Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1997, Blaðsíða 44
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Frjálst,óháð dagblað
LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997
Tvítugur ísfirðingur :
Kærður fyrir
fimm lík-
- amsárásir á
árinu
- grunaður um fleiri
Tveir ungir menn eru grunaðir
um að hafa veitt þriðja aðila tölu-
verða áverka eftir að til átaka
kom í heimahúsi aðfaranótt
nýársdags. Með þessu tilviki hef-
ur annar árásaraðilanna, tvitugur
ísfirðingur, verið kærður fyrir
samtals flmm líkamsárásir á tæpu
ári. Þrjú af líkamsárásarmálum á
framangreindan mann hafa þegar
verið send til ríkissaksóknara en
—, lögreglan er enn með tvö þeirra í
rannsókn.
Þrjú af árásarmálunum eru
meint brot gegn 218. grein hegn-
ingarlaganna, það er stórfelldar
líkamsárásir. Hin tvö málin eru
heldur minni en teljast engu að
. síður hreinar og klárar likams-
árásir.
DV tókst ekki að fá skýringu á
því í gær hjá embætti ríkissak-
sóknara hvers vegna ekki hefur
ennþá verið gefln út ákæra í
neinu af þeim þremur árásarmál-
< "^um mannsins sem þegar hafa
borist þangað.
Samkvæmt upplýsingum DV
hefur umræddur maður verið
grunaður um að hafa komið við
sögu í fleiri líkamsárásarmálum
en þau hafa ekki verið kærð. Mað-
urinn hefur einnig verið kærður í
málum sem snerta fíkniefnamis-
ferli.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglu á ísafirði er málið frá því á
nýársnótt í rannsókn.
-Ótt
MERKILEGA MERKIVELIN
brother pt-2qq____
Islenskir stafir
5 leturstærðir
8 leturgerðir
6, 9 og 12 mm prentborðar
Prentar í tvær linur
Verð kr. 6.995
Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443
H Bylting \ í pizzum / 10.jan.
o -Hut.
L O K I
Seaflower í Namibíu:
Framkvæmda-
stjóranum
sagt upp störfum
- togarakaup í óþökk stjórnar fyrirtækisins ástæöan
Magnús Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri Seaflower í Namibíu í
Afriku, samvinnufyrirtækis ís-
lenskra sjávarafurða og namibískra
aðila, hefur hætt störfum. Sam-
kvæmt heimildum DV uppfyllti
Magnús ekki þær væntingar sem
stjórn Seaflower gerði til fram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins.
Kornið sem fyllti hins vegar mæl-
inn hjá stjórninni og varð til að hún
greip til þess ráðs að víkja forstjór-
anum frá er samkvæmt heimildum
blaðsins það að Magnús tók upp á
sitt eindæmi ákvörðun um að kaupa
togarann Hoffell og var skipinu siglt
frá Fáskrúðsfirði tO Reykjavikur
þar sem það hefur legið við bryggju
síðan. Stjórn Seaflower brást ein-
faldlega ókvæða við þessu og varð
niðurstaðan sú að víkja forstjóran-
um úr starfi. Ætlunin er að annar ís-
lendingur taki við forstjórastarfinu
innan tíðar.
Hvorki náðist í gær í Friðrik Sig-
urðsson, sem situr í stjóm Seaflow-
er, né Magnús Guðjónsson, en Bene-
dikt Sveinsson, forstjóri ÍS, eins aða-
leiganda Seaflower, staðfesti að
framkvæmdastjórinn hefði hætt
störfum hjá fyrirtækinu, en vildi að
öðru leyti ekki tjá sig um málið þar
sem hann ætti ekki sæti í stjórn
þess. Magnús Guðjónsson var áður
framkvæmdastjóri útgerðar- og fisk-
vinnslufyrirtækisins Fáfnis á Þing-
eyri, en það gerði út tvo togara og
rak frystihús sem nú hefur verið
lokað vegna hráefnisskorts síðan í
ágústmánuði í sumar. Báðir togar-
arnir eru nú famir frá Þingeyri, en
í gær var því lýst yfir á borgara-
fundi á Þingeyri að starfsemi hæfist
á ný í frystihúsi Fáfnis.
-SÁ
Veðurblíðan á íslandi hefur verið með eindæmum síðustu daga og hitatölur sýna að í Reykjavík hefur verið hvað
heitast af höfuðborgum Evrópu að undanförnu. Hlauparar eins og þessir, sem Ijósmyndari mætti í Laugardalnum,
kunna vel að meta þetta milda veðurfar.
DV-mynd Hilmar Pór
Fíkniefnamál:
Karlmaður
úrskurðaður í
gæsluvarðhald
Karlmaður á fimmtugsaldri var í
gær úrskurðaður í gæsluvarðhald
til 17. janúar en hann er grunaður
um aðild að stóra hassmálinu sem
upp komst í október sl.
Að sögn Björns Halldórssonar, yf-
irmanns fikniefnadeildar lögregl-
unnar i Reykjavík, var maðurinn
handtekinn ásamt öðrum karl-
manni í höfuðborginni sl. mánudag.
Fíkniefnadeild óskaði eftir gæslu-
varðhaldi yfir honum líka en því
var hafnað. Á mönnunum fundust
30 grömm af amfetamíni.
Björn segir að auk þess hafi fund-
ist bíll sem talið er að fikniefnin
hafi verið flutt í til landsins i haust.
-RR
Skaftárkatlar:
Engar sprungu-
myndanir
Vísindamenn flugu í gær yfir
Skaftárkatla þar sem jarðskjálftar
urðu í fyrrinótt.
Magnús Tumi Guðmundsson
jarðeðlisfræðingur segir að ekkert
óeðlilegt sé að sjá við Skaftárkatl-
ana. Þar er hægt og sígandi að safn-
ast vatn og hafa þeir hækkað nokk-
uð frá því í gosinu í haust. Magnús
Tumi segir að það sé mjög eðlileg
staða og engar sérstakar sprungu-
myndanir séu sjáanlegar.
Einnig var flogið yfir gosstöðv-
amar í Vatnajökli og að sögn Magn-
úsar Tuma voru helstu breytingar
þar að gosgjáin hefur gengið nokk-
uð saman og vatnsborð í henni
lækkað. -RR
Slysið á Reykhólum:
Drengurinn
á batavegi
Þriggja ára drengur, sem brennd-
ist alvarlega þegar hann féll ofan í
sjóðheitan hver á Reykhólum um
síðustu helgi, er á batavegi, að sögn
Þorsteins Stefánssonar, yfirlæknis
á Landspítalanum.
Drengurinn hlaut djúp brunasár
á um 20 prósent líkamans. Drengur-
inn hefur verið á gjörgæsludeild
spítalans en mun að sögn Þorsteins
verða útskrifaður þaðan fljótlega og
leggjast inn á barnadeild. -RR
Veðrið á morgun:
Veðrið á mánudag:
Mánudagur
Sunnudagur
Víða bjart veður Súld og rigning vestan til
Á morgun verður hæg suðvestanátt, dálitil súld vestast á landinu en
þurrt og víða bjart veður annars staðar. Hiti verður á bilinu 0 til 5 stig
en sums staðar vægt frost austanlands.
A mánudag verður stinningskaldi á suðvestan eða allhvasst og súld eða
rigning á vestanverðu landinu. Búist er við að hann verði hægari og þurrt
veður austan til. Hiti verður á bilinu 0 til 5 stig.
Veðrið í dag er á bls. 57