Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1997, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1997, Blaðsíða 20
LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997 33' V sérstæð sakamál 20 ff if Mál horfnu stúlkubarnanna í Belgíu og ábyrgð barnaníðinganna á kynferðislegri misnotkun þeirra, meintri sölu í vændishús í öðrum löndum og drápi sumra þeirra svo og meint yfirhylming ef ekki þátt- taka laganna varða, hefur vakið heimsathygli, ekki síst vegna þess að Belgía er í miðju hins siðmenntaða heims. En það gerast svipuð mál í öðrum löndum, og þar koma við sögu jafnvel enn óhugnanlegri þætt- ir, eins og fram kemur í þessari frá- sögn frá Bandaríkjunum. Oftast tekst ekki að upplýsa hvað verður um böm og unglinga sem hverfa sporlaust. Sum strjúka að heiman í ævintýraleit. Önnur hverfa af þvi þau þola ekki lengur við en oft tekur þá ekki betra við. Eini kostur drengja er ekki ósjaldan einhvers konar glæpastarfsemi og stúlkur leggjast oft í vændi. Þá er eins og unga fólkið hafið brotið allar brýr að baki sér. En stundum bíða enn verri örlög, misþyrmingar og síðan dauði. Josefina Rivera. Gary kemur í réttinn. Gary Heidnik við handtökuna. Hvarf í fjóra mánuði Josefina Rivera var tuttugu og tveggja ára þegar hún hvarf af heim- ili sínu i Filadelfíu i nóvember 1986. En fjórum mánuðum síðar kom hún aftur fram, og hafði þá skelfilega sögu að segja. Josefina átti kærasta, Vince Nel- son, og kvöld eitt í nóvember hringdi hún dyrabjöllunni hjá honum. Hún hafði verið lagleg en nú var hún grindhoruð, klædd tötrum og með rauð fór á úlnliðum og ökklum, eins og hún hefði verið hlekkjum í langan tíma. „Þú verður að hjálpa mér,“ sagöi hún, og Vince sá að það blæddi úr sprungnum vörum hennar. „Ég hef verið fangi geðveiks manns.“ Vince þreif strax í hana og ýtti henni inn fyrir. Þegar hann hafði hlustað á hana í nokkrar mínútur hringdi hann á lögregluna. Lögregluþjónamir ætluðu í fyrstu ekki að trúa sögu Josefinu en förin á úlnliðum henn- ar og ökklum sögðu sína sögu og því var ekki um annað að ræða en taka hana alvarlega. Hún sagði að í húsi því þar sem henni hefði verið haldið væru fleiri stúlkur. Og sjálf sagð- ist hún ábyggilega aldrei hafa komist þaðan lifandi hefði hún ekki talið manninum trú um að hún gæti útvegað honum fleiri stúlkur. Ók um í Rolls Royce bíl Saga Josefinu um það hvemig hún komst frá kvalara sínum var í meginatriðum á þann veg að eftir að hafa áunnið sér traust hans heföi hún fengið að fara með honum í ökuferð í Rolls Royce bíl sem hann átti. Hann kom við á bensínstöð, en þá sagöist hún hafa sagt hon- um að hún ætti vinkonu í grenndinni og gæti ábyggilega fengið hana til að koma með þeim. Hún sagðist hafa fengið leyfi mannsins til að sækja hana en þá hefði hún umsvifalaust flú- ið. Josefina skýröi ennfremur svo frá að geð- veiki maðurinn, eins og hún nefndi manninn gjarnan, teldi sig vera „Messías“ og væri það hlutverk hans að frelsa heiminn frá ungum, lauslátum konum. Hún fór nú með rannsóknarlögreglumönn- taka þátt í athöfnum hans. Hún reyndi því að nálgast hann með vinsemd og gaf honum til kynna að hún væri meira en viljug til að gerast aðstoðarstúlka hans. Ræddi hún af og til við hann og þar kom að hann lagði trúnað á það sem hún sagði. Loks sagði hann að hún skyldi koma með sér í ökuferð og er ljóst að þá hafði henni tek- ist að ávinna sér traust hans. En þegar hann þurfti að taka bensín á glæsivagninn greip hún tækifærið til að strjúka og leita á náðir kærastans síns. Vel aefinn og efnaflur Gary Heidnik var að sjálfsögðu handtekinn þeg- ar eftir húsleitina en til hennar hafði nær umsvifa- laust fengist heimild. Var hann yfirheyrður en þar kom fátt fram sem varpað gat frekara ljósi á athafnir hans en það sem fundist hafði í húsinu við Mars- hallstræti. Það hafði hins vegar strax vakið athygli að fyr- ir framan húsið stóðu Leitaö viö húsið. um að húsi við Marshallstræti, í versta hverfi borgarinnar. Og þar fyrir utan stóð nýr Rolls Royce bíll við hliðina á Cadillacbíl. Framan á húsinu var skilti og á því stóð: „Prestakirkj- an“. En það voru rimlar fyrir öllum gluggum. Fangelsið í kjallaranum í húsinu var þrjátíu og fimm ára maður, Gary Heidnik. Hann yppti aðeins öxlum þegar hann sá að Josefina var í fylgd með lögreglu- mönnunum. Frumleit í hinu