Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1997, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997 13 "V Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Hroki án dómgreindar Þegar Finnur Ingólfsson ráðherra framlengdi síðast leyfi Björns Friðfinnssonar frá störfum ráðuneytisstjóra til starfs hjá Fríverzlunarsamtökunum fyrir rúmu ári, var leyfið til eins árs og háð því skilyrði, að Björn kæmi til síns gamla starfs í ráðuneytinu nú um áramótin. Það kom því öllum á óvart, að ráðherrann vildi fyrir síðustu jól ekki fá ráðuneytisstjórann aftur til starfa og hugðist koma honum fyrir annars staðar í kerfinu. Sam- komulag náðist samt daginn fyrir gamlársdag um, að ráðuneytisstjórinn fengi starf sitt síðar á árinu. Samkomulagið er staðfest af forsætis- og utanríkisráð- herra, af því að undirskrift Finns var ekki talin mark- tæk. Niðurstaðan felst í, að ráðuneytisstjórinn gegni að sinni hlutverki sérstaks ráðgjafa ríkisstjórnarinnar, en fái starf sitt aftur í síðasta lagi fyrir næstu áramót. Mál þetta olli ríkisstjórninni vandræðum og álits- hnekki. Ungur ráðherra hafði blindazt svo af upphefð sinni, að hann taldi sig vera yfir siðareglur hafinn og bjóst við að komast upp með það. Hroki og dómgreind- arskortur leiddu ráðherrann til fingurbrots. Málið varð ríkisstjórninni óþægilegra fyrir þá sök, að ráðherrann gerði undirskriftir sínar verðlausar á einu bretti. Það varð til þess, að leiðtogar ríkisstjórnarinnar urðu að taka þátt í að hreinsa upp eftir hann og ábyrgj- ast undirritun hans á samkomulaginu um áramótin. Lausnin felst eins og venjulega í, að ráðherra ber enga ábyrgð á misgerðum sínum, heldur verður reikningur- inn sendur skattgreiðendum. Búin er til staða, sem ekki er á fjárlögum, til að gera ráðherranum kleift að tefja innkomu ráðuneytisstjórans í nokkra mánuði eða heilt ár. Ráðherrarnir, sem komu að málinu, tóku sér fjárveit- ingavald, er á að vera í höndum Alþingis, til að bjarga andliti ráðherrans. Ekki verður þó séð, að það bjargi andliti hans eða félaga hans að framlengja dómgreindar- skerta og hrokafulla ráðstöfun til bráðabirgða. Ráðherrann hefði hins vegar getað bjargað andlitinu strax með því að segjast hafa gleymt fyrra bréfi sínu og taka ráðuneytisstjórann inn um þessi áramót. Frestun heimkomunnar í ráðuneytið felur ekki í sér neina and-< litsbjörgun, heldur er hún almennt höfð í flimtingum. Fram að máli Finns hafði ríkisstjórnin sloppið að mestu við þá umræðu um spillingu og hroka, sem tengzt haföi næstu ríkisstjórnum á undan henni. Líklegt er, að hún láti málið sér að kenningu verða og haldi sig að mestu frá vandræðum á þessum afmörkuðu sviðum. Sterk bein þarf til að þola ráðherradóm í okkar þjóð- félagi, sem byggist óeðlilega mikið á reglugerðum og til- skipunum ráðherra og óeðlilega lítið á settum leikregl- um þingræðisins. Of miklu valdi er safnað í hendur ráð- herra, sem reynast misvitrir eins og annað fólk. Fjölþjóðleg reynsla er fyrir því, að hefðbundið lýðræði er heppilegra rekstrarform þjóðfélags en ráðherralýð- ræðið, sem komið hefur verið upp hér á landi. Tímabili menntaðra einvalda er fyrir löngu lokið í veraldarsög- unni, enda reyndist það stjórnkerfi illa til lengdar. Setja