Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1997, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1997, Blaðsíða 38
58 mikmyndir LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997 JLíV KVIKMYItDA filCM Jj• That Thing You Do í Regnboganum: Skólahljómsveit slær í gegn Tom Hanks ásamt ungu leikurunum sem leika á móti honum i That Thing You Do. Sam-bíóin - Lausnargjaldið: lil bjargar syni sínum Mel Gibson er íyrst og fremst þekktur sem spennumynda- leikari. Hann hefur þó margsannað að hann er einnig góður skapgerðarleikari og hlutverk hans í þeim spennumyndum, sem hann er þekktastur fyrir, meðal annars Lethal Weapon- myndunum, eru alls engin klisjuhlutverk. í fljótu bragði virðist hlutverk auðkýfingsins Toms Mullens í Lausnargjald- inu ekki vera gætt mikiili dýpt en eins og kemur fljótt í ljós er Mullen flókin persóna sem hefur unnið sig upp í við- skiptalífínu á eigin spýtur og er alls ekki með hreinan skjöld í viðskiptum. Það má kannski segja sem svo að viðskipta- hættir Mullens, sem þegar myndin hefst er verið að rann- saka, séu að einhverju leyti ástæðan fyrir því að einmitt syni hans er rænt en ekki syni einhvers annars auðkýfmgs. Mullen er öryggið uppmálað i öllum sínum gerðum þar til syninum er rænt, þá skyndilega er brugðið fyrir hann fæti á þann hátt að hann velur i fyrstu þann kost að treysta á aðra. Þegar þeim mistekst, sem hann leggur traust sitt á, tekur hann ör- lagaríka ákvörðun sem sjálfsagt enginn vammlaus maður myndi taka í hans sporum. En líflð hefur kennt Mullen að treysta aðeins á sjálfan sig og honum verður ekki haggað hvað sem á gengur. Mel Gibson er öryggið uppmálað í hlutverki Mullens og sýnir vel þá baráttu og örvæntingu sem býr innra með honum. Annar leikari, sem sýnir stórleik i myndinni, er Gary Sinese í erf- iðu hlutverki bamaræningjans sem leikur tveimur skjöldum. Þótt nokkuð sé um vel heppnaðar útfærslur á ólgu tiifmninga sem brýst út þegar jafnalvarleg- ur atburður og bamsrán á í hlut þá er Lausnargjaldið fyrst og fremst mjög vel gerð og spenn- andi afþreying og rós í hnappagat leikstjórans Rons Howards, sem nær að skapa magnþrungið andrúmsloft sem helst alla myndina og virðist sem Howard styrkist með hverri mynd og Lausnargjaldið stendur sig vel í samanburði við þekktustu kvikmynd Rons Howards, Apollo 13. Leikstjóri: Ron Howard. Handrit: Richard Price og Alexander Ignon. Kvikmyndataka: Piotr Sobocinski. Tónlist: James Horner. Aðalleikarar: Mel Gibson, Rene Russo, Gary Sinese, Delroy Lindo, Lili Taylor og Brawley Nolte. Hilmar Karlsson Regnboginn - Reykur: Ekki er allt sem sýnist *** Kvikmyndin Reykrn- eftir bandaríska leiksfjórann Wayne Wang er skýrt dæmi um hvemig hægt er að gera vandaða og góða mynd fyrir smápeninga á Hollywoodmæli- kvarðann, ef menn gleyma ekki þeirri grundvallarstaðreynd að kvikmyndir fjalla fyrst og fremst um fólk en ekki flugelda og afbnikla reðurstaðgengla. Hér eru það hinar lifandi maneskjur sem eru í fyrirrúmi og hvílíkar manneskjur sem spretta þama ljóslifandi fram, manneskjur sem allar eru í leit að einhverju, hvort það sem er umhyggja eða skjót- fenginn gróði. Miðpunktur myndarinnar er tóbaksverslun á fjölfömu götuhomi í Brooklyn. Þar ræður rikjum Auggie nokkur Wren, leikinn af Harvey Keitel, sem hefúr á hverjum einasta degi í fjórtán ár eða svo tekið myndir af götuhominu sínu frá sama stað og á nákvæmlega sama tíma, myndir sem allar em eins við fyrstu sýn en era það ekki, heldur segir hver sína sögu. Og það er nú einmitt það sem skiptir máli. Því fyrir nú utan það að reykja sí- garettur, sem hann gerir mikið af, veit Auggie fátt skemmtilegra en að skiptast