Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1997, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1997, Page 26
42 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 Fólk í fréttum____________ Böðvar Guðmundsson Böövar Guðmundsson skáld, sem búsettur er í Nivá í Danmörku, hlaut í gær íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir bók sína Lífsins tré. Starfsferill Böðvar fæddist á Kirkjubóli í Hvít- ársíðu 9.1.1939 og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1962 og lauk cand.mag.-prófi í íslenskum fræðum við HÍ 1969. Böðvar var stundakennari við Réttarholtsskólann í Reykjavík 1962-63, við Christians Albrechts Universitát í Kiel 1964-65, við MR 1965-66, við heimspekideild HÍ 1970-72 og 1983, við Leiklistarskóla Islands 1981-83, var settur kennari við MH 1969-74, við MA 1974-80 og síðan íslenskur sendikennari við Há- skólann í Bergen 1983-87. Auk þess hefur hann lengst af stundað ritstörf og þýðingar og vinnur nú við það eingöngu. Út hafa komið eftirfarandi rit Böð- vars: Austan Elivoga, útg. 1964, ljóð; í mannabyggð, útg. 1966, ljóð; Burtreið Alexanders/Burt reið Alexander, útg. 1971, ljóð; Sögur úr seinni stríðum, útg. 1978, smásögur; Vatnaskil, útg. 1986, ljóð; Heimsókn á heimaslóð, útg. 1989, ljóð; Bændabýti, útg. 1990, skáldsaga; Kynjasögur, útg. 1992, smásögur; Þijár óðarslóðir, útg. 1994, ljóð; Híbýli vindanna, útg. 1995, skáldsaga; Lifsins tré, útg. 1996, skáldsaga. Leikrit hans eru Loki þó!, 1973; Krummagull, 1976; Skollaleikur 1977; Grísir gjalda, 1979; Úr aldaannál, 1982; Þórdís þjófamóðir, 1982; Ættarmótið, 1990; Kvennaskólaævintýrið, 1995. Þá hefur hann verið afkastamikill þýðandi. Fjölskylda Böðvar er fjórkvæntur. Fyrsta kona hans var Hjördís Hákonardótt- ir, f. 28.8.1944, héraðsdómari við Hér- aðsdóm Reykjavíkur. Önnur kona Böðvars var Kristín Á. Ólafsdóttir, f. 3.1. 1949, borgarfúll- trúi og kennari. Þriðja kona Böðvars var Helga Kress, f. 21.9. 1939, prófessor við HÍ. Eiginkona Böðvars er Eva Rode, f. 10.7. 1945, ritstjóri við Fomíslenska orðabók Stofnunar Áma Magnússon- ar við Kaupmannahafnarháskóla. Hún er dóttir Thomasar Nielsen for- stjóra og k.h., Tove Nielsen, fyrrv. setjara. Systkini Böðvars eru Kristin, f. 27.5. 1932, lengst af húsmóðir í Hafn- arfirði og Keflavík; Sigurður, f. 20.4. 1937, bóndi á Kirkjubóli. Foreldrar Böðvars voru Guðmund- ur Böðvarsson, f. 1.9.1904, d. 3.4.1974, skáld og bóndi á Kirkjubóli i Hvítársíðu, og k.h., Ingibjörg Sigurð- ardóttir, f. 20.4. 1911, d. 21.5.1971, húsfreyja. Ætt Guðmundur var sonur Böðvars, b. á Kirkjubóli, Jónssonar, b. á Leyni og síðar i Winnipeg, bróður Einars, afa Stefáns Jóns- sonar rithöfundar. Systir Jóns var Hildur, húsfreyja í Ána- naustum við Reykjavík, langamma Björns Bjamasonar menntamálaráð- herra og Markúsar Amar Antonsson- ar, framkvæmdastjóra RÚV. Hálf- bróðir Jóns var Helgi á Lambastöð- um, afi Halldórs Laxness, fóður Guð- nýjar kvikmyndagerðarmanns. Jón var sonur Jóns, b. í Fljótstungu, Böðvarssonar, og Margrétar Þorláks- dóttur. Móðir Böðvars á Kirkjubóli var Sigurbjörg, dóttir Steingrims Guðmundssonar og Benóníu Sigurð- ardóttur. Móðir Guðmundar skálds var Kristín Jónsdóttir, b. í Höll í Þverár- hlíð, bróður Jóns eldra, langafa Lára, móður Þórarins yfirlæknis og Péturs blúsleikara Tyrfmgssona. Annar bróðir Jóns var Jóhannes á Síðum- úlaveggjum, faðir Sveins, langafa Þórs Magnússonar þjóðminjavarðar. Jón var sonur Sveins b. í Tóftarhring Jónssonar og Þuríðar Egilsdóttur. Móðir Kristínar var Halldóra, systir Guðrúnar í Fljótstungu, langömmu Sigurðar Helgasonar í menntamála- ráðuneytinu, og Páls Bergþórssonar, fyrrv. veðurstofustjóra, föður Berg- þórs óperusöngvara. Ingibjörg var dóttir Sigurðar, b. í Hvammi í Hvítársíðu, bróður Guð- jóns Helga vegaverkstjóra, föður Halldórs Laxness. Annar bróðir Sig- urðar var Ámi, organisti í Grinda- vík, afi Selmu Guðmundsdóttur pí- anóleikara. Sigurður var sonur Helga, b. á Lambastöðum, hálfbróð- ur, sammæðra, Jóns, b. í Leyni. Helgi var sonur Böðvars, b. í Fljótstungu Jónssonar. Móðir Sigurðar var Guð- rún Sveinsdóttir, smiðs á Beigalda, Sigurðssonar, og Sigríðar Sigurðar- dóttur. Móðir Ingibjargar var Helga Jóns- dóttir, b. í Lundareykjadal, Jónsson- ar, og Jórunnar Jónsdóttur, b. á Breiðabólstað í Reykholtsdal, Páls- sonar, í Geirshlíð, bróður Þorsteins, langafa Selmu, forstöðumanns Lista- safns Islands, og Halldórs stjómarfor- manns Jónsbama. .Páll var sonur Jakobs Blrnn Snorrasonar, ættföður HúsafeOsættarinnar, Björnssonar. Móðir Jómnnar var Sigríður Þor- steinsdóttir, b. á Brennistöðum, Þið- rikssonar, af Klingenbergsætt. Böðvar Guðmundsson. Afmæli Kristjana Helga Guðmundsdóttir Kristjana Helga Guðmundsdóttir sóknarkona, Melgerði 22, Kópavogi, er sextug í dag. Starfsferill Kristjana fæddist á Suðureyri við Súgandafiörð og ólst þar upp. Hún flutti með manni sínum til Reykja- víkur en hefur nú átt heima í Kópa- vogi í tæp fiörutíu ár. Fjölskylda Kristjana giftist 1957 Bjama H. Sig- urðssyni, f. 22.11. 1929, d. 25.9.1981, bólstrara. Hann var sonur Sigurðar Krist- jánssonar listmálara og Kristjönu Bjarnadóttur húsmóður. Börn Kristjönu og Bjama eru Kristjana, f. 4.1. 1959, húsmóðir í Sví- þjóð, gift Jóni Gesti Harð- arsyni og eiga þau fióra syni; Ólöf, f. 4.1.1959, hús- móðir í Garðabæ, gift Bárði A. Gunnarssyni og eiga þau fiögur börn og eitt fósturbam; Ása, f. 30.9. 1960, sjúkraliði í Reykja- vík, gift Árna V. Ámasyni og eiga þau þrjú böm; Elín, f. 21.8.1962, húsmóðir í Borgarnesi, gift Sigurði Bjömssyni og eiga þau fiögur börn; Bima, f. 11.1. 1965, sjúkraliði í Reykja- vik, gift Gísla Ö. Gíslasyni og eiga þau þrjú börn. Systkini Kristjönu: Guðni, f. 1.11. 1922, nú látinn; Kristjana Helga Kristín Magnea, f. 9.7.1915, Guðmundsdottir. d 1975; Jóhann Magnús, f. 8.4. 