Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1997, Blaðsíða 15
I>V LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997
15
„Get ég nokkuð aðstoðað þig?
Þú skalt ekki vera feiminn við að
biðja um hjálp. Ég er boðin og
búin til að rétta fram hjálpar-
hönd,“ sagði grannkonan við hús-
bóndann sem stóð sveittur úti á
tröppum og reyndi að berja rykið
úr einni af fjölmörgum mottum
heimilisins. Það skein góðvildin
úr hverjum andlitsdrætti vinkon-
unnar í þarnæsta húsi þar sem
hún opinberaði manngæsku sina
og hjartahlýju og lét í það skína
að þarna færi miskunnsamur
Samverji á aðventu.
Það voru erfiðir tímar hjá hús-
föðurnum sem meira af vilja en
mætti hélt áfram að berja dreglin-
um við garðvegginn. Þrekið var
þrotið og sálarháski virtist blasa
við í þessari annarri viku ein-
semdar hans. Eiginkonan var á
fæðingardeildinni og hann stóð
einn uppi með böm og hund. Upp-
vask, skúringar, þvottur og mat-
argerð sáu til þess að sólarhring-
urinn samanstóð af þeim þáttum
einum auk þess takmarkaða
svefns sem rúmaðist á þeim hluta
sólcirhringsins sem útaf stóð.
Þvotturinn soðinn
Nákvæmar leiðbeiningar um
það hvemig ætti að framkvæma
jafn einfaldan hlut og að þvo þvott
höfðu hrokkið skammt og sú
staða var uppi að nokkur hluti af
klæðum fjölskyldunnar bar sama
torkennilega ljósrauða litaafbrigð-
ið. Hvítt var ekki lengur til í
þeirri litaflóru og það olli hinum
nývígða þvottatækni nokkrum
heilabrotum. Hann hafði til ör-
yggis og út frá heilbrigðissjónar-
miðum markað þá stefnu að suðu-
þvottur væri í senn bæði eðlilegur
og æskilegur. í því ljósi hélt hann
sig við 95 gráður á Celsíus þar
sem um var að ræða annað en ull-
arþvott. Eigi að síður þvældist ein
og ein ullarflík með flíkum af
óskyldum uppruna. Það kom á
daginn að þessar aðskotaflíkur
hlupu niður um nokkur númer.
Það voru erfiðir tímar hjá húsbóndanum sem meira af vilja en mætti hélt áfram að berja dreglinum við garð-
vegginn. Þrekið var þrotið og sálarháski virtist blasa við í þessari annarri viku einsemdar hans. Eiginkonan var
á fæðingardeildinni og hann stóð einn uppi með börn og hund.
DV-mynd Hilmar Þór
ust dæmdar til að mistakast og
kölluðu ýmist á reykhreinsun á
eldhúsi og öðrum híbýlum eða
aðrar bráðaaðgerðir til að forða
næsta umhverfi frá varanlegu
tjóni. Tilraun til að steikja fisk
endaði í uppákomu þar sem bæði
panna og hráefni lutu lögmálum
eyðileggingarinnar og runnu sam-
an i eitt. Aftur á móti gekk ágæt-
lega að hringja eftir pitsu sem
kom á tilsettum tíma og húsfaðir-
inn hlaut einróma lof annarra
fjölskyldumeðlima fyrir skynsam-
lega og yfirvegaða hússtjóm.
Aldalöng kúgun
Nágrannakonan hlustaði opin-
mynnt á karlrembulegar yfirlýs-
ingar hins þjáða manns sem hún
hafði skömmu áður sárvorkennt
vegna einsemdar og bágra að-
stæðna heima fyrir. Það var sem
henni sortnaði fyrir augum og
aldalöng kúgun kynsystra hennar
rifjaðist upp fyrir henni. í fyrstu
kom hún ekki upp einu einasta
orði og síðan heyrðist eins konar
millibil af hvæsi og urri þar til
hún náði að koma hugsunum sín-
um i orð.
„Ég held að þú getir séð sjálfur
um að hreinsa upp þinn skít og
ryksuga þín teppi. Ég var ekki að
bjóðast til að gerast ambátt hjá
einhverju karlrembusvíni," sagði
hún og sfrunsaði í burtu. Eina
sem minnti á veru þessa fyrrum
miskunnsama Samverja var veik-
ur ilmvatnsþefur í loftinu og mað-
ur sem vissi ekki hvort hann ætti
að hlæja eða gráta yfir þessari
stökkbreytingu frá jákvæðu hug-
arástandi yfir í algera neikvæðni.
Það varð nokkuð ljóst á þeirri
stundu að listdansinn varð að
bíða og ekki yrði skarð höggvið í
rjúpnastofninn fyrir þessi jóL Ef
halda ætti heföinni yrði kjörbúð-
arrjúpa hlutskipti fjölskyldunnar
þetta árið. Teppahreinsunin,
skúringarnar, matseldin og annað
stúss við heimilið höfðu tekið
sinn toll. Veiðieðlið var horfið og
Einsemd án samúðar
Það var þó ekki alvarlegt vanda-
mál því einstaklingar innan fjöl-
skyldunnar voru af mismunandi
stærðum og það mátti finna hin-
um ýmsu flíkum nýja eigendur
eftir þörfum. Hann hugsaði með
sér að ef allt um þryti þá gæti
nýjasti fjölskyldumeðlimurinn
gert sér að góðu þá flík sem
spannað hafði að minnsta kosti
tvær kynslóðir eftir aö hafa geng-
ið í gegnum stórþvotta undir þess-
ari ótryggu handleiðslu.
