Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1997, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997 JL#"V iðsljós Laganeminn og dansarinn Lauri Thompson: Flýgur 1000 km í og úr skóla daglega Laganeminn Lauri Thompson lætur 1000 kilómetra sér ekki fyrir brjósti brenna þegar spumingin er um það að sækja vinnu og skóla og ná langt á báðum sviðum. Á hverj- um degi flýgur Lauri yfir 500 kíló- metra vegalengd til San Diego til að fara á lagafyrirlestra i háskólanum þar og aftur til baka til Las Vegas þar sem hún kemur fram á skraut- sýningu tvisvar á kvöldi. Þannig tekst Lauri að ná endum saman og Laganeminn við vinnu sína í háskólanum áður en hún verður að þjóta upp í flugvélina aftur. vellinum, og nær þannig í tíma klukk- an níu. Eftir skóla- daginn flýgur hún til baka klukkan hálf- fimm síðdegis og sest inn i húnings- herbergið sitt til að læra áður en sýning- in hefst. Lauri kem- ur fram tvisvar á kvöldi en hún not- ar hverja mínútu sem gefst til að læra. Þegar Lauri loks leggur höfuð á koddann er komið fram yfir mið- nætti en hún lætur það ekki á sig fá. „Það er ekkert vont. Mér tekst að sofa fram eftir um helgar,“ segir hún. Lauri sérhæfir sig í lögum um skemmtanaiðnaðinn til að hafa eitt- hvað að hverfa að þegar dögum hennar í dansinum lýkur. Hún út- skrifast úr laganáminu árið 1998. Hún er nú 36 ára gömul og hefur verið gift í fjögur ár. En hvað skyldi hún ætla að gera þegar náminu lýk- ur? „Mig langar til að eignast höm,“ segir þessi hávaxna dansmær og laganemi. etlend bóksiá Metsölukiljur • ••••••••«•« « « • Bretland Skáldsögur: 1. Dlck Francls: Come to Grief. 2. John Grlsham: The Runaway Jury. 3. Rob Grant: Backwards. 4. Danlelle Steel: Flve Days In Parls. 5. Terry Pratchett: Maskerade. 6. Wllbur Smlth: The Seventh Scroll. 7. Catherlne Cookson: The Obsesslon. 8. Nlcholas Evans: The Horse Whlsperer. 9. Nlck Hornby: Hlgh Hdellty. 10. Cllve Cussler: Shockwave. Rit almenns eölis: 1. Blll Bryson: Notes from a Small Island. 2. Andy McNab: Immedlate Actlon. 3. Carl Glles: Giles 50th. 4. Gary Larson: Last Chapter and Worse. 5. Prlvate Eye: Best of Prlvate Eye Annual. 6. Davld Wlld: Frlends: The Book. 7. B. Watterson: There’s Treasure Everywhere. 8. S. Nye & P. Dornan: A-Z of Bahavlng Badly. 9. S. Coogan & H. Normal: The Paul and Pauline Calf Book. 10. Fergal Keane: Letter to Danlel. Innbundnar skáldsögur: 1. Terry Pratchett: Hogfather. 2. Maeve Blnchy: Evenlng Class. 3. Dlck Francls: To the Hilt. 4. James Herbert: '48. 5. Tom Clancy: Executlve Orders. Innbundln rit almenns eðlls: 1. R. Harrls, M. Lelgh & M. Leplne: True Anlmal Tales. 2. Damon Hlll: My Champlonshlp Year. 3. Vlz Comlc: Vlz Volume 11: The Turtle’s Head. 4. Jack Charlton: Autoblography. 5. Kenny Dalgllsh: Dalgllsh: My Autoblography. (Byggt A The Sunday Tlmes) Stjarnfræðingurinn sem samdi þrjátíu bækur Stjamfræðingurinn og rit- höfundurinn Carl Sagan lét undan síga fyrir krabbamein- inu rétt fyrir jólin, aðeins 62 ára að aldri. Hann var víð- frægur fyrir bækur sínar og sjónvarpsþætti mn gátur himingeimsins og hlaut m.a. hin eftirsóttu bandarísku Pulitzerverðlaun fyrir eitt rita sinna. Sagan var snillingur í að útskýra flókin fyrirbrigði al- heimsins á einfaldan máta fyrir alþýðu manna - jafnt í sjónvarpi sem í rituðu máli. Um leið var hann harður talsmaður umhverfisvemdar og baráttumaður gegn kjam- orkuvá. Sonur innflytjanda Carl Sagan fæddist í New York borg 9. nóvember árið 1934, sonur rússnesks inn- flytjanda, sem var klæðskeri, og bandarískrar konu. Hann fékk á unglingsárum mikinn áhuga á himingeimnum, reyndist hinn ágætasti námsmaður og lauk háskólaprófi í Chicago á ámnum 1954 og 1955. Hann hlaut styrk til frekari rannsókna í stjameðlis- fræði og vakti fyrst athygli árið 1956 þegar hann skýrði frá því á ár- legri vísindaráðstefnu að hann hefði afsannað þáverandi kenning- ar um gróður væri á yfirhorði reiki- stjömunnar Mars. Árið 1960 varði hann doktorsrit- gerð sína, Physical Studies of Pla- nets, og hélt síðan áfram ýmsum rannsóknum við nokkra háskóla og skrifaði um leið fjöldann allan af tímaritsgreinum. Fljótlega varð hann líka ráögjafi bandarísku geim- ferðastofnunarinnar og réð m.a. út- Carl Sagan lést aðeins 62 ára að aldri. (Jmsjón Elías Snæland Jónsson liti skjaldar sem verið hefur um áratugaskeið á ferð um geiminn í Pioneer geimfarinu bandaríska - en skjöldurinn ber kveðju frá jarðar- búum til umheimsins. 500 milljónir áhorfenda Carl Sagan varð heimsfrægur með sýningu sjónvarpsmynda- flokksins Cosmos. Þar lýsti hann í 13 þáttum sögu alheimsins síðustu 15 milljarða ára - allt frá stóra hvelli til nútímans - á svo áhugaverðan og ljósan hátt að einstaka athygli vakti. Þættimir voru fyrst sýndir árið 1980 og er talið að um 500 milljónir manna hafi fylgst með þeim víða um ver- öldina. Sagan samdi einnig bók um sama efni ásamt konu sinni. Hann var óþreytandi að skrifa um áhugamál sín. Eft- ir hann liggja 30 bækur af ýmsu tagi. Þar á meðal eru The Dragons of Eden: Speculations on the Evolution of Human Intellig- ence, sem fékk bókmennta- verðlavm Pulitzers árið 1978, Broca’s Brain, sem fiallar um þróun mannsheilans, og Shadows of Forgotten Ancestors, sem er rit um þró- im lífs á jörðinni. Síðasta bók hans kom út árið 1995, nefii- ist Demon Haunted World og er gagnrýni á gervivísindi alls konar. Hugsanlegt samband jarðarbúa við verur á öðrum hnöttum var mikið áhugamál Sagans alla tíð. Hann var forvígismaður ítarlegra tilrauna til að hlusta eftir hugsan- legum útvarpssendingum frá menn- ingarþjóðfélögum úti 1 geimnum. Eina skáldsagan sem hann samdi, Contact frá árinu 1985, fiallar einnig um tilraunir manna til að komast í samband við geimverur. Carl Sagan tókst með bókum sín- um og sjónvarpsþáttum að gefa milljónum manna um allan heim til kynna þá æsilegu spennu og eggjun sem fylgir vísindcdegum uppgötv- unum, svo vitnað sé til oröa forseta Comell háskólans, en Sagan starf- aði þar í tæplega þrjá áratugi. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Michael Ondaatje: The English Patlent. 2. Nlcholas Evans: The Horse Whlsperer. 3. Robert Ludlum: The Cry of the Halldon. 4. James Patterson: Hlde and Seek. 5. Cllve Cussler: Shock Wave. 6. Amy Tan: The Hundred Secret Senses. | 7. Tonl Morrlson: Song of Solomon. 8. Johanna Llndsey: Love Me Forever. 9. Mary Higglns Clark: Sllent Nlght. 10. Jane Hamilton: The Book of Ruth. 11. David Guterson: Snow Falllng on Cedars. 12. Mlchael Crlchton: The Lost World. 13. Dean Koontz: Intenslty. 14. John Sandford: The Fool’s Run. | 15. Davld Baldaccl: Absolute Power. Rlt almenns eölls: 1. Jonathan Harr: A Clvll Actlon. 2. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 3. B. Gates, Myhrvold & Rlnearson: The Road Ahead. 4. Dava Sobel: Longitude. 5. Mary Plpher: Revlvlng Ophella. 6. Thomas Cahill: How the Irlsh Saved Clvlllzatlon. 7. Barbara Klngsolver: Hlgh Tide in Tucson. 8. MTV/Melcher Medla: The Real World Diarles. 9. Al Franken: Rush Llmbaugh Is a Blg Fat Idlot. 10. Mary Karr: The Liar’s Club. 11. Howard Stem: Miss Amerlca. 12. Betty J. Eadle & Curtls Taylor: Embraced by the Llght. 13. Jonathan Kozol: Amazlng Grace. 14. Davld Brlnkley: Davld Brinkley. 15. Tom Clancy: Marlne. (Byggt á New York Tfmes Book Revlew) 8 '

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.