Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1997, Blaðsíða 10
LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997
DV, Suðumesjum:_____________
„Staðurinn minnir á
gamla góða rokkið kringum
1960, sem ég hef sjálfur alltaf
saknað, þegar gömlu góðu
slagararnir voru vinsælir,
meðal annars Buddy Holly,
Grease og svo sjálfur kóngur-
inn Elvis Presley og að sjálf-
sögðu er mynd af hinni fal-
legu Marilyn Monroe á veggj-
unum. Fólk sem kemur hing-
að inn er mjög hrifið af
staðnum. Því finnst það vera
komið i gamla góða tímann í
rokkinu og er tónlistin frá
þessum tíma ríkjandi
héma,“ segir Ævar Birgis-
son Olsen, eigandi veitinga-
staðarins Olsen Olsen diner í
Keflavík.
Veitingastaðurinn sem
Ævar rekur hefur notið
mikilla vinsælda og ekki
spillir að húsgögnin og inn-
réttingamar minna á hið
eina sanna Rock ’n Roll
tímabil. Ævar sækir hug-
mynd sína til Bandaríkj-
anna og keypti öll húsgögn-
in frá Orlando sem er vina-
bær Keflavíkur. Ævar opn-
aði staðinn ásamt eigin-
konu sinni, Eddu Gunnars-
dóttur, fyrir rúmum tveim-
ur árum en stækkaði hann
töluvert fyrir tæpu hálfu
ári og er hann orðinn
heimsmeistaramótið í
diskódansi sem haldið var
í London. Þá var hann að-
eins 21 árs.
„Mér gekk ágætlega og
lenti í hinu fræga 16. sæti en
keppendur vom 32. Ég á
margar góðar minningar frá
þessum tíma. Skemmtana-
bransinn var allt öðruvísi
en hann er í dag. Fólk kunni
að skemmta sér og mikið
meira var dansað í þá daga.
í dag lætur fólk sér nægja að
fá sér neðan i því og það
virðist duga,“ segir hann.
Ævar keppti fyrst í diskó-
dansi árið 1978 þegar fyrsta
keppnin var haldin og lenti
þá i 3. sæti. Þá var keppt í
Háskólabíói á stóra sviðinu.
Um eitt þúsund áhorfendur
komu á keppnina og komust
færri að en vildu. Árið 1979
lenti Ævar í öðm sæti og ári
síðar varð hann íslands-
meistari. Bæði árin var
keppt í Klúbbnum sem var
mjög vinsæll á þessum
árum.
- En voru diskódansarnir
ekki vinsælir meðal almenn-
ings á þessum tima?
„Það var mikið skrifað
um dansinn sem var mjög
vinsæll. Við fórum út um
allt land að sýna. Ég sakna
þessa tíma mikið og hef
voðalega gaman af að hlusta
á tónlist og rifja upp ánægju-
legar minningar. Fyrir rúm-
um tveimur ármn var hald-
ið diskókvöld á Hótel ís-
landi. Þarna voru allir stuð-
Ævar keppti fyrst í diskódansi
árið 1978 op náði strax langt.
Hann varð Islandsmeistari
árið 1980og keppti sama ár á
heimsmeistaramóti sem
haldið var í Lundúnum.
Ævar Birgisson Olsen, diskódansari og matreiðslumaður, rekur veitingastað í Keflavík og helg-
ar hann diskódansinum. Þangað eru húsgögnin sérstaklega keypt frá Bandaríkjunum og að
sjálfsögðu eru þau í anda diskótímabilsins. DV-myndir ÆMK
Keflavíkur-
flugvelli í 11
ár. Þar vann
hann bæði við
veitingarekst-
ur og skemmtanabransann.
„Það var mikill skóli að vera
hjá Vamarliðinu. En mér fannst
tími til kominn að hætta og stofna
minn eigin rekstur. Það hefur ver-
ið mikið að gera hjá mér og í dag
hef ég allt á boðstólum."
Diskóbolti
Margir þekkja Ævar frá diskó-
tímabilinu en hann er einn mesti
diskóbolti sem fram hefur komið
hér á landi og þótti einn sá besti
sem kómið hefur fram á sjónar-
sviðið. Hann var íslandsmeistari í
diskódansi 1980 og fór sama ár á
boltamir mættir og einnig sýning-
arstúlkurnar frá Model ’79. Ég tróð
mér í gallann minn sem ég átti frá
gamla tímanum. Ég gat ekki rennt
honum alveg upp enda mörg kíló
síðan ég var í honum síðast. í dag
teljum við í kílóum en ekki árum,"
segir Ævar og skellihlær cg hefur
greinilega mjög gaman af að rifja
upp diskótímabilið sem á mikið
rúm í hjarta hans. -ÆMK
huggulegur og myndarlegur veit-
ingastaður sem tekur 30 manns í
sæti.
Ævar er ekki óvanur veitinga-
húsabransanum. Hann var aðstoð-
arklúbbstjóri hjá Varnarliðinu á