1924; Þorvarður Stefán, f. 5.8. 1925; Guðrún Guðríður, f. 30.7. 1927; Kristrún, f. 12.3. 1928; Guðmunda, f. 19.4. 1919; Fanney, f. 30.11. 1931; Jak- obína Jóhanna, f. 21.7.1933. Foreldrar Kristjönu vom Guð- mundur Kristinn Guðnason, f. 19.12. 1897, d. 4.8. 1973, sjómaður á Suður- eyri, og Elín Magnúsdóttir, f. 19.3. 1888, d. 22.8. 1970, húsmóðir. Kristjana verður að heiman i dag en tekur á móti gestum i Sóknarsaln- um, Skipholti 50, laugardaginn 8.2. nk. kl. 18.00-21.00. Ingibjörg Sívertsen Jónsdóttir Ingibjörg Sívertsen Jónsdóttir bankaritari, Þúfuseli 1, Reykjavík, er fimmtug i dag. Fjölskylda Ingibjörg fæddist i Reykjavík. Hún giftist 1.10.1966 Guðjóni Þorkelssyni, f. 2.10. 1945, skrifstofumanni hjá Vél- um og verkfærum hf. Hann er sonur Þorkels Guðjónssonar verkamanns og Óskar Guðmundsdóttur húsmóð- ur sem bæði eru látin. Börn Ingibjargar og Guðjóns era Margrét Ósk, f. 1.10. 1967, sjúkraliði og löggiltur aðstoðarmaður tann- læknis, gift Sigurði Guðmundssyni sölumanni og eiga þau einn son, Guðjón Inga; Þorkell, f. 11.12.1971, er að ljúka viðskiptafræðinámi við HÍ og starfar á endurskoðunarskrif- stofu, en unnusta hans er Gígja Gunnarsdóttir, nemi við íþrótta- kennaraháskóla íslands á Laugar- vatni; Elísabet Ósk, f. 24.5.1983, nemi í Ölduselskóla. Bróðir Ingibjargar er Sveinbjörn Jónsson, f. 30.10. 1943, en sambýlis- kona hans er Sigurrós Jóhannsdótt- ir. Foreldrar Ingibjargar eru Jón Sveinbjörnsson, f. 16.4. 1922, oftset- prentari í Reykjavík, og Margrét Sí- vertsen, f. 18.8. 1923, húsmóðir. Andlát Ágúst Böðvarsson Sigfús Ágúst Böðvarsson, fyrrv. forstöðumaður Landmælinga ís- lands, sem dvaldi síðustu árin á Hrafnistu viö Skjólvang í Haftiar- firði, lést þann 27.1. sl. Hann verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni i dag, miðvikudaginn 5.2., kl. 15.00. Starfsferill Ágúst fæddist að Hrafnseyri við Amarfiörð 3.1. 1906 og ólst þar upp. Hann lauk námi frá Verslunarskóla íslands 1925 og stundaði nám í land- mælingum hjá Geodætisk Institut í Kaupmannahöfn 1935-37. Ágúst var bóndi að Hrafnseyri 1926-29 en vann við landmælingar ís- lands 1930-76 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hann var forstöðu- maður Landmælinga Islands 1959-76. Ágúst samdi texta við ýmis þekkt dægurlög fyrri tíma, s.s. Skautapolka og Ljósbrá. Hann sat í stjórn Bygg- ingasamvinnufélags starfsmanna ríkisstofn- ana um árabil frá 1948, í ömefnanefnd og Hrafns- eyramefnd um nokkurt skeið frá 1973. Á síðasta ári komu út eftir Ágúst ritið Saga landmælinga Dana á ís- landi og ljóðabók, Ljóð- mæli. Ágúst var heiðurfélagi Ferðafélags íslands, var virkur félagi í Oddfellow- reglunni, stúku nr. 11., Þorgeiri, og var heiðursfélagi hennar. Hann var sæmdur Hinni íslensku fálkaorðu. Fjölskylda Ágúst kvæntist 18.12. 1930 Sigríði Sveinbjömsdóttur, f. 12.6. 1909, d. 24.12.1977, húsmóður. Hún var dóttir Sveinbjöms Sæmundssonar, fylgdar- manns í Reykjavík, og k.h., Ólafiu Bjargar Jónsdóttur, húsmóður og saumakonu. Sonur Ágústs og Sigríðar var Gunnar Hrafh, f. 18.10. 1931, d. 23.12. 1990, verk- fræðingur í Hafnarfirði, sem var kvæntur Önnu Baur hárgreiðslumeistara og era synir þeirra tveir; Ágúst Jóhann, f. 3.6. 1963, tannlæknir í Hafnarfirði, og Sveinbjöm Styrmir, f. 19.9. 1965, bakarameistari i Reykjavík. Alsystkini Ágústs: Bjami Einar, f. 21.11. 1900, látinn, hljómsveitarstjóri í Reykjavík; Guðrún, f. 9.7. 1902, dó ung kona; Þórey Kristín Ólina, f. 4.7. 1904, nú látin, húsmóðir í Reykjavík. Hálfsystkini Ágústs, samfeðra: Baldur, f. 7.11. 1921, dó tveggja ára; Bryndís, f. 13.5. 1923, nú látin, hús- móðir á Akureyri; Baldur, f. 6.11. 1924, fyrrv. símstjóri á Selfossi. Foreldrar Ágústs voru Böðvar Bjarnason, f. 18.4. 1872, d. 11.3. 1953, prófastur á Hrafnseyri við Arnar- fiörð, og Ragnhildur Teitsdóttir, f. 22.7. 1877, d. 30.7. 1963, húsfreyja. Ætt Böðvar var hálfbróðir Ragnheiðar, móður Jóns Leifs. Böðvar var sonur Bjama, b. á Reykhólum, bróður Gísla, langafa Klemensar Jónssonar leikara og leikstjóra. Bjami var son- ur Þórðar, b. í Belgsholti í Mela- sveit, Steinþórssonar. Móðir Böðv- ars var Þórey Kristín Ólína Páls- dóttir, b. á Reykhólum, Guðmunds- sonar. Ragnhildur var systir Önnu, langömmu Guðrúnar Ágústsdóttur, forseta borgarstjórnar. Ragnhildur var dóttir Teits, gullsmiðs og veit- ingamanns á ísafirði, Jónssonar. Ágúst Böövarsson. DV Hl hamingju með afmælið 5. febrúar 90 ára Margrét Guðmundsdóttir, Akralandi 3, Reykjavík. 80 ára Björg Antoníusdóttir, Silfurbraut 36, Höfn í Horna- firði. Jóhann Klausen, Bleiksárhlíð 56, Eskifirði. 75 ára Árni E. Ámason, Tjarnarlundi 13 E, Akureyri. Jón A. Valdimarsson, Suðurgötu 22, Keflavík. 70 ára Georg Guðlaugsson, Selvogsgötu 22, Hafnarfirði. Þórey E. Kolbeins, Grenimel 33, Reykjavík. Anna S. Jóhannsdóttir, Hvammi, Andakílsvirkjun, Andakílshreppi. 60 ára Bára Jóhannsdóttir, BlómsturvöUum 27, Neskaup- stað. Ingigerður S. Óskarsdóttir, Grýtubakka 2, Reykjavík. Ólafur Veturliði Þórðarson, Fjarðargötu 52, Þingeyri. Guðni Ingólfur Gestsson, Hlíðargötu 55, Fáskrúðsfirði. 50 ára Erla Pétursdóttir, Njörvasundi 4, Reykjavík. Ragnheiður S. Aðalsteins- dóttir, Langholtsvegi 80, Reykjavík. Hjördis Ingvarsdóttir, Blómvangi 8, Hafnarfirði. Karl Sigurbjörnsson, Þórsgötu 18 A, Reykjavík. Sigurður Erlendsson, Einibergi 13, Hafnarfirði. Björn Sigurðsson, Þrúðvangi 7, Hellu. 40 ára Þorlákur Ásmundsson, Stekkjarflöt 2, Garðabæ. Kristín Marteinsdóttir, Hafraholti 30, ísafirði. Guðni Óskar Jensen, Jórufelli 6, Reykjavík. Erla Kamilla HáJfdánardóttir, Amarsmára 4, Kópavogi. Guðmundxu- Þór Kristjánsson, Klapparbraut 6, Garði. Halldóra Jónsdóttir, Hverfisgötu 92 C, Reykjavík. Sveinbjörn F. Pétursson, Lambastaðabraut 1, Seltjarnar- nesi. aukaafslátt af smáauglýsingum DV Smáauglýsingar SSO 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.