Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1997, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1997, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 5 Fréttir_____________________________________________________dv Skoðanakönnun DV á afstöðu kjósenda til smásölu áfengis: Sex af hverjum tíu vilja afnema einkarétt ríkisins - andstaðan meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu Sex af hverjum tíu kjósendum vilja afnema einkarétt ríkisins á smásölu áfengi. Þetta eru helstu nið- v urstöður skoðanakönnunar DV sem I gerð var sl. laugardag af markaðs- deild Frjálsrar fjölmiðlunar hf. á af- stöðu fólks til smásölu áfengis. Stjórn ÁTVR hefur sem kunnugt er komið með þær tillögur að innan tíðar verði rekstur vínbúða boðinn út og léttvín og bjór verði fáanlegt í matvöruverslunum. Úrtakið í skoðanakönnun DV var 600 manns. Jafnt var skipt á milli kynja sem og höfuðborgarsvæðis og landsbyggðarinnar. Spurt var: „Ertu fylgjandi eða andvígur því að einkaréttur ríkisins á smásölu áfengis verði afnuminn?“ Skekkju- mörk í könnun sem þessari eru tvö til þrjú prósentustig. Sé tekið mið af svörum allra í könnuninni sögðust 54,8 prósent fylgjandi þvi að afnema einkarétt- > i □ Fylgjandi □ Andvígir §H Óákveðnir □ Svara ekki Á að afnema einkarétt ríkisins á smásölu áfengis ? - niðurstöður skoðanakönnunar DV 1. febr. 1997 - Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar: Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu verða niðurstöðurnar þessar: inn, 35,5 prósent voru því andvíg, 9,3 prósent voru óákveðin og 0,3 pró- sent neituðu að svara spurning- unni. Afstöðu tóku því 90,3 prósent úrtaksins. Ef aðeins eru teknir þeir sem af- stöðu tóku sögðust 60,7 prósent vera fylgjandi afnámi einkaréttar ríkis- ins á smásölu áfengis og 39,3 pró- sent voru því andvíg. Þegar afstaða kjósenda er skoðuð eftir húsetu þeirra kemur berlega í ljós að mun fleiri eru fylgjandi frels- inu í áfengissölu á höfuðborgar- svæðinu en á landsbyggðinni, eða 55 prósent á móti 45 prósent. Að sama skapi eru andstæðingar af- náms einkaréttar ríkisins fleiri á landsbyggðinni. Óverulegur kynjamunur Sé litið á afstöðu kynjanna eru karlar heldur fleiri en konur í hópi fylgjenda en í hópi andstæðinga eru kynjahlutfóllin svipuð. Heldur fleiri konur en karlar voru óákveðnar í afstöðu sinni til spurningarinnar. -bjb Vinnuvélanámskeið hefst 12. feb. kl. 18. Námskeiðið næryfirallar gerðir vinnuvéla og er bæði bóklegt og verklegt. Nám- skeiðið er kvöld og helgar- nám og kostar 29.900 kr. Landmælinoar Námskeið í hæðarmæling- um, ætlað starfsmönnum verktaka. Námskeiðið er áætlað 28. feb. og kostar 12.000 kr. 36 ára karlmaður sem var gestur í heimahúsi á Suðureyri síðastliðið sumar: Aukin ökuréttindi Í í i i i i i i I fangelsi fyrir aö misnota 2ja ára dreng - móðirin vaknaði upp við að barnið var horfið og lá nakið í öðrum sófa Fjölskipaður Héraðsdómur Vest- fjaröa dæmdi í gær Reyni Ragnars- son, 36 ára íbúa á Selfossi, í 8 mánaða fangelsi fyrir að hafa haft í frammi kynferðislega tilburði gagnvart 2ja ára dreng í heimahúsi á Suðureyri í ágúst síðastliðnum. Reynir kom til Suðureyrar þann 22. ágúst til að