Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1997, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1997, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 4. JANUAR 1997 Grace Kelly mótaði handtöskutískuna: Kelly taskan frá Hermés er slgild - á því leikur enginn vafi. Kelly töskurnar komu fyrst fram á sjónarsviðið árið 1935 en það var ekki fyrr en árið 1955 sem Kelly tösk- urnar urðu vinsæl- ar að tilstuðlan leikkonunnar Grace Kelly og vin- sælar hafa þær ver- ið alla tíð síðan enda kenndar við þessa vinsælu leikkonu. Hin smekklega Grace Kelly hélt á handtösku frá Hermés þegar hún trúlofaðist Rainier fursta af Mónakó um miðjan sjötta áratuginn og task- an var sjaldan langt undan þegar hún þurfti að sinna opinberum embættis- gjörðum með manni sínum. Smám sam- an öðlaðist taskan fastan sess enda þótt hún sígild að lögun. Kelly taskan hef- m- lítið breyst í ár- anna rás. Lögunin er enn hin sama en efniviðurinn hefur breyst og er taskan nú ýmist gerð úr leðri, dalmatíu- skinni, striga eða krókódílaskinni. Eftirspurnin er gíf- urleg enda eiga slíka tösku konur á borð við Joan Coll- ins leikkonu og Elle Macpherson ofurfyrirsætu. Þriggja mánaða biðlisti er í gangi, sérstaklega þegar um séróskir er að ræða. Grace Kelly var með handtösku frá Hermés þegar hún trúlofaðist Rainier fursta af Mónakó. Taskan var kennd við hana enda Grace ákaflega vinsæl leik- kona. Leikkonan Joan Collins á Kelly handtösku: Ofurfyrirsætan Elle Macpherson á líka Kelly handtösku skyldi hún vera úr krókódílaskinni? sem hún fékk einu sinni á afmælistertunni sinni. Cleese kvæntist sálfræðingnum Alyce Fay fyrir fjórum árum á eyju í Karíba- hafi. John Cleese hlakkar til að verða afi í vor Kvikmyndaleikarinn John Cleese, sem margir muna eftir úr myndinni Fiskur kallaður Vanda, verður afi í vor og hann hlakkar mikið til. Elsta dóttir hans Cynthia og stjúpsonur hans Martin eiga bæði von á bami og það í sömu vikunni í apríl. Og það verður meira um að vera í vor hjá Cleese því þá verður einnig frumsýning á framhaldi myndarinnar Fiskur kallaður Vanda. Framhaldsmyndin ijallar um lítinn dýragarð sem kaupsýslu- maður nokkur eignast. Fram- leiðendur myndarinnar þurftu að finna 115 dýr og voru þau sett í dýragarð sem búinn var til i stúdíói. John Cleese er nú orðinn 57 ára og finnst tími til kominn að verða afi. Hann er þríkvæntur og hafa allar eiginkonurnar ver- ið bandarískar en sjálfur er hann Englendingur. Cleese á dóttur- ina Cynthiu með fyrstu eiginkon- unni, Connie Booth. Hún tók þátt í að skrifa fyrstu þættina í sjónvarps- myndaflokknum Tindastóll þar sem Cleese lék hótelstjóra. Eiginkonan lék hins vegar herbergisþemu á hótelinu. Cleese á einnig dóttur- ina Camillu með eiginkonu sinni númer tvö, Barböru Trent- ham. Núverandi eiginkona Cleese heitir Alyce Fay og er sálfræðingur. Þau gengu í hjónaband á eyju í Karíbahafi fyrir fjórum árum og kostaði brúðkaupsveislan um 10 millj- ónir íslenskra króna. Aðspurður hvort hann sé rík- ur svarar Cleese að það fari eft- ir því við hvern samanburður sé gerður. Hann skorti að minnsta kosti ekkert. Cleese segist hata kulda. Og þar sem hann skortir ekki fé gat hann leyft sér að kaupa hús í Santa Barbara í Kaliforníu þar sem sólin skín á hann á hverjum morgni þegar hann fer á fætur. John Cleese með dótturinni Cynthiu sem á von á barni í apríl. Sean Connery ekki af baki dottinn: Enn kynþokkafullur eftir öll þessi ár Úthaldið er sko í lagi hjá Sean Connery. Þrjátíu og tvö ár em nú liðin frá því hann hafnaði í efsta sæti listans yfir kynþokkafyllstu karlmenn heimsins. Það gerðist eft- ir að honum skaut upp á stjömu- himininn í hlutverki ofumjósnar- ans James Bonds í hinni sígildu Doktor No. Hann er enn á listanum, þótt eitthvað kunni hann að hafa færst neðar sökum æskudýrkunar þeirra sem ráða slíkum listum. Og að verða afi. Já, sonurinn Jason og tengdadótt- irin Mia eiga von á fyrsta bami sínu einhvem tima á næsta ári. Ekki seinna vænna fyrir Sean að verða afi, orðinn 66 ára gamall. Þeir sem til þekkja segja að ekki skuli menn þó gera ráð fyrir að afi gamli dragi þá fram pípustertinn og inniskóna og komi sér fyrir í hæg- indastól með bamabamið í fanginu og fari í afaleik. Enginn tími fyrir slíka afslöppun. Það er nefnilega svo að Connery hefur sjaldan eða aldrei gengið betur í kvikmynda- bransanum og einmitt núna. Hann leikur í hverri vinsælli myndinni á fætur annarri, nú síðast ljáði hann drekanum ógurlega í ævintýra- myndinni Drekahjarta rödd sína. Veriö er að sýna þá mynd í Reykja- vík um þessar mundir. Þá hefur Connery einnig látið til sín taka í leikhúslífínu í Lundúnum þar sem hann stóð að stykkinu Art, sem verið er að sýna í Wyndham leikhúsinu. Þar em engir smákarlar í helstu hlutverkunum, þeir Albert Finney, Tom Courtenay og Ken Scott. Margir furða sig á því hvernig Sean Connery hefur tekist að halda sér svona sætum í öll þessi ár. Svar- ið er einfalt, hann hefur aldrei sleg- ið slöku við í líkamsræktinni, enda fyrrum keppandi um nafnbótina herra alheimur. Núorðið eru æfing- arnar þó ekki eins strangar og áður. En golfið er alltaf á sínum stað og i þeirri íþrótt er karlinn vel liðtækur. Sean Connery með loðna bringu en falin læri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.