Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1997, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1997, Blaðsíða 24
44 Óihglingar LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997 Hópur ungmenna berst fyrir viðhorfsbreytingu gegn ofbeldi: Eir Pétursdóttir er í hópi ungmenna sem berjast fyrir viöhorfsbreytingu gegn ofbeldi. Hún segir ofbeldi e.t.v. ekki hafa aukist heldur séu áverkarnir orön- ir mun alvarlegri og hafi alvarlegri afleiöingar. DV-mynd Hilmar Tískusýning í Skjálftaskjóli DV, Hveragerði: Krakkar í grunnskólanum í Hveragerði héldu á dögunum tísku- sýningu og jólaball á vegum skólans og félagsmiðstöðvarinnar Skjálfta- skjóls. Verslunin Mótor í Reykjavík lánaði föt til sýningarinnar. Sautján krakkar úr 8.-10. bekk tóku þátt í sýningunni og æfðu þau næstum hvem dag í tvær vikur fyr- ir sýningu. Tvær stúlkur úr 9. bekk, Stein- unn Bárðardóttir og Eva Harðar- dóttir, stjómuðu og skipulögðu sýn- inguna auk þess að taka þátt í henni. Jólaballið sóttu 100 krakkar, þar af 21 úr félagsmiðstöðinni i Þor- lákshöfn, en þeim var sérstaklega boðið á ballið. Hljómsveitin Riff Reddhedd hélt uppi stuði fram á nótt. -SL Krakkar úr grunnskólanum í Hverageröi héldu nýlega tískusýningu. DV-mynd Arnaldur „Okkar hugmyndafræði byggist upp á því að sem flestir hafi það að markmiði að taka afstöðu gegn ofbeldi og forðist að hvetja til ofbeldis. Við viljum þannig vekja fólk til umhugsunar um það ofbeldi sem nú viðgengst í þjóðfélaginu og koma þessari viðhorfsbreytingu á hjá sem flestum einstaklingum innan þess,“ sagði Eir Pét- ursdóttir, 21 árs, sem starfar með hópi ungmenna í Hinu húsinu að viðhorfsbreytingum gegn ofbeldi. Hópurinn vinnur nú að samnorrænu verkefni um ofbeldi í sam- starfi við samtökin BarnaheUl. Sú vinna felst aðallega í því að safna upplýsingum, tölum og rannsóknum en þau hafa einnig haldið fyrirlestra í skólum og þannig reynt að leggja sitt af mörkum. „í fyrirlestrunum fjöllum við mest um götuofbeldi, heimilisofbeldi og ofbeldi á bömum en oft helst þetta eitthvað i hendur. Viö reynum að sýna hver þróunin er, hvert þetta stefnir og hvað samfélagið gerir til að taka á þessu, þ.e. reynum að kynna þetta fyrir fólki,“ sagði Eir. Aðspurð sagði hún að hlutfallslega hefði ofbeldi ekki aukist til muna miðað við íbúatölu. „En áverkamir eru orðnir mun alvarlegri og fleiri era lengi á spítala eftir að hafa orðið fyrir ofbeldi. Það er einnig meira um vopnað ofbeldi og meiri líkur á að manneskjan örkum- list á einhvem hátt til lífstíðar,“ sagði Eir. %in hliðin Bjarni Arason söngvari: Í'M Að lifa lífinu lifandi Það er heilmikið að gerast hjá Bjama Arasyni þessa dagana en auk þess að troða upp hér og þar er hann að gefa út geisladisk í samstarfi við Grétar Örvarsson. „Þetta er ákaflega heilsteypt, melódísk plata með undirleik Mezzoforte þar sem margt gott tónlistaifólk kemur við sögu. Ég er mjög sáttur við hana,“ sagði Bjarni. Hann segir þá Grétar hafa þekkst frá árinu 1987 þegar þeir störfuðu saman á Hótel Sögu. Þegar svo Grétar hafi falast eftir samstarfi við hann við útgáfu vandaðrar plötu hafi hann verið alveg til í það. Bjarni Ara sýnir hér á sér hina hliðina. Fullt nafn: Bjarni Andrés Arason. Fæðingardagur og ár: 13. júlí 1971. Maki: Silja Rut Ragnars- dóttir. Böm: Thelma Ósk, 1 árs 23. desember. Bifreið: Toyota Corolla lift- back, árg. ’93. Starf: Tónlistarmaður. Laun: Ágæt en misjöfn. Áhugamál: Tónlist og góð- ar kvikmyndir. Hefur þú unnið f happ- drætti eða lottói? Einu sinni, að mig minnir, ein- hverja smáupphæð. Ég hef enga tröllatrú á neinu slíku. Hvað finnst þér skemmti- legast að gera? Að syngja fyrir þakkláta áheyrendur og að liggja í sófanum heima með tæm- ar upp í loft og horfa á gott sjón- varpsefni. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að vakna snemma á morgn- ana. hefur séð? Engin spuming, það er Thelma Ósk, dóttir mín. Ertu hlynntur eða andvfgur rík- isstjórninni? Hlynntur. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Þann mann sem oft- ast er nefndur konungur rokksins, en það verður að bíða betri tima. Uppáhaldsleikari: Robert De Niro. Uppáhaldsleikkona: Jessica Lange. Uppáhaldssöngvari: Elvis Presley. Uppáhaldsstjórnmála- maður: Davíð Oddsson. Uppáhaldsteiknimynda- persóna: Engin sérstök. Uppáhaldssjónvarpsefni: 60 mínútur á Stöð 2. Uppáhaldsmatsölustað- ur/veitingahús: Hard Rock Café. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Æ, ég veit það ekki. Ég er ekki mikið fyrir bækur. Hver útvarpsrásanna þykir þér best? Hvers kon- ar spurning er þetta eigin- lega? Auðvitað Aðalstöðin. Uppáhaldsútvarpsmaður: Hallgrímur Thorsteinsson. Hvaða sjónvarpsstöð horfir þú mest á? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmað- ur: Andy Rooney. Uppáhaldsskemmtistað- ur/krá: Enginn sérstakur. Uppáhaldsfélag f íþrótt- um: Ekkert sérstakt. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Að lifa lífinu lifandi og ná langt i minu fagi. Gera betur í dag heldur en í gær. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Fór með fjölskylduna á mínar æskustöðvar, vestur á ísafjörð. Uppáhaldsmatur: Hamborgar- hryggur sem ég borða einu sinni á ári. Uppáhaldsdrykkur: ískalt sóda- vatn með sítrónusneið í. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Hinn ungi nafni Bjarni Arason sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni. minn Guðjónsson ofan af Akra- nesi. Uppáhaldstímarit: Auglýsinga- bæklingar sem ég fæ inn um lúg- una hjá mér í haugum á hverjum degi. Hver er fallegasta kona sem þú

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.