Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1997, Blaðsíða 11
11 DV LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997 Vel fór á meö þeim Natalie frá Ástralíu og Friörík Þór kvikmyndagerðarmanni þar sem þau hittust í gær niöri viö Reykjavíkurhöfn. Natalie fannst þaö góöur bónus aö fá aö hitta leikstjóra Cold Fever í íslandsferö sinni. DV-mynd ÞÖK KR. 22.995 KR. 17.417 KR. 20.256 Söluaðilar: Ólafur Gíslason & Co hf Sundaborg 3 Reykjavík Sími 568 4800 E.G. Skrifstofubúnaður Ármúla 20 Reykjavík Sími 533 5900 Bókabúð Keflavíkur Sólvallagata 2 Keflavík Sími 421 1102 Skj alaskápar 26 ára ástralskur barnaskólakennari dvaldi hár á landi um jól og áramót: Traustir - vandaðir og á góðu verði! Sá Cold Fever i Sydney og ákvað þá íslandsferð „Þegar kvikmyndir sýna fallegt og framandi landslag til viðbótar við góðan söguþráð þá er öruggt að áhorfendur langar að ferðast til við- komandi lands. í Ástralíu veit fólk ekkert um ísland. Ég sá landslagið og Bláa lónið í kvikmyndinni Cold Fever og hugsaði um leið: „Þangað langar mig að fara.“ Síðan eftir að ég kom hingað finnst mér íbúarnir áhugaverðastir. íslendingar eru mjög virkt fjöl- skyldufólk, íbúamir eru mjög vin- samlegir og ekki er verra að allir tala ensku.“ Þetta segir Natalie Konakov, 26 ára barnaskólakennari frá Sydney í Ástralíu, i viðtali við Helgarblað DV. Hún ákvað í lok nóvember að koma einsömul og dvelja yfir jól og áramót á íslandi - vegna þess að hún sá kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Cold Fever, i Sydney, heimaborg sinni í september. Hvað kostar að fljúga til Islands? Natalie hefur dvalið á gistiheimili við Strandgötu 21 í Hafharfirði um hátíðarnar. Þaðan hefur hún m.a. notið þess að horfa út um gluggann - útsýnið þaðan, sjórinn, trén og annað er allt frábrugðið því sem hún hefur vanist. En hver var að- dragandinn að ferð hennar hingað til lands? „Áður en ég sá íslensku kvik- myndina vissi ég ekkert um ísland. Ekkert. Ég hafði bara heyrt nafnið nefnt - ísland og Grænland voru hinum megin á hnettinum. Þetta var það eina sem ég vissi. Vinur minn spurði mig í septem- ber hvort ég vildi koma með sér að sjá kvikmyndina Cold Fever. „Jú,“ sagði ég. Þegar ég var búin að sjá myndina langaði mig strax að fara til íslands. Það trúði mér enginn. En landið bara heillaði mig. í Ástr- alíu eru hvorki snjór, kuldi né jökl- ar og mig langaði til að sjá hvernig lífið gengi fyrir sig á íslandi - á hin- um enda heimsins. Ég fór að hugsa málið betur. Vinur minn fór síðan til útlanda og fjórum vikum áður en ég lagði af stað hingað fér ég á ferðaskrifstofu í Sydney og spurði: „Hvað kostar að fljúga til íslands?“ Mér var sagt að ég yrði að fljúga fyrst til London. Ég fór síðan heim og þá tók ég ákvöröun. „Ég ætla að gera eitthvað öðruvísi," hugsaði ég. Eftir þetta fór ég og keypti farseðil til Islands," segir Natalie. Ferð hennar fram og til baka kostar um 130 þúsund krónur. Aðalsöguhetjan gaf már hugrekkið „Það sem heillaði mig mest í kvikmyndinni var landslagið - mig langaði líka að fara til þess að finna sjálf hvernig það er að upplifa kalda veðráttu. í myndinni var útlending- ur, Japani, sem gaf mér hugrekkið til þess að koma sjálf til íslands. Mér finnst mikilsvert að fara eitt- hvað þar sem enginn í kringum mann hefur nokkurn tímann verið. Faðir minn var reyndar