Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1997, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997 Istuttar fréttir Ráöist á flóttamenn Hópur burmneskra hermanna réðst á tvennar flóttamannabúðir í Tailandi í gær og drap að minnsta kosti tíu flóttamenn af ættbálki karena og særði fimm- tíu. Mubarak ver áveitu Hosni Mubarak, forseti Eg- I —yptalands. vísaði í gær á bug gagn- S rýni á dirfskufull IÍS ^ m áform sin um að íf ' Tj veita vatni úr j£~ juá Nilarfljóti á um IÉ. 'WM 200 þúsund hekt- ara lands í eyðimörkinni. ÍSpiegel fimmtugur Staifsmenn þýska fréttatíma- ritsins Spiegel halda upp á fimm- tíu ára afmæli þess í dag og á þeim tímamótum hafa birst ásak- I anir um að gamlir nasistar hafi | verið hátt settir á ritstjórninni. Bannað aö reykja Reykingar á almannafæri : verða með öllu bannaðar í Nýju- | Delhi, höfuðborg Indlands, frá 26. janúar næstkomandi. Clinton frestar enn Bill Clinton Bandaríkjaforseti frestaði enn í gær gildistöku laga sem heimila bandarískum þegnum að lögsækja erlend > fyrirtæki sem eiga í viðskiptum | við Kúbu. Ekki í forsetann írski stjórnmálamaðurinn I John Hume, einn helsti smiður friðarferlisins á Norður-írlandi, | visaði í gær á bug fréttum um að h hann ætlaði i framboð til embætt- I is forseta írlands. Borgarstjórn á ný | Flokkur forseta Gambíu sigr- % aði í kosningum þar á fimmtudag og hefur borgaraleg stjórn tekið I við völdum á ný. Oryggi ábótavant Öryggi á mörgum flugvöllum heimsins er ábótavant og á degi hverjum komast átta þúsund ferðatöskur um borð í millilanda- flugvélar þótt eigandi þeirra ferð- ist ekki með, segir í bresku neyt- endablaði. Nýja skútu handa Betu Bresk stjórnvöld hafa verið hvött til að fallast á nýja skútu handa Elísabetu drottningu í stað hinnar virðulegu Britanniu sem senn verður lagt eftir 44 ára dygga þjónustu við land og lýð. Bráöiö súkkulaöi Mörg tonn af belgísku súkkulaöi bráðnuðu þegar eldur kom upp í bílnum sem flutti nam- mið. Reuter Olíuverð hækkar: Kuldar í Evrópu meginástæðan Hráolíuverð hækkaði talsvert á fyrsta markaðsdegi eftir áramótin en meginástæðan er miklir kuldar í Evrópu. Tunnan hækkaði um 43 sent og fór í 24,24 Bandaríkjadollara á fyrsta viðskiptadegi nýs árs, sem er nærri hæsta verði undanfarinna sex ára. Talið er að áframhaldandi kuldar og litlar birgðir í Evrópu muni valda því að olíuverð haldi áfram að hækka. Flutningar á gasolíu frá Rotter- dam eftir Rínarfljóti til iðnaðarhér- aða Þýskalands gengu erfiðlega í gær og fyrradag vegna ísalaga á fljótinu. Gasolía er notuð bæði á far- aratæki og til húsahitunar. Verð á gasolíu hefur hækkað mjög og á ein- um mánuði hefur það stigið um 6%. Búist er við enn frekari hækkunum þar sem Kínverjar leita nú hófanna í Evrópu um kaup á um milljón tonnum af gasolíu. -SÁ Stjórn Serbíu viöurkennir kosnmgaósigur í Belgrad: Mótmælaaðgerðum verður Stjórnarandstæðingar í Serbíu lýstu yfir óánægju sinni i gær með að sósíalistastjórn Slobodans Milos- evics forseta hefði ekki nema að hluta til viðurkennt sigur stjórn- arandstöðunnar i sveitarstjórnar- kosningunum í nóvember og hétu því að halda mótmælaaðgerðum sín- um áfram. í bréfi sem Milan Milutinovic, ut- anríkisráðherra Júgóslavíu, sendi Öryggis- og samvinnustofnun Evr- ópu (ÖSE), viðurkenndu stjórnvöld að stjórnarandstæðingar hefðu farið með sigur af hólmi i níu kjördæmum í höfuðborginni Belgrad. Milutinovic haldið viðurkenndi hins vegar ekki sigur stjómarandstæðinga í öðrum stórum borgum og bæjum og sagði að stjórn- völd þyrftu frekari upplýsingar til að skýra úrslitin á einstaka stað. „Lygar, lygar og aftur lygar. Þetta er dæmigert fyrir Milosevic, að beita brögðum til að gabba þjóðir heims. Við höfnum þessu skammar- lega bréfi sem er fullt af lygum og undanbrögðum," sagði Vuk Dra- skovic, einn leiðtoga Zajedno, sam- fylkingar stjórnarandstæðinga, í viðtali við Reutersfréttastofuna í gær. Stjórnarandstæðingar hafa efnt til fjölmennra mótmæla á afram hverjum degi síðan stjórnvöld ógiltu kosningar í nóvember þar sem stjórnarandstaðan sigraði í 15 af 18 stærstu bæjum Serbíu, þar á meðal Belgrad. Bréf Milutinovics var svar við skýrslu Felipes Gonzalez, fyrrum forsætisráðherra Spánar, til ÖSE um hinar umdeildu kosningar. Zoran Djindjic, annar leiðtogi stjórnarandstæðinga, eyddi í gær ótta manna við að borgarastríð kynni að brjótast út. Hann sagði að staða Milosevics forseta væri orðin svo veik að ekki væri mikil hætta