á sögum við viðskiptavini sína, þótt oftast fari nú saman reykingar og frásagnarlist. Sá kúnni sem hvað iðnastur er að taka þátt í þessum leik er rithöfundurinn Paul Benjamin, leikinn af William Hurt, sem hefúr dregið sig nánast inn í skel síðan vanfær eiginkona hans varð fyrir byssuskoti á götu úti og lést. Hann fer þó reglulega út í tóbaksbúðina til aö birgja sig upp af vindlum, þótt ekki virðist þeir nú hjálpa honum mikið við sögumar sem hann er að reyna að skrifa. Inn í lif þessara tveggja manna blandast síðan Ruby (Stockard Channing), fyrrum ástkona Auggies, og ungur piltur sem segist heita Rashid (Harold Perrineau Jr.) og bjargar rithöfundinum frá bráðum bana. Báðar þessar manneskjur hafa sögur að segja, sérstaklega þó pilturinn, og ekki er alltaf ljóst hvað er satt og hvað er logiö. Og þessar persónur kalla enn fleiri til sögunnar, þar á meðal fóður Rashids (For- est Whitaker) og meinta dóttur Auggies (Ashley Judd) og hinnar eineygðu Ruby, svo að- eins nokkrar séu nefndar. Og þetta fólk segir lika sögur. Reykur er afskaplega vel heppnuð mynd, uppfull af skemmtilegum atvikum og orðum, þar sem grannurinn er frábært handrit rithöfimdarins Pauls Austers. Leikstjórinn fékk síðan til liðs við sig ofangreint úrvalsfólk sem skilar hlutverkum sínum eins og best verður á kosið. Leikstjóri: Wayne Wang. Handrit: Paul Auster. Leikendur: William Hurt, Harvey Keitel, Harold Perrineau Jr„ Forest Whitaker, Stockard Channing, Ashley Judd, Giancarlo Esposito. Guðlaugur Bergmundsson Háskólabíó - Gosi: Öðruvísi en aðrir irk Ævintýrið um Gosa hefur glatt bamshjörtu um langt skeið og þetta vinsæla ævintýri hefúr einnig verið notað sem aðvörun til bama um að segja alltaf satt og rétt frá því eins og allir vita þá stækkaði nefið á Gosa ef hann sagði ósatt. Árið 1940 gerði Walt Disney teiknimyndina Gosa eða Pinocchio eins hann heitir á ensku og er hún ein þeirra klassísku teiknimynda Disneys sem enn era við lýði og hefur hún ekkert misst af fyrri sjarma. Öðra hverju í áranna rás hafa kvikmyndaútgáfur af Gosa litið dagsins ljós en engin slegið við Disney- myndinni og það gerir Gosi (The Adventures of Pinocchio) heldur ekki. Gosi er leikin kvikmynd í bland við brúður þar sem tölvutæknin er nýtt til hins ýtrasta. Gosi er í myndinni það sem hann hefur alltaf verið, trékarl með mannlega eiginleika, öðravísi en aðrar dúkkur. Þá hefur Gosi tilfúmingar, getur farið eigin leiðir og kallar brúðusmiðinn pabba. Söguna þekkja allir og í myndinni er farið í meginatriðum eftir efni hennar. Það sem vekur forvitni og er nýtt er samspilið milli Gosa og annarra leikara og tæknilega hefur tekist vel að gera Gosa að „lifandi" brúðu. En myndin er frekar þunglamaleg þegar á heildina er litið. íslensk talsetning hef- ur verið sett við Gosa og þótt það taki smátíma að venjast því að heyra Martin Landau tala íslensku þá aðlagast íslenskan myndinni ótrúlega fljótt og hefúr talsetningin tekist vel og raddir passa vel við þær persónur sem túlkaðar era. Leikstjóri: Steve Baron. Leikstjóri íslenskrar talsetningar og þýöing handrits: Ágúst Guð- mundsson. Aðalleikarar: Martin Landau, Udo Kier, Bebe Neuwirth og Genevieve Bujold. Raddir: Arnar Jónsson, Árni Egill Örnólfsson, Egill Óiafsson, Laddi, Sigrún Edda Björnsdóttir o.fl. Hilmar Karlsson um að vera staðgengill fyrir slasaðan trommu- leikará á tónleikum sem halda á í menntaskólan- um. Mánuði siðar era The Wonders, nýju stjöm- umar hjá Play-Tone plötuútgáfúfyrirtækinu, með plötusamning í höndunum og fyrir dyrunum tón- leikaferðalag og boð um að koma til Hollywood. The Wonders fá því nasasjón af alvörufrægð og lífsstíl rokkara