Rússi og þangað á ég einhvem tímann eftir að fara. Mér fannst því ágætt að fara eitthvað þar sem kalt er til að undirbúa sig. Ég var full eftirvæntingar þegar ég hafði flogið alla leið frá Ástralíu og kom inn i íslensku flugvélina í London þann 22. desember. Mig hafði langað að vera í hinum enda heimsins á afmælisdaginn minn sem var daginn eftir. Vélin var skreytt með jólaskrauti. Þegar við voram í aöflugi til Keflavíkur fannst mér gaman að berja landið augum. í kringum flugvöllinn virt- ist vera myrkvuð auðn.“ „Mér finnst allt vera öðruvisi hér en heima í Ástralíu - trén, landslag- ið og meira að segja sjórinn. Mér fannst líka stórkostlegt að koma til borgar þaðan sem maður sér fjöll með snjókollum," segir Natalie. - Finnst þér áhugavert núna að „fínna kuldann“? „Já. En það hefur aðeins verið snjór í einn dag frá þvi að ég kom. Þess vegna er ég dálítið vonsvikin. Ég hélt líka að það yrði kaldara en raun ber vitni. En ég er samt ánægð. Flestir íslendingar sem ég hef rætt við hafa ekki séð Cold Fever. Ég hélt að allir hefðu séð hana. Þess vegna fannst mér ég dálítið kjánaleg þegar ég fór að færa í tal hvers vegna ég kom til íslands. En mynd- in er afbragðsgóð. Ég er líka búin að heyra um aðra mynd Friðriks Þórs, Djöflaeyjuna - ég verð að sjá hana líka. Mér finnst gott að heyra að að- sókn á þá mynd var meiri á síðasta ári en á amerísku kvikmyndimar. Það er mjög gott.“ Natalie segir að sér fínnist prýðilegt að vera alein á ferðalagi. Ein með sjálfri sér: „Ég tók strætó upp í Grafarvog í vikunni og gekk síðan niður að sjónum. Mér fannst það mjög gam- an.“ Natalie fór með félaga sínum af farfuglaheimilinu til Reykjavíkur á gamlárskvöld. Um miðnættið stóð hún uppi á Skólavörðuhæð fyrir framan Hallgrímskirkju þegar hin íslenska flugeldaskothíð stóð sem hæst. „Mér finnst góður siður að fagna nýju ári með því að skjóta upp flugeldum. Heima í Sydney er líka mikið skotið upp af flugeldum um áramót," segir Natalie. Hún er nú á fórum til Skotlands til að hitta vin en þaðan fer hún til Frakklands. Skólinn hjá Natalie og nemendum hennar hefst ekki fyrr en í byrjun febrúar. En þar er lífið líka allt öðravísi er hér á landi. Þar stendur skólinn yfir í 9-12 vikur í einu en frí á milli eru frá tveimur upp í sex vikur. -Ótt Friðrik Þór: Þjóðverjar komu líka vegna Barna náttúrunnar J: „Ég hef oft hitt fólk, bæði Þjóðverja og Ameríkana, til j dæmis eftir Böm náttúrunnar og Bíódaga, sem hafa komið til íslands eftir að hafa séð kvik- myndimar. Árið 1993 komu sex þúsund Þjóðverjar til íslands | eiginlega út úr blámanum. Eng- j inn hafði átt von á þeim. Ég tel | að skýringin sé sú að á anriað ; hundrað þúsund Þjóðverjar sáu Böm náttúrannar í kvik- i myndahúsum í Þýskalandi. | Þetta kemur mér því ekki á j óvart. Harðasta fólkið hefúr sjálft hringt í mig og látið mig ; vita,“ sagði Friðrik Þór Frið- riksson kvikmyndagerðarmað- ur um komu hinnar áströlsku s; Natalie sem ákvað að koma til íslands eftir að hafa séð mynd hans Cold Fever. Friðrik Þór sagði að gaman hefði verið að hitta Natalie í j- gær. Sú ástralska sagði hins } vegar um fund hennar með | Friðrik Þór: „Guð minn góöur, | ég trúi því varla að vera komin J hingað til íslands. Og nú er ég líka búin að hitta manninn sem i: gerði Cold Fever.“ -Ótt ••»

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.