Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1997, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1997, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 4. JANUAR 1997 45 __________________________________________________________ ékák W X' Rilton-Cup skákmótið í Stokkhólmi: Þrír íslenskir stórmeistarcir; Jó- hann Hjartarson, Helgi Áss Grétars- son og Hannes Hlífar Stefánsson, sitja nú aö tafli á Rilton-Cup skák- mótinu í Stokkhólmi. Mótið er jafn- framt fjórða mótið í röðinni í nor- rænu VISA-bikarkeppninni sem áformað er að ljúki með úrslita- keppni í haust. Keppendur eru 120 talsins, þar af 22 stórmeistarar. Ril- ton-Cup mótið er nú haldið í 26. sinn. Mótið er kennt við dr. Tore Rilton sem lét eftir sig digra sjóði en lét svo um mælt í erfðaskrá að hluta fjárins skyldi varið til þess að efla skáklistina. Helgi Áss og Hannes hafa ekki Umsjón Jón L. Árnason tapað skák þegar fimm umferðir af níu hafa verið tefldar á mótinu. Helgi deilir 2.-10. sæti með 4 v. af 5 mögulegum - þeir Hannes gerðu innbyrðis jafntefli snemma i mótinu og í 5. umferð lauk skák Helga við Rússann Gleizerov með því að kapp- amir slíðruðu sverðin. Hannes hef- ur gert einu jafntefli betur og hefur 3,5 v. Jóhann hefur 3 v. en hann varð að bíta í það súra epli að tapa fyrir Rússanum Agrest í 5. umferð eftir að hafa glutrað niður vinnings- stöðu. Eftir 5 umferðir er norski stór- meistarinn Einar Gausel einn efstur með 4,5 v. Jafnir Helga Áss í 2. sæti eru kapparnir Joel Benjamin, Bandaríkjunum, Curt Hansen og Lars Schandorff, Danmörku, Lars Degerman og Johan Hellsten, Sví- þjóð, Evgeni Gleizerov, Evgení Agrest og Mikhail Ulibin, Rúss- landi. Keppnin um sæti í úrslitakeppn- inni i norrænu bikarkeppninni er einnig spennandi. Eins og fyrr segir er Rilton-Cup fjórða mótið í röð undanrása en fimmta mótið fer fram í Þórshöfn í Færeyjum i febrú- ar. Keppendur safna stigum og telja þrjú bestu mótin. Fyrir Rilton-Cup var staða efstu manna þessi: 1. Hillarp- Persson, Svíþjóð. 2. Margeir Pétursson 3. Curt Hansen, Dan- mörku. 4. Simen Agdestein, Noregi. 5. Jóhann Hjartarson. 6. Jonathan Tisdall, Noregi. 7. Jonny Hector, Svíþjóð. 8. Rune Djurhuus, Noregi. 9. Einar Gausel, Noregi. 10. Helgi Áss Grétarsson 11. Helgi Ólafsson 12. Hannes Hlífar Stefánsson 13. Þröstur Þórhallsson 14. Nikolaj Borge. Skoðum tvær fjörugar skákir frá Stokkhólmi. Fyrst sýnir Helgi Áss skemmtileg tilþrif er hann hrindir sókn mótherjans meö drottningar- fórn. Síðan áreynslulaus sigur Smyslovs þar sem handbragð heimsmeistarans fyrrverandi leynir sér ekki. Hvítt: Jesper Hamark Svart: Helgi Áss Grétarsson Enskur leikur. 1. c4 e5 2. Rc3 Rf6 3. Rf3 Rc6 4. e4 Bb4 5. d3 0-0 6. g3 d6 7. Bg2 Rd4 8. Rxd4 exd4 9. a3 Ba5 10. b4 c5!? 11. Ra2! Bc7 12. 0-0 a6 13. Bd2 Be6 14. f4 b6 15. Rcl Hb8 16. Í5 Bc8 17. g4 b5 18. g5 Rd7 19. Dh5 Hvítur hefur fengið fram sóknar- stöðu en nú, eða í næsta leik, er rétt að hægja eilítið á með 19. cxb5. 19. -He8 20. f6 Re5! 21. fxg7 bxc4 22. dxc4 Bg4 23. Dh4 Be6 Taflið er tvíeggjað. Ef hvita sókn- in gengur ekki upp mun svartur færa sér veikleikana á drottningar- væng í nyt. 24. Re2 Bxc4 25. Rg3! Rg6 26. Dh6 Dd7! Helgi Áss telur enga ástæðu til að gína við hróknum á fl. Nú er nauð- synlegt að treysta vamirnar. 27. Rh5 Bd8 28. Bh3 Dxh3!? í’Ljóst er að þessi leikur kostar drottninguna. Svartur fær aðeins tvo menn í skiptum fyrir hana en tekst um leið að ráða niðurlögum hvítu sóknarinnar. Þess vegna er fórnin freistandi en trúlega er þó betra að víkja drottningunni ein- faldlega undan biskupnum. 