þarf auknar skorður við rassaköstum ráðherra og takmarka útgáfu þeirra á tilkynningum af ýmsu tagi, einkum þeirra, sem valda útgjöldum af hálfu ríkisins. Ennfremur þarf að endurvekja þá gömlu hefð, að ráð- herrar verði að standa við undirskriftir sínar. Mál Finns minnir á, að lýðræði á íslandi hefur ekki að öllu leyti þróazt eftir farsælum brautum nágrannaþjóð- anna og að endurskoða þarf sérstöðu okkar. Jónas Kristjánsson Hriktir í stoðum veldis Milosevics Líða tekur á annan mánuðinn frá því fjöldamótmæli brutust út í Belgrad og fleiri helstu borgum Serbíu gegn ákvörðun stjórnvalda Slobodans Milosevics Serbíufor- seta að ógilda sigra samfylkingar stjórnarandstöðuflokka í borgar- stjórnarkosningum í fjórtán borg- um, þar á meðal í höfuðborginni. í Belgrad hafa þátttakendur í göngum og fundum ná hundruð- um þúsunda þegar flest var. Öðru hvoru hefur Milosevic sent fjöl- mennar lögreglusveitir á vettvang til að þrengja að göngufólki en skirrst við að láta lið sitt ráðast á fjöldann sem fylgt hefur dyggilega hvatningu forustu stjórnarand- stöðunnar að forðast allt sem orð- ið gæti upphaf átaka. Á valdatíma sínum hefur Milos- evic komið upp 80.000 manna óeirðalögreglu, vel búinni vopn- um, en vanrækt að sama skapi herinn sem hann telur ekki auð- velt að gera að verkfæri stjórnar sinnar. Nú hefur það gerst að raddir úr röðum hersins hafa látið til sín heyra. Á fundum stjórnarandstæð- inga hefur verið lesið upp opið bréf frá fulltrúum foringjaliðs her- sveita á sex stöðum í suðaustan- verðri Serbíu, stílað til Milosevics og herforustunnar. Þar er lýst yflr samúð með bar- áttunni fyrir heiðarlegum stjóm- arháttum og frjálsu þjóðlífi og að hermenn muni ekki virða fyrir- skipanir um að snúa vopnum sín- um gegn vopnlausum mótmælend- um. Sérstaka þýðingu þykir hafa að meðal þeirra sem sagðir eru standa að opna bréfinu eru fulltrú- ar einnar úrvalssveitar hersins, úr 63. sveit, skipaðri fallhlífarher- mönnum. Momcilo Perisic hershöfðingi, yfirmaður herráðsins, brást við opna bréfinu með yfirlýsingu þar sem hann lýsti yfir að eining ríkti í hernum. Hann myndi uppfylla skyldur sínar við Serbíu og standa vörð um stöðugleika í landinu. En enga hollustuyfirlýsingu við Milosevic er í yfirlýsingu yfirhers- höfðingjans að finna og þykir það tíðindum sæta. Enn alvarlegra fyrir forsetann er að önnur áhrifamikfl stofnun Serbíu, sem til þessa hefur verið talin á hans bandi, serbneska rétt- trúnaðarkirkjan, hefur opinskátt ,tekið afstöðu með kröfu stjórnar- andstöðunnar um að lýðræðisregl- ur séu virtar. Ráð 30 biskupa, und- ir forustu Pavle patríarka, krefst í samþykkt raunverulegs frelsis og réttlætis til handa þjóð og kirkju. Þá hefur smáflokkur, Nýtt lýð- ræði, sem starfað hefur með Sósí- alistaflokki Milosevics, skorað á forsetann að virða raunveruleg úr- Pavle, patríarki serbnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, hafði forustu um að biskupar kirkjunnar komu saman til að samþykkja fordæmingu á fram- komu Milosevics forseta í átökum undanfarinna vikna. hafa verið látnir þegja um mót- mælin í höfuðborginni og víðar. í skjóli upplýsingasveltis mikils hluta þjóðarinnar virðist hann hafa ætlað að reyna að bíða af sér mótmælaölduna i höfuðborginni. Forsetinn hefur engin viðbrögð sýnt við áliti nefndar Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu sem hann bað sjálfur að kanna úrslitin í borgarstjórnarkosningunum. Nefndin, undir forsæti Felipe Gonzales, fyrrum forsætisráðherra Spánar, úrskurðaði stjórnarand- stöðufylkingunni, Zajedno, í vil. Helsta krafa Zajedno er nú sú að Milosevic taki þá niðurstöðu til greina og rétt kjörnar borgar- stjórnir fái að taka til starfa með sama verksviði og hinar fyrri. Þar felst meðal annars í útgáfa blaða og rekstur útvarps- og sjónvarps- stöðva og er ekki vafi á að forset- anum er einna sárast um að það verkefni hverfi nú til andstæðinga hans. Að þessu skilyrði uppfylltu segj- ast forustumenn Zajedno reiðu- búnir að láta af fjöldamótmælum og bjóða stjórnvöldum viðræður um frekari lýðræðisþróun, sér í lagi i fjölmiðlun og að losa at- vinnulíf undan stjórn ríkisvalds- ins. Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson slit kosninganna frá 17. nóvember. Sömuleiðis hefur stjórnin í Svart- fjallalandi, sem ásamt Serbíu myndar leifarnar af gömlu Júgóslavíu, látið í ljós vanþóknun á síðasta tiltæki Serbíuforseta. Mflosevic hefur fram til þessa einkum skákað i því skjóli að rik- isfjölmiðlar, sem menn hans stjórna, eru nær einráðir um fréttaflutning á landshyggðinni og skoðanir annarra__________________ ; Framför í Kóreu 1 „Árum saman hefur N- Kórea reynt að halda S- j Kóreu úti í kuldanum með því að ræða einslega við Bandaríkin. En með því að fá N-Kóreumenn til að i biöjast afsökunar á hinu dularfúfla kafbátaatviki, sem t leiddi til dauða 24 n-kóreskra hermanna og nokkurra I s-kóreskra óbreyttra borgara, hefúr bandarískum yfir- I völdum tekist að fá N-Kóreu til að ræða sameiginlega j við Bandaríkin og S-Kóreu. Þær viðræður gætu orðið upphafið að viðræðum um opinber endalok Kóreu- I stríðsins. Þetta er merkur pólítískur sigur.“ Úr forystugrein New York Times 2. janúar. 1 I Réttur kjósenda „Sem kjósendur eigum við rétt á heiðarlegum um- í ræðum, skýrum línum, útskýringum, sem við skilj- I um, og draumsýnum sem fa okkur til að finnast við j vera hluti af einhverju sem er miklu stærra en við I sjálf. En við getum ekki skotist undan meðábyrgð { okkar á velferð lýðræðisins. Þó svo að sumir sfjóm- málamenn hafi fyrir löngu gengið of langt í því að vekja athygli á sinni eigin persónu höfum við í Dan- mörku þá stjórnmálamenn sem við verðskuldum." Úr forystugrein Politiken 30. desember. Um framkvæmd Óslóarsam- komulagsins „í ísrael er rætt um hvort stjómvöld eigi að láta Óslóarsamkomulagið sigla sinn sjó eða í það minnsta heimkvaðningu hermanna sem það gerir ráð fyrir eft- ir brottflutninginn frá Hebron og hefja þess í stað við- ræður um endanlega stöðu landamæra, landnema, Jerúsalem og svo framvegis. Ekki að slíkar viðræður myndu leiða til neins. En þrátefli bæði um fram- kvæmd Óslóarsamkomulagsins og í viðræðunum um endanlega stöðu kann að höfða til ísraelsku ríkis- stjórnarinnar sem hafnar hugmyndum um ríki Palest- inumanna og hallast fremur að því að láta ekki land í skiptum fyrir samkomulag og frið.“ Úr forustugrein Washington Post 31. desem- er. ií.íSS-í:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.