á alvarlegu ofbeldi. Reuter Hollendingar gripu til ýmissa ráða til aö undirbúa skautahlaupiö mikla sem fram fer í dag. Hér má sjá heimatilbúinn snjóplóg hreinsa ísinn í bænum Bartlehiem. Símamynd Reuter Skautaæði í kuldakastinu í Hollandi: Tvö hundruð km skautahlaup milli ellefu borga I hörkugaddi DV, HoUandi: LangstærstL iþróttaviðburöur Hollands, Ellefu borga skauta- hlaupið í sýslunni Fríslandi, verð- ur haldið í dag. Ellefu borga skautanefndin, sem ákveður hvort hægt verði að keppa, gaf leyfi fyrir keppninni á fimmtudag, í fyrsta sinn í tíu ár. Slökkvilið í borgunum hafa und- anfarna daga sprautað vatni yfir þunnan ís og lagt ískubba í vakir til að flýta fyrir ísmyndun en þykktin verður að vera 14 til 17 sentímetrar. Keppni þessi var fyrst haldin árið 1763 en síðan 1909 hefur bara verið hægt að halda hana 14 sinnum, síðast árið 1986. Skautahlaup skautahlaupanna, eins og keppnin er kölluð, er mikO mannraun og mjög erfið, 200 kiló- metra löng og tekur 7 til 16 klukku- stundir að fara. Skilyrðin eru erfið, 15 til 18 stiga frost og 4 til 6 vind- stig. Um 250 manns mega taka þátt í sjálfri keppninni en fyrir utan þá leggja um 20 þúsund manns líka af stað en langflestir þeirra gefast þó upp á leiðinni. Svo mikill áhugi er á þessari skautakeppni að hún verður sýnd beint á nokkrum sjónvarpsstöðv- um frá klukkan hálfsex um morg- uninn. Um tvö þúsund fréttamenn úr öllum heimshornum hafa boðað komu sína og búist er við milljón áhorfendum með fram skautaleið- inni. Hinir miklu kuldar sem ríkt hafa undanfarið í Evrópu hafa náð að draga fleiri Hollendinga út úr hús- um en nokkur góðviðrisdagur að sumri til. Það ríkir algjört skauta- æði í Hollandi þessa dagana. -EE Xlf) Kauphallir og vöruverð erlendisl DVi Landnemar yfir- gefa hæð á Vesturbakkanum Landnemar gyðinga féllust á að yfirgefa hæð eina nærri bænum | Ramallah á | Vesturbakkan- | um sem þeir hertóku í gær. Landnemamir | höfðu flutt hjólhýsi sín | upp á hæðina á sama tíma | og Dennis Ross, sendimaður Bandaríkjastjómar, reyndi hvað ;; hann gat að jafna ágreining ísra- | ela og Palestínumanna um sjálf- 1 stjórnarsamning fyrir borgina ÍHebron. Ross hitti bæði Arafat, leiðtoga Palestinumanna, og Netanyahu, forsætisráðherra ísraels. Þing allra þjóð- arbrota í Bosníu kemur saman IFyrsti fúndur nýs þings allra þjóðarbrota í Bosníu var haldinn í Sarajevo í gær og þar hétu ! stjórnmálamenn úr röðum múslíma, Króata og Serba að vinna að varanlegum friði i land- inu. Þá samþykktu þingmenn til- nefningar forsætisnefndar lands- ins um ráðherra í nýrri stjóm. Heldur var þröngt um þessa |j fyrrum óvini þar sem þeir sátu í litlu herbergi í þjóðarsafhinu í ; Sarajevo og hlustuðu á ræður L allra þriggja fulltrúa í forsætis- 1 nefhd landsins sem lýtur forustu múslimans Alijas Izetbegovics. Izetbegovic óskaði þingmönn- ;■ um velfamaðar 1 starfi og hvatti I þá til að fara að fullu eftir Dayton II friðarsamningunum sem geröir | vom í nóvember 1995 og bundu ■ enda á þriggja og hálfs árs styrj- aldarátök. Kuldakastið í Evropu hefur kostaö 160 lífið Að minnsta kosti 160 manns Ihafa látist í mesta kuldakasti í Evrópu í allt að þrjátíu ár. Ferða- menn eru strandaglópar, ár eru ísilagðar og meira aö segja eitt líkhús í Rúmeníu er yfirfullt af líkum. Dóná er lokuð allri bátaumferð alla leið frá Þýskalandi um Aust- urríki til Slóvakiu en enn er hægt að sigla um Rín frá Rotterdam til Basel. Hlutar Thamesár í i Englandi frusu í fyrsta sinn i ára- Itugi Á norðanverðu meginlandi Evrópu og í austurhluta Englands komst frostið niður í tíu gráður í gær og gerði kuldinn líkgröfurum víða lífið leitt. Mikil röskun varð á lestarsam- göngum í suðurhluta Frakklands þar sem ís og snjór komu í veg fyr- ir að lestir kæmust leiöar sinnar. Sýrlendingar kenna ísraelum enn um tilræði Ríkisútvarp Assads Sýrlands- | forseta endumýjaði ásakanir sín- ar á hendur 1 ísraelsmönn- um í gær I vegna 1 sprengjutil- I ræðis í lang- I ferðabíl í mið- ; borg I Damaskus á Sgamlársdag sem varð níu manns að bana og særði 44. I Útvarpið sagði sprenginguna | tengjast nýlegum árásum á sýr- | lensk skotmörk í Líbanon og að | tilgangurinn væri að fá Sýrlend- inga til að breyta stefiiu sinni í | friðarviðræðum við ísraela. ísraelsk stjómvöld fordæmdu | sprengjutilræðið í gær og vfsuðu | ásökunum Sýrlendinga, sem fyrst | komu fram á fimmtudag, algjör- ; legaábug Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.