Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1997, Blaðsíða 18
18
LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997
igur í lífi
Bjöm Hermannsm framkvæmdastjóri Landsbjargar.
Með axlimar
upp fyrir eym
af spennu
„Það kom eiginlega vel á vond-
an, þ.e. undirritaðan, að vera með
nýjustu tækni í vasanum, GSM-
símann, þegar blaðamaður DV
hringdi og fór fram á að ég skrifaði
niður dag í lífi mínu. Ég var stadd-
ur í biðröð í Tollpóstinum í Ár-
múla, með hárið beint upp í loftið
og axlirnar komnar upp fyrir eyru
af spennu enda einn mesti anna-
dagur í mínu starfi runninn upp,
aðalsöludagur flugelda hjá okkur
Landsbjargarmönnum. Þar sem ég
stóð þarna í röðinni sá ég vænsta
kostinn í að játa að skrifa dagbók-
ina til að losna sem fyrst út úr sím-
talinu, því það er nú alltaf hálfleið-
inlegt að láta fullt af fólki vera að
hlusta á hvað maður talar í sím-
ann.
Vaknaði á undan
vekjaraklukkunni
Mánudagurinn 30. desember
hófst á því að ég vaknaði háiftima
á undan vekjaraklukkunni, kl.
6.30. Eins og ég sagði áðan er þetta
einn annasamasti vinnudagur árs-
ins og því eðlilega komin svolítil
spenna í mann eftir undanfarnar
Qórar vikur sem eru undirbún-
ingstími okkar fyrir flugeldasöl-
una. Ég renndi yfir DV með morg-
unkaffinu og var kominn upp í
Landsbjargarhús um kl. 8 og þá
byrjaði ballið eins og sagt er.
Næstu 16 tímar á skrifstofunni
liðu fljótt i miklu amstri.
Fyrir kl. 9 var ég búinn að tala
við alla flugeldanefndina í síma.
Flugeldanefnd Landsbjargar hefur
umsjón með flugeldasölunni fyrir
hönd stjórnar samtakanna. Rædd-
um við um söluna deginum áður,
samkeppnina, veðurspá og helstu
hluti sem þarf að hyggja að. í
nefndinni eru allt gamalreyndir'
flugeldasölumenn með áratuga
reynslu í baráttunni, þeir Tryggvi
Páll Friðriksson listaverkasali,
Stefán Þormóðsson, tölvumaður
hjá Olís, Örn Guðmundsson, verk-
fræðingur hjá Aðalskoðun og
stjómarmaður í Landsbjörg, og
Ingimar Ólafsson, símvirki og for-
maður Hjálparsveitar skáta í
Reykjavík.
Ekki þagnaði síminn
Frá klukkan 9 og alveg til mið-
nættis þagnaði síminn ekki. Ótal
símtöl með alls konar fyrirspum-
um, beiðnum og öðrum hlutum
sem þurfti að sinna, flest auðveld
og leysanleg mál. Ég efast um að
opna DV nægi ef ég á að telja upp
öll þau mál sem komu upp á borð
þennan dag.
Eitt stóð þó upp úr en það var
bmninn í Keflavík sem fjölmiðar
héldu fram í hádegisfréttum að
hefði orðið vegna flugelds. Eftir að
hafa talað við félagana úr Björgun-
arsveitinni Suðumes og Rann-
sóknarlögregluna í Keflavík kom í
ljós að málið var í frumrannsókn
og ekkert hægt að segja til um
hvað olli brunanum. Fjölmiðlar
höfðu sambcmd og spurðu þessarar
hefðbundnu spumingar um kvað
þjóðin ætlaði að eyða miklum pen-
ingum í flugelda þessi áramót og
horfur í sölumálum.
í hádeginu skrapp ég á Hard
Rock Café að fá mér að borða. Þó
að Hard Rock sé skemmtilegur
staður með ágætan mat þá er þetta
ekki staður fyrir þreytta og
spennta menn því hávaðinn af
hljómlistinni og fleim er svo mik-
ill að það hálfa væri nóg.
Um miðjan daginn mætti eigin-
konan upp á skrifstofu og þurfti að
ræða nokkur mál varöandi bömin
og heimilið. Hún gerir þetta stund-
um þegar hún er búin að gefast
upp á að hringja eða að reyna að
tala við mig í gegnum síma. Þaö er
Björn Hermannsson haföi í nógu aö snúast milli jóia og nýárs enda sala
flugelda megintekjulind hjálparsveitanna í Landsbjörg sem hann stýrir
dags daglega.
nú með þessa annaríku daga að
maður sér ekki mikið af fjölskyld-
unni, maður kemur heim eftir að
allir em sofnaðir og er farinn áður
en nokkur er kominn á ról um
morguninn.
Endað á lista- og
menningarvöku
Áfram leið dagurinn með sama
hamaganginum og látunum. Um
kvöldmatarleytið hófst ég handa
við að hringja í forsvarsmenn allra
Landsbjargarsveitanna sem selja
flugelda. Fómrn við yfir stöðu
mála á hverjum stað, hvort ein-
hveiju þyrfti að breyta, stöðu lag-
ermála og margt fleira. Klukkuna
vantaði 15 mínútur í miðnætti þeg-
ar ég lauk þessum hringingum og
þá vora mættir til mín félagamir
úr flugeldavinnunni. Við höfum
haft það fyrir reglu á undanfom-
um ámm að skreppa saman á lista-
og menningarvöku kvöldið fyrir
gamlárskvöld. Þrátt fyrir að ég
væri orðinn dauðþreyttur eftir erf-
iðan dag lét ég mig hafa það og fór
með félögunum. Þannig lauk þess-
um annasama og viðburðaríka
degi.“
Finnur þu fimm breytingar? 392
Gleöur mig aö sjá þig, Pétur. Eöa er þetta ekki örugglega Pétur?
Nafn: _
Heimili:
Vinningshafar fyrir þrjú hundruð og
nítugustu getraun reyndust vera:
Hrefna Gunnarsdóttir Helga Guðjónsdóttir
Lágmóa 17 Ásum
260 Njarðvík 371 Búðardal
Myndimar tvær virðast við fyrstu
sýn eins en þegar betur er að gáð kem-
ur í ljós að á myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt. Finnir þú
þessi fimm atriði skaltu merkja við
þau með krossi á myndinni til hægri
og senda okkur hana ásamt nafni þínu
og heimilisfangi. Að tveimur vikum
liðnum birtum við nöfn sigurvegar-
anna.
1. verðlaun:
SHARP vasadiskó með útvarpi, aö
verðmæti kr. 4.900, frá Bræðmnum
Ormsson, Lágmúla 8, Reykjavík.
2. verðlaun:
Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr.
1.790. Annars vegar James Bond- bók-
in Gullauga eða Goldeneye eftir John
Gardner og hins vegar bók Suzanne
North, Fín og rík og liðin lík.
Vinningamir verða sendir heim.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú finun breytingar? 392
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík