Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1997, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1997, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 4. JANUAR 1997 19 ____________________________________________________________útlönd Gömul tækni gerði geimvísindamönnum lífið leitt árið 1996: Þegar sagnfræðingar framtíðar- innar líta til baka til ársins 1996 er ekki ólíklegt að þeir horfi fram hjá ýmsiun breytingum á stjómmála- sviðinu og ólgu í efnahagsmálum heimsins en beini sjónum sinum þess í stað að einhverjum mestu himingeimsfréttum síðari ára, nefni- lega þeim að hugsanlega kunni að leynast líf á reikistjörnunni Mars. Það var í ágúst á síðasta ári að bandarískir geimvísindamenn af- hjúpuðu gráan steinhnullung sem talinn var geyma steingerðar leifar lífs frá Mars. Eins og nærri má geta, fékk hugmyndaflug manna um gjör- valla heimsbyggðina byr undir báða vængi við þau tíðindi að hugsanlega værum við ekki ein í sólkerfinu. Ekki varð hrifningin svo minni síðar á árinu þegar fréttir bárust um að ís heföi fundist á skautum tungls- ins, hugsanlegar leifar af hala hala- stjömu. Erlent fréttaljós á laugardegi Tæknin, sem geimvísindamenn byggja allt sitt á og er orðin nokk- urra áratuga gömul, lék menn hins vegar grátt á árinu. Bilanir komu gjarnan upp þegar síst skyldi. Af þeim sökum hrapaði rússneskt könnunarfar, sem átti aö fara alla leið til Mars, aftur inn í gufuhvolf jarðar skömmu eftir flugtak, banda- rískir geimfarar um borð í geim- skutlu á hringsóli um jörðina kom- ust ekki í fyrirhugaða geimgöngu og bandariska vísindakonan Shannon Lucid þurfti að dúsa lengur um borð í rússnesku geimstöðinni Mir en hún haföi reiknað með. Fyrst sendum við róbótana, svo mennina Þessi tvö atriði, hnignun gamall- ar tækni og vaxandi áhugi á hugs- anlegu lífi á öðnun hnöttum, hafa orðið til þess að bandaríska geim- visindastofnunin, NASA, er að hverfa frá ofuráherslunni á mann- aðar geimferðir og snúa sér meira að könnun himingeimsins meö sjón- auka og öðrum tækjum og með því að senda róbóta út í geiminn. „Við ættum ekki að vera að senda fólk fyrr en við höfum kannað áður með róbótum," sagði Dan Goldin, yfirmaður NASA, áður en geimfar- inu Sojourner var skotið á loft. Geimfar þetta er á stærð við stóran leikfangatrukk og því er ætlað að kanna yfirborð Mars eins og vél- rænn jarðfræðingur. „Ég tel ekki að róbóti búi yfir sömu ályktunarhæfni og maðurinn en það er ósanngjamt að tala bara um að senda mann til Mars og vera kátur með það þegar þjóðin þarf að horfast í augu við fjárhagsvanda af margvíslegum toga,“ sagði Goldin. Hann giskaði á að maðurinn mundi hætta sér alla leið til Mars einhvern tíma á öðrum áratug 21. aldarinnar. Svör við áleitnum spurningum eftir fáein ár Allar líkur eru þó á því að menn þurfi ekki að bíða svo lengi eftir svari við spurningunni um hvort líf kunni að þrífast á Mars. Við gætum komist að því þegar árið 2003, þegar fyrstu sýnishornin af grjóti sem könnunarför munu safna saman á Mars, verða hugsanlega komin aft- ur til jarðar. Steingervingarnir, sem taldir eru vera af lífi á Mars, fundust á Suður- skautslandinu og bárust sennilega þangað með loftsteini sem féll til jarðar frá reikistjömunni fýrir sext- án milljónum ára. Ef steingervingar sem safnað verður saman á Mars koma heim og saman við þá sem fundust á Suðurskautslandinu munu vísindamenn hafa á meiru að byggja í leit sinni að lífi á Mars. Bandaríkjamenn munu halda áfram að senda menn út í geiminn um borð í geimskutluflotanum, sem nú er kominn nokkuð til ára sinna. Þá munu þeir halda áfram samvinn- unni við Rússa og senda menn til dvalar í geimstöðinni Mir. Loks verður fyrsta hluta alþjóðlegrar geimstöðvar, sem kemur til með að kosta sautján milljarða dollara, Geimskutlan Columbia lyftir sér til flugs frá Canaveralhöfða á Flórída með elsta geimfara Bandaríkjanna um borð. Geimskutluflotinn er nú nokkuð kominn tii ára sinna. Símamyndir Reuter Howard Eisen, starfsmaður bandarísku geimvísindastofnunarinnar, sýnir líkan af könnunartæki sem vonast er til að muni taka til starfa á yfirborði reikistjörn- unnar Mars á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna í ár, 4. júlí. Rússar skutu upp geimfari á aðfangadag. Um borð var apinn Múltík, sem sést á þessari mynd, svo og skorkvikindi ýmiss konar og sniglar. Apinn verður tvær vikur úti í geimnum og á að kanna áhrif þyngdarleysisins á hann. Að rannsóknum loknum verður hann sendur aftur heim í dýragarðinn sinn. skotið á loft einhvem tíma á árinu 1997. Ekki bara fallegar myndir hjá NASA Uppgötvanir stjarnvísindamanna hafa notið vaxandi virðingar að und- anfömu í umræðum um leyndar- dóma fjarlægra hluta himingeims- ins. Sláandi myndir sem Hubble geimsjónaukinn hefur sent frá sér eftir að gert var við hann hafa örvað mjög vangaveltur manna um hvort líf sé til utan sólkerfis okkar, um hvenær alheimurinn hafi byijað, um hvernig stjörnur fæðist og hvað elstu hlutar himingeimsins séu gamlir. Á undanförnum tólf mánuðum hafa stjarnvísindamenn, með aðstoð Hubble, séð sandrok á Mars af þeirri stærðinni sem menn í Texas gætu sætt sig við. Þeir hafa séð kvikmynd af óstýrilátu veðrinu á Neptúnusi, blikkandi tifstjömu i hjarta Krabba stjörnuþokunnar og afleiðingar sam- stuðs tveggja fjarlægra vetrarbrauta. En vísindamenn hjá NASA láta sér ekki nægja að sýna okkur falleg- ar myndir úr himingeimnum, heldur velta þeir líka fyrir sér hvaða þýð- ingu leitin að upphafi alheimsins muni hafa á heimspeki og vísindi. Leitin fer fram innan starfsáætlunar sem heitir því ágæta nafni Origins, eða uppruni. Á fundi, sem haldinn var I Hvíta húsinu í Washington um efnið, settu trúarleiðtogar, vísindamenn og þeir sem móta framtíðarstefnuna niður fyrir sér þær mikilvægu spurningar sem þeir telja að svör kunni að fást við á næstu fimmtán árum. Spurningarnar sem vænst verður svara við snúast m.a. um hvenærl og hvernig frumstætt líf hafi kviknab á jörðinni, hvort líf sé eða hafi verið til á Mars, hvort vatn sem hefur fundist á einu tungli Júpíters kunni að geyma frumstætt líf, hvort önnur stjömukerfi kunni að fóstra líf og þannig mætti lengi telja. í sumra augum er spurningin um hvort líf finnist á öðrum hnöttum ekki málið. „Já, þaö er örugglega líf þarna einhvers staðar," sagði Mike Kaplan, forstöðumaöur Origins áætl- unarinnar hjá NASA, fyrr á árinu. „Ég held ekki að við séum ein. Það mun taka okkur tíma að ná sam- bandi við þá en einn daginn munum við hitta þá og þá verðum við undr- andi af því að þeir verða mjög frá- brugðnir okkur.“ Reuter Þessar myndir voru teknar af Evrópu, einu tungli reikistjörnunnar Júpíters, frá geimfarinu Galileo í september síö- astliönum. Reyndar eru þetta tvö eintök sömu myndar, þar sem nokkuð svo eðlilegir litir eru á vinstri myndinni en á þeirri til hægri er reynt aö draga fram litamun á yfirboröi tunglsins meö því aö grípa til óeðlilegra lita.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.