29. Rf6+ Bxf6 30. Dxh3 Bxg7 31. Hf6 Hxe4! 32. Hel Hxel+ 33. Bxel He8 34. Bd2 BfB!? Nú er tímahrakið farið að verða ógnandi og Helgi kýs að hafa vaðið fyrir neðan sig. Til greina kemur þó 34. - Bxf6 35. gxf6 He6 en svartur gæti orðið mát - seinna. 35. Dg3 He4 36. Hf2! Fellur ekki í gildruna 32. Hxd6? Re5! með tvöfaldri hótun, á g4 og d6. 35. -Be6 37. h3 Re5 38. Hf4 He2 39. Hf2 He4 40. Bf4? Þessi og næsti leikir benda til þess að hvítur hafi misst tölu á leikjunum og gleymt svörtu frels- ingjunum um leið. c4! 41. h4? d3 42. h5 c3 43. Bxe5 d2! - og nú rann upp fyrir hvítum ljós. Hann getur ekki stöðvað peðin og gafst þvi upp. Hvítt: Vassily Smyslov Svart: Mathias Eklund Frönsk vörn. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 c5 5. a3 Bxc3+ 6. bxc3 Re7 7. a4 Da5 8. Bd2 Rbc6 9. Rf3 0-0 10. Bb5 Dc7 11. 0-0 Ra5 12. dxc5 Dxc5 13. Bd3 h6 Hræðist biskupsfórn á h7. 14. Hel Rc4 15. Bcl Bd7 16. Rd4 Kh8?! 17. Dh5 Rg8? Sextándi leikur svarts var slakur og nú bætir hann gráu ofan á svart. Smyslov eygir nú möguleika á að þvinga fram hagstæða atburðarás. 18. Bxc4! Dxc4 19. Ba3 He8 Svartur kýs að láta f-peðið með góðu sem auðvitað veit ekki á gott. Mögulegt var að fórna skiptamun með 19. - Dxc3 en einnig í því tilviki á hvítur vænlegri færi. 20. Dxf7 Had8 Betra er 20. - Dxc3 21. Re2 Dc8 en 22. Rf4 kemur riddaranum í sóknar- stöðu. 21. He3 Dxa4 22. Rb3 Bc8? 23. Hg3 g5?! Af tvennu illu var 23. - Dd7 24. Hxg7 Dxf7 25. Hxf7 skárra. bridge ------------- *★ * Aðalsteinn og Matthías fóru á kostum Tveir stærstu sparisjóðir lands- ins stóðu fyrir keppni í tvímenningi í lok ársins með glæsilegum verð- launum og mikilli þátttöku. Sparisjóður Hafnarfjarðar hélt jólamót í samvinnu við Bridgefélag Hafnarfjarðar sem fagnaði 50 ára af- mæli. Voru glæsileg verðlaun í boði og 75 pör tóku þátt. Keppnisformið var Mitchell og því með tvennum sigurvegurum. í n-s sigruðu Aðal- steinn Jörgensen og Sigurður B. Þorsteinsson en hlutskarpastir í a-v voru Guðlaugur R. Jóhannsson og Matthías Þorvaldsson. Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis - SPRON - stóð fyrir keppni i samvinnu við Bridgefélag Reykja- víkur til minningar um bridgemeistarann Hörð Þórðarson sem jafnframt var sparisjóðsstjóri í fjölda ára. Hörður var í landsliði ís- lands sem náði þriðja sæti á Evr- ópumótinu 1950 og einnig var hann sigursæll í keppni innanlands, m.a. íslandsmeistari í sveitakeppni nokkrum sinnum. í þetta sinn sneru Aðalsteinn og Matthías bökum saman og sigruðu nokkuð örugglega. Keppnisformið var nú barometer, með Monrad- kerfi, þar sem efstu pörin spiluðu sí- fellt saman. Þetta form hentaði þeim félögum ekki síður en Mitchellinn daginn áður og sigruðu þeir með 60,1% skor. Fyrsta spilið gaf tóninn aö því sem eftir fór því Aðalsteinn og Matthías fengu strax topp og svo skemmtilega vildi til að andstæðing- amir voru Helgi Sigurðsson og makker Aðalsteins frá deginum áður, Sigurður B. Þorsteinsson. En skoðum spilið: N/0 ♦ 8 •0 A952 ♦ D962 * 8432 4 Á ♦ D9642 N •* G643 * K1087 ♦ 75 + K83 * ÁK S * G10976 4 KG10753 M D + ÁG104 * D5 Með Sigurð og Helga í n-s og Matthías og Aðalstein i a-v gengu sagnir á þessa leið: Norður Austur Suður Vestur pass 14- 14 dobl pass 2*A 24 dobl pass 3*A pass pass dobl pass pass pass Dobl norðurs er í hvassari kant- inum, jafnvel í tvímenningi, og hann fékk hámarksrefsingu að laun- um. Nú, en Helgi átti að spila út og hann átti ekkert sjálfsagt útspil. Valið virtist standa á milli drottn- inganna og hann var ekki á skot- skónum þegar hann valdi tromp- drottninguna. Matthías fékk slaginn á kónginn og losaði sig strax við tvo hæstu í laufi. Síðan kom spaði á ásinn, lauf- gosi og tía. Tveimur tíglum var hent úr blindum, tígull trompaður, spaði Umsjón Stefán Guðjohnsen trompaður og tígull trompaður. Enn kom spaði, norður missti þolinmæð- ina og stakk frá með trompás og Matthígs henti tígulkóngi. Hann átti síðan afganginn af slögunum. Þrír yfirslagir og 830 fyrir spilið. Gull- toppur. 