meðan smellurinn þeirra, That Thing You Do skýst upp vinsældalista. Óþekktir leikarar í hlutverkum hljómsveitarmeðlima era óþekktir leikarar. Tom Everett Scott leikur trommarann Guy Patterson. Scott hefur mikið leikið í auglýs- ingum, meðal annars fyrir McDonald og Coca Cola. Þekktastur er hann samt fyrir leik sinn í sjónvarpsmyndaflokknum Grace under Fire, þar sem hann lék elsta son Grace sem hún lét frá sér. Scott býr í New York og er í leikhóp sem kallar sig TheaterCo. Jonathan Schaech leikur Jimmy, sem er alvar- lega þenkjandi og er lagasmiður The Wonders. Hann hefur reynt fyrir sér í kvikmyndum og sjónvarpi og lék meðal annars eitt aðalhlutverk- ið í kvikmynd Franco Zefferelli, The Sparrow. Schaech lék á móti Winona Ryder í How to Make an American Quilt og þá hefur hann leikið í sjónvarpsþáttaröðinni Models Inc. Næsta hlut- verk Jonathans Scaech er á móti Jessica Lange og Gwyneth Paltrow í Kilronan. Steve Zahn, sem leikur aðalgítarleikara The Wonders, hefur verið að leika á sviði frá árinu 1989. Zahn lék ekki í kvikmynd fyrr en fyrir þremur árum þegar hann lék í Reality Bites. Fékk hann hlutverk í myndinni í gegnum Ethan Hawke, en þeir höfðu leikið saman á sviði- í New York. Hawke og Zahn hafa nú stofnað leikflokk í Það er staðreynd að The Beatles hefur verið sölu- hæsta hljómsveitin á plötumarkaðinum í heimin- um síðastliðin tvö ár og það þótt rúmir tveir ára- tugir séu frá því hún hætti störfúm. Það þarf því engan að undra að Hollywood reyni að nýta sér vinsældir The Beatles, oft hefur tilefnið verið minna, og geri kvikmynd um hljómsveit þar sem The Beatles era greinilega fyrirmyndin. That Thing You Do, sem frumsýnd var 1 Regnbogan- rnn í gær, er framnraun Tom Hanks sem leik- stjóra og hefur hann ekki þurft að kvarta yfir viðtökunum og þykir frumraun hans hin besta skemmtun. Myndin gerist sumarið 1964, Guy Patter- son er sölumaður í rafvöruversl- un föður síns í Eire, Penn- sylvaníu. Á daginn sel- m- hann brauðristar og útvarpstæki en á kvöldin læðist hann ofan í kjallara, sest við trommu- sett og hverf- ur á braut inn í mjúkan heim djassins. Hann er samt meira en lítið tilbú- inn að rokka þegar skóla- hljóm- sveitin býður hon New York. Aðrar kvikmyndir sem Zahn hefur leikið í era Crimson Tide og Race the Sun. Ethan Embry leikur bassaleikarann i The Wond- ers. Hann hefur langa reynslu í að leika í kvik- myndum og sjónvarpi. Þegar hann hóf leikferil sinn ellefu ára gamall, i kvikmyndinni Defend- ing Your Life, á móti Meryl Streep, hét hann Et- han Randall, en hefur nú breytt nafiii sínu. Þeg- ar hann var tólf ára lék hann aðalhlutverkið í Dutch, en meðal kvikmynda sem hann lék í þeg- ar hann var yngri má nefna A Far off Place og All I Want for Christmas. Embry tók sér frí í fá- ein ár en kom aftur ffarn á sjónarsviðið sem Eth- an Embry í The White Squall. Þar lék hann einn af áhöfn seglskútunnar sem Jeff Bridges stjómaði. Embry hefur nýlokið við að leika í kvikmynd sem heitir Vegas Vacation. Fimmti meðlim- urinn í hljóm- sveit- inni, sem ekki er þó opinber meðlimur, er kærasta Jimmys, Faye, sem Liv Tyler leikur. Stutt er síð- an Tyler sló eftirminnilega í gegn í Stealing Beauty. Tyler þekkir heim rokkaranna vel því faðir hennar er söngvari þungarokkshljómsveit- arinnar Aerosmith. í öðrum hlutverkum í That Thing You Do era meðal annars, Tom Hanks, Chris Isak, Kevin Pollak og Rita Wilson, sem er eiginkona Hanks. Tom Hanks fer með stórt hlutverk í myndinni - leikur umboðsmann the Wonders. -HK Tom Hanks fetar í fótspor margra kollega sinna, leikstýrir eigin mynd og leikur t henni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.