Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1997, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1997, Blaðsíða 22
22 héjgarviðtalið LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997 LAUGARDAGUR 4. JANUAR 1997 helgarviðtaiið 43 Sára Jón Helgi Þórarinsson og fjölskylda að flytjast frá Dalvík í „heitasta brauð" landsins. Langholtssókn: „Nýja starfiö leggst vel í mig. Þetta er spennandi og ögrandi verkefni og söfnuðurinn er stór, yfir fimm þús- und manns. Það mun reyna á mig með nýjum hætti. í borginni er safn- aðarvitund kannski ekki eins mikil og á landsbyggðinni þar sem enginn þarf að spyrja um í hvaða sókn hann er. í Reykjavík þarf að vinna töluvert öðruvísi. Á vissan hátt er ég að fara út i óvissuna, ég veit ekki alveg hvaö bíður nema að það verður nóg að gera. Þó að það sé að mörgu leyti erf- iðara að vera prestur í Reykjavík þá gefast fleiri tækifæri og meiri mögu- leikar á samstarfsfólki,“ segir séra Jón Helgi Þórarinsson í viðtali við DV en núna í ársbyrjun verða tíma- mót í hans lífi þegar hann flyst frá Dalvík til höfuðborgarinnar til að taka við „heitasta brauði" landsins, Langholtssókn. Jón Helgi er arftaki Flóka Kristinssonar en eins og lands- mönnum er kunnugt deildu Flóki og Jón Stefánsson organisti hart um kirkjustarfið. Endirinn varð sá að Flóki vék úr sókninni og gerðist prestur fslendinga á meginlandi Evr- ópu. Akureyringur í húð og hár En hver er séra Jón Helgi? Jú, hann er Akureyringur, fæddur þar fyrir bráðum 40 árum. Foreldrar hans eru Þórarinn Halldórsson og Elín Jónsdóttir sem bæði eru Akur- eyringar í húð og hár. Jón Helgi ólst upp í Glerárþorpinu ásamt þremur öðrum systkinum sinum. Elst er Aníta, sem býr í Bárðardal í S-Þing- eyjarsýslu og starfar sem kennari, þá kemur Pétur, landskunnur sókn- arprestur í Laufási, Jón Helgi og loks Ema, söngkonan góðkunna, sem er yngst í röðinni og býr í Reykjavík. Fjölskyldan bjó í þorp- inu þar til Jón Helgi varð 15 ára, þá fluttist hún yfir ána og í Helgamagrastrætið á Brekkunni. Hann gekk menntaveginn á Akur- eyri til tvítugs og á þar st rætur. „Ég átti góð æskuár. Þí bjuggu ekki margir í Gler- árþorpinu á þessum tima, fáein hundruð manns. Við bjuggum ofarlega í þorp- inu og fyrstu árin mín var pabbi með fáeinar kindur og nokkra hesta. Maður ólst því upp við lítils hátt- ar búskap í afar frjálslegu og rúmgóðu umhverfi. Það var síðan ágætt að flytjast í Helga- magrastrætið. Þá var stutt í bæinn, skólana og ekki síst Akureyrar- kirkju. Ég fór mikið í kirkju með foreldrum mínum en þau hafa sungið í kirkjukórnum í Glerárhverfi í bráð- um hálfa öld.“ Ætlaði aldrei að verða prestur Líklega hefur það verið á þessum árum sem Jón Helgi fær áhuga á prestsstarfinu en sem unglingur starfaði hann mikið í æskulýðsstarfi Akureyrarkirkju fram á mennta- skólaár og einnig i sumarbúðunum við Vestmannsvatn. Sömuleiöis hafði áhrif á hann að Pétur, bróðir hans, fór í guðfræðina og gerðist prestur. „Annars ætlaði ég aldrei að verða prestur. Ég ætlaði að fara út í kirkju- tónlist og lærði á orgel í mörg ár. Ég stefndi að því