlutverki andlega truflaðs hnífasölumanns sem rænir syni hafnaboltahetju sem hann dáir og dýrkar. Þokkaleg mynd hjá Tony Scott en hún er þó bæði of löng og of hávaðasöm. -GB Til síðasta manns ★★★ Það er mikil stífl yfir myndinni og má segja að kvikmynda- takan, klipping og góð tónlist skapi flna stemningu. Bruce Wiflis er sem fyrr góður töffari og hjálpar það mikið til að úr verður ágæt skemmtun. -HK Sleepers sem Háskólabíó frumsýndi í gær. Mynd- in er byggð á um- deildri bók eftir Lorenzo Carca- terra, sem bygg- ist á sönnum at- burðum. Um er að ræða sögu um fjóra unga drengi sem voru settir á betr- unar- hæli þar sem þeim taka þeir lögin í sínar hendur." Barry Levinson, sem jöfnum hönd- um vinnur sem leikstjóri, hand- ritshöfundur og framleiðandi, fékk ósk- arsverðlaun sem besti leik- stjóri árið 1988 fyrir Rain Man, en sú mynd var einnig valin besta kvik- mynd það árið. Rain Man náði miklum vin- sældum og svo er um fleiri var mis- þyrmt og nauðgað. Það er mikill og góður leik- arahópur sem skipar hlut- verkin og má nefna Kevin Dustin Hoffman leikur lögfræðing sem tekur að sér að verja þá tvo pilta sem ásakaðir eru fyrir morö. Bacon, Robert de Niro, Dustin Hoffman, Jason Patrick, Brad Pitt, Brad Renfro og Minnie Driver. Leikstjóri er Barry Levin- son, sem þykir hafa gert góða kvikmynd úr áhrifaríku efni. Afdrifarík strákapör Myndin gerist í New York á sjöunda ára- tugnum, í hverfi sem kallast Eldhús helvit- is. Þetta er ekki besti staðurinn til að alast upp í en í skóla sem rekinn er af kaþólsku kirkjunni alast upp fjórir vinir og eru þeir allir í uppáhaldi hjá skólastjóranum sem er kaþólskur prestur. Strákarnir koma frá vandræðaheimilum og eru því mikið á göt- unni innan um alls konar lýð. Einn heitan sumardag ákveða þeir í leiðindum að stríða pylsusala og færa til pylsuvagninn hans. Þetta prakkarastrik tekst þó ekki betur en svo að þeir verða næstum manni einum að bana. Drengimir eru allir ákærðir fyrir glæp og dæmdir í níu til átján mánaða vistar á betrunarskóla fyrir drengi. Þrátt fyrir að hafa alist upp í Eldhúsi helvítis eru þeir aRs ekki undir þá grimmd og svívirðingu búnir sem verðir undir forystu sadista að nafni Sean Nokes beita og líf þeirra verð- ur aldrei það sama og áður eftir vist þeirra í skólanum. EUefu árum síðar hittast tveir vinanna og þar sem þeir sitja á veit- ingastað sjá þeir vörðinn sem fór hvað verst með þá. Stund hefndarinnar er runnin upp. Amerísk tra- gedía „Sleepers er amerísk tra- gedía,“ segir leiksfjórinn Barry Levinson um mynd sína. „Hún fjallar um unga menn úr hverfi þar sem allt önnur lögmál gilda en víðast/ hvar annars staðar. Þegar þeir sjá þann sem þeir telja eiga Robert de Niro ieikur kaþólskan prest sem hefur kennt drengjunum fjór- sök á hörmum þeirra um sem dæmdir eru til vistar á betrunarhæli. myndir Levensons. Má nefna Good Morning Vietnam og Bugsy sem báðar voru einnig til- nefndar til óskarsverðlauna. Levinson ólst upp í Baltimore og hefur hann þrisvar notað borgina sem bakgrunn fyrir kvik- myndir sínar. Fyrsta kvikmynd hans, Diner, sem var að nokkru byggð á endurminningum hans, gerist í Baltimore og svo er einnig um Tin Men og Avalon. Eftir að háskólanámi lauk flutti Barry Levin- son til Los Angeles þar sem hann hóf störf sem handritshöfundur fyrir gamanleikara auk þess sem hann skrifaði gamantexta fyrir sjálfan sig og kom fram í ýmsum klúbbum. Hann hætti þó fljótt sjálfur að koma fram en réð sig sem handritshöf- und við ýmsa gamanmyndaflokka í sjónvarpi. Fyrstu kynni sín af kvikmyndum fékk hann í gegnum Mel Brooks, en hann réði Levinson sem meðskrifara að Silent Movie og High Anxiety. Sem handritshöfundur hefur Levinson fengið þrjár óskarstilnefningar (And Justice for All, Di- ner og Avalon). Levinson er nú að vinna að sinni næstu mynd, Sphere, sem gerð er eftir skáldsögu Michael Chricton. Levin- son hefur áður leik- stýrt kvikmynd sem byggð er á sögu eftir Cric- hton, var það Disclosure. -HK ikmyndir Systir Shakespeares Þessa dagana er verið að kvikmynda í Bandarikjun- um Shakespeare’s Sister og leikur Kenneth Brannagh aðalhlutverkið. Þegar nöfnin Shakespeare og Brannagh eru nefnd í sömu andrá dett- ur mönnum að sjálfsögðu klassíkin í hug, enda Brannagh verið duglegur að koma verkum Shakespeares yfir á hvíta tjaldið, en Shakespeare’s Sister kem- ur ekkert nálægt klassík- inni heldur gerist hún á austurströnd Bandaríkj- anna á fjórða áratugnum. Mótleikarar Brannagh eru Madelaine Stowe og Willi- am Hurt. Leikstjóri er Lesli Linker (Now and Then). Misheppnaður , Hinn ágæti leikari Ethan Hawke (Dead Poet’s Society, Alive, Before Sunrise) sendi frá sér skáldsöguna The Hottest State fyrir stuttu og var fyrirfram gert mikið úr afreki hans. Annað er upp á teningnum nú eftir að gagn- rýnendur hafa hakkað í sig bókina og eru þeir nánast all- ir sammála um að Hawke ætti að láta allar tilraunir á ritvellinum eiga sig og halda sig við leiklistina. Fyrir og eftir Félagarnir Quentin Tar- antino eru nú að undirbúa tvær kvikmyndir sem báð- ar tengjast From Dusk till Dawn. Önnur verður fram- hald en hin gerist áður en þeir Gecko-bræður rændu prestinum Jacob Fuller og hittu fyrir vampírur. Tar- antino og Rodriguez munu hafa yfirumsjón með fram- kvæmdum en láta ungum leikstjórum eftir leikstjórn myndanna. Áætlað er að_ gera þær samtímis um mitt næsta sumar og er kostnað- urinn upp á 10 milljón doll- ara hvor mynd um sig. ■ Herra Bean í kvikmynd Það eru margir sem hafa hlegið sig máttlausa við að horfa á sérvitringinn herra Bean í sjónvarpinu Nú á að fara að gera kvikmynd í fullri lengd um ævintýri Beans og heitir hún einfaldlega Mr. Bean. Það er að sjálfsögðu Rowan Atkinson sem leikur Bean og fjallar myndin um ferðalag hans til Ameríku. Og eins og við er að búast 1 nær hann að rústa líf amer- ískrar fjölskyldu. Leikstjóri er Mel Smith. Danny Boyle í Ameríku Hinn skoski leikstjóri Danny Boyle (Shallow Gra- ve, Trainspotting) gerir sína næstu mynd vestanhafs. Um er að ræða kvikmynd gerða eftir handriti samstarfs- manns hans, John Hodges, og heitir hún A Life Less Ordinary. Að sjálfsögðu er Ewan MacGregor í aðalhlutverki, en aðrir leikarar eru Cameron Diaz og Holly Hunter.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.