hrörlega húsi leiddi í ljós að Josefina hafði í engu ýkt er hún sagði frá. í skítugum kjallara, þar sem aðeins logaði á einni ljósaperu, fann lögreglan tvær stúlkur. Þær voru hlekkjaðar og lágu á saur- ugum dýnum. Þær voru svo þakklátar að sjá lögreglumennina að þær kysstu skó þeirra. Innst í kjallaranum var djúp gryfja í gólf- inu. í henni lá þriðja stúlkan, undir þunnu teppi. Stúlkumar þrjár voru Lisa Thomas, nítján ára, Agnes Adams, tuttugu ára, og Jaqui Askins, átján ára. Þær voru í skyndi sendar á sjúkrahús til skoðunar og aðhlynningar. En lögreglumennimir fundu fleira og enn óhugnanlegra í „kirkju" Garys Heidnik. í eld- húsi á fyrstu hæð fannst pottur með soðnum leifum af mannakjöti. Og í ísskápnum lá hand- leggur. Er hér var komið var ljóst að Josefina Rivera hafði með skynsemi sinni og hugrekki upplýst eitt óhugnanlegasta sakamál í sögu borgarinnar. Og nú sagði hún frá því sem hún haföi ekki enn komið að. „Skuld þjóðfálagsins" Josefina sagðist hafa verið á gangi á götu í Fíladelfíu þegar henni var fyrirvaralaust rænt Hluti af kosti stúlknanna. og hún færð í „Prestakirkjuna". Þar hefði Gary pyntað hana og misþyrmt henni á ýms- an hátt en að lokum nauðgað henni. Sömu sögu heföu þær haft að segja stúlkumar sem voru þar fyrir en þær höföu bætt því við að stúlkur, sem heföu verið í kjallaranum þegar þær komu, væra þar ekki lengur því Gary hefði myrt þær. Hann flutti svo líkin upp á efri hæðina þar sem hann stundaði mannát. Lýsingamar á pyntingunum voru óhugnan- legar. Þannig hafði ein stúlknanna verið lögð hlekkjuð í baðker með ísköldu vatni. Þá tengdi Gary rafmagnssnúrur í járnin og hleypti síðan straumi á. Má í raun segja að hann hafi tekið hana af lífi í „blautum raf- magnsstól". Gary Heidnik hafði skýrt Josefinu svo frá að þjóðfélagið stæði í skuld við hann. „Það skuldar mér fjölskyldu," sagði hann, „og ég bæti mér það upp með því að ræna stúlkum sem ég set í kvennabúrið mitt.“ Þegar stúlkurnar vora að því spurðar hvað þær heföu fengiö að borða kom i ljós að það hafði að mestu leyti verið hundamatur úr dós- um. Flóttaáætlunin Stúlkan, sem sagt er frá að framan og tek- in var af lífi með rafmagni í baðkerinu, var ekki sú eina sem týnt haföi lífinu á tiltölulega skömmum tíma því stúlkurnar, sem leystar vora úr ánauðinni, vissu um aðra sem haföi gefið upp öndina eftir að hafa verið lokuð inni án matar og drykkjar í viku. Þar sem þær stúikumar fjórar sátu og ræddu hvað gæti orðið þeim tii bjargar gerði Josefina sér grein fyrir því að aðeins væri ein leið til björgunar. Hún yrði að láta sem henni félli hvemig Gary liföi og þykjast vilja fá að tveir dýrir bilar. Kom nú í ljós að Gary hafði í raun lifað tvenns konar lífi. Um daga haföi hann meðal annars stundað kauphallarvið- skipti. Hafði hann efnast vel á þeim og síðar kom í ljós við rannsóknir sálfræðinga og geð- lækna að hann var vel gefinn. Því þótti sum- um vart til önnur skýring á því að hann skyldi setjast að í versta fátækrahverfi Fíla- delfíu og stunda mannrán, pyntingar, nauðg- anir og morð en sú að hann væri geðveikur. Fyrir dóm Mál Garys Heidnik var að sjálfsögðu mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Gagnasöfnun tók nokkurn tíma en þegar allt lá fyrir gaf sak- sóknaraembættiö út ákæra á hendur honum fyrir morð, mannrán, nauðganir og annað því tengt. Hann bjó sig meðal annars undir réttar- höldin með því að láta skegg sitt verða sítt svo hann líkist sem mest „Messíasi“. Taldi hann að það yrði til að vekja stuðning kviðdómenda við sig. Sú tilraun bar þó ekki mikinn árangur. Til- raunir verjandans til að fá hann úrskurðaðan geðveikan höföu ekki borið árangúr og kvið- dómendum fannst sú skýring langsótt því maðurinn væri vel gefinn og heföi getað geng- ið til kauphallarviðskipta með skýrum hug. Gary Heidnik var sekur fundinn um öll ákæraatriðin. Þar eð hann hafði ekki verið úrskurðaður geðveikur fékk hann dauðadóm. Að auki fékk hann 120 ára fangelsisdóm og er þaö í samræmi við bandaríska réttarhefö sem leyfir sérdóm fyrir hvert afbrot og geta menn því fengið margfalda ævilanga dóma eða dóma af tvennu tagi eins og nú varð raunin á. En „Messías" lét sem hann tæki því létt. Jafhvel „prestur" eins og hann gæti ekki af- plánað fangelsisdóm eftir dauðann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.