24. Hxg5! Dd7 Eða 24. - hxg5 25. Dh5+ Kg7 26. Bf8+ og drottningin fellur. 25. Dh5 Dh7 26. Hg3 Bd7 27. Rd4 Hc8 28. Hel Hc4? 29. Hf3! Vinningsleikur. Vegna hótunar- innar 30. Hf7 verður svartur að láta skiptamun með 29. - Hxd4 30. cxd4 Dxc2 en 31. Hf7 gefur hvítum vinn- ingsstöðu. Svartur gafst upp. Jólahraðskákmót Taflfélag Kópavogs stóð fyrir jóla- móti á annan dag jóla. Sigurvegari varð Jón G. Viðarsson sem hlaut 14,5 v. Þráinn Vigfússon varð í 2. sæti með 13 v. og Hrannar Baldurs- son í þriðja sæti með jafhmarga vinninga. . Jólahraðskákmót Taflfélags Garðabæjar fór fram 30. desember og varð Amar Þorsteinsson hlut- skarpastur með 11,5 v. af 14 mögu- legum. Baldvin Gíslason hlaut 9,5 v. og Ögmundur Kristinsson varð í 3. sæti með 9 v. Á jólahraðskákmóti Taflfélags Reykjavíkur sigraði Jón Viktrö'' Gunnarsson með 13 v. af 15. Sigur- björn Björnsson fékk 11,5 v. og 3.-4. sæti deildu Björn Þorfinnsson og Páll Agnar Þórarinsson með 10,5 v. Minningarmót um Eikrem Ákveðið hefur verið að halda minningarmót um norska skákjöf- urinn og íslandsvininn Arnold J. Eikrem sem lést á nýliðnu ári. Eikrem stóð um árabil að skákmót- um í Gausdal þar sem fjölmargir ís- lendingar tefldu. Mótið verður haldið laugardag- inn 11. janúar í göngugötunni í Mjódd og hefst kl. 14. Þátttökugjald verður kr. 1.000 og rennur óskiptV) sérstakan minningarsjóð Eikrems sem m.a. er ætlaður til að styrkja skáksamskipti íslands og Noregs. Veitt verða þrenn verðláun: 15 þús., 12 þús. og 8 þús., auk 5 þúsund króna verðlauna fyrir bestan árang- ur í flokkum 2001-2200 stig, 1800-2000 stig og undir 1800 Elo- stig auk bókaverðlauna. VISA Island og Skákprent gefa verðlaun en Taflfé- lagið Hellir stendur að mótinu fyrir tilstuðlan Skáksambands íslands. Jólatréskemmtun VR Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur jólatrésskemmtun fyrir börn félagsmanna sunnudaginn 5. janúar nk. kl. 15.00 á Hótel íslandi. Miðaverð er kr. 600 fyrir börn og kr. 200 fyrir fúllorðna. Miðar eru seldir á skrifsofu VR í Húsi verslunarinnar, 8. hæð, og við innganginn. Nánari upplýsingar í síma félagsins 568-7100. Verzlunarmannafélag Reykjavfkur Frönskunámskeiö Alliance Francaise Vetrarnámskeið verða haldin 13. janúar til 11. apríl. Innritun fer fram alla virka daga kl. 15-19 í Austurstræti 3, sími 552-3870 pr Alliance Francaise INNANHÚSS- ios ARKITEKTÚR í frítíma yöar með bréfaskriftum Engrar sérstakrar undirbúningsmenntunar er krafist til þátt- töku. Spennandi atvinna eða aöeins til eigin nota. Námskeiðiö er m.a. um húsgögn og húsgagnaröðun, iiti, lýs- ingu, list, þar tilheyrir iistiönaður, gamall og nýr stíll, bióm, skipulagning, nýtísku eldhús, gólflagnir, veggklæðningar, vefnaðarvara, þar tilheyrir góifteppi, húsgagnaefni og giugga- tjöld ásamt hagsýni o.fl. Eg óska án skuldbindingar aö fá sendan bækling yðar um INNANHÚSS-ARKITEKT-NÁMSKEIÐ Nafn_________________________________ Heimilisfang_____________________________________________ Akademisk Brevskole A/S Jyllandsvej 15 • Postboks 234 2000 Frederiksberg • Kobenhavn •..Danmark

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.