að gerast organisti og var eitt ár í tónlistamámi á Akur- eyri að loknu stúdentsprófi. Eftir þann vetur tók ég hins vegar þá ákvörðun að velja frekar guðfræðina í Háskólanum og byrjaði þar haustið 1978. Prestskapur stóð mér afskap- lega nálægt þótt það væri ekki ofar- lega í huga á menntaskólaárunum. Þetta bankaði fastar á en ég vildi við- urkenna. Þá þegar var bróðir minn orðinn prestur, vígðist árið 1976. Þetta var svipað hjá Pétri. Hann sagðist einu sinni aldrei ætla að verða prestur en varð það samt,‘ segir Helgi. Þjóðin hefur fylgst með hetju legri bar- áttu Pét- urs við syk- hins vegar öll verið samhent og stutt Pétur eftir megni. „Við höfum verið til staðar þegar þurft hefur á aö halda en þau eiga líka marga góða vini sem hafa reynst þeim mjög vel. Maður reynir einnig að styðja aðra í fjölskyldunni." Jón Helgi lauk guðfræðináminu á hefðbundnum tíma, fimm árum, og segir að sér hafi liðið ákaflega vel í guðfræðideildinni. Nýr heimur hafi opnast Jón Stefánsson er mikill eldhugi Jón Helgi er söngmaður góður, auk þess að leika öðru hvoru á orgel og píanó. Á námsárunum söng hann í nokkrum kórum og að loknu námi var hann einn vetur í kór Langholts- kirkju hjá Jóni Stefánssyni. Hvemig ætli aflan í þetta. Þess vegna nær hann þessum góða árangri.“ Aðspurður segir Jón Helgi að það hafi ekki verið þennan vetur sem hann hefði ákveðið að gerast ein- hvem tímann prestur í Langholts- sókn. Á þessum árum hefði Norður- landið togað í sig og á endanum hefði hann sótt um embætti sóknarprests á Dalvík. Þetta var árið 1984 þannig að hann hefur þjónað Dalvíkingum og öðrum Svarfdælingum í 12 ár. Jón Helgi segir að þessi tími hafi verið afskaplega góður og fjölskyldunni liðið mjög vel á Dalvík. fra al nu Jon restur Dalvíkinga amótum A síðasta ári vora þau hjónin að hugsa um hvort Jón Helgi ætti að sækja um stöðu á Akureyri, sem losnaði skyndilega, og ræddu það ít- arlega við vini og kunningja hvort rétt væri að skipta eða „vera á Dalvík til sjötugs". Hann er nefnilega aðeins þriðji prestur Dalvíkinga frá aldamótum! „Báðir forverar mínir vora hér allan sinn prestskap, yfir 40 ár hvor um sig, þannig að menn eru ekki vanir mörgum prest- um á þessum slóðum. Ég skil þessa presta afskaplega vel því hér er veðursæld og mannlíf gott. Söng- og fé- lagslíf er mikið og stutt til Akureyrar í þá þjón- ustu sem menn vilja sækja þangað. Við hjónin ræddum það því í fullri alvöru hvort við ætluðum aö vera hér til Sjötugs eða að hreyfa okkur. Niðurstaðan varð sú að breyta til enda hefur prests- starfið breyst gífúrlega hin síðari ár og hverjum sókn- arpresti gott að geta breytt um starfsvettvang einhvern tím- ann á ævinni. Sömuleiðis er það gott fyrir safhaðarstarfið aö fá inn nýja og ferska vinda." Deilt við Möðru- vallaklerk Séra Jón Helgi Þórarinsson ásamt fjölskyldu sinni á heimilinu á Dalvík. Yngsti sonurinn, Pétur Örn, situr í fangi fööur síns. í fangi móðurinnar, Margrétar Ein- arsdóttur, er Friöjón, 9 ára, og fyrir aftan þau situr Hilmar, 13 ára. Fjölskyldan flyst alfariö til Reykjavíkur í vor en Jón Helgi byrjar í Langholtssókn um miðj- an janúar. DV-myndir GS ursýkina og nú síðast í bókinni Lífs- krafti sem kom út fyrir jólin. Eðli- lega hefur þetta ekki farið fram hjá Jóni Helga því samband þeirra bræðra hefur verið náið, ekki síst vegna prestskaparins en þeir störf- uðu mikið saman í sumarbúðunum við Vestmannsvatn. Jón Helgi segir að bróðir sinn hafi ætíð verið mjög sjálfstæður og viljað heyja sina bar- áttu sem mest sjálfur, ásamt eigin- konu og börnum. Fjölskyldan hafi fyrir honum með hjálp frábærra kennara. Með námi var hann ötull í æskulýðsstarfi þjóðkirkjunnar og söngmálum. Einnig tók hann þátt í starfi KFUM og K og kristilegra skólasamtaka og kynntist þar eigin- konunni, Margréti Einarsdóttur kennara, sem er fædd og uppalin í Reykjavík. Saman eiga þau þrjá stráka sem era á fjórtánda, tíunda og öðru ári. það hafi verið? „Jón kenndi guðfræðinemum messusöng og ég þekkti hann lítil- lega á þessum árum. Eftir að guð- fræðinni lauk vígðist ég sem aðstoð- arprestur til Fríkirkjunnar í Hafnar- firði haustið 1983. Sama vetur gekk ég í kór Langholtskirkju. Það var frá- bært að syngja hjá Jóni. Hann er mikill eldhugi og hefur þann eigin- leika aö ná fólki með sér í söng. Hann er góður kórstjóri og leggur sig Ekki er langt síðan Jón Helgi komst í fréttirnar þegar hann vígði ung brúðhjón fyrir utan Möðru- vallakirkju sl. sumar, í óþökk sóknarprestsins þar, sr. Torfa Hjalta- líns Stefánssonar, sem neitaði að hleypa þeim inn í kirkjuna. Þetta var tekið fyrir í nýlegu áramótaskaupi með eftirminnilegum og glettilegum hætti. Hann segist ekki vilja fara út í þetta mál í smáatriðum, en í grand- vallaratriðum hafi málið snúist um það hvort sóknarbörn megi tilfall- andi njóta þjónustu annarra presta í sínum sóknarkirkjum. „Annar prestur hafði upphaflega Jón Helgi er vel liötækur píanó- og orgelleikari enda hóf hann framhaldsnám f orgelleik aö loknu stúdentsprófi og mastersritgerö hans í guöfræöi fjallar um kirkjutónlist. Hér tekur hann ■ píanóið í prestsbústaðnum á Dalvík. verið beðinn um að annast þessa hjónavígslu og var búið að undirbúa það. Þetta kom á borð til mín þegar öllum undirbúningi var lokið og stutt í vígslu. Ég hugsaði málið og ákvað að annast þessa athöfn, reynd- ar ekki á landareign kirkjunnar heldur á landareign tilraunastöðvar- innar á Möðravöllum, þar sem brúð- urin starfaði. Með þessu var ég að mótmæla einstrengingslegri afstöðu sóknarprestsins, að meina sóknar- börnunum að njóta þjónustu annarra presta i sínum sóknarkirkjum. Ég réttlæti það ekki á neinn hátt og það var auðvitað ekki rétt hjá mér að fara inn í hans prestakafl án þess að tala um það við hann. Enda segir í niðurstöðu siðanefndar presta, sem fjallaði um málið, að ég hefði átt að gera það. Og ég samþykki það alveg hiklaust. Ótviræð niðurstaða nefhd- arinnar varð hins vegar sú að prest- um er ekki stætt á því að meina sóknarbörnum sínum aö njóta til- fellandi þjónustu annarra presta í eigin sóknarkirkjum. Þannig að það komst niðurstaða í þetta mál, því miður með þessum hætti. Biskup og vígslubiskup höfðu báðir komið að málum á Möðravöllum án þess að málalyktir yrðu. Þetta gat ekki geng- ið svona lengur.“ Tilbúinn að takast á við mál Aðspurður hvort deilan við Möðravallaklerk sýni ekki ákveðinn stríðnispúka í séra Jóni Helga Þórar- inssyni segist hann fiarri því hafa haft gaman af deilunni. Hins vegar sé hann tilbúinn til að takast á við mál. „Þarna fannst mér ekki rétt staðið að málum og fólk órétti beitt. Ég var tilbúinn til þess að láta reyna á þetta mál. Ég gef ekki endilega eftir ef mér firmst á einhvem hallað. Hins vegar get ég verið stríðinn þegar slíkt á við. Mér finnst það skipta máli í líf- inu að hafa smáhúmor og geta gert grin að sjálfum sér og öðrum. Það er nauðsynlegt að taka sig ekki alltof hátíðlega." Eins og áður sagði er Jón Helgi að taka við Langholtssöfnuði. Hann kemur þar til starfa um miðjan jan- úar en fiölskyldan flyst ekki suður fyrr en í vor þegar skólum lýkur og búið er að ferma elsta soninn. Síð- asta verk Jóns Helga á Dalvík verður að ferma árganginn þar og mun hann því ferma í tveimur prestaköll- um, fyrst í Langholtskirkju um pásk- ana. Hann segir þetta fyrirkomulag gott, rólegur flutningur sé honum að skapi. En hvað skyldi hafa ráðið því að hann ákvað að sækja um stöðu Langholtskirkjuprests? Vildi „brauð" með öflugu tónlistarlífi „Þegar við ræddum um að færa okkur til varð ljóst að ég vildi, vegna minnar menntunar og áhugasviðs, sækja um brauð þar sem væri öflugt tónlistarlíf. Mastersritgeröin, sem ég skrifaði í Edinborg, fiallaði um kirkjutónlist og ég hef mikinn áhuga á að tengja tónlist við helgihald kirkjunnar. í Langholtskirkju er tón- listarlíf hvað öflugast í landinu. Eftir að staða prests losnaði þar óvænt i haust lét sú hugsun mig ekki í friði að sækja um. Ég ræddi þetta vel og lengi við mína fiölskyldu og vini og margir hvöttu mig eindregið til þessa. Nú væri laust brauð sem mér fyndist spennandi og hefði alltaf þótt. Ég neita því ekki að ég hef alltaf haft taugar til þessarar kirkju,“ segir Jón Helgi en rétt er að rifia upp að hann var á meðal umsækjenda fyrir fimm áram þegar Flóki var ráðinn sóknar- prestur. Á síðustu stundu dró Jón Helgi umsögn sína til baka, sem hann segir hafa verið af persónuleg- um ástæðum. „Eftir á að hyggja var ég heldur ekki tilbúinn til að fara frá Dalvík á þessum tíma, hér var margt að ger- ast. Konan vildi alls ekki fara þá en hún er eitthvað sáttari við þá til- hugsun núna. Viðbrögðin úr presta- kallinu voru sterk og allt varð þetta til þess að ég dró mig til baka.“ Hafði stuðning vísan þegar Flóki var ráðinn Kunnugir segja að Jón Helgi hefði sennilega verið ráðinn ef hann hefði ekki hætt við, hann hefði átt góðan stuðning vísan í Langholtssókn. Nú þegar hann hefði verið ráðinn mætti að nokkra leyti líkja honum við Pál postula þegar hann var sendur til að leysa deilur í söfnuðinum í Galata- landi. Um þessa líkingu vill Jón Helgi fátt segja annað en að hann ætli ekki að setja sig inn í þær deil- ur sem ríktu í Langholtskirkju né greina þær á nokkurn hátt. Þær hefðu reynst honum erfiðar eins og mörgum öðrum i kirkjunni. Einnig hefðu einhverjir sagt við hann að hetði hann orðið prestur þama hefðu þessar deilur ekki komið upp og fundust honum slík ummæli óþægi- leg. „Nú kem ég þarna inn í þessa stöðu með mína persónu, menntun og reynslu og legg fram tfl þessarar prestsþjónustu. Þótt söfnuðurinn eigi sérstaka og mjög erfiða reynslu að baki, ekki síst vegna þess að deilan var mikið í fiölmiðlum, þá tilheyra sjálfar deilumar fortíðinni. Hins veg- ar verð ég að sjálfsögðu sálusorgari þessá safhaðar og þess fólks sem hef- ur lent í þessum erfiðleikum. Ég mun ræða málin í því samhengi og hjálpa söfnuðinum að vinna úr þess- um erfiðleikum en ekki taka afstöðu til málsins. Eðlilegt að mörgum líði illa í söfnuðinum „Það er eðlilegt að mörgum líði illa í söfnuðinum vegna þessara deilna. Að tilheyra söfnuði er svipað þvi og að tilheyra fiölskyldu. Maður getur gert sér í hugarlund hvemig manni liði ef fiölskyldan væri linnu- lítið í opinberri, neikvæðri um- ræðu,“ segir Jón Helgi. Aðspurður segist hann ekki vera með undir höndum neina sérstaka plástra á þau sár sem deilur prests og organista skildu eftir sig. „Mitt verkefni næstu mánuðina veröur fyrst og fremst að kynna mig fyrir sóknarbömunum, liðsinna þeim sem leita til mín og styðja það starf sem verið er að vinna á vegum safhaðarins. Ég vil kynna mér við- horf sóknarbama til kirkjustarfsins og hvers konar starf þau vilja sjá að fari fram á vegum safhaðarins. Síðan vil ég setjast niður ásamt sóknar- nefnd og starfsfólki kirkjunnar og gera áætlanir um uppbyggingu safn- aðarstarfs til næstu ára. Verkefnin eru ætíð næg í stóram söfnuði." Allir verða að vinna saman í Langholtsdeilunni var m.a. skipst á skoðunum um hvor ætti al- mennt að ráða í kirkjulegu starfi, presturinn eða organistinn. Jón Helgi segir að fleiri aðilar hafi kom- ið þarna að máli, m.a. sóknarnefnd- in. Allir þessir aðilar verði að vinna sameiginlega að mótun kirkjustarfs- ins. „Presturinn er leiðtogi safnaðar- ins en það eru margir aðrir kallaðir til aö bera ábyrgð. Sóknarnefndin ber t.d. ábyrgð á fiárhag og fiárútlát- um. Það gerir presturinn ekki. Þarna þarf að vera gott samstarf milli sókn- arnefndar og prestsins. Til að ná góðu safnaðarstarfi þurfa allir þessir aðilar að geta starfað saman. Ég mun að sjálfsögðu reyna að kappkosta það.“ Sest hann við orgelið? Eins og áður sagði er Jón Helgi vel liðtækur organisti. Aðspurður hvort til greina komi aö leysa af við orgel- ið i forfóllum Jóns Stefánssonar seg- ir nafni hans litlar líkur á því. Dæmi um slíkt séu þó fyrir hendi i tíð sinni á Dalvik í einfaldari athöfnum. „Ef organistinn myndi veikjast væri ekkert mál að syngja messu án hans ef einhver úr kórnum eða aðrir eru til að leiða sönginn. Við venju- lega messu myndi ég vart setjast við orgelið en þó, hver veit?“ -bjb „Á vissan hátt er ég að fara út í óvissuna, ég veit ekki alveg hvaö bíður nema að þaö verður nóg að gera,“ segir Jón Helgi m.a. um nýja brauöiö í Langholtssókn. Hér er hann fyrir utan Dalvíkurkirkju sem hann kveður nú eftir 12 ára dvöl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.