Engill af himnum
Meira uppvask, meiri þvothir,
fleiri fermetrar að skúra og enn
meiri matargerð. Það var á þeim
tímapunkti sem uppgjöf virtist
blasa við að nágrannakonan birt-
ist sem engill af himnum ofan.
„Hvort þú getur hjálpað mér!
Það er einmitt það sem þarf núna
ef ég á ekki að sligast undan þess-
um verkum minum öllu. Ég á eft-
ir að skjóta jólarjúpuna og hef
ekkert getað sinnt sjálfum mér
undanfama daga. Ég tek þessu
boði meö þökkum og þú getur
strax hafist handa. Þú getur byrj-
að á því að ryksuga allt hátt og
lágt. Síðan þarf auövitað að skúra
öll gólf og við sjáum til þegar það
er afstaöið. Ég þarf að bregða mér
í verslun og kaupa haglaskot sem
henta á rjúpuna," sagði hinn
þrautpíndi fjölskyldufaðir og það
birti í sál hans og lífið breyttist úr
svarthvítum skammdegisdrunga í
litfagran veruleika fullan af fyrir-
heitiun um betra lif.
„Það hefur allt þurft að víkja
fyrir heimilisverkunum að und-
anfómu. Ég verð þér ævinlega
þakklátur fyrir að koma til hjálp-
ar á ögurstundu. Það er fundur í
Skotveiðifélaginu í kvöld og nú sé
ég fram á að geta mætt þar. Við
strákamir höfðum hugsað okkur
að kíkja á listdans eftir fundinn.
Ég var búinn að blása þetta af en
nú sé ég ekkert því til fyrirstöðu
að rækta karlmennskuna með fé-
lögunum," hélt hann áfram.
Lafmóð ryksuga
Það hafði gengið á ýmsu í heim-
ilishaldinu og brotthvarf húsmóð-
urinnar leiddi af sér að fólk þurfti
að tileinka sér áður lítt þekkt
vinnubrögð. Tilraunir til að fram-
kvæma hluti, sem litu út fyrir að
vera auðveldir í hennar meðför-
um, tóku á sig hinar spaugileg-
ustu myndir. Þannig varð hún ár-
angurslítil tilraun táningsins á
heimilinu til að rykhreinsa hluta
íbúðarinnar. Hann fór með þann
Reynir Traustason
fréttastjóri
hlutá sugunnar sem tekur við þar
sem barkanum sleppir út í öO
horn og nostraði við að dekka alla
fleti. Viö murrandi undirleik
ryksugunnar fann hann sig í hlut-
verki móður sinnár. Hann fann til
þess að vera að gera gagn og
sönglaði lagstúf meðan á yfirferð-
inni stóð. Það var ekki fyrr en
bróðir hans á barnsaldri benti
honum á barka sugunnar að hon-
um varð ljóst að það vantaði
grundvallaratriðið til að árangur
næðist. Barkinn var ótengdur og
dinglaði á eftir honum um stofu-
teppið eins og ofvaxinn hali.
Ryksugan stóð ein og sér skammt
undan lafmóð og sogaði í gríð og
erg til sín loft og blés frá sér jafn-
óðum í fullkomnu tilgangsleysi.
Drengurinn kallaði á fyrirvinn-
una fóður sinn og sagði honum að
taka við; skólabækumar biðu og
ekki yrði undan því vikist að
leggja rækt við lærdóminn.
Eldhúsið reykhreinsað
Tilraunir þessa fjölskyldubrots
til að elda mat áttu sér ýmsar
hliöar. Einhver gróf upp fræðirit
um matseld sem bar það frumlega
nafn „Litla stúlkan og eldhússtörf-
in“ en sú handleiðsla sem þar var
að finna hrökk ekki til. Kartöflur
sem átti að sjóða enduðu í þurr-
steikingu þar sem vatn gekk til
þurrðar á óheppilegum tíma.
Blóðmör og lifrarpylsa fengu slíka
meöferð að sjálf sláturtiðin var
hjóm eitt í samanburðinum. Flest-
ar tilraunir til matargerðar virt-
fyrirsjáanlegt að síðustu dagar að-
ventunnar færu í enn meira
hreinsunarstarf og aðra þjónustu
við fjölskylduna. Jólahátíðin sjálf
færi svo væntanlega í að byggja
upp þrek til þess að takast á við
hversdaginn á ný.
Hann átti stund með sjálfum
sér að afloknum enn einum degin-
um þar sem hann fór yfir verkefni
dagsins og reyndi að skipuleggja
daginn eftir. Það var enn og aftur
ljóst að tómstundir voru engar og
ekki aðstoðar að vænta. Hann
skaut á fjölskyldufundi.
„Það verður unnið hér sam-
kvæmt neyðarplani fram að heim-
komu móður ykkar. Við munum
notfæra okkur þjónustu þvotta-
húsa í borginni og einhver verður
að axla þá ábyrgð að panta pitsu á
réttum tíma þannig að ekki þurfi
að koma til röskunar á kvöldmál-
tíðum. Nú er aðeins spuming um
að komast af,“ sagði hann og það
var þungi í röddinni. Hann varð
hugsi og þagnaði örlitla stund.
Svo bætti hann við: „Ég skil ekki
hvernig húsmæður í dag hafa
tíma til að vera í saumaklúbbum
eða félagsstarfi. Hvað þá að þær
hafi tíma til að vinna utan hei n-
ilis. Það þarf að fara fram nýtt
starfsmat á heimilinu."