vinna í fiski og leigði hann sér herbergi í verbúð. Tveimur dögum síðar var honum boðið í heimahús til fólks sem kannaðist við hann. Var áfengi haft um hönd en síðan hélt fólkið á skemmtistaðinn Vagninn á Flateyri þar sem það var til lokunar klukkan þrjú. Þegar liða tók á nóttina fór fólkið aftur heim í framangreint heimahús á Suðureyri. Húsráðendur gengu til náða en ákærði fékk að leggja sig í tveggja sæta sófa í stofunni. í þriggja sæta sófa í stofunni var einnig kona með tveggja ára dreng sinn sem hún hafði gætt heima ásamt öðrum bömum um kvöldið. Þegar klukkan nálgaðist fimm um nóttina vaknaði konan við það að drengurinn var ekki í sófan- um. Móðirin heyrði í baminu og við nánari athugun sá hún hvar litli drengurinn lá allsnakinn á sæng í tveggja sæta sófanum. Ákærði var þar fáklæddur að hafa kynferðislega tilburði í frammi við barnið. Konan lét heimilisfoðurinn vita sem kom fram, tók gestinn hálstaki og henti honum út. Lögreglan kom stuttu síðar á vettvang og handtók manninn. Við lögregluyfirheyrslu sagði maðurinn að mjög ólíklegt væri að hann hefði brotið af sér gagnvart drengnum en hann væri alkóhólisti og ætti það tO að missa úr minni at- burði þegar hann væri ölvaður. Fyr- ir dómi neitaði hann hins vegar al- farið sakargiftum. Dómurinn tók mið af staðfóstum framburði móðurinnar og heimilis- fóðurins. Sannað þótti að Reynir klæddi drenginn úr náttsamfestingi og lagði hann nakinn á sæng í sófa sínum. Þá var einnig talið sannað að hann hefði haft í frammi kynferðis- lega tilburði gagnvart litla drengn- um. Við ákvörðun refsingar var m.a. Jitið til alvarleika brotsins, sem fram- ið var gagnvart ósjálfbjarga bami á meðan heimilisfólk var í fastasvefni. Á hinn bóginn þótti ekkert benda til að ásetningur hefði vaknað um að fremja brotið fyrr en síðla nætur og þá þótti heldur ekkert fram komið sem benti til að barnið hlyti varan- legan skaða af. Refsingin þykir hæfi- leg 8 mánaða fangelsi og kom ekki til álita að skilorðsbinda hana vegna brotaferils ákærða og alvarleika brotsins. Jónas Jóhannsson, héraðsdómari Vestfjarða, var dómsformaður en Ól- afur Ólafsson og Sverrir Einarsson vom meðdómsmenn. -Ótt Leigubifreið, vörubifreið og hópferðabifreið. Námskeiðið er kvöld- og helgarnám. Námskeiðið áætlað 22. feb. Skráning og nánari upplýsingar gefur Svavar Svavarsson vinnuvélastjóri í síma 588 4500 frá 8 til 22 alla daga. Klettagörðum 11 - Sundahöfn Frábærir ttHAIKCDK vetrarhjólbarðar! 145R12 155R12 135R13 145R13 155R13 165R13 175/70R13 175R14 185R14 p \ n pi •5.T89 -s^es- 4390- -5^00- -5309- -5333- 5333- -e?T3e- 3.113 stgr 3.233 stgr 2.990 stgr 3.120 stgr 3.233 stgr 3.320 stgr 3.590 stgr 3.850 stgr 4.280 stgr 185/60R14 195/60R14 175/70R14 185/70R14 185/65R15 195/65R15 1^278- -&369- -63f8" 4.367 stgr | 4.660 stgr 4.193 stgr 4 4.127 stgr ~ 4.657 stgr 5.300 stgr Ne9ld snjódekk Jeppadekk 25% afsl. 235/75 R15 kr.405=60 kr. 8.025 stgr. • 30-9.50 R15 kr. 44356kr. 8.737 stgr. 31-10.50 R15 kr. 40356 kr. 9.487 stgr. • 33-12.50 R15 kr. 45356 kr. 11.662 stgr. NYBARÐI GOÐATÚN! 4-6, GARÐABÆ SÍMI 565 86 00 Sendum í póstki\öi SKÚTUVOGI 2 